Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Landsins mesta
úrval af trommum
í öllum verð�lokkum.
Hjá okkur færðu
faglega þjónustu,
byggða á þekkingu
og áratuga reynslu.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar í Venesúela, lýsti í gær
eftir sjálfboðaliðum til þess að dreifa
neyðaraðstoð um landið, en stjórnar-
andstaðan opnaði miðstöð á landa-
mærum Venesúela og Brasilíu þar
sem matvæli og lyf frá Bandaríkj-
unum og öðrum ríkjum eru geymd.
Þá hefur stjórnarandstaðan boðað
til fjöldamótmæla í dag, og sagði
Guaidó að þeim væri ætlað að senda
skilaboð til forsvarsmanna hersins,
sem hafa hingað til staðið þétt við
bakið á Nicolás Maduro, forseta
landsins.
Pólitísk leiksýning?
Deilur um neyðaraðstoð að utan
hafa litað valdataflið í Venesúela síð-
ustu daga, en herinn lokaði brú á
landamærum landsins við Kólumbíu
í síðustu viku svo að vörubílar kæm-
ust ekki með matvæli og lyf til lands-
ins. Sagði Maduro að neyðaraðstoðin
væri „pólitísk leiksýning“ og yfir-
varp fyrir innrás Bandaríkjahers.
Guaidó sagði á móti að ákvörðun
hersins væri „glæpur gegn mann-
kyni“ og varaði við að allt að 300.000
manns gætu látist ef aðstoðin bærist
ekki í tæka tíð.
Þá sagði Guaidó, sem lýsti sig
starfandi forseta landsins í síðasta
mánuði, að nærri 100.000 manns
hefðu boðið sig fram til að dreifa
neyðaraðstoðinni til bágstaddra þeg-
ar hún berst.
Frans páfi bauðst til þess um
helgina að stýra viðræðum milli
Guaidós og Maduros um friðsamlega
lausn deilunnar. Guaidó hefur hins
vegar hafnað öllum viðræðum.
Áfram mótmælt í dag
Nærri 100.000 manns sögð hafa boðið sig fram til að dreifa neyðaraðstoð
AFP
Flóttamenn Fólk streymir yfir
landamæri Venesúela.
Íranar fögnuðu í gær fjörutíu ára afmæli írönsku bylt-
ingarinnar. Var múgur og margmenni á götum Teher-
an og héldu viðstaddir á plakötum þar sem Bandaríkj-
unum var mótmælt. Þá var kveikt í þjóðfánum Banda-
ríkjanna og Ísraels. Hassan Rouhani, forseti Írans, lýsti
yfir stuðningi sínum við Ali Khamenei, æðstaklerk
landsins, og sakaði Bandaríkin um að brugga launráð
gegn Íran, sem myndu ekki heppnast.
AFP
Fjörutíu ár liðin frá írönsku byltingunni
Afmælinu fagnað með ýmsum hætti
Matteo Salvini, innanríkisráðherra
Ítalíu, sagði í gær að hann væri
reiðubúinn að hitta Christophe Cast-
aner, innanríkisráðherra Frakk-
lands, í vikunni og ræða þau mál sem
hafa leitt til þess að samskipti Evr-
ópusambandsríkjanna tveggja eru
nú við frostmark.
Salvini endurtók þar með svipað
boð sem hann setti fram á föstudag-
inn, þar sem hann sagðist hafa boðið
Castaner til Rómar, en missti svo út
úr sér stuttu síðar að hann hefði
„kallað“ Castaner á fund sinn. Var
boðið afþakkað skömmu síðar.
„Ég er reiðubúinn að taka á móti
honum í Róm eða fara til Parísar,
jafnvel strax í þessari viku,“ sagði
Salvini í gær. Bætti hann við að það
væri forgangsmál að koma aftur á
góðum samskiptum milli ríkjanna
tveggja, og að því fyrr sem það tæk-
ist því betra.
Orðahnippingar á milli forvígis-
manna ríkjanna hófust skömmu eftir
að Norðurbandalag Salvinis hóf
ríkisstjórnarsamstarf með Fimm-
stjörnuhreyfingunni. Formaður
hennar, Luigi Di Maio, og Salvini
hafa báðir gagnrýnt Emmanuel
Macron Frakklandsforseta harð-
lega, eftir að Macron gagnrýndi
ríkisstjórn Ítalíu fyrir stefnu hennar
í flóttamannamálum.
