Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 25
ar en ekki í Slippfélaginu og það urðu alltaf fagnaðarfundir. Ég vil votta Svövu, fjölskyldu og vinum Þóris mína dýpstu sam- úð. Snorri Ásmundsson myndlistarmaður. Með þessum orðum vil ég minnast Þóris Magnússonar, æskuvinar míns, lífsins sem þá var og við upplifðum saman. Um jólaleytið 1962 fluttum við fjölskyldan mín frá Sauðárkróki til Akureyrar, í Grænumýrina á Norðurbrekkunni. Þá var ég sex ára. Við Þórir í húsi nr. 11 kynntumst mjög fljótt enda ég eini jafnaldri hans í götunni. Og það var nóg að bralla þarna fyrir fjöruga krakka. Fyrir utan skól- ann á veturna, snjóboltakast, að teika bíla, fara á skíði, tefla og spila, leika „músík“ á potta og þvottaprik, moka snjó fyrir mömmurnar og lóna í kringum jafnöldrur okkar. Á sumrin var það fótbolti, sund, hjólaferðir, byssuleikir, hverfaslagir, hest- areiðnámskeið, að fara í yfir og sumarbúðir. Og svo Sanaferð- irnar. Þórir bjó við þann lúxus að pabbi hans, Magnús Þórisson, var verkstjóri í gosverksmiðj- unni Sana, langt niðri á Eyri. Og hún var mikið undur fyrir okkur pollana, færibönd um allt, þvott- ur, fylling, töppun, merking og pökkun á glerflöskum. Þar svolgruðum við gosdrykkina, Mix, Valash, Jolly Cola og Cream soda og á heimleiðinni var komið við hjá sælgætis- gerðinni Lindu í leit að lindu- buffs-klístri til að hafa orku í að hjóla heim. Svo urðu börn götunnar okk- ar táningar. Nú fór annað að skipta máli og við meðvitaðri um fötin, klippinguna, bólurnar og hitt kynið. Ég fór í sveit og á sjó á sumrin með pabba mínum á þessum árum. En Þórir fór aldr- ei langt, var nánast alltaf heima. Fjölskylda hans flutti síðan í Hamragerði, ofan Grænumýrar. Þórir kom þó áfram mikið við í Grænumýrinni. Og svo breytt- ust táningarnir í kærustur og kærasta, iðn- og menntaskóla- nema, verkamenn og sjómenn. Bílprófið og aðgangur að bíl til að fara á rúntinn gaf yfirburða- stöðu í lífi táningsins. Þóri fannst gaman á bæjarrúntinum en mér ekki og hann gafst því fljótlega upp á að flauta fyrir ut- an nr. 6. Þórir var ekkert að flækja líf- ið. Það kom t.a.m. aldrei neitt annað til greina en að eiga alltaf heima á Akureyri. Þar varð hann að húsamálara, eiginmanni, föður og góðum fé- laga síns fólks og þaðan fer hann í sína hinstu ferð. Ég fór aftur á móti alfarinn frá Akureyri að mestu eftir stúdentsprófið og kynntist því lítið hans eigin fjöl- skyldu. Þórir var duglegur og sam- viskusamur, vann of oft of mikið og hugsaði ekki nógu vel um heilsuna. Hann og Svava, eig- inkona hans, eignuðust þrjú efnileg börn. Það er mín von að þeim farn- ist með tímanum að breyta sorg- inni í ásetning um að uppfylla óskir pabba síns fyrir þeirra hönd og þau nái þannig að lifa tilgangsríkara lífi með harmin- um af föðurmissinum. Við Þórir ætluðum alltaf að hittast. En það varð aldrei. Mín skömm, því ég átti oft leið um Akureyri. Við sem lifum Þóri ættum að láta hans skyndilega brottkall verða okkur áminningu um það að lífið er núna, ekki seinna, og að ekkert er meira gefandi en núvera með góðum vinum og þá þarf ekki alltaf að vera að tala, bara vera, því þögul samvera er merki traustrar og einlægrar vináttu. Hvíldu í friði minn sanni æskuvinur. Finnbogi Alfreðsson. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019 25 Smáauglýsingar Bækur Bækur til sölu Grjótbækur Kjarvals, 3 stk. ib., Old Nordisk Ordbog 1863, Eiríkur Jónsson, Hlín ib., Svarfdælingar 1-2, Laxamýrarætt, Skútustaða- ætt, Síðasti Musterisriddarinn, Parsival, 1-2, Ættir Austfirðinga 1-9, Skýrslur um landshagi á Íslandi 1-5, Skaftáreldar 1783-4, Aldarfar og örnefni í Önundar- firði, Ódáðahraun 1-3, Súg- firðingabók, Strandamenn, Guð- spjallanna samhljómur, Hólar 1749, Þorsteinsætt í Staðarsveit 1-2, Ættir Austur-Húnvetninga 1- 4, Tröllatunguætt 1-4, The Sec- ond World War 1-6, Churchill, Sýslumannaævir 1-5, Kvosin. Upplýsingar í síma 898 9475. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Bátar Bátavélar-Bílalyftur-Rafstöðvar TD Marine bátavélar 37 og 58 hp með gír og mælaborði. Rafstöðvar og Bílalyftur Heimasíða www.holt1.is Holt Vélasala S. 895 6662 Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES Hádegisfundur SES Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna, verður gestur á hádegisfundi SES, miðvikudaginn 13. febrúar kl. 12:00, í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Húsið opnað kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 1000 krónur. Allir velkomnir. Stjórnin Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Kirkjubraut 32, Njarðvík, fnr. 209-3818, þingl. eig. Helga Valgeirsdóttir og Bergur Reynisson, gerðarbeiðandi Arion banki hf., þriðjudaginn 19. febrúar nk. kl. 09:00. Sýslumaðurinn á Suðurlandi 11. febrúar 2019 Tilkynningar Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2018/2019 sbr. reglugerð um úthlutun byggða- kvóta til fiskiskipa nr. 685, 5. júlí 2018 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir: Vopnafjörð Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggða- lögum sbr. auglýsingu nr.141/2019 í Stjórnar- tíðindum Dalvíkurbyggð (Dalvík, Árskógssandur, Hauganes) Fjallabyggð (Siglufjörður, Ólafsfjörður) Tálknafjörður Sveitarfélagið Skagafjörður (Sauðár- krókur, Hofsós) ATH.: Umsóknum skal skila í gegnum rafræna umsóknargátt en vinnslusam- ningum er skilað í tölvupósti á byggðakvoti@fiskistofa.is á eyðublöðum sem er að finna á heima- síðu stofnunarinnar (fiskistofa.is), þar eru ofangreindar reglur einnig aðgengilegar. Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2019 Fiskistofa, 11.02.2019 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Stóla jóga kl. 9.30. Gönguhópur kl. 10.15. Tálgað í tré kl. 13. Postulínsmálun kl. 13. Bíó í miðrými kl. 13.20. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Botsía með Guðmundi kl. 10. Leshringur með Heiðrúnu kl. 11. Brids kl. 13. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leið- beinanda kl. 12.30-16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 13. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Áskirkja Spilum félagsvist í Dal, neðra safnaðarheimili kirkjunnar kl. 20. Allir velkomnir, Safnaðarfélag kirkjunnar. Boðinn Botsía kl. 10.30. Fuglatálgun kl. 12.30. Brids og kanasta kl. 13. Bústaðakirkja Miðvikudaginn 13. febrúar er félagsstarfi Bústaða- kirkju boðið í heimsókn í Grensáskirkju. Mæting er þar kl. 14, þar sem séra María Ágústsdóttir tekur á móti okkar fólki. Hólmfríður djákni í Bústaðakirkju verður einnig á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Grensáskirkju. Ekkert starf verður í safnaðarsal Bústaðakirkju þennan dag. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14. Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12. Súpa og brauð eftir stund- ina á vægu verði. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson segir frá ferð til Ísrael. Hefðbundið starf að öðru leyti. Verið velkomin. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Opin handverkstofa kl. 13. Landið skoðað með nútímatækni kl. 13.50. Kaffiveitingar kl.14.30. Velkomin! Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Qi gong Sjálandi kl. 9. Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Botsía Ásgarði kl. 12.45. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Línudans í Kirkjuhvoli kl. 13.30/14.30. Tréskurður/smíði í Smiðju kl. 9/13. FEBG er með ferðakynningu í Jónshúsi kl. 15. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik málun kl. 9-12. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafn- vægisæfingar. Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara er í Grafarvogskirkju kl. 13 til 16 alla þriðjudaga. Fyrir opna húsið er helgi- og fyrirbæna- stund kl. 12 þar sem öllum er frjálst að mæta og er súpa og brauð í boði fyrir vægt gjald þar á eftir. Hér er fjölbreytt dagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við hæfi. Grensaskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Verið velkomin. Gullsmári Myndlistar hópur kl. 9. Botsía kl. 9.30, málm- og silfur- smíði / kanasta / tréskurður kl. 13. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11.30, 1340 kr. mánuðurinn, allir velkomnir og kostar ekkert að prufa. Hjúkrunarfræðingur kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Spjallhópur kl 13, nota- leg og skemmtileg samvera þar sem allir eru velkomnir að vera með. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15. Hraunsel Kl. 9 dansleikfimi, kl. 10 qi-gong, kl. 13 brids. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13 og eftir- miðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, Myndlistanámskeið Margrétar Zóphaniasd. kl. 9-12, thai chi kl. 9-10, Leikfimi kl. 10-10.45, Spekingar og spaugarar kl. 10.45-11-45, hádegismatur kl. 11.30, Kríur myndlistarhópur kl. 13, brids kl. 13-16, tölvuleiðbeiningar kl. 13, Síð- degiskaffi kl. 14.30, U3A kl. 16.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790, Korpúlfar Listmálun kl. 9 í Borgum, botsía kl. 10 og 16 í Borgum, helgistund kl. 10.30, leikfimishópur kl. 11 undir stjórn Ársælls í Egils- höll, sundleikfimi kl. 13.30, heimanámskennsla kl. 16.30 í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, lesið úr blöðum kl. 9.45, trésmiðja kl. 9-12, upplestur kl. 11-11:30, opin listasmiðja kl. 9-12 og 13-16, kaffihúsaferð kl. 14, botsía, spil og leikir kl. 16, tölvu- og snjall- tækjakennsla kl. 17. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn- um kl. 10.30. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Brids í Eiðismýri kl. 13.30. Helgistund á Skólabraut kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13. Bóka- bíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur Skák kl. 13, allir velkomnir Félagslíf  EDDA 6019021219 I Nú  þú það sem þú eia að  FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.