Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 43. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Valur fór aftur á toppinn í Olísdeild karla í handknattleik með 33:28- sigri á ÍR í Breiðholtinu í gær. Á sama tíma var mikil spenna á Sel- fossi þar sem ÍBV var yfir lengst af en Selfyssingum tókst með mikilli seiglu að landa sigri, 30:28. Valur er með 24 stig í efsta sætinu en Sel- foss er nú með 22 stig eins og FH. ÍBV er með 13 og ÍR með 12. »2-3 Valur komst aftur í toppsætið í Breiðholti ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Keppni í Meistaradeild karla í fót- bolta heldur áfram á ný í kvöld eft- ir tveggja mánaða hlé þegar sex- tán liða úrslitin hefjast en tveir leikir eru á dagskránni. Flestra augu beinast að Old Trafford þar sem Manchester United tekur á móti París SG. Níu fé- lög sem hafa orðið Evrópu- meistarar eru í hópi þeirra sextán sem eftir eru í keppn- inni. »3 Meistaradeildin fer af stað á ný í kvöld inum; elur hann, þjálfar og starfar með. Sú er til dæmis raunin með Byl sem Steinar gaf austur á land og er í umsjón Snjólaugar Eyrúnar Guð- mundsdóttur, lögregluþjóns á Egilsstöðum. Í dag eru lögreglan á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi, í Vestmannaeyjum og á Suðurnesjum með hunda í sinni þjónustu og vænt- ir Steinar þess að fleiri bætist við áður en langt um líður. „Góðir lögregluhundar eru margra milljóna króna virði en þeir standa 100% fyrir sínu og eru frá- bær viðbót við löggæsluna,“ segir Steinar sem hefur haft áhuga á hundum síðan í barnæsku. Var þá í sveit í Fljótsdalnum hjá frændfólki sínu sem átti hunda sem hann bast tryggðaböndum. Á unglingsárum gekk hann svo í björgunarsveit í Neskaupstað og sá þar um hunda sem voru þjálfaðir í snjóflóðaleit, skyldu slík verkefni koma upp á svæðinu eins og fordæmi voru fyrir. Þannig rúllaði boltinn áfram. Þeim finnst lífið fallegt og gott „Hundar eru skepnur sem hafa fallega sál og í fari þeirra er ekkert misjafnt til. Þeim finnst lífið bara vera fallegt og gott. Og sjálfum finnst mér þjálfunarstarfið mjög gefandi, það eru mikil forréttindi að vinna við áhugamál sitt,“ segir Steinar, sem er fimmtugur í dag, 12. febrúar. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sterk líkamsbygging, úthald, vinnusemi og andlegur styrkur eru eiginleikar sem góður lögregluhund- ur þarf að hafa. Til þjálfunar tökum við hunda af því kyni sem best hefur reynst. Þar við bætist sú mannlega þekking sem til staðar er, því þegar skepnurnar eru orðnar fjögurra til fimm mánaða sé ég nokkurn veginn hvort hundarnir hafa hæfileikana sem þarf,“ segir Steinar Gunnars- son, lögreglufulltrúi á Sauðárkróki. Bylur undan Þoku og Winkel Á dögunum var Steinar valinn Austfirðingur ársins 2018 af les- endum Austurgluggans. Þar kemur til að á síðasta ári færði hann lög- reglunni á Austurlandi að gjöf labradorhundinn Byl, sem er undan tíkinni Þoku, sem Steinar á, og Win- kel, sem er hundur í eigu Fangelsis- málastofnunar og nefndur eftir Páli Winkel, forstjóra stofnunarinnar. Sjálfur er Steinar frá Neskaupstað og hóf sinn feril í lögreglunni þar. Hann hefur hins vegar búið lengi á Sauðárkróki og er yfirmaður hunda- þjálfunar lögreglunnar á landsvísu eftir að embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í fyrra falið það hlutverk af dómsmálaráðuneyt- inu. „Vel þjálfaðir hundar geta verið ómetanlegir við lögreglustörf. Mest hafa þeir verið notaðir við fíkniefna- leit á Íslandi en geta nýst í margt fleira, svo sem leit að týndu fólki í og mannfjöldastjórnun. Verkefni næstu missera hjá okkur er að fjölga fíkniefnaleitarhundum og þjálfa fleiri lögreglumenn í svona vinnu. Í því skyni verðum við með námskeið hér á Króknum á næstu mánuðum og stefnum á að útskrifa fjögur til fimm ný teymi í vor,“ segir Steinar. Með þrjá í þjálfun Um þessar mundir er Steinar með þrjá hunda í þjálfun. Tveir þeirra eru á heimilinu og einn, 14 vikna hvolpur, er í uppeldi hjá ein- um af vinnufélögunum á Sauðár- króki. Er gangurinn sá að á hverj- um stað hefur einn ákveðinn lögreglumaður umsjón með hund- Hundar með hæfileika  Steinar þjálfar lögregluhunda á landsvísu  Austfirð- ingur ársins  Labradorar til leitar- og björgunarstarfa Ljósmynd/ Úr einkasafni Vinátta „Hundar eru skepnur sem hafa fallega sál,“ segir Steinar Gunn- arsson sem er hér með einn þeirra um 40 hunda sem hann hefur þjálfað. Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri, sem búsettur er í Berlín, er einn þrettán umsækjenda um stöðu leik- hússtjóra við Nationaltheatret í Osló í Noregi. Einn umsækjandi óskar nafnleyndar en annars sækja sex karlar og sex konur um stöðuna, sem veitt er til sex ára. Sýning Þorleifs Arnar á verki þeirra Mikaels Torfasonar, Vi må snakke om Faust, er um þessar mundir sýnd í Nationaltheatret. Sækir um stöðu þjóðleikhússtjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.