Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019 VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Björn Bjarnason fyrrverandidómsmálaráðherra skrifar:    Á forsíðu Morg-unblaðsins er í dag (11. febrúar) rætt við Líf Magn- eudóttur, borgar- fulltrúa og oddvita VG, sem var forseti borgarstjórnar fyr- ir kosningar 2018. Hún sagði að stjórnmálamenn treystu embættis- mönnum og starfs- fólki borgarinnar.    Kosningaverk-efnið hefði verið unnið í sam- starfi við Persónuvernd en svo virtist sem einhver brotalöm hefði orðið á samskiptum stofnana. Líf sagði:    Það er ekki um kosningasvindlað ræða heldur held ég að það sé frekar um samskiptabrest að ræða. Það er fráleitt að vinstri- flokkarnir hafi notað þetta til að auka fylgi sitt. VG fékk 2.700 at- kvæði og þetta var greinilega ekki lausnin fyrir okkur eða Samfylk- inguna, sem líka missti fylgi!“    Þetta er nýstárleg kenning: VGog Samfylking juku ekki fylgi sitt, þess vegna var þetta ekki kosningasvindl. Sem betur fer skila öll svindl ekki því sem að er stefnt.    Meirihluti borgarstjórnar féll íkosningunum í maí 2018. Hann hefði með réttu átt að láta af stjórn borgarinnar. Þá kom hins vegar Viðreisn sem frelsandi eng- ill. Hún bognar ekki við uppsöfnuð hneyksli heldur bítur í skjaldar- rendurnar og gerist meðvirk. Má kalla það kosningasvindl?“ Lív Magneudóttir Sakar starfsmenn um svindlið? STAKSTEINAR Björn Bjarnason Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Veruleg saurgerlamengun hefur að undanförnu mælst í Laugarvatni og af þeirri ástæðu er fólk hvatt til þess baða sig ekki í vatninu. Slíkt hefur jafnan notið vinsælda, til dæmis hjá gestum á baðstaðnum Fontana. „Í raun er engin hætta á ferðum en við lítum öll svona mál alvarlegum aug- um. Því vöruðum við fólk við því að busla í vatninu, sem kannski er ekki mikið um á þessum tíma árs,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, í samtali við Morgunblað- ið. Rotþrærnar eru í ólagi Frárennsli frá byggðinni að Laug- arvatni fer í rotþrær sem hafa verið í ólagi að undanförnu. Úrgangsvatn úr þrónum hefur svo seytlað út í vatnið. Í mælingu sem gerð var í síðustu viku reyndust vera um 300 saurkólígerlar í 100 ml. af vatni. Fleiri mælingar verða gerðar á næstunni og þannig fylgst með fram- vindunni. Þegar gerlamagnið er kom- ið niður fyrir 200 í 100 ml. ætti öllu að vera óhætt, segir Sigrún. Hún segir allar ráðstafanir heilbrigðiseftirlitsins í þessu máli hafa verið gerðar í sam- ráði við Bláskógabyggð og muni sveit- arfélagið gera þær úrbætur á rotþróm og dælum sem þarf og krafist er. Saurgerlar mælast í miklu magni  Laugarvatn mengað og óráðlegt að baða sig eins og vinsælt er hjá mörgum Morgunblaðið/Eggert Laugarvatn Vatnið er mengað og fólki er ráðlagt að baða sig þar ekki. Yfirskattanefnd hefur nú í tvígang á skömmum tíma þurft að úrskurða vegna deilu í tengslum við toll- afgreiðslu tollstjóra á ökutæki. Var í öðru málinu um að ræða svonefnda buggy-bíla af Polaris-gerð en í hinu ökutæki af gerðinni Kubota. Í máli því er snerist um buggy- bíla leit tollstjóri svo á að við inn- flutning ökutækjanna hefði ranglega verið lagt til grundvallar toll- afgreiðslu að þau féllu undir toll- skrárnúmer 8703.1039 í tollskrá sem ökutæki sérstaklega gerð til aksturs í snjó. Taldi tollstjóri ökutækin falla undir tollskrárnúmer 8703.2111 sem fjórhjól. Yfirskattanefnd tók undir með tollstjóra og sagði tækin ekki vera sérstaklega markaðssett sem snjóbifreiðar og að belti, sem unnt væri að koma fyrir undir þeim í stað hjóla, væru talinn aukabúnaður. Var vísað til upplýsinga sem fengust á heimasíðu framleiðandans. Þá var varakröfu kæranda um að vörugjald yrði ákvarðað miðað við reiknaða losun koltvísýrings hafnað, enda var talið að ákvörðun vörugjalds á þeim grundvelli tæki fyrst og fremst til venjulegra fólksbifreiða sem jafnan hefðu skráða losun koltvísýrings. Álagsbeiting tollstjóra var aftur á móti felld úr gildi vegna annmarka á málsmeðferð tollstjóra. Megineinkenni ekki uppfyllt Í máli Kubota-ökutækjanna var deilt um innflutning á alls tíu tækj- um. Leit tollstjóri svo á að þau féllu undir tollskrárnúmer 8704.1001 í tollskrá sem ökutæki gerð til vöru- flutninga, nánar tiltekið sem demb- arar, eða dumpers á ensku, gerðir til nota utan þjóðvega. Yfirskattanefnd féllst ekki á þann skilning tollstjóra þar sem nefndin taldi ökutækin ekki geta talist sér- staklega hönnuð til flutnings á jarð- efni eða öðru lausu efni, sem telja yrði megineinkenni dembara. „Buggy“ og Kubota valda tolladeilum  Yfirskattanefnd úrskurðar vegna toll- afgreiðslu á tækjum Morgunblaðið/Hari Hálendi Svokallaðir buggy-bílar geta náð mikilli ferð utan vega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.