Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 Lífið er skemmtilegur sprettur,“ segir Sigmundur Stefánsson áSelfossi sem er 66 ára í dag. „Tæplega fimmtugur greindistég með afbrigði af sykursýki og fékk hjartaáfall. Þannig opn- uðust augu mín fyrir mikilvægi hreyfingar og ég byrjaði að hlaupa. Ætlaði fyrst rólega í sakirnar en svo jókst áhugi og þrek. Núna er ég búinn með 23 maraþonhlaup og þrjá járnkarla og finnst orðið tímbært að hægja sprettinn.“ Sigmundur er bor- inn og barnfæddur Selfossbúi; tvíbura- bróðir hans er Gísli sem er múrari á Eski- firði. „Já, taugin milli okkar bræðranna er sterk þó svo hann hafi búið á öðru lands- horni í áratugi. Þegar ég kem austur telja sumir sem þar búa mig vera Gísla og sjálfsagt er það svip- að ef hann sést syðra,“ segir Sig- mundur sem var for- stöðumaður Sundhall- ar Selfoss og seinna allra íþróttamann- virkja bæjarins í um aldarfjórðung. Var seinna umsjónarmaður félagslegra leiguíbúða í eigu Sveitarfélagsins Árborgar. „Síðustu árin hef ég starfað hjá Jötunn – vélum og er þar að setja saman og gera við reiðhjól sem mér finnst áhugavert starf rétt eins og hjólaferðir heilla. Þar get ég einnig tiltekið gönguferðir og kajak- siglingar, til dæmis í Jökulfjörðum og inni á hálendinu. Svo höfum við hjónin reglulega farið á skíði í austurrísku Ölpunum; fórum fyrst 1983 og höfum ekki misst mörg ár úr. Erum einmitt á leiðinni þang- að eftir nokkra daga og tökum dótturdóttur okkar með, en svona ferðalag með ömmu og afa er alltaf fermingargjöfin okkar,“ segir Sigmundur sem er kvæntur Ingileifu Auðunsdóttur sjúkraliða. Eiga þau tvö börn, sex barnabörn og eitt barnabarnabarn. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hlaup Finnst nú orðið tímbært að hægja sprettinn, segir Sigmundur hér í viðtalinu. 23 maraþonhlaup og þrír járnkarlar Sigmundur Stefánsson er 66 ára í dag S igríður Anna Guðjóns- dóttir fæddist í Reykjavík 2. febrúar 1959. Hún gekk í Breiðagerðisskóla, Kópavogsskóla og Víg- hólaskóla og lauk landsprófi vorið 1975. Þá gekk hún í skóla í Fort Dodge í Iowa þar sem hún dvaldi hjá vinafólki í hálft ár. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1979, en á mennta- skólaárunum kynntist hún eigin- manni sínum, Ragnari Marteinssyni. Að loknu stúdentsprófi starfaði Sigríður Anna hjá Sýslumanninum í Kópavogi þar til hún hóf nám við Kennaraháskóla Íslands og útskrif- aðist hún sem grunnskólakennari vorið 1983. Eignuðust þau dæturnar Margréti sumarið 1983 og Ragnheiði haustið 1984. Þau bjuggu í Vestur- bænum fyrst um sinn og kenndi hún í Melaskóla í fimm ár. Árið 1989 byggðu þau hús í Garðabæ, en fluttu í kjölfarið til Danmerkur, þar sem þau bjuggu í tvö ár. Þar vann hún m.a. við leikskóla og kennslu íslenskra barna í Kaupmannahöfn. Árið 1992 fluttu þau heim og eignuðust sitt þriðja barn, Guðjón. Hún kenndi við Æfingadeild KHÍ 1993 og byrjaði síðan um haustið í Flataskóla í Garðabæ til aldamóta. Þá kenndi hún í Snælandsskóla í Kópavogi frá 2001- 2006. Árið 2003 hóf hún meistaranám Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla – 60 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Ragnar, Guðjón, Sigríður Anna, Ragnheiður, Margrét og tengdasonurinn Garðar. Ísaksskóli er lítill skóli en með stórt hjarta Hjónin Ragnar og Sigríður Anna á afmæli Ragnars í fyrra. Dalvík Jakob Óttar Ingvason fæddist 10. maí 2018 kl. 9.53. Hann vó 3.808 g og var 52 cm langur. For- eldrar hans eru Krist- ín Heiða Garð- arsdóttir og Ingvi Hrafn Ingvason. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. SÉRBLAÐ Tíska& förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 15. febrúar Fjallað er um tískuna í förðun, snyrtingu, fatnaði og fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur o.fl. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 11. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is –– Meira fyrir lesendur Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.