Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Veður víða um heim 11.2., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Hólar í Dýrafirði 2 alskýjað Akureyri -6 alskýjað Egilsstaðir -4 alskýjað Vatnsskarðshólar 3 súld Nuuk 1 skýjað Þórshöfn 4 skúrir Ósló 1 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 heiðskírt Stokkhólmur 0 heiðskírt Helsinki 1 snjókoma Lúxemborg 5 léttskýjað Brussel 6 skýjað Dublin 8 skýjað Glasgow 7 léttskýjað London 8 alskýjað París 8 alskýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 6 léttskýjað Berlín 6 léttskýjað Vín 7 skýjað Moskva 0 alskýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 12 heiðskírt Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 14 skýjað Róm 10 skúrir Aþena 14 léttskýjað Winnipeg -20 snjókoma Montreal -12 heiðskírt New York 1 alskýjað Chicago -1 þoka Orlando 23 léttskýjað  12. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:34 17:51 ÍSAFJÖRÐUR 9:50 17:45 SIGLUFJÖRÐUR 9:34 17:27 DJÚPIVOGUR 9:06 17:18 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á miðvikudag Austlæg og síðar vestlæg átt, yfir- leitt 8-15 m/s. Rigning eða slydda með köflum sunn- an- og austanlands og hiti 0 til 5 stig, en annars dá- lítil snjókoma eða él og vægt frost. Snýst í suðvestan hvassviðri eða storm með skúrum og síðar éljum og kólnar í veðri, en jafnvel rok á norðanverðu Snæfellsnesi um tíma. Hægari vindur austantil á landinu og léttir til. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Mannleg mistök ollu því að Þjóðskrá Íslands afhenti Reykjavíkurborg upplýsingar um kyn og ríkisfang er- lendra ríkisborgara, segir Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórn- sýslusviðs Þjóðskrár Íslands. Í úr- skurði Persónuverndar um notkun Reykjavíkurborgar og rannsakenda við Háskóla Íslands á persónuupp- lýsingum frá Þjóðskrá Íslands fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí 2018, segir að stofnunin hafi brotið gegn lögum um persónuvernd. Þá segir að Þjóðskrá Íslands hafi „ekki gætt að meginreglu þágildandi persónuverndar- laga“ þegar stofnunin afhenti borginni gögn um kjósendur. Jafn- framt segir í ákvörðunarorð- um Persónu- verndar að „vinnsla Þjóð- skrár Íslands á persónuupplýs- ingum sem fól í sér afhendingu upp- lýsinga til Reykjavíkurborgar [...] samrýmdist ekki lögum“. „Við tökum undir það sem kemur fram um þátt Þjóðskrár Íslands í málinu. Fyrir mistök voru upplýs- ingar um kyn og ríkisfang kjósenda afhent,“ útskýrir Ástríður sem segir mistökin hafa átt sér stað við úr- vinnslu beiðni frá Reykjavíkurborg, en borgin fékk afhenta þrjá lista yfir kjósendur, einn þeirra fékk aðra af- greiðslu en hinir tveir. „Í kjölfarið höfum við farið yfir ferla hjá okkur til þess að koma í veg fyrir að svona lagað geti endurtekið sig,“ segir hún. Verklagsreglur Um verkferla við afgreiðslu úr- vinnslubeiðna segir sviðsstjórinn að það fari „alltaf fram mat á lögmæti slíkra beiðna og hvort tilheyrandi úrvinnsla verður unnin, í því mati er horft til þeirra laga sem gilda um viðkomandi upplýsingar og ákvæði persónuverndarlaga,“ segir hún. „Það er auðvitað eitthvað sem maður getur í raun aldrei útilokað, myndi ég segja. Það væri óábyrgt að segja að þetta gerist ekki, því við vit- um það alveg að við öll gerum mis- tök,“ svarar Ástríður, spurð hvort hægt sé að útiloka að sambærileg mistök hafi átt sér stað áður. Hún bætir þó við að verkferlar stofnunar- innar séu í stöðugri endurskoðun. „Þetta er mjög efnismikill úrskurður og þetta mun fyrst og fremst leiða til þess að við vöndum enn betur að far- ið sé eftir ferlum og verklagsreglum stofnunarinnar.“ Mannleg mistök Þjóðskrár  Afhentu borginni upplýsingar um kyn og ríkisfang  Samræmdist ekki lögum Ástríður Jóhannesdóttir Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Dagur íslenska táknmálsins var hald- inn hátíðlegur í gær í Veröld – húsi Vigdísar. Málnefnd um íslenskt tákn- mál og rannsóknastofa í táknmáls- fræðum héldu málþing sem bar yfir- skriftina Íslenskt táknmál: Fortíð, nútíð og framtíð. Tilgangur mál- þingsins var að minna á daginn og stöðu íslensks táknmáls, eina hefð- bundna minnihlutamálsins á Íslandi. Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, lagði áherslu á mikilvægi málumhverfis fyrir málþroska barna og hversu mikilvægt það væri að tryggja heyrnarlausum og heyrnarskertum börnum öflugt táknmálsumhverfi frá fæðingu. Íslenskt táknmál væri enn lykill margra döff barna að eðlilegum málþroska, þekkingu og menntun, en orðið döff er notað um heyrnarlaust fólk sem talar táknmál. Sigríður sagði að því miður væru enn dæmi þess á Íslandi árið 2019 að döff börn byggju ekki við nægilega öflugt tákn- málsumhverfi til að byggja upp full- burða málkerfi. Í þessum málum þyrfti vitundarvakningu rétt eins og í málefnum tvítyngdra barna af er- lendum uppruna og íslenskunnar. Táknmál sjálfsprottin Valgerður Stefánsdóttir, fyrrver- andi forstöðukona Samskiptamið- stöðvar heyrnarlausra og heyrnar- skertra, fór yfir uppruna og þróun íslensks táknmáls í erindi sínu. Fram kom að táknmál heimsins séu sjálf- sprottin mál með formlega eiginleika náttúrulegra tungumála sem verða til og þróast í samfélögum heyrn- arlausra. Valgerður sagði fyrsta heyrnleysingjaskólann á Íslandi stofnaðan árið 1967 af Páli Pálssyni og upp frá því hefði málsamfélag heyrnarlausra þróast. Í tilefni dags íslenska táknmálsins voru krakkafréttir á RÚV táknmáls- túlkaðar í gær og það sama verður upp á teningnum í Stundinni okkar á sunnudag. Degi íslenska táknmálsins var fagnað með málþingi  Táknmál eina hefðbundna minnihlutamálið  Heyrnleysingjaskóli fyrst 1967 Morgunblaðið/Eggert Táknmálsdagurinn Valgerður Stefánsdóttir, fv. forstöðukona Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnar- skertra, fór yfir uppruna og þróun íslenska táknmálsins í fyrirlestri sem að sjálfsögðu var túlkaður á táknmáli. „Við hjá Sjálfsbjörg höfum átt fund með embættismönnum Reykjavík- urborgar og sagt þeim umbúðalaust að okkur lítist ekkert á tillögur um Laugaveg sem göngugötu,“ sagði Bergur Þorri Benjamínsson, for- maður Sjálfsbjargar, lands- sambands hreyfihamlaðra. „Það skortir skilning á því að sama hversu greiðfær Laugavegur verður fyrir hjólastóla eða fólk á hækjum þá verður hann lokaður hreyfihömluðum ef þeir geta ekki lagt bíl sínum sem næst áfangastað, hvort heldur er verslun, veitingahúsi eða skemmtistað,“ sagði Bergur. Hann benti á fordæmi frá Svíþjóð þar sem bílar með merki hreyfi- hamlaðra mega aka um göngugötur. Til að svo megi verða þurfi að breyta lokunum á götunum svo hægt sé að fara inn á þær á bíl. Beita megi þá háum sektum sem aki inn á göngu- göturnar í óleyfi. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Laugavegur Sjálfsbjörg líst ekki á að götunni verði alfarið lokað. Sjálfsbjörg líst ekki á lokunina „Við viljum fyrst og fremst reyna að tryggja að svona lagað end- urtaki sig ekki,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgar- fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. Hún ætlar að leggja fram til- lögu í mannréttinda- og lýðræð- isráði Reykjavíkurborgar á fimmtudaginn um að ráðið beiti sér fyrir því að Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu (ÖSE) hafi eftirlit með kosningum til borgar- stjórnar í Reykjavík árið 2022. Hún hefur þegar sent fyrirspurn til ÖSE varðandi mögulegt eftirlit með borgarstjórnarkosningum. Vill að ÖSE fylgist með kosningunum Jórunn Pála Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.