Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019 Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla /solohusgogn Ásgeir Einarsson hönnuður Sindrastólsins (1927 – 2001) SINDRASTÓLLINN Sindrastóll 185.000,- Sófaborð 79.700,- (hægt að fá í nokkrum viðartegundum). Stendur algerlega með Hallgerði Hún hefur stúderað skapferli persóna í Njálssögu, enda var hún í tvö ár að teikna og tala við persónur úr Njálu fyrir Njálurefilinn langa. Það voru hæg heimatökin að taka þátt í sýningu sem er innlit í Brennu-Njálssögu. Kristín Ragna er heilluð af norrænum goðsögum. Morgunblaðið/Eggert Kristín Ragna Norrænar goðsagnir finnst henni mergjaðar, þar sem persónur eru breyskar og margbrotnar. Getum við sett okkur í spor Njáls, Gunnars, Hallgerðar og Bergþóru? Er almenningsálitið að drepa okkur eða er það kannski það eina sem heldur í okkur lífi? Áður fyrr var orðstír þinn byggður á skoðunum fólks og orðum þess. Verður orðstír þinn í framtíðinni ákvarðaður af tilviljunarkenndum algóritmum snjallsamfélagsins? Svo segir í tilkynningu frá Borgarbókasafn- inu um innsetningu Gagaríns á sýningunni Ertu alveg viss? Stutt innlit í Brennu-Njálssögu, sem verður í Grófinni. Þar verð- ur notuð myndgreiningartækni til að greina svipbrigði og tengja þannig við tilfinningar fólks við lestur Brennu-Njáls sögu. Sýningin verður opnuð 14. febrúar og þá mun Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur halda erindi um sæmd og skömm í Brennu-Njáls sögu. Sýningin fer síðan til Noregs og Danmerkur. Ertu alveg viss? STUTT INNLIT Í BRENNU-NJÁLS SÖGU Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta er tvíþætt sýning, ann-ars vegar mín túlkun áNjálssögu í formi tólfmynda og hinsvegar spennandi innsetning sem Gagarín vinnur, þar sem gestir taka þátt í gagnvirku listaverki en það kemur inn á skapferli og ákvarðanatöku hjá fólki. Lundarfar nokkurra þeirra meginpersóna Njálu sem ég dreg fram, hafði einmitt miklar afleiðingar í för með sér og mikil áhrif á fram- vindu þeirrar sögu,“ segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir rithöfundur og teiknari, en tólf myndir eftir hana eru hluti af sýningu sem er innlit í Brennu-Njáls sögu, og opnuð verður á Borgarbókasafninu síðar í vikunni. „Myndirnar mínar eru af nokkr- um atburðum úr Njálssögu sem höfðu keðjuverkandi áhrif, þar sem eitt leiddi af öðru og átti upptök sín í skapgerð fólks. Til dæmis samskipti Gunnhildar drottningar og Hrúts, en hún var seiðkona sem sætti sig ekki við svik hans í ástum þegar hann yf- irgaf hana og lagði á hann þau álög að hann gæti ekki gagnast konu sinni Unni Marðardóttur heima á Íslandi. Sem varð til þess að hjónaband þeirra fór út um þúfur og það leiddi af sér enn aðra örlagaríka atburði. Ég er líka með mynd af því þegar Hallgerður neitar að láta Gunnar hafa hárlokk í bogann sinn og mynd af Njáli og Bergþóru. En þegar Hall- gerður og Bergþóra mæta á sviðið fer blóðið að renna. Skapharka þeirra skiptir sköpum.“ Gaf konum Njálu svigrúm Þau eru hæg heimatökin hjá Kristínu Rögnu að sækja myndefni í þann brunn sem Njála er, því hún teiknaði á sínum tíma upp allar myndir hins margfræga Njálurefils, en hann geymir myndir af atburðum úr Njálssögu sem saumaðar hafa verið út í hann undanfarin sex ár og er verkið langt komið. „Ég hef vissulega stúderað skapferli allra þessara per- sóna sem koma fyrir í Njálssögu, enda var ég næstum tvö ár í því að teikna og tala við per- sónur úr Njálu. Þar sem refillinn er 90 metra langur þá get ég rak- ið söguna þar í smáatriði. Þar legg ég mig fram um að gefa konunum í verkinu svigrúm, þar er til dæmis rak- inn aðdrag- andi hjónabanda Hallgerðar áður en hún giftist Gunnari, því það sem gerðist í þeim hefur áhrif á hvernig hún bregst við kinnhesti Gunnars, sem reynist þriðji kinnhesturinn. Hinir mennirnir tveir höfðu einnig löðrungað hana. Hún verður því fyrir ítrekuðu heimilisofbeldi, sem hún ekki sættir sig við. Ég stend því al- gerlega með Hallgerði,“ segir Krist- ín Ragna og vekur athygli á annarri konu í Njálu sem henni finnst mjög áhugaverð, en það er Hildigunnur Starkaðardóttir. „Hún giftist Höskuldi sem verð- ur Hvítanesgoði, en þegar hann er drepinn þá tekur hún skikkju hans blóðuga og varpar henni yfir Flosa frænda sinn og krefst þess að hann hefni. Og út frá því verður brennan. Þessar tvær konur, Hildigunnur og Hallgerður, hafa afgerandi áhrif á gang mála, án þeirra væri engin Njálssaga. Fyrir vikið finnst mér þessar konur alveg magnaðar sögu- persónur.“ Drögum fjársjóðinn fram Norrænar goðsagnir hafa lengi verið Kristínu Rögnu hugleiknar, þangað sækir hún efnivið bæði í bæk- ur sem hún skrifar fyrir börn sem og þær sem hún myndskreytir fyrir aðra. „Þessar sögur geyma mergjað efni, persónusköpunin er virkilega spennandi, persónurnar eru breysk- ar og margbrotnar. En þar fyrir utan er þessi arfur allt í kringum okkur, við sjáum hann í götunöfnum og það er sífellt verið að vitna í þetta. Mér finnst skipta miklu máli að bera þennan efnivið fram á lifandi hátt aft- ur og aftur, að þetta sé hluti af okkar menningarumhverfi og að við leikum okkur með þetta. Við eigum að draga þennan fjársjóð sem oftast fram og tala um þetta og speglum okkur í þessu. Það er áríðandi að opna þennan heim fyrir krökkum og fá þau til að vera þátttakendur,“ segir Kristín Ragna sem hefur lagt sitt af mörkum þar, því hún hefur m.a. skrifað þrjár bækur um Úlf og Eddu, þar sem hún dregur nútímabörn inn í goðsögur. Og nú seg- ist hún vera að skrifa alveg nýja barnabók sem hafi skírskotun yfir í goðheima, en gerist þó í nútíman- um. Heimilisofbeldi Gunnar rekur Hall- gerði löðrung. Þrír armar á lofti, tveir úr fyrri hjónabönd- um. Hún fékk nóg. Svik Gunnhildur drottning leggur álög á Hrút þegar hann yfirgefur hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.