Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
GLÁMUR
Dvergurinn Glámur er 35 cm á hæð
og vegur 65 kg. Hann er sérhannaður
sem undirstaða undir umferðaskilti með
innsteyptri festingu fyrir 2" rör.
Dvergarnir R
Öflugur skiltasteinn
með gegnumgangandi röri
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Lokaðu þig ekki af frá umheim-
inum þótt þú sért ekki upp á þitt besta.
Bíddu í nokkra daga með að taka ákvörð-
un varðandi ástamálin.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú veist hvað í þér býr þó aðrir
geri það ef til vill ekki. Dagurinn hentar
vel til að halda því áfram að gera góð-
verk.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Langi þig í einhvern hlut skaltu
hinkra við og sjá svo til, hvort hann er
ennþá ómissandi. Einhver óróleiki er í
kringum þig, reyndu að halda ró þinni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Áætlanir um að skemmta þér ær-
lega gætu farið algerlega úr böndunum í
dag. Þú sérð oft inn í framtíðina og
finnst það ekki slæmt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Leyfðu einhverjum sem lítur upp til
þín að njóta góðs af innsæi þínu. Þrjóska
þín á sér engin takmörk, og af henni áttu
nóg.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Um sinn skaltu varast að beina at-
hyglinni að þér, nema þú sért með það á
tæru hvernig þú ætlar að taka á hlut-
unum. Skemmtanir munu taka mikinn
tíma næstu vikur.
23. sept. - 22. okt.
Vog Mundu að sýna öðrum þolinmæði,
því þú átt auðvelt með að missa stjórn á
skapi þínu. Allt sem þú skapar er fallegt
og þú ættir að hugsa um að gera áhuga-
málið að atvinnu þinni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú rekst á fjölda vina núna
og fólk sem þú þekktir einu sinni er á
hverju strái. Skapandi verkefni detta inn
á borð hjá þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Varastu alla fljótfærni í sam-
bandi við fjárfestingar. Maki þinn fær lík-
lega atvinnutilboð sem mun koma málum
á hreyfingu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Rómantíkin er í loftinu í dag
og gleður hjarta þitt. Ekki hunsa hugs-
anir sem læðast að þér af og til. Leitaðu
svara ef þú þarft.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Komdu þér niður á jörðina og
viðurkenndu staðreyndir. Sjálfstraustið er
í lagi og þú fleytir þér langt á því.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Einhver sem virðist ekki hafa
áhuga á því sem þú segir mun brátt
skipta um skoðun. Lífið skánar til muna
þegar þú þekkir og virðir eigin takmörk.
Ráðagóð“ segir Hjálmar Frey-steinsson á fésbókarsíðu sinni
og bætir við:
Mun líða seint úr minni
Matthildi nóttin með Finni.
Hún upp á því fann
að fela hann
sænginni undir sinni.
Jónas Friðrik Guðnason hélt sög-
unni áfram:
Undir sænginni hennar var heitt
og hamslausri ástríðu beitt
í áköfum bríma
í of langan tíma.
Af Finni nú finnst ekki neitt.
Hér kemur svo „föstudagslimra“
eftir Hjálmar:
Sérlynd var Siglunes-Lóa,
systir Rangeygða-Jóa.
Hástöfum söng
haustkvöldin löng:
Vorið er komið og grundirnar farnar að
gróa.
Limra Gunnars Magnúsar Sand-
holt er úr annarri átt:
Í kulda, trekk’ og kífi
svo komumst af á lífi
er von vor
vektor.
Bjartsýnin því blífi.
Á Boðnarmiði yrkir Hallmundur
Kristinsson:
Herrann sem himnunum á
hangir og allt þykist sjá
gefur því gætur
er glaður þú lætur
seðlana sjálfan þig fá.
Sigtryggur Jónsson rifjaði upp
„móment“ frá liðnu sumri og þá
kom þetta:
Að spila golf á góðum degi,
er gæðastund í sjálfu sér.
