Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019 Það sem við gerum í einrúminefnist nýtt íslenskt kvik-myndaleikhúsverk um ein-semdina sem SmartíLab frumsýndi í Tjarnarbíói fyrr í mán- uðinum. Verkið skrifuðu Heiðar Sumarliðason og Sara Martí Guð- mundsdóttir í sameiningu, en þau hafa á umliðnum árum í sitt hvoru lagi sett upp eftirtektarverðar sýn- ingar um málefni sem brunnið hafa á þeim. Skemmst er að minnast (90)210 Garðabær eftir Heiðar í leik- stjórn höfundar sem leikfélagið Geirfugl frumsýndi 2015 þar sem einelti var notað til að skoða ákveðna þætti samfélagsstrúktúrsins. Undir merkjum SmartíLab leikstýrði Sara Martí fyrir tveimur árum samsköp- unarsýningunni Fyrirlestur um eitt- hvað fallegt sem lýst var sem gamanverki um kvíða. Sama ár leik- stýrði hún hjá Leikfélagi Akureyrar Núnó og Júníu, sem hún skrifaði í samvinnu við Sigrúnu Huld Skúla- dóttur. Hvatann að því verki fundu höfundar í þeim kröfum um útlit og árangur sem gerðar eru til barna og ungmenna í samtímanum með til- heyrandi kvíða, einmanaleika og þunglyndi. Í kynningu á Það sem við gerum í einrúmi er leikritinu lýst sem ein- lægu, grátbroslegu og mannlegu verki um einsemdina og þörf okkar fyrir hvert annað. Verkið hverfist um fjóra ólíka einstaklinga sem búa í sömu blokkinni og eiga það sameig- inlegt að vera einangraðir en af mis- munandi ástæðum. Búningar og leikmynd Sigríðar Sunnu Reynis- dóttur endurspegla raunsæisanda verksins vel. Sviðinu er skipt upp í fjórar litlar íbúðir með jafnmörgum inngöngum, en teppalagt rými af- markar stigaganginn þar sem per- sónur rekast stundum hver á aðra. Kvikmyndatjald aftast á sviðinu er notað með skemmtilegum hætti til að sýna áhorfendum það sjónvarps- og tölvuefni sem persónur eru að horfa á hverju sinni. Á tjaldið er einnig varpað fyrirfram uppteknum kvikmyndasenum þar sem áhorf- endum gefst kostur á að sjá persón- urnar utan heimilisins, ýmist í sam- skiptum við vinnufélaga eða á djamminu. Samspil sviðs og kvik- myndar virkaði býsna vel og þjónaði raunsæisanda verksins ágætlega. Líkt og í sýningunni Fyrirlestur um eitthvað fallegt er húmorinn greinilega notaður markvisst til að létta stemninguna og á köflum er gengið býsna langt í gamanleiknum svo minnti jafnvel á farsa með öllum sínum hurðaskellum og misskilningi. Tempó sýningarinnar var samt ekki í anda ærslafulla gamanleiksins, því fram að hléi gerðist býsna lítið og mjög langur tími fór í að kynna per- sónur til leiks. Aðstæður Valda eru svo sann- arlega grátbroslegar og Albert Halldórsson náði góðum tökum á manni sem sokkinn er djúpt í bæði skuldafen og lygar. Hann lýgur því að móður sinni Drífu (Ragnheiður Steindórsdóttir), sem býr í næstu íbúð í stigaganginum, að hann sé far- sæll fasteignasali og leggur ýmislegt á sig til að halda þykjustuleiknum uppi. Hans helsti draumur er að eignast kærustu, mögulega til að falla inn í vinahópinn þar sem aðeins virðist í boði að hitta önnur pör. Hann veit hins vegar ekkert hvernig hann á að bera sig að og leitar ráða í kennslumyndböndum á netinu með vægast sagt afleitum árangri. Í ljós kemur síðan að hann hefur allan tím- ann leitað langt yfir skammt, því í næstu íbúð býr svona líka ljómandi skemmtileg stelpa. Ragga (Sigríður Vala Jóhanns- dóttir) vinnur í súkkulaðiverksmiðju þar sem hún á lítil samskipti við vinnufélagana að því er virðist vegna heyrnarleysis hennar. En þegar í ljós kemur, í samskiptum við Valda, að hún getur hæglega notað símann sinn til tjáskipta fer mann að gruna að einangrunin stafi frekar af ólund hennar en viljaleysi samstarfsfélag- anna. Fyndnustu senur verksins tengjast Röggu, annars vegar þegar hún ákveður að skrifa meinlegar at- hugasemdir sínar á málshættina sem rata inn í súkkulaðieggin sem hún sér um að fylla og hins vegar samdráttur þeirra Valda sem var dásamlega vandræðalegur. Sigríður Vala hefur góða sviðsnærveru