Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019 Vetrargestir Ferðalangur tekur mynd á göngu með ástinni sinni við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu í hjarta Reykjavíkur á köldum og björtum vetrardegi, með gufu frá tjörn í bakgrunni. Eggert Nú eru skiptar skoð- anir um hinn svokall- aða þriðja orkupakka. Þeir sem aðhyllast inn- leiðingu pakkans virð- ast byggja afstöðu sína einkum á tvenns konar fullyrðingum. Annars vegar eru þeir, sem halda því fram að í til- skipuninni sjálfri sé ekki að finna það sem þar stendur. Aðrir halda því fram að flest ef ekki allt sem í þriðju orku- tilskipuninni stendur hafi þegar ver- ið í fyrri tilskipunum, sem Íslend- ingar hafi innleitt án athugasemda. Ég hef leitt að því rök – með til- vitnunum í ákvæði þriðju tilskip- unarinnar – að hún þjóni því hlut- verki að auðvelda flutning orku yfir landamæri. Í tilfelli Íslands verður það ekki gert nema með sæstreng. Þess utan mælir tilskipunin fyrir um nýmæli í eftirliti með flutninga- kerfum. Það eftirlit verður óháð rík- isstjórnum. Í því tilfelli að eftirlits- stofnanir beggja vegna landamæra geti ekki komið sér saman um fyrir- komulag og framkvæmd orkuflutn- inga yfir landamæri, virkjast heim- ildir yfirþjóðlegra eftirlitsstofnana til að leysa úr slíkum ágreiningi. Ef sá skilningur er réttur þýðir það að Íslendingar hafa ekki vald yfir sínum orkumálum. Af þeim lögfræðingum, sem hafa lýst skilningi sínum á tilvísunni, má nefna norska prófessorinn Henrik Bjørneby, sérfræðing í orkurétti og Evrópurétti. Ég hef ekki leitað í gögnum prófessorsins en hef fyrir satt það, sem Björn Bjarnason hefur eftir honum. Prófessorinn telur að þriðji orkupakkinn „hrófli ekki við frjálsum viðskiptum með orku á EES-svæðinu“. Hann telur enn- fremur að þriðja orkutilskipunin bæti engu við þá skyldu „að hindra ekki frjálst flæði orku yfir landa- mæri“. Það þýðir að áður en þriðji pakkinn kom til sögunnar hafi verið bannað að hindra orkuflutninga yfir landamæri, og þar með til Íslands ef sæstrengur verður lagður. Ég tel líklegt að Bjørneby hafi rétt fyrir sér að þriðja tilskipunin hrófli ekki við frjálsum viðskiptum með orku. Þó mælir tilskipunin fyrir um að slík viðskipti lúti ekki ákvörð- unum stjórnvalda í hverju landi, heldur sé það undir eft- irliti fjölþjóðlegra stofnana að tryggja að reglum sé fylgt. Pró- fessorinn norski telur það á valdi hvers ríkis að ákveða hvaða stjórn- vald taki ákvörðun um tengingu við evrópska orkumarkaðinn. Eft- irlitsaðilar, Acer og ESA, hafi ekkert um það að segja. Spurningin, sem áhugavert hefði verið að fá svar prófessorsins við, er hins vegar ekki hvaða stjórnvald taki ákvörðun um tengingu við orku- markað ESB, heldur hvort stjórn- völd hafi heimild til að ákveða hvort slík tenging verði eða ekki. Ég hygg, að stjórnvöldum sé ekki heimilt að koma í veg fyrir tengingu um sæ- streng og í þriðja orkupakkanum séu ákvæði sem styrkja þá fullveld- isþrengingu. Hilmar Gunnlaugsson, lögmaður með LLM í orkurétti, staðfestir þann skilning minn. Telur hann að það sé með öllu óheimilt að setja reglur sem banna fyrirtækjum eða ríkjum ESB aðgang að íslenskri orku, en bendir mér kurteislega á að svo hafi verið lengi. Lítil þúfa veltir þungu hlassi Sé svo, er það lítil huggun harmi gegn að Ísland hafi fyrir löngu afsal- að sér rétti til að ráða orkumálum sínum. Yfirlögfræðingur Icelandair Group, Ari Guðjónsson, telur (í