Með glæsihöggi’ á tólfta teigi,
tók ég loksins framúr mér.
Pétur Stefánsson orti í síðustu
viku:
Þungum rómi þorri kveður
þrumuraustu hátt og snjallt.
Þykknar upp og versnar veður
vítt og breitt um landið allt.
Ármann Þorgrímsson spyr:
„Hvar verður stríð næst?“
Heimur batnar ekkert enn
þó öllu margir fórni
virðist eins og vondir menn
veröldinni stjórni.
Pétur Stefánsson orti í orðastað
hagyrðings:
Veröldin er við mig sátt,
vísur get ég samið.
Virðist mér þó furðu fátt
falla hér í kramið.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Matthildi og Siglunes-Lóu
„finndu bara einhvern sem ekki er
bundinn í öÐrum verkefnum.”
„ég kann ekki viÐ STAÐSETNINGUNA Á
HOLUNNI.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að dreyma hana og
vilja ekki vakna.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
TÍMINN ER AÐ RENNA
FRÁ ÞÉR GRETTIR
ALLT Í
LAGI …
HVAÐ ANNAÐ Á
TÍMINN AÐ GERA?
Ó, ELSKAN, ILMVATNIÐ ÞITT GERIR
MIG ÓÐAN!
HVAR
KEYPTIRÐU
ÞAÐ?
ÉG HELLTI NIÐUR BJÓR Á
KJÓLINN MINN.
Nú þegar langur og leiðinlegur jan-úarmánuður er á enda má með
sanni segja að betri tíð og bjartari sé
fram undan. Eftirmál jólanna eru að
mestu frá og nú þurfum við bara að
sigla í gegnum stysta mánuð ársins.
Þegar komið er fram í mars er vorið
eiginlega alveg komið, aðeins eitt
páskahret að komast í gegnum fyrir
sumarið. Gott ef það eru ekki meira
að segja komin páskaegg í búðir nú
þegar!
x x x
Einn hvimlegur fylgikvilli þessaárstíma er Eurovision. Nú hefur
Víkverji svosem ekkert á móti
söngvakeppninni sjálfri en þessi
gegndarlausa umfjöllun í miðlum
Ríkisútvarpsins getur gert rólegasta
fólk alveg trítilótt. Víkverji telur sig
nokkuð dagfarsprúðan að eðlisfari en
hvorki hann eða aðrir eiga að þurfa
að sitja undir því að hlusta í tvígang í
sömu vikunni á viðtal við Valla sport
um Eurovision. Söngvakeppnin sjálf
er nefnilega ekki nóg, það þarf að
kynna hvert lag og flytjendur á Rás
2, svo eru það myndböndin, lögin eru
vitaskuld bæði á íslensku og ensku,
og í takt við nýja tíma eru fram-
leiddir hlaðvarpsþættir um menning-
arfyrirbærið Eurovision. Allt þetta
er svo auglýst í botn í miðlum Ríkis-
útvarpsins sem margfaldar síbyljuna
enn frekar. Ætli Eurovision myndi
ekki njóta aðeins almennari hylli ef
aðeins væri slakað á klónni?
x x x
Reyndar ber svo við að í keppninni íár er að finna frábært lag sem
bætir ástandið til mikilla muna. Ís-
lendingar hafa nokkrum sinnum
misst af tækifæri til að senda frábær
lög til leiks af því þeir eru að elta það
sem var í tísku á keppninni árið áð-
ur. Nú er tímabært að rifja upp
skilaboð Flosa Ólafssonar í Löggulíf:
„Með leðri skal land byggja.“ Beri
þjóðin gæfu til að tryggja það að
Hatari vinni undankeppnina hér
heima er öruggt mál að Ísland verð-
ur á allra vörum í maí. Það er kom-
inn tími til að hrista aðeins upp í
hlutunum.
x x x
En þetta er nú bara Eurovision.vikverji@mbl.is
Víkverji
Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég
gangi í sannleika þínum, gef mér heilt
hjarta, að ég tigni nafn þitt.
(Sálm: 86.11)