og stóð sig með prýði í hlutverki Röggu. Ragnheiður Steindórsdóttir gerir Drífu fín skil í uppfærslunni og er samspil hennar við soninn ólánsama gott. Hún saknar barnabarna sinna sem búa erlendis og setur af þeim sökum pressu á Valda um barn- eignir. Raunsæisanda verksins er hins vegar vikið allhressilega til hlið- ar þegar kemur að vinnustað Drífu, enda ótrúverðugt að fyrirtæki á al- mennum markaði afþakki vinnu- framlag jafn hraustrar, duglegrar, félagslyndrar og vel liðinnar konu þrátt fyrir að hún sé komin á besta aldur. Samtímis virkar það ótrúverð- ugt að Drífa sé nánast á barmi taugaáfalls í einsemd sinni fyrsta daginn eftir að hún hættir loks að vinna. Samskipti mæðginanna og samdráttur unga fólksins hefði verið nægur efniviður í sjálfu sér fyrir prýðis gamanleikrit, ekki síst ef framvindan hefði verið eimuð all- hressilega og betur gætt að raun- sæisrammanum sem höfundar virð- ast vilja vinna innan. Halldór (Árni Pétur Guðjónsson) er fjórða aðalpersóna verksins sem glímir við einsemd og reynir að ein- angra sig í öruggu skjóli blokkar- íbúðarinnar. Árni Pétur var trúverð- ugur í mjög svo vandasömu hlutverki. Eftir því sem verkinu vindur fram fá áhorfendur skýringu á því hvers vegna Halldór er jafn taugaveiklaður og hræddur og raun ber vitni. Um miðbikið er upplýst að hann hafi verið dæmdur fyrir vörslu barnakláms og þó að hann hafi ekki verið dæmdur fyrir að misnota ein- hvern þá benda ítrekaðar árásir ungra pilta á hann í verkinu til ann- ars. Sú ákvörðun höfunda að láta eina af lykilpersónum verksins vera mann sem mögulega er haldinn barnagirnd án þess að verið sé að vinna með það sem aðalefni sýning- arinnar er sérkennileg svo ekki sé meira sagt. Halldór verður fyrir vik- ið bleiki fíllinn í stofunni sem yfir- skyggir sérhverja rannsókn höfunda á þörf fólks fyrir mannleg samskipti og einsemd, einangrun og ótta við höfnun sem sammannlegu fyrirbæri. Eiga áhorfendur að hafa samúð með Halldóri í einsemd hans eða fyllast óhug þegar hann fer á netið til að velja sér barn úti í heimi til að styrkja til náms? Ber jafnvel að túlka fjárhagsstuðning hans við munaðarlausa barnið sem tilraun til syndaaflausnar? Það er ekkert nýtt í listum að skoða barnagirnd. Má í því sam- hengi nefna kvikmyndina The Woodsman frá 2004 með Kevin Bacon í aðalhlutverki og skáldsög- una Lólítu eftir Vladimir Nabokov sem út kom 1955. Alvarleika máls- ins samkvæmt getur slíkt umfjöll- unarefni hins vegar aldrei orðið krydd í stærri frásögn eða hliðar- saga án þess að yfirskyggja allt annað. Af þeim sökum rennur Það sem við gerum í einrúmi og allar til- raunir höfunda til að skoða og greina sammannlegt mein einsemd- ar og samskiptaleysis út í sandinn, sem er synd því það er mjög verð- ugt umfjöllunarefni í samtímanum. Hver er sinnar gæfu smiður Ljósmynd/Owen Fiene Einangrun „Sviðinu er skipt upp í fjórar litlar íbúðir með jafnmörgum inngöngum, en teppalagt rými afmarkar stigaganginn þar sem persónur rekast stundum hver á aðra,“ segir í rýni um Það sem við gerum í einrúmi. Tjarnarbíó Það sem við gerum í einrúmi bbmnn Eftir Heiðar Sumarliðason og Söru Martí Guðmundsdóttur. Leikstjórn: Sara Martí Guðmundsdóttir. Kvikmyndataka og klipping: Pierre-Alain Giraud. Leik- mynda- og búningahönnun fyrir svið og bíó: Sigríður Sunna Reynisdóttir. Lýsing og tæknisamsetning: Kjartan Darri Kristjánsson. Tónsmíði og hljóðhönnun: Stefán Örn Gunnlaugsson. Kvikmynda- hljóðupptaka: Dagur Valgeir Sigurðsson og Stefán Örn Gunnlaugsson Leikarar: Albert Halldórsson, Árni Pétur Guðjóns- son, Ragnheiður Steindórsdóttir og Sigríður Vala Jóhannsdóttir. SmartíLab frumsýndi í Tjarnarbíói 1. febrúar 2019. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 13:00 Aukas. Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 Aukas. Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 Aukas. Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 5/5 kl. 16:00 Aukas. Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 12/5 kl. 13:00 Aukas. Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 12/5 kl. 16:00 Aukas. Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Fös 15/2 kl. 19:30 Aukas. Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 17.sýn Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn Fös 22/2 kl. 19:30 Auka Fös 8/3 kl. 19:30 16.sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Mið 27/2 kl. 19:30 Fors. Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fim 28/2 kl. 19:30 Fors. Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fyndinn og erótískur gamanleikur Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 17:00 Auka Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 Auka Sun 24/3 kl. 15:00 18.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Sun 24/3 kl. 17:00 19.sýn Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Lau 30/3 kl. 15:00 20.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Sun 31/3 kl. 15:00 21.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Sun 17/3 kl. 17:00 Auka Sun 31/3 kl. 17:00 22.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn) Lau 16/3 kl. 19:30 Frums Fim 28/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 8.sýn Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 7.sýn Velkomin heim (Kassinn) Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn Lau 16/2 kl. 19:30 6.sýn Sun 17/2 kl. 19:30 7.sýn Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 13/2 kl. 20:00 Mið 27/2 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Mið 20/2 kl. 20:00 Mið 6/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 14/2 kl. 19:30 Fim 21/2 kl. 19:30 Sun 24/2 kl. 21:00 Fös 15/2 kl. 19:30 Fös 22/2 kl. 19:30 Mán 25/2 kl. 22:00 Fös 15/2 kl. 22:00 Fös 22/2 kl. 22:00 Fim 28/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 19:30 Lau 23/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 22:00 Lau 23/2 kl. 22:00 Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 17/2 kl. 20:00 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Matthildur (Stóra sviðið) Þri 12/3 kl. 19:00 Fors. Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Mið 13/3 kl. 19:00 Fors. Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Fim 14/3 kl. 19:00 Fors. Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Fös 15/3 kl. 19:00 Frums. Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Lau 16/3 kl. 19:00 2. s Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Sun 17/3 kl. 19:00 3. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s Miðasalan er hafin! Elly (Stóra sviðið) Fös 15/2 kl. 20:00 201. s Lau 23/2 kl. 20:00 204. s Fös 8/3 kl. 20:00 207. s Lau 16/2 kl. 20:00 202. s Fös 1/3 kl. 20:00 205. s Lau 9/3 kl. 20:00 208. s Fös 22/2 kl. 20:00 203. s Lau 2/3 kl. 20:00 206. s Sýningum lýkur í mars. Ríkharður III (Stóra sviðið) Sun 17/2 kl. 20:00 12. s Fim 21/2 kl. 20:00 13. s Sun 3/3 kl. 20:00 14. s 5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Mið 6/3 kl. 20:00 45. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s Athugið, takmarkaður sýningafjöldi. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 14/2 kl. 20:00 31. s Fös 22/2 kl. 20:00 37. s Fös 1/3 kl. 20:00 39. s Sun 17/2 kl. 20:00 32. s Sun 24/2 kl. 20:00 38. s Lau 2/3 kl. 20:00 40. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Kæra Jelena (Litla sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Lau 13/4 kl. 20:00 2. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s Kvöld sem breytir lífi þínu. Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 13/4 kl. 20:00 aukas. Aukasýning komin í sölu. Ég dey (Nýja sviðið) Fös 15/2 kl. 20:00 10. s Allra síðasta sýning! Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas. Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.