Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 2. F E B R Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  36. tölublað  107. árgangur  SANNKALLAÐAR PERLUR SEM LIFA MEÐ MANNI STENDUR MEÐ HALLGERÐI ÍSLENDINGUM FJÖLGAR AÐ NÝJU Í ÞÝSKU 1. DEILDINNI INNLIT Í NJÁLSSÖGU 12 HANDBOLTI ÍÞRÓTTIRELMAR GILBERTSSON 30 H V ÍT A H Ú S IÐ / A c ta v is 7 1 1 0 3 0 Betolvex B-12 H Fæst án lyfseðils  Símtölum til Eitrunarmiðstöðvar Landspítalans hefur fjölgað undan- farin tvö ár og eru á því margar skýringar að sögn Helenu Líndal, forstjóra Eitrunarmiðstöðvarinnar. Að sögn Helenu felst aukningin meðal annars í fjölgun erlendra ferðamanna sem eigi það til að rugla saman íslenskum plöntum og sveppum sem óhætt sé að borða í þeirra heimalandi en séu ekki til sama brúks hér á landi. Helena seg- ir að breytt verklag og markvissari skráning símtala til Eitrunarmið- stöðvarinnar útskýri fjölgun sím- tala að miklu leyti. Hún segir einnig að drengir fram til 12 ára aldurs séu í meirihluta þeirra sem komast í tæri við eiturefni. »18 Sveppir og plöntur rugla ferðamenn Liðsmenn björgunarsveita við Eyjafjörð, fólk frá Rauða krossinum, slökkviliði, lögreglu og sjúkrahúsinu á Akureyri auk starfsmanna í Hlíð- arfjalli, alls 40-45 manns, tóku þátt í björgunar- æfingu í gærkvöldi. Æfð voru viðbrögð við snjó- flóði á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli samkvæmt viðbragðsáætlun, að sögn Antons Bergs Carrasc- os sem var í æfingarstjórn. Æfingar sem þessar hafa verið haldnar nokkrum sinnum áður. Æfðu viðbrögð við snjóflóði á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Björgunaræfing í Hlíðarfjalli Alls voru seldir 846 nýir bílar í janúar í ár sam- kvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu og er salan tæplega 50% minni en í fyrra þegar 1.623 nýir bílar seldust í mánuðinum. Janúar var í fyrra eini mánuðurinn sem var stærri en sam- bærilegur mánuður fyrra árs að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, formanns Bílgreina- sambandsins. Kjaraviðræður hafa áhrif Hann segir marga vera að huga að bíla- kaupum en ljóst sé að yfirstandandi kjara- viðræður hafi frestandi áhrif á bílakaup lands- manna. „Árið hefur byrjað frekar hægt en við finnum að það eru margir í startholunum og eru að huga að bílakaupum. En það er klárt mál að yfir- standandi kjaraviðræður hafa mjög frestandi áhrif á bílasölu,“ segir Jón Trausti í samtali við Morgunblaðið. Hann segir þessar tölur ekki gefa tilefni til þess að hafa áhyggjur. Bílafloti landsmanna sé gamall og mikil undirliggjandi endurnýjunar- þörf fram undan á þessu ári og því næsta. Bíl- verð sé tiltölulega hagstætt, gengið nokkuð sterkt og framboðið fjölbreytt. Bílasala dregst mikið saman Morgunblaðið/Hari Bílaumferð Bílafloti landsmanna er gamall.  Sala á nýjum bílum dróst saman um tæp 50% í janúar MSala á nýjum bifreiðum »16 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eyjólfur Eyjólfsson, stjórnarmaður í Félagi húsgagna- og innréttinga- framleiðenda, gagnrýnir verkalýðs- hreyfinguna fyrir að velja erlendar innréttingar í félagslegar íbúðir. Með því sé hreyfingin að flytja störf úr landi samtímis því sem farið sé að hægja á innlendri framleiðslu. Málið varðar Bjarg – íbúðafélag sem var stofnað af ASÍ og BSRB. Bjarg valdi að loknu útboði er- lendar innréttingar. Þá er félagið að láta reisa timburhús frá Lettlandi á Akranesi. Horft er til fleiri staða. Eyjólfur gagnrýnir að Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, skuli sem meðstjórnandi í Bjargi taka þátt í slíkum viðskiptum. Útvista vinnu til láglaunalanda „Þorbjörn er sem framkvæmda- stjóri Samiðnar fulltrúi verkalýðs- félaga iðnaðarmanna. Samtímis situr hann í stjórn félags sem er að útvista mikilli vinnu úr landi. Maður sem er í vinnu fyrir iðnaðarmenn á Íslandi er með því að útvista ómældri vinnu til láglaunalanda og telur engan hags- munaárekstur í því,“ segir Eyjólfur. Þráinn E. Gíslason, einn eigenda Trésmiðu Þráins á Akranesi, tekur í sama streng og bendir á að verka- lýðshreyfingin segi laun á Íslandi alltof lág en telji þau engu að síður ekki samanburðarhæf. Þá gagnrýnir hann Drífu Snædal, forseta ASÍ, fyrir að efast um að inn- lendir framleiðendur gætu framleitt húsin á Akranesi í tæka tíð. „Við vorum hins vegar aldrei spurðir hvort við treystum okkur til þess,“ segir Þráinn. »10 Flytji störf úr landi  Verkalýðsforingjar gagnrýndir vegna félagslegra íbúða  Veitum ohf. var óheimilt að tvö- falda upphæð orkureiknings viðskiptavinar til þess að knýja fram álestur á orkunotkun. Þetta segir í úr- skurði Orku- stofnunar við erindi íbúa í Garðabæ. Hann kvartaði yfir að- ferðum Veitna við mælaálestur og innheimtu og spurði um lögmætið. Starfsmaður Veitna kom að húsi í Garðabæ snemma sumars í fyrra til að lesa af mælum. Enginn var heima og var skilinn eftir miði þar sem húsráðandi, Rúnar Stanley Sighvatsson, var beðinn að senda upplýsingar. Hann gleymdi erind- inu. Í sumarlok var honum tilkynnt að reikningurinn hefði verið hækk- aður meira en tvöfalt og upphæðin gjaldfærð á kreditkort. »6 Rúnar Stanley Sighvatsson Veitur hækkuðu orkureikninginn án heimildar  Fylgni er á milli slæmra sam- skipta milli foreldra og unglinga og kynlífsvirkni unglinga. Þetta kem- ur fram í alþjóðlegu rannsókninni „Heilsa og lífskjör skólabarna (HBSC)“ sem lögð var fyrir íslenska unglinga í febrúar 2014. Rann- sóknin er framkvæmd í 44 löndum. Kolbrún Þ. Pálsdóttir, dósent og forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, og Ársæll Arnarsson, pró- fessor í tómstunda- og félagsmála- fræði við sama skóla, birtu ritrýnda grein á Netlu um niðurstöðurnar hérlendis. Þar kemur m.a. fram að íslensk ungmenni byrja fyrr að stunda kynlíf en flest önnur evr- ópsk ungmenni. Spurningar um kynlífsvirkni voru lagðar fyrir nemendur í 10. bekk. Alls sögðust 74,6% aldrei hafa haft samfarir en 23,4% svöruðu því játandi. »6 Slæm samskipti hafa áhrif á kynlífs- virkni unglinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.