Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019 Enski leikarinn Albert Finney lést 7. febrúar síðastliðinn, 82 ára að aldri. Finney var einn þekktasti leikari Bretlands og einn þeirra sem voru hvað mest áberandi í nýbylgjunni í breskri kvikmynda- gerð snemma á sjöunda áratugn- um. Hann nam leiklist við Royal Academy of Dramatic Art og starfaði í leikhúsi áður en hann komst til metorða fyrir kvik- myndaleik. Fyrsta hlutverk hans í kvikmynd var í The Entertainer frá árinu 1960 og af öðrum kvik- myndum sem hann lék í má nefna The Dresser, Miller’s Crossing og Big Fish. Finney hlaut ýmis verðlaun á ferli sínum, m.a. BAFTA, Golden Globe og Emmy og var hann til- nefndur til Óskarsverðlauna fimm sinnum og þar af fjórum sinnum sem aðalleikari. Leikarinn Albert Finney látinn Albert Finney Tryggvi Rúnar Brynjarsson heldur hádegis- fyrirlestur um úrlausn Guð- mundar- og Geir- finnsmála í dag kl. 12.05 í fyr- irlestrarsal Þjóð- minjasafns Ís- lands. Tryggvi lauk MA-prófi í sagnfræði frá Háskól- anum í Bresku Kólumbíu árið 2017 og er dóttursonur Tryggvar Rún- ars Leifssonar, fyrrverandi dóm- þola í Guðmundar- og Geirfinns- málum, að því er fram kemur í tilkynningu. Fyrirlesturinn er hluti af hádeg- isfyrirlestrarröð Sagnfræðinga- félags Íslands sem haldin er í sam- vinnu við Þjóðminjasafnið en þema fyrirlestranna í vor er réttarfar og refsingar. Réttarfar og refs- ingar í hádeginu Tryggvi Rúnar Brynjarsson Sagafilm Nordic, dótturfélag Saga- film í Stokkhólmi í Svíþjóð, er eitt þeirra fyrirtækja sem koma að framleiðslu átta þátta glæpasyrpu sem tökur eru hafnar á í Dublin á Írland og nefnist Cold Courage. Sagafilm Nordic er meðframleið- andi syrpunnar ásamt þremur öðr- um erlendum framleiðslufyrirtækj- um fyrir streymisveituna Viaplay, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sagafilm. Hin fyrirtækin eru Luminoir í Finnlandi, Vico Films á Írlandi og Potemkino í Belgíu. Þáttaröðin verður frumsýnd vor- ið 2020 á Viaplay og hér á landi í Sjónvarpi Símans og er hún byggð á alþjóðlegri metsölubókasyrpu eft- ir finnska rithöfundinn Pekka Hilt- unen. Sögusvið þáttanna er London og segir í þeim af hópi fólks sem hefur tekið höndum saman um að koma í veg fyrir að öfgasinnaður stjórnmálamaður með vafasama fortíð komist til valda á Englandi. Fyrirtækið Lionsgate mun dreifa þáttaröðinni á alþjóðavettvangi. Sagafilm Nordic meðal meðframleið- enda glæpaþáttanna Cold Courage Ljósmynd/Viaplay Þekkt Leikkonan Sofia Pekkari fer með eitt aðalhlutverkanna. Grammy-tónlistarverðlaunin banda- rísku voru afhent aðfaranótt mánu- dags að íslenskum tíma og voru kon- ur áberandi meðal verðlaunahafa. Dua Lipa hlaut verðlaun sem besti nýi tónlistarmaðurinn og Kacey Musgraves hlaut verðlaun fyrir út- gáfu ársins, „album of the year“ eins og það heitir á ensku, fyrir Golden Hour og þrenn önnur verðlaun að auki. Einnig voru veitt verðlaun fyr- ir smáskífu ársins og var það Child- ish Gambino sem hlaut þau fyrir This is America og líkt og Musgra- ves hlaut hann önnur þrenn verð- laun til viðbótar. Lady Gaga hlaut þrenn verðlaun, þar á meðal fyrir bestu poppplötu sólólistamanns, Joanne og besta flutning dúetts á popplagi, flutning þeirra Bradley Cooper á „Shallow“. Skaut á formanninn Dua Lipa, sem er aðeins 23 ára, skaut á formann verðlaunanna, Neil Portnow, þegar hún sagði í þakkar- ræðu sinni að í þessum verðlauna- flokki, þ.e. besti nýliðinn, væri stór- kostlegur hópur tónlistarkvenna og