Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019
Tónabúðin Akureyri kynnir
hágæða streymishljómtæki fyrir heimilið
Kynning 15. & 16. febrúar – Tónabúðin Glerárgötu 30
Guðjóna Vilmundardóttir á 60 ára afmæli í dag. Hún er fædd oguppalin á Akranesi, en hefur búið víða, meðal annars í sautjánár á Seyðisfirði.
„Núna er ég komin heim en það eru tæp fjögur ár síðan ég flutti aft-
ur upp á Akranes.“ Foreldrar hennar voru Vilmundur Jónsson og Sal-
vör Sigríður Georgsdóttir frá Melstað á Akranesi, en faðir Guðjónu
var frá Vestfjörðum.
Guðjóna sér um bókhald og innheimtu hjá Kokkunum veisluþjón-
ustu. „Ég er búin að gera ýmislegt, hef unnið í fiskvinnslu og í versl-
un. Ég rak líka mitt eigið fyrirtæki á Seyðisfirði sem sá um að þvo
poka fyrir mjölverksmiðjur og tankana líka. Ég sá um bókhaldið þar
og lærði bókhald hjá NTV.“
Afmælisdagurinn verður eins og hver annar dagur hjá Guðjónu.
„Ég bauð systkinum og mökum okkar hjónanna í mat á sunnudaginn,
en það var engin stórveisla.“
Eiginmaður Guðjónu er Jón Torfi Þorvaldsson sem vinnur í vél-
smiðju í Garðabæ. Dóttir þeirra er Salvör Sigríður sem vinnur hjá
SÁÁ og er að læra viðskiptalögfræði á Bifröst.
Áhugamál Guðjónu eru föndur, prjón og lestur. „Ég er eiginlega
alæta á bækur en ég nenni ekki að lesa ævisögur. Núna er ég að lesa
bók eftir Mary Higgins Clark.“
Bókari Guðjóna býr á Akranesi en vinnur í Reykjavík.
Komin aftur heim
upp á Akranes
Guðjóna Vilmundardóttir er sextug í dag
K
ristján Þór Magnússon
fæddist 12. febrúar
1979 á Húsavík og
ólst þar upp. Hann
iðkaði íþróttir sumur
og vetur, meðal annars handbolta
og frjálsar íþróttir og lengst af
knattspyrnu með Völsungi frá 6.
flokki og upp í meistaraflokk.
„Ég spilaði í tvö til þrjú tímabil
að einhverju ráði í meistaraflokki,
var á hægri kantinum og frammi
og skoraði nokkur mörk. Svo varð
ég fyrir hnémeiðslum og hætti 21
árs en þá var ég líka fluttur til
Bandaríkjanna í nám.“
Kristján Þór lauk grunnskóla-
prófi frá Borgarhólsskóla á Húsa-
vík, varð stúdent af náttúrufræði-
braut Framhaldsskólans á Húsavík
1999 og tók þátt í leiklistarstarfi
með Leikfélagi Húsavíkur og
Píramus og Þispu (FSH) á árunum
1995-1998. Hann lauk grunnnámi
(BA) í líffræði frá Bates College í
Lewiston, í Maine-ríki í Bandaríkj-
unum árið 2003 og mastersgráðu
(MPH) í lýðheilsuvísindum frá
Boston University, School of Public
Health 2006. Hann stundaði dokt-
orsnám við Háskóla Íslands og við
McGill University í Montréal og
lauk doktorsprófi (PhD) í íþrótta-
og heilsufræðum frá Háskóla
Íslands árið 2011.
Kristján Þór vann við rannsóknir
og greiningu tölfræðigagna hjá
Embætti landlæknis frá 2012-2014.
Tók við stöðu lektors við mennta-
vísindasvið Háskóla Íslands 2011
og kenndi og stundaði rannsóknir
við skólann. „Doktorsverkefnið
sneri að áhættuþáttum hjarta- og
æðasjúkdóma hjá börnum og
vorum við að kanna hvaða áhrif
næring og hreyfing hefði á börn.
Hjá Embætti landlæknis vann ég
sömuleiðis að lýðheilsurann-
sóknum, m.a. að stórri rannsókn
sem heitir Heilsa og líðan Íslend-
inga sem embættið heldur utan
um.“
Kristján tók svo við starfi
sveitartjóra Norðurþings árið 2014
og hefur því gegnt starfinu í fimm
ár núna í sumar. „Þetta hefur verið
gríðarlega spennandi verkefni að fá
að glíma við. Það er búinn að vera
mikill uppgangur í atvinnulífinu á
þessum tíma, bæði því sem snýr að
ferðaþjónustu og iðnaði hér á
Bakka, norðan Húsavíkur. Það hef-
ur verið ofboðslega gefandi og lær-
dómsríkt að koma að því.
Fyrsti fasinn sem maður sá að
þurfti að gerast er búinn sem var
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings – 40 ára
Ljósmynd/Halldóra Kristín Bjarnadóttir
Fjölskyldan Vetrarstemma um síðustu jól á Grenjaðarstað í Aðaldal. Þar þykir Kristjáni Þór gott að koma, en hann
er Þingeyingur í húð og hár og er meðal annars ættaður úr Aðaldal.
Spennandi vinna í
víðfeðmu sveitarfélagi
Eskifjörður Rikard Thoraren-
sen fæddist 7. júlí 2018 í Tall-
inn í Eistlandi. Hann vó 3.660
g og var 51 cm á lengd. For-
eldrar hans eru Anette
Nurmelaid frá Tallinn og Emil
Thorarensen jr. frá Eskifirði.
Rikard er með ríkisborgara-
rétt í Eistlandi og á Íslandi.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.