Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa
samþykkt umsókn Síldarvinnsl-
unnar um stækkun lóðar á hafn-
arsvæðinu í Neskaupstað vegna
fyrirhugaðrar stækkunar á fiski-
mjölsverksmiðju fyrirtækisins.
Gunnþór Ingvason, framkvæmda-
stjóri Síldarvinnslunnar, segir að
hvorki hafi verið teknar ákvarð-
anir um að hefja framkvæmdir né
um tímasetningar. Unnið hafi ver-
ið að skipulags- og leyfismálum
vegna slíkrar stækkunar og for-
könnun á kostnaði.
Ekki árferði fyrir ákvarð-
anir um uppbyggingu
Gunnþór segir að stöðugt sé
horft til framtíðar og reynt að
meta hver þróunin verði. Eins og
árferðið sé núna taki menn hins
vegar ekki ákvarðanir um upp-
byggingu og vísar þá meðal annars
til þess að alger óvissa sé um
loðnuvertíð í ár.
Í síðustu viku tilkynnti Síldar-
vinnslan lokun fiskimjölsverk-
smiðju fyrirtækisins í Helguvík. Í
tilkynningu segir meðal annars að
helsta ástæða lokunar sé síminnk-
andi hráefni til fiskimjölsverk-
smiðja, hækkandi kostnaður og
auknar kröfur sem kalli á öflugar
einingar og aukna hagræðingu.
Gunnþór segir að verksmiðjum
muni fækka á næstu árum og þær
sem eftir verði muni stækka. SR
hafi byrjað starfsemi í verksmiðj-
unni í Helguvík fyrir 22 árum og
hún hafi verið mikilvæg á þeim ár-
um. Síðustu ár hafi loðnukvótar
dregist saman og þar með magn
hráefnis sem borist hefur á land í
Helguvík. Skipin hafi á sama tíma
stækkað og orðið öflugri til að
sigla í vondum veðrum.
Rekur þrjár verksmiðjur
Auk fiskimjölsverksmiðjanna í
Neskaupstað og Helguvík rekur
Síldarvinnslan verksmiðju á Seyð-
isfirði. Í yfirliti á heimasíðu Síld-
arvinnslunnar í byrjun árs kom
fram að samtals tóku verksmiðj-
urnar þrjár á móti 225.383 tonnum
af hráefni í fyrra. Til samanburðar
tóku þær á móti 196.697 tonnum
2017, 131.460 tonnum 2016 og
259.394 tonnum árið 2015. Aukn-
ingin á mótteknu hráefni á milli
áranna 2017 og 2018 stafar fyrst
og fremst af auknum kolmunna-
veiðum en eins ræðst móttekið
hráefni verksmiðjanna á hverju ári
mjög af því hve mikil loðna er
veidd.
Í Neskaupstað var tekið á móti
167 þúsund tonnum á síðasta ári,
46 þúsund tonnum á Seyðisfirði og
12.300 tonnum í Helguvík. Til sam-
anburðar má nefna að árið 2017
tók verksmiðjan í Neskaupstað á
móti 118.523 tonnum af hráefni,
verksmiðjan á Seyðisfirði 59.420
tonnum og verksmiðjan í Helguvík
18.754 tonnum.
Nú eru starfræktar 11 fiski-
mjölsverksmiðjur á Íslandi og á
meðfylgjandi korti má sjá yfirlit
um hversu mikið hráefni hefur
borist til þeirra frá árinu 1992.
Færri og stærri fiski-
mjölsverksmiðjur
Undirbúa stækkun í Neskaupstað Lokun í Helguvík
Samtals landanir til mjöl- og lýsisframleiðslu 1992-2018
Hráefnismagn eftir tegunum, tonn
1.600.000
1.400.000
1.200.000
1.000.000
800.000
600.000
400.000
200.000
0
’92 ’93 ’94 ’95 ’96 ’97 ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Síðustu dagar
útsölunnar
Aðeins
6 verð
1.000.-
2.000.-
3.000.-
4.000.-
5.000.-
6.000.-
Algjört
verðhrun
Þorrablót
í Kristiansand
Í frétt á baksíðu blaðsins á mándag
misritaðist staðsetning Þorrablóts
Íslendinga í Suður-Noregi.
Sagt var að það hefði farið fram í
Kristianstad en þorrablótið fór fram
í Kristiansand.
LEIÐRÉTT
Fasteignir
Heldur hefur verið dauft yfir afla-
brögðum íslenskra skipa, sem síð-
ustu daga hafa verið á kolmunna-
veiðum vestur af Írlandi. Þrjú skip
hafa verið um vikutíma á miðunum,
Eskjuskipin Jón Kjartansson SU
111 og Aðalsteinn Jónsson SU og
Hoffellið frá Fáskrúðsfirði. Í gær-
morgun bættust Grandaskipin Ven-
us NS og Víkingur AK við og Beitir
NK, Börkur NK, Bjarni Ólafsson
AK, Guðrún Þorkelsdóttir SU og
Jón Kjartansson SU 311 voru á leið
á miðin.
„Þetta er búið að vera lélegt,“
sagði Grétar Rögnvarsson, skip-
stjóri á Jóni Kjartanssyni SU 111,
um hádegi í gær. Hann sagði að eitt-
hvað virtist vera að ganga út úr
írskri lögsögu vestur af Mið-Írlandi
og voru skipverjar að undirbúa að
kasta í annað sinn á viku þegar rætt
var við Grétar.
Fyrir helgi voru þeir að veiðum
mun sunnar, innan um flota rúss-
neskra skipa, og fengu skipin þrjú
100-200 tonn á laugardag. Granda-
skipin fengu 150-180 tonn í gær-
morgun og voru að veiðum norðar á
alþjóðlega hafsvæðinu.
Á heimasíðu Síldarvinnslunnar er
haft eftir Tómasi Kárasyni skip-
stjóra á Beiti að fátt annað væri að
gera en halda til kolmunnaveiða
fyrst ekki tækist að ná utan um
loðnuna við landið með mælingum.
„Við væntum þess að kolmunninn
fari að gefa sig og veður haldist
sæmilegt,“ sagði Tómas áður en lagt
var úr höfn á laugardag. Um þriggja
sólarhringa sigling er á miðin.
Árni Friðriksson til leitar
Rannsóknaskipið Árni Frið-
riksson heldur til loðnuleitar frá
Eskifirði í kvöld eða fyrramálið.
Reynt verður að vakta svæðið úti
fyrir Norðausturlandi, en slæmt
veðurútlit er á þessum slóðum. Á
morgun verður á ný fundað í sam-
ráðshópi Hafrannsóknastofnunar og
útgerða uppsjávarskipa um fram-
hald loðnuleitar. aij@mbl.is
Dauft á
kolmunna
við Írland
Veður hamlar
leit að loðnunni
Ragnar Þór Ing-
ólfsson er sjálf-
kjörinn formaður
VR til næstu
tveggja ára. Önn-
ur framboð til for-
manns bárust
ekki. Framboðs-
frestur vegna for-
manns- og stjórn-
arkjörs VR rann út á hádegi í gær.
Kjörstjórn VR hefur fengið 16
einstaklingsframboð til stjórnar VR
fyrir kjörtímabilið 2019-2021. Kos-
ið verður til sjö sæta í stjórn og
þriggja í varastjórn. Nöfn fram-
bjóðenda verða birt eftir fund með
frambjóðendum 13. febrúar.
Ragnar Þór Ingólfs-
son var sjálfkjörinn
formaður VR
Ragnar Þór
Ingólfsson