sagði að þær hefðu greinilega bætt sig milli ára. Verðlaunin í fyrra voru nefnilega gagnrýnd fyrir hversu skarðan hlut konur báru þá frá borði. Portnow mætti síðar á svið og baðst hálfpartinn afsökunar á þess- um kynjahalla síðustu verðlauna- hátíðar og sagðist hafa lært mikið af henni. Fyrst kvenna til að hljóta verðlaun fyrir bestu rappplötu Og konurnar áttu sannarlega kvöldið því verðlaun fyrir árangurs- ríkt ævistarf hlutu tónlistarkonurn- ar Dolly Parton og Diana Ross og fjöldi tónlistarkvenna steig á svið og flutti lög sín að auki, þeirra á meðal Lady Gaga og Jennifer Lopez. Þá urðu einnig þau tímamót í sögu verð- launanna að kona hlaut í fyrsta sinn verðlaun fyrir bestu rappplötu en það var Cardi B fyrir frumraun sína, Invasion of Privacy. Tónlistarkonan Ariana Grande var verðlaunuð fyrir bestu „vocal“ poppplötu en það orð vísar í söng og Willie gamli Nelson, orðinn 85 ára, hlaut verðlaun fyrir bestu sungnu og hefðbundnu poppplötuna, My Way. Og það urðu ekki aðeins tíðindi í flokki bestu rappplötu því í fyrsta sinn hlaut nú kona verðlaun fyrir bestu upptökustjórn, Emily Lazar fyrir plötu Beck, Colors. Verðlaunin voru nú afhent í 61. sinn og því tími kominn til að konur hlytu verðlaun í þessum flokkum. Hallar enn í hip hop-inu Enn hallar þó á konur í flokki hip hop-tónlistar, eins og vefur BBC bendir á í úttekt sinni á verðlauna- hátíðinni. Aðalstjörnurnar í þeim flokki að þessu sinni voru karlar, þ.e. Chance The Rapper, Kendrick Lam- ar og Childish Gambino en þeir af- þökkuðu allir boð um að koma fram og flytja tónlist sína á hátíðinni. Lík- leg skýring á því er talin sú að hip hop-plata hefur ekki hlotið verðlaun sem plata ársins frá því að tvíeykið Outkast hlaut verðlaunin fyrir Speakerboxxx / The Love Below fyr- ir 15 árum. Childish Gambino (sem heitir réttu nafni Donald Glover) var fjarri góðu gamni þrátt fyrir að hljóta fern verðlaun fyrir lagið og smáskífuna „This is America“ sem þykir hörð ádeila á bandarískt sam- félag og stjórnmál. Þurfti kynnir kvöldsins, tónlistarkonan Alicia Keys, að drepa tímann eftir að verð- laun fyrir besta lag ársins voru til- kynnt, þ.e. fyrrnefnt lag, þar sem enginn var á staðnum til að taka við þeim. Ein óvæntasta uppákoma kvöldsins var svo ræða fyrrum for- setafrúar Bandaríkjanna, Michelle Obama, sem talaði meðal annars um sameiningarmátt tónlistarinnar. helgisnaer@mbl.is AFP Hæstánægð Dua Lipa hlaut verðlaun sem besti nýliði og fyrir besta danslagið. Vinkonur Alicia Keys, Michelle Obama og Jennifer Lopez voru í miklu stuði á verðlaunahátíðinni sem haldin var í 61. sinn í Los Angeles. Konur í öndvegi á Grammy-hátíð Kraftmikil Lady Gaga fór mikinn á Grammy-sviðinu, eins og sjá má. Sú fyrsta Cardi B hlaut verðlaun fyrir bestu rappplötu, fyrst kvenna. Nýjasta Legó-mynd kvikmynda- framleiðslufyrirtækisins Warner Bros., The Lego Movie 2: The Se- cond Part, naut ekki jafnmikillar aðsóknar og framleiðendur áttu von á, að því er fram kemur í frétt á vef kvikmyndatímaritsins Variety. Segir þar að yfirmenn finni nú fyrir álíka sársauka og þegar stigið er á pínulítið plastleikfang. Myndin skil- aði 34,4 millj- ónum dollara yf- ir opnunarhelg- ina sem er um 15 milljónum lægri upphæð en búist var við og um 50% lægri upp- hæð en fyrsta myndin, The Lego Movie, skil- aði yfir frumsýn- ingarhelgi. Voru það 69 milljónir dollara. Aðsókn stóð ekki undir væntingum Legó-hetjan Villimey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.