Í aðdraganda Evrópuþingskosn-
inganna sem haldnar verða í maí
næstkomandi hafa skeytasending-
arnar á milli orðið sífellt harðari og
var Frökkum loks nóg boðið í síðustu
viku þegar Di Maio fundaði með
fulltrúum „gulu vestanna“ svo-
nefndu. Kölluðu Frakkar þá sendi-
herra sinn heim frá Róm.
Salvini tilbúinn
að hitta Castaner
Reynt að ná
sáttum í deilum
Frakka og Ítala
AFP
Ítalía Salvini ræddi við blaðamenn í
gær um deiluna við Frakka.
Um helmingi allra skordýrategunda
fer hnignandi og þriðjungur er í út-
rýmingarhættu, samkvæmt nýrri
rannsókn, sem á að birtast í apríl
næstkomandi. „Við erum að verða
vitni að mesta fjöldaútdauða teg-
unda á jörðunni síðan í lok perm- og
krítartímabilanna,“ segir í rann-
sókninni. Meira en 90% allra teg-
unda á jörðunni dóu út þegar perm-
tímabilinu lauk fyrir 252 milljón
árum, og endalok krítartímabilsins
fyrir 65 milljón árum leiddu til út-
rýmingar risaeðlanna.
Skordýr eru um tveir þriðju hlut-
ar af öllum dýrum á jörðunni, og eru
þau mikilvæg fæðuuppspretta fyrir
margar aðrar tegundir. Þá sinna
margar skordýrategundir mikil-
vægu hlutverki við æxlun planta. Í
rannsókninni eru breytingar á um-
hverfi skordýranna sagðar ein
helsta orsökin fyrir hnignuninni, auk
þess sem bent var á stóraukna notk-
un skordýraeiturs við akuryrkju og
annan landbúnað.
Þriðjungur
í útrýming-
arhættu
Ný rannsókn
á stöðu skordýra
Ilhan Omar, sem
var kjörin til setu
í fulltrúadeild
Bandaríkjaþings í
nóvember síðast-
liðnum, var í gær
sökuð um að hafa
sýnt af sér gyð-
ingahatur þegar
hún birti ásakanir
á twittersíðu sinni um að lobbíista-
samtökin AIPAC, sem berjast fyrir
nánu sambandi Bandaríkjanna og
Ísraels, væru að kaupa stuðning
bandarískra stjórnmálamanna.
Ilhan var önnur tveggja múslima-
kvenna sem náðu kjöri til þingsins í
síðustu kosningum, en þær eru
fyrstu konurnar sem aðhyllast ísl-
am á Bandaríkjaþingi. Var hún
harðlega gagnrýnd fyrir ummæli
sín af bæði repúblíkönum og flokks-
bræðrum sínum í hópi demókrata.
Sagði Nancy Pelosi, leiðtogi
demókrata í fulltrúadeildinni, að
ummælin væru mjög móðgandi og
krafðist afsökunarbeiðni frá Omar.
BANDARÍKIN
Þingkona sökuð
um gyðingahatur
Ilhan Omar
Kínversk stjórn-
völd blésu í gær á
gagnrýni tyrk-
neskra stjórn-
valda á meðferð
þeirra fyrrnefndu
á þjóðflokki úíg-
úra, íslamsks
minnihlutahóps í
Kína.
Birtu þau einnig myndband af
manni, sem sagður var vera ljóð-
skáldið Abdurehim Heyit, en Tyrkir
lýstu því yfir á laugardaginn að
hann hefði látist í haldi Kínverja.
Sögðu stjórnvöld í Peking það vera
„fáránlega lygi“.
Sagði Hua Chunying, talskona
kínverska utanríkisráðuneytisins, að
yfirlýsingum Tyrkja hefði verið mót-
mælt harðlega. Nefnd Sameinuðu
þjóðanna hefur áætlað að nærri
einni milljón manns sem tilheyra
þjóðflokknum hafi verið smalað
saman í „endurmenntunarbúðir“ í
Kína.
KÍNA
Segja Heyit á lífi
og gagnrýna Tyrki
Abdurehim Heyit