Við- skiptablaði Mbl. 3. janúar 2019) að fullyrðingar um valdaframsal, sem felist í þriðja orkupakkanum stand- ist enga lögfræðilega skoðun. En hann bætir því þó við að það sé ekk- ert launungarmál að EES- samningurinn muni áfram fela í sér ákveðið framsal valds til al- þjóðastofnana. Það þarf býsna mikla þekkingu á lögfræði til að jafna ESB, fjölþjóðlegu tollabandalagi, við al- þjóðastofnun. Engu að síður finnst lögmann- inum, sem telur að valdaframsal orkupakkans standist enga skoðun, vissara að leggja til að í stjórnarskrá Íslands verði mælt skýrt fyrir um heimild til þess að framselja vald til tollabandalagsins. Sú varfærni lög- fræðingsins kann að benda til þess að honum finnist hann hafa farið ör- lítið fram úr sjálfum sér. Alla vega finnst mér það. Stuðningsmenn þriðja orkupakk- ans hafa lagt sig í líma við að benda á að hve lítið felst efnislega í þessari umdeildu tilskipun umfram það sem þegar hefur verið innleitt. Það hlýtur því að vakna spurning um það, hvort það taki því yfirleitt að innleiða þetta smáræði. Rétt er þó að benda á að Ari Guðjónsson telur að það kunni að setja EES-samstarfið í uppnám, ef þriðji orkupakkinn verði ekki inn- leiddur. Verður ekki annað sagt um það en að lítil þúfa geti þá velt þungu hlassi. Afsöluðum við valdi yfir orku- málum okkar 1994? Ég hef ekki látið sannfærast af þessum mótsagnakennda málflutn- ingi. Ég tel hvorki að þriðji orku- pakkinn sé efnislega léttvægur né heldur bæti hann litlu sem engu við fyrri orkutilskipanir. Séu réttar þær fullyrðingar hámenntaðra lögfræð- inga að þriðji orkupakkinn bæti engu við þá fyrri, þýða þær að mistökin hafa þegar verið gerð. Bætir það stöðu okkar? Hver gleðst yfir því? Hver vill reisa sér merki úr mistökum? Það má skilja iðnaðarráðherra Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur á þann veg, í Bændablaðinu 15. nóvember síðastliðinn, að ekki sé útilokað að grunnreglur EES-samningsins um frjálst vöruflæði geri það að verkum „að óheimilt sé að leggja fortakslaust bann við lagningu strengs (til Ís- lands), þó að eftir sem áður yrði hann háður leyfum samkvæmt mál- efnalegum sjónarmiðum“. Án þess að taka afstöðu til málsins bætir ráð- herrann við: „Sé það raunin er sú staða uppi nú þegar, hefur verið það frá því að EES-samningurinn var samþykktur fyrir um aldarfjórðungi, og er með öllu ótengt þriðja orku- pakkanum.“ EES-samningurinn var fullgiltur í ársbyrjun 1994. Mér er til efs að allir þeir sem réttu upp höndina til að heimila fullgildinguna hafi gert sér grein fyrir að þar með værum við að afsala okkur valdi yfir íslenskum orkumálum. Viðurkennt skal að það gerði ég ekki. Gerði Björn Bjarnason það? Svo virðist sem þáverandi utan- ríkisráðherra, Jón Baldvin Hanni- balsson, telji það fráleitt að slíkt af- sal hafi farið fram á þeim tíma. Óttinn við afleiðingarnar Hinn 18. september 2018 var haft eftir iðnaðarráðherra og varafor- manni Sjálfstæðisflokksins í frétt Morgunblaðsins að það þurfi afar „sterk rök til að hafna með öllu upp- töku ESB-gerðar í EES-samninginn sem talin er varða innri markaðinn. Það væri í fyrsta skipti sem við gerð- um það og ekki ljóst hvert það myndi leiða.