Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 27
að nýtt og stórt fyrirtæki kæmi á svæðið og það hefur aðlagast vel. Svo er að spá í næstu tækifæri sem eru að okkar mati fjölbreytt en við erum aðallega að vinna í húsnæðismálum þessa dagana. Það hefur verið skortur á húsnæði, sér- staklega á Húsavík en tvö til þrjú húsnæðisverkefni eru komin í gang. Norðurþing er mjög víð- feðmt svæði en það nær yfir 4% af Íslandi og nær frá Reykjahverfi í suðri til Raufarhafnar en hið fagra Tjörnes er enn undanskilið.“ Helstu áhugamál Kristjáns Þórs eru tónlist, söngur, fjölbreyttar íþróttir og félagsstörf. „Ég var í Barbershop kór í Bandaríkjunum en er núna meira í tónlistinni út af fyrir mig.“ Kristján Þór hefur því bæði reynslu af leiklist og söng og hefur oft tekið að sér veislustjórn. Hann sat í stjórn Félags um lýð- heilsu, var í Round Table og sat í ritstjórn tímaritsins Uppeldi og menntun. „Ég er ekki í neinum op- inberum félagsskap þessa stundina en hver veit nema ég þekkist boð um inngöngu í Lions hér á Húsa- vík og lækki þar með meðalald- urinn þar um nokkur ár.“ Sem gamall íþróttagarpur þá hefur Kristján Þór stundað ýmsa líkams- rækt, en undanfarið ár hefur hann lagt stund á alhliðaþjálfun sem kallast „Training for warriors“. Fjölskylda Eiginkona Kristjáns er Guðrún Dís Emilsdóttir, f. 6.2.1989, fjöl- miðlakona. Foreldrar hennar eru hjónin Aðalheiður Sigríður Stein- grímsdóttir, f. 5.1. 1952, húsmóðir, og Emil Sigurjónsson, f. 18.2. 1954, mannauðsstjóri Heilbrigðisstofn- unar Austurlands. Þau eru búsett á Egilsstöðum. Börn: 1) Aðalheiður Helga, f. 12.6. 2008 2) Magnús Hlíðar, f. 21.5. 2013, 3) Blædís Borg, f. 16.8. 2016. Systir Kristjáns er Berglind Rut Magnúsdóttir, f. 9.6. 1982, leik- skólakennari og deildarstjóri á leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík. Foreldrar Kristjáns eru hjónin Magnús Þorvaldsson, f. 30.10. 1953, þjónustufulltrúi hjá VÍS á Húsavík, og Helga Kristjánsdóttir, f. 24.3. 1955, starfsmaður á leikskólanum Grænuvöllum. Þau eru búsett á Húsavík. Sveitarstjórinn Kristján Þór. Kristján Þór Magnússon Árni Hemmert Sörensson bóndi á Kvíslarhóli Björg Sigurpálsdóttir húsfreyja á Kvíslarhóli á Tjörnesi Þorvaldur Árnason framkvæmdastjóri á Húsavík Magnús Þorvaldsson þjónustufulltrúi VÍS á Húsavík Karólína Kristveig Sigurpálsdóttir húsmóðir á Húsavík Sigurpáll Jónsson bóndi á Klömbrum, Akureyri og verkamaður á Húsavík Þorgerður Björnsdóttir húsfreyja á Klömbrum íAðaldal,Akureyri, og Húsavík Hólmfríður Kristjánsdóttir bóndi í Sýrnesi í Aðaldal Hulda Ösp Ragnarsdóttir leikskólakennari á Hofi í Rvík Jón Árnason kukennari á Húsavíkö Björg Jónsdóttir þróttakennari á Húsavíkí Pálmi Rafn Pálmason fótboltamaður í KR Andri Sigþórsson fv. fótboltamaður Kolbeinn Sigþórsson fótboltamaður Rósa Árnadóttir húsfreyja á Húsavík Sigþór Sigurjónsson stofnandi Bakarameistarans Ingvar Þorvalds- son list- málari Þóra gvarsdóttir ðstoðarm. annlæknis In a t Alexandra Ívarsdóttir kona Gylfa Sig. fótbolta- manns Hilmar orvaldsson húsa- smíðameistari í Mosfellsbæ ÞEggert Hilmarsson tónlistarmaður, í Ljótu hálfvitunum Þóra Karitas Ásmundsdóttir húsfreyja í Rvík Ásmundur Ísak Jónsson flugumferðarstjóri í Rvík Ásmundur Kristjánsson bóndi á Mýlaugsstöðum og Lindahlíð Helga Hernitsdóttir húsfreyja á Mýlaugsstöðum og Lindahlíð íAðaldal Kristján Blær Ásmundsson bifreiðastjóri í Lindahlíð Hulda Jónasdóttir húsmóðir í Lindahlíð íAðaldal Hallgrímur Óli Guðmundsson bóndi í Grímshúsum íAðaldal Guðmundur allgrímsson bóndi í Grímshúsum H Hallgrímur Óli Guðmundsson bóndi í Grímshúsum Jónas Guðmundsson bóndi í Fagranesi Þuríður Hólmfríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Fagranesi íAðaldal Úr frændgarði Kristjáns Þórs Magnússonar Helga Kristjánsdóttir starfsmaður á leikskólanum Grænuvöllum í Húsavík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019 BUfera um Balkanskagann 14.-24. aprn Paskafero - Serbia, Maked6nia, Albania, Svartfjallaland, Bosnia-Hersegovina og Kr6atfa - Mj6g mikio innifalio 6sh6lmar Donar - Rumenia 23.-30. aprU Faria um meginala, hlioarskuroi, votn og fen - Fuglalff, gr6our og mannlff - Mikio innifalio . It . . .. ...,.,..ii!� ·-� .• " ; � . -�!!l,,S l)l. Skoaia einnig fjoU5reytt urval ol<l<ar af..-.al!� gongu- og hj6laferaum a ferdir.fjallakofinn.is Fjallakofinn /Evintyraferoir I Kringlan 7 I 103 Reykjavik I Simi 510 9500 I ferdir@fjallakofinn.is Guðmundur Magnússon, þekkt-astur undir höfundarnafninuJón Trausti, fæddist 12. febr- úar 1873 á Rifi á Melrakkasléttu. Foreldrar hans voru í húsmennsku þegar hann fæddist en þau voru Magnús Magnússon, f. 1837, d. 1877, frá Daðastöðum í Núpasveit, og Guð- björg Guðmundsdóttir, f. 1834, d. 1913, frá Sigurðarstöðum á Sléttu. Þau fluttu vorið 1873 að heiðarbýlinu Hrauntanga í Öxarfjarðarheiði. Þegar faðir Jóns Trausta lést var Jóni komið fyrir á bænum Skinnalóni þar sem hann dvaldist í fimm ár. Móðir hans giftist aftur og hóf bú- skap á jörðinni Núpskötlu við Rauð- anúp. Þangað fór Jón Trausti 10 ára gamall og var þar fram yfir fermingu. Eftir það var hann fyrst í vinnu- mennsku en hóf svo prentnám hjá Skafta Jósefssyni, ritstjóra blaðsins Austra á Seyðisfirði. Sumarið 1895 fór hann til Reykjavíkur og var við prentstörf í Ísafoldarprentsmiðju. Jón Trausti fór svo til Kaupmanna- hafnar haustið 1896 og var þar í tvö ár í prentnámi. Árið 1899 kom út fyrsta kvæðasafn hans, Heima og erlendis, með ljóðum sem flest voru ort á Kaupmannahafn- arárum hans og árið 1903 kom út önnur ljóðabók hans, Íslandsvísur, sem prýdd er myndum eftir hann sjálfan og Þórarin B. Þorláksson list- málara. Í þeirri bók eru ljóðin Ís- landsvísur sem hefjast á ljóðlínunni Ég vil elska mitt land og Drauma- landið en þau ljóð hafa orðið vinsæl sönglög. Hann sneri sér síðan að skáld- sagnagerð og eru þekktustu skáld- sögur hans Heiðarbýlið, Anna frá Stóruborg og Halla, en auk þeirra skrifaði hann fjölmargar smásögur og styttri skáldsögur. Með þessu vann Jón Trausti fulla vinnu sem prentari. Sum verka hans voru þýdd á erlend tungumál. Eiginkona Jóns Trausta var Guð- rún Sