Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma umfangsmiklar framkvæmdir og Bjarg stendur fyrir,“ segir Eyjólfur. Hann telur í ljósi magnsins að innlendir aðilar hefðu getað boðið samkeppnishæf verð. Bjarg áformi að reisa 1.500 félagslegar íbúðir. Með því að smíða innréttingar í slíku magni náist fram mikil stærðarhagkvæmni. Auðvelt sé að bæta við vöktum þegar menn eru með verksamninga svo langt fram í tímann. „Gagnrýni okkar snýst öðrum þræði um tvennt. Annars vegar ógagnsæi og skort á vönd- uðum vinnubrögðum við verðkönnun, ef hún hef- ur á annað borð farið fram. Hins vegar að verka- lýðshreyfingin, af öllum aðilum, skuli flytja út alla þessa vinnu til láglaunalanda. Þetta snýst um grundvallaratriði. Það getur ekki talist eðlilegt að verkalýðshreyfingin á Íslandi skuli ganga frammi fyrir skjöldu um að beina sem mestum viðskiptum til láglaunalanda,“ segir Eyjólfur. Mótsagnakennd afstaða ASÍ Eyjólfur rifjar svo upp samning Bjargs um að láta reisa innflutt einingahús á Akranesi. Haft hafi verið eftir Drífu Snædal, forseta ASÍ og for- manni stjórnar Bjargs, að ekki aðeins hag- kvæmnissjónarmið hafi ráðið för. Óvíst væri hvort innlend fyrirtæki myndu ráða við slíkt magn. Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, hafi jafnframt látið hafa eftir sér að krafa um lægri kostnað ýti Bjargi til útlanda. Með þessari afstöðu sé gefið til kynna að laun ís- lenskra iðnaðarmanna séu orðin svo há í alþjóð- legum samanburði að landið sé ekki lengur sam- keppnisfært í iðnaði. Sá kostnaður réttlæti að leita viðskipta í láglaunalöndum. Samtímis haldi ASÍ og verkalýðsfélögin því fram að hækka þurfi laun á Íslandi verulega. „Það er mótsögn í þessari afstöðu forseta ASÍ,“ segir Eyjólfur. Fram hafi komið að húsin á Akranesi verði sett saman af lettneskum iðnaðarmönnum sem megi starfa í 183 daga á Íslandi á lettneskum launum. Það sé skv. undanþáguákvæði sem verkalýðs- hreyfingin hafi gagnrýnt í tengslum við starfs- mannaleigur. Ákvæðið grafi enda undan launa- kjörum íslensks verkafólks. Fulltrúi iðnaðarmanna í stjórn Eyjólfur telur það einnig athyglisvert að Þor- björn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðn- ar, skuli sem meðstjórnandi í Bjargi taka þátt í slíkum viðskiptum. „Þorbjörn er sem framkvæmdastjóri Samiðn- ar fulltrúi verkalýðsfélaga iðnaðarmanna. Sam- tímis situr hann í stjórn félags sem er að útvista mikilli vinnu úr landi. Maður sem er í vinnu fyrir iðnaðarmenn á Íslandi er með því að útvista ómældri vinnu til láglaunalanda og telur engan hagsmunaárekstur í því,“ segir Eyjólfur og bend- ir á að iðnaðarmenn greiði háar fjárhæðir í fé- lagsgjöld til sinna verkalýðsfélaga sem reki Sam- iðn. „Þessi sami Þorbjörn var nýlega á ferðinni í Lettlandi og taldi aðbúnað þessara iðnaðar- manna á þessum launum vera með ágætum. Það er kaldhæðnislegt að hann hafi tekið að sér að gefa út heilbrigðisvottorð fyrir iðnaðarmenn sem undirbjóða vinnu umbjóðenda hans á Íslandi“. Íslenskir iðnaðarmenn horfi nú enda upp á samdrátt á innlendum markaði samtímis því sem fulltrúi verkalýðsfélags þeirra flytji inn innrétt- ingar og hús. Alltof miklar álögur Eyjólfur segir að í hans grein hafi lengi vel ver- ið litið svo á að laun væru um þriðjungur af kostn- aði innlendra framleiðenda. Þriðjungur hafi farið í hráefniskostnað og þriðjungur í fastan kostnað og framlegð. Þetta hafi breyst. Laun og launa- tengd gjöld séu nú gjarnan orðin yfir 40% af rekstrarkostnaði í greininni. „Það sorglega er að ótrúlega lítill hluti aukins launakostnaðar rennur í vasann hjá mínu fólki,“ segir Eyjólfur og minnir á nýlega útreikninga sem unnir voru fyrir Helga í Góu og birtir opin- berlega. Þar hafi komið fram að rétt um helm- ingur launakostnaðar renni til launþega. Hinn hlutinn fari í skatta, iðgjöld og önnur launatengd gjöld. Þar með talið sé tryggingagjald sem hafi ekki verið lækkað eins og loforð voru gefin um. Mótframlag í lífeyrissjóð hafi nýlega verið hækk- að verulega. Þá hafi fasteignaskattar aukist gríð- arlega sem íþyngi innlendum fyrirtækjum enn frekar. Samandregið sé hægt að styrkja sam- keppnishæfni íslensks iðnaðar með því að draga úr þessum álögum. „Það virðist því miður oft gleymast að innlend verðmætasköpun er grundvöllur velferðar og hagsældar í samfélaginu,“ segir Eyjólfur. Ekki náðist í framkvæmastjóra Bjargs. Veikir íslensku fyrirtækin  Fulltrúi Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda gagnrýnir samninga um félagslegt húsnæði  Horft sé framhjá innlendum framleiðendum vegna meints kostnaðar  Samtímis séu laun sögð of lág Teikning/Bjarg íbúðafélag Hús í smíðum Drög að fjölbýli Bjargs við Móaveg í Grafarvogi. Húsið er langt komið. Þráinn E. Gíslason, einn eigenda Trésmiðju Þráins á Akranesi, segir samning Bjargs um innflutning á lettneskum einingahúsum hafa valdið óánægju með- al iðnaðarmanna uppi á Skaga. Bjarg hafi enda aldrei leitað tilboða hjá innlendum framleið- endum. „Ég tek það fram að ég er ekki að deila á innflytjanda húsanna. Það sem ég er fyrst og fremst að deila á er að verkalýðshreyfingin, sem stendur að Bjargi, skuli ekki bjóða verk- efnið út heldur gefa sér fyrirfram að það verði of dýrt að versla við innlenda aðila. Ef verka- lýðshreyfingin getur ekki keypt vinnuna af eigin launamönnum – og er samt að fara fram á launahækkanir vegna þess að lífskjörin séu svo slæm – er einhvers staðar vitlaust gefið.“ Þráinn segir að samtímis því sem samtök launafólks gjaldfelli störf eigin félagsmanna séu lagðar fram kröfur á hendur atvinnurek- endum um einhverjar mestu launahækkanir á síðari tímum. Hann spyr hvernig atvinnurek- endur í byggingariðnaði eigi að hækka laun starfsmanna sinna á sama tíma og samtök launafólks flytja hundruð ef ekki þúsundir árs- verka til láglaunalanda. Hann gagnrýnir aðspurður þau ummæli Drífu Snædal að hugsanlega gætu innlendir framleiðendur ekki framleitt slíkt magn ódýrra íbúða í tæka tíð. „Það var aldrei spurt. Við höfum verið að byggja hús úr steyptum einingum. Ef menn hefðu lagst á eitt um að af- greiða málið tel ég að hægt hefði verið að framleiða þau á samkeppnishæfan hátt í tíma en sennilega ekki í kostnaði þar sem launin eru ekki samkeppnishæf. Við vorum hins veg- ar aldrei spurðir hvort við treystum okkur til þess,“ segir Þráinn. Segir Bjarg flytja út fjölda ársverka FRAMKVÆMDASTJÓRI TRÉSMIÐJU GAGNRÝNIR KAUP Á EININGAHÚSUM BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tvískinnungur hefur einkennt framgöngu verka- lýðshreyfingarinnar við uppbyggingu félagslegs húsnæðis að undanförnu. Hreyfingin talar fyrir bættum kjörum iðnaðarmanna um leið og hún lætur flytja inn erlend aðföng í sem mestum mæli í stað þess að styðja við innlenda framleiðslu og störf. Þetta segir Eyjólfur Eyjólfsson, stjórnarmað- ur í Félagi húsgagna- og inn- réttingaframleiðenda, og bendir á að innflutningurinn einskorðist ekki við innrétt- ingar. Húsnæðisfélög á veg- um verkalýðsfélaganna séu farin að flytja inn heilu húsin sem sett eru saman af er- lendum iðnaðarmönnum. „Ég hef gagnrýnt að Bjarg, sem er byggingarfélag ASÍ og BSRB, skuli hafa gert samning við IKEA um inn- réttingar í allar íbúðir sem eru í byggingu á veg- um félagsins. Þá er ekki síður gagnrýnivert að flutt séu inn tilbúin hús frá Lettlandi, þar sem rafmagnsvinna, flísalögn, gólfefnalögn, pípulagn- ing, uppsetning innréttinga og önnur vinna iðn- aðarmanna er unnin fyrir laun sem eru aðeins brot af launum iðnaðarmanna á Íslandi.“ Fengu tilboð frá fimm aðilum Fram kemur á vefsíðu Bjargs að fyrirtækið hafi samið við IKEA um uppsetningu innrétt- inga. Það hafi verið að loknu útboði hjá ÍAV. Kristján Arinbjarnar, framkvæmdastjóri ÍAV, segir aðspurður að gengið hafi verið til samninga við IKEA að loknu útboðsferli. „Staðreyndin er sú að við fengum tilboð frá fimm aðilum. Tvö voru hagkvæmari en hin. Það var gerður samanburður á þeim tilboðum. Úr varð í samráði við verkkaupann að velja IKEA,“ segir Kristján. Hann segir aðspurður að tilboðsgjafar hafi fengið sömu upplýsingar um magn og önnur at- riði varðandi tilboðið. Við valið hafi því verið borin saman samanburðarhæf tilboð. Kristján kveðst aðspurður hafa skilning á því sjónarmiði að velja beri íslenska framleiðslu ef kostur er. Niðurstaðan hafi hins vegar orðið önn- ur í þessu tilviki. Komist hjá lögum um útboð Eyjólfur, sem er lögfræðingur að mennt og framkvæmdastjóri Axis-húsgagna, telur hins vegar að ekki hafi verið efnt til útboðs. Í besta falli hafi verið gerðar óformlegar verðkannanir. Útboð leggi ákveðnar skyldur á bjóðanda, sbr. lög um útboð nr. 65/1993, sem ekki hafi verið farið eftir. Þau kveði m.a. á um að tilboða skuli aflað frá fleiri en einum aðila, skv. sömu upplýsingum og innan sama frests og þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. „Það er hreint fúsk að fara ekki eftir þessum reglum sem koma fram í lögum, og stöðlum sem um útboð gilda, og á ekki að eiga sér stað um jafn Eyjólfur Eyjólfsson Þráinn Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.