“ Nú er það svo að margar þjóðir ESB hafa fengið mikilvægar und- anþágur frá löggjöf sambandsins án þess að jörðin hafi opnast undir þeim. Ef Íslendingar innleiða ekki hinn mjög svo efnisrýra þriðja orku- pakka vegna þess að þeir telja að þar með séu þeir að framselja vald yfir eigin orkumálum, þá get ég ekki svarað því í smáatriðum hvert það leiðir. Þó finnst mér ólíklegt að af- leiðingarnar yrðu miklar. Hitt er svo annað mál að ef við höldum áfram þá götu, sem ég hef kallað hina beinu og breiðu braut, að innleiða vélrænt og umhugsunarlaust tilskipanir Evr- ópusambandsins, þá veit ég hvert það leiðir. Hræðslan er vondur ráðgjafi Ég skil áhyggjur yfirlögfræðings Icelandair Group. Flugfélagið hefur staðið af sér margan storminn og gegnir þýðingarmeira hlutverki fyrir Íslendinga en mörg önnur, þótt mik- ilvæg séu. Allar kúvendingar í fjöl- þjóðlegum viðskiptasamböndum geta verið varhugaverðar. Ég skil einnig varfærni Þórdísar Kolbrúnar og er jafnvel tilbúinn að taka á mig ýmsar sakir fyrir að hafa rétt upp höndina árið 1993 og greitt þannig götu EES-samningsins, sem tók gildi 1. janúar árið eftir. Ég verð þó að viðurkenna að mér hugkvæmdist ekki á þeim tíma að ég væri að leggja grundvöll að orkustefnu Íslands og gera þar með alla orkupakka ESB fremur tilgangslitla. Ég reyni einkum og sér í lagi að skilja hræðslu þeirra sem nú horfa skelfdir á lýðræðisþjóðina Breta engjast í neti ESB og hlýða á mann- vitsbrekkur sambandsins ætla þeim vist í neðra. En ég deili ekki þeim ótta. Virðingarverður áhugi á löggjöf ESB Ég ber fulla virðingu fyrir þeim sem hafa leitast við að kynna sér Evrópurétt, og vil alls ekki gera lítið út þeirri þekkingu sem íslenskir lög- fræðingar hafa aflað sér á löggjöf ESB um orkumál. Ég mælist þó til þess að þeir stilli aðdáun sinni í hóf. Mér þykir leitt ef ég hef sært til- finningar Hilmars Gunnlaugssonar lögmanns – með LLM í Evrópurétti – með pistlum mínum. Það var ekki ætlan mín. Hins vegar hef ég hvorki sagt hann latan né verklausan. Ég hef á hinn bóginn undrast aðdáun hans á forystuhlutverki ESB í orku- málum og löggjöf þar að lútandi. Ég kynntist þessum vettvangi talsvert á árum áður, meðal annars með sam- starfi vísinda- og tækninefndar Evr- ópuráðsþingsins við sambærilega nefnd á vegum Evrópuþingsins. Það voru athyglisverð kynni en gáfu ekki tilefni til að hefja til skýjanna árang- ur ESB í orkumálum. ESB og örlagahyggja Í samskiptum okkar við ESB sýn- ist mér að fleiri Íslendingar en góðu hófi gegnir séu farnir að aðhyllast örlagahyggju. Við erum að missa tökin á því að haga seglum eftir vind- um íslenskra hagsmuna. Í því máli geng ég ekki lengra en að segja: Við skulum anda rólega og spyrna við fótum þar sem það á við. Síðan skul- um við leita leiða til að hægja á og stöðva aðlögun Íslendinga að fjöl- þjóðlegu tollabandalagi, sem þeir vilja ekki verða aðilar að. Sá sem þetta skrifar hefur aldrei óttast Evrópusambandið. Síst af öllu hef ég verið andsnúinn samstarfi Evrópuríkja. Áratugakynni mín af samvinnu Evrópuþjóða, lítilleg kynni mín af nokkrum forystumönn- um Frakka og áhugi á sagnfræði hafa á hinn bóginn sannfært mig um að samvinna Evrópuþjóða hafi hægt en örugglega farið út af sporinu upp úr 1969. Kannski vík ég eitthvað að því slysi síðar þótt væntanlega hafi fáir áhuga á því. Eftir Tómas I. Olrich » Við skulum anda rólega og spyrna við fótum þar sem það á við. Síðan skulum við leita leiða til að hægja á og stöðva aðlögun Íslendinga að fjölþjóðlegu tolla- bandalagi, sem þeir vilja ekki verða aðilar að.Tómas Ingi Olrich Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Hvað er í pakkanum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.