Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 ✆ 585 8800 Hæð, 5 herb., 161 m2 81.900.000,- Hjarðarhagi 33 – 107 Reykjavík Fjölbýli, 5 herb., 158 m2 99.500.000,- Skúlagata 32 – 101 Reykjavík Hæð, 3ja-4ra herb., 89.9 m2 48.500.000,- Óðinsgata 13 – 101 Reykjavík Atvinnuhúsnæði 6 herb., 189 m2 93.500.000,- Klapparstígur 29 – 101 Reykjavík Fjölbýli, 3 herb., 74 m2 46.800.000,- Fjólugata 19 – 101 Reykjavík Atvinnuhúsnæði 5 herb., 138 m2 130.000.000,- Laugavegur 52 – 101 Reykjavík Við leggjum kapp á að veita vandaða og trausta þjónustu í fasteignaviðskiptum og leitumst við að ná hámarksárangri fyrir viðskiptavini okkar Kringlunni 4-6 | 103 Reykjavík | Sími 585 8800 | híbýli.is Glæsileg og mikið endurnýjuð efri sérhæð ásamt bílskúr. Yfir íbúðinni er geymsluloft með steyptu gólfi. Sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla í kjallara. Bílskúr er með hita og rafmagni, gluggi og útgengt í garðinn. Falleg og rúmgóð 3ja til 4ja herbergja íbúð á miðhæð í þríbýlishúsi. Sérinngangur er í íbúðina aftan við húsið. Baðherbergi með flísum á veggjum og gólfi, hornbaðkari, upphengt salerni. Sérgeymsla í kjallara og aðgangur að sameiginlegu þvottahúsi. Glæsileg íbúð eða skrifstofuhæð í miðborg Reykjavíkur. Íbúðin hefur haldið upprunalegu skipulagi og útliti, hvítlakkaðar fulningahurðir og gluggaumgjörð upprunaleg sem og listar og rósettur í loftum. Verslunarhúsnæði á tveimur hæðum á besta stað við Laugaveg í miðborg Reykjavíkur. Eignin er samtals 138,6 fm á tveimur hæðum í vinstri hluta hússins, og í kjallara í hægra hluta hússins. Afar vel staðsett húsnæði með mikla möguleika. Falleg 2ja-3ja herbergja risíbúð með glæsilegu útsýni í mjög fallegu steinhúsi í Þingholtunum. Geymsluloft er yfir íbúðinni. Sameiginlegt þvottahús í kjallara. Húsið var múrviðgert og málað fyrir fáeinum árum. Einnig þakjárn og rennur endurnýjaðar. Ofnalagnir í íbúðinni endurnýjaðar. Afar glæsileg útsýnisíbúð með aukinni lofthæð á efstu hæð í lyfthúsi. Tvennar svalir eru á íbúðinni, 8,9 fm til norðurs með glæsilegu útsýni. Til suðurs er 41,1 fm skjólsælar svalir/þakgarður með heitum potti og harðviðargólfi. Úr norðurhluta íbúðarinnar er glæsilegt útsýni yfir sundin. Í lok síðustu aldar urðu tvö mannskæð slys í snjóflóðum á Súðavík og Flateyri. Í kjölfarið greip rík- isstjórn Íslands til ým- issa ráðstafana til að bregðast við, ekki síst því ákalli þjóðarinnar að áföll af þessu tagi væru óásættanleg og tryggja þyrfti öryggi almennings með betri hætti. Meðal þess sem gert var í kjölfarið var að setja ný lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, lög nr. 49/1997. Markmið þeirra var að tryggja með betri hætti en eldri lög gerðu, öryggi almennings á hættu- svæðum á Íslandi. Með nýjum lögum vildi löggjafinn tryggja að við gerð hættumats væri áhættan metin með faglegum og óyggjandi hætti eins og kostur væri. Þannig yrðu sjónarmið hagsmunaaðila í heimabyggð ekki ráðandi við ákvörðun hættumatslína og návígið í sveitarfélögunum hefði ekki áhrif á legu þeirra og skilgrein- ingu hættusvæða. Á Seyðisfirði varð mannskæðasta slys sem orðið hefur af völdum snjó- flóða á Íslandi seint á nítjándu öld og árið 1950 fórst þar fimm manna fjöl- skylda er aurskriða féll á húsið sem hún bjó í undir Strandartindi. Ásókn í að nýta eignir á hættusvæðum á Seyðisfirði hefur ekki verið mikil frá því lögin voru sett. Það hefur breyst, enda eignir á umræddum svæðum fengist á hrakvirði. Á svæðinu undir Strandartindi á lóð- unum Strandarvegur 13 og 21 hefur verið unnið að framkvæmdum án þess að afla áður tilskil- inna leyfa. Á lóðinni nr. 13 er búið að breyta geymsluhúsnæði í skóla- byggingu fyrir lýðhá- skóla og á lóðinni nr. 21 er búið að gera stórt gistiheimili með 37 gisti- rýmum. Umhverf- isnefnd Seyðisfjarð- arkaupstaðar hafnaði því sl. vetur að veita byggingarleyfi fyrir breyt- ingum að Strandarvegi 21 og bæj- arstjórn veitti neikvæða umsögn um rekstrarleyfi í kjölfarið. Því vildi eig- andi ekki una og málið hefur verið sótt fast af hálfu eiganda með fulltingi fyrrverandi lögmanns Mannvirkja- stofnunar sem gengur langt í að rétt- læta gistirekstur á svæðinu. Er ljóst var sl. vor að fram- kvæmdir að Strandarvegi 13 væru byggingarleyfisskyldar kallaði bygg- ingarfulltrúi eftir byggingarleyf- isumsókn. Teikningar bárust seint og um síðir en athugasemdum bygging- arfulltrúa við innsend gögn, og erind- um umhverfisnefndar hefur ekki verið svarað og umsókn um byggingarleyfi hefur ekki borist. Svæðið sem húsin standa á er skil- greint í hættumati sem hættusvæði C, og landnotkunarflokkur samkvæmt aðalskipulagi Seyðisfjarðar- kaupstaðar er hafnarsvæði. Notkunin samræmist því ekki aðalskipulagi og er ekki í samræmi við reglugerð nr. 505/2000 um hættumat vegna ofan- flóða, flokkun og nýtingu hættusvæða. Það er umhugsunarvert að þótt sýslu- maður hafi synjað um rekstrarleyfi gistiheimilsins þá virðist hvorki lög- reglustjóri né sýslumaður aðhafast neitt varðandi þá starfsemi sem þar er rekin án leyfis. Svæðið er mjög virkt ofanflóða- svæði. Nýlokið er við hreinsun á stórri skriðu sem féll í júní 2017 á næsta hús fyrir utan gistiheimilið. Stærri skriður falla á þessu svæði á u.þ.b. 10-15 ára fresti og valda verulegu tjóni á mann- virkjum. Hinn 9. desember sl. féllu þrjú snjóflóð um 500 metrum utar og náðu tvö þeirra vegi. Það er eðli nátt- úrunnar að tíðir atburðir af minni stærðargráðu eru fyrirboðar mun stærri atburða með lengra millibili. Á svæðinu standa hús og mannvirki í stórum skriðukeilum. Veðurstofan beinir nú athyglinni sérstaklega að þeirri hættu sem loftslagsbreytingar geta skapað með óstöðugleika vegna breytinga á sífrera í fjallinu fyrir ofan. Þær breytingar gætu valdið atburð- um af áður óþekktri stærðargráðu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Að auki vaktar Veðurstofan svæðið fyrir ofan með mælingum á sprungum vegna gliðnunar í jarðvegi í svoköll- uðum Þófa. Seyðisfjarðarlistinn (L-listinn), sem hefur meirihluta í bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar, setti það á stefnuskrá sína fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar í vor að skipta um byggingarfulltrúa. Þar sem ég hef látið af störfum og öryggi almennings er mér hugleikið eftir að hafa starfað samkvæmt lögum sem hafa það að markmiði að tryggja öryggi og holl- ustuhætti um árabil finnst mér óhjá- kvæmilegt að vekja athygli á þessu máli. Ég tel fullt tilefni til að löggjafinn taki þetta mál sérstaklega til skoð- unar og jafnframt hvernig þróun nýt- ingar á hættusvæðum almennt hefur verið síðan lögin voru sett. Meti hvort ástæða er til að endurskoða lögin eða reglugerðina með hliðsjón af því sem hér eða annars staðar er að gerast. Það er mikilvægt að nýting hættu- svæða sé í samræmi við gildandi lög og reglur og e.t.v. nauðsynlegt að endurskoða lög og reglugerðir til að ná því markmiði sem upphaflega var sett, að tryggja öryggi almennings með ásættanlegum hætti. Til dæmis gæti væri skynsamlegt í ljósi þeirrar þróunar sem hér er rakin að færa eft- irlit og leyfisveitingar á hættusvæð- um frá sveitarfélögunum til Mann- virkjastofnunar til að tryggja faglegt sjálfstæði og forða þeim aðstæðum sem návígi í litlum sveitarfélögum skapar. Ég tel að það sé á ábyrgð stjórn- valda að tryggja umfram allt öryggi almennings og forða mannskæðum slysum af völdum ofanflóða að því marki sem það er í mannlegu valdi. Uppbygging gistiþjónustu og skólastarfsemi á ofanflóðasvæði Eftir Sigurð Jónsson Sigurður Jónsson »Það er mikilvægt að nýting hættusvæða sé í samræmi við gildandi lög og reglur og e.t.v. nauðsynlegt að endur- skoða lög og reglugerðir til að ná því markmiði. Höfundur er fyrrverandi byggingarfulltrúi á Seyðisfirði. Skriðuföll Myndin sýnir frásögn Morgunblaðsins eftir að þrettán aur- skriður féllu á Seyðisfjörð 12. ágúst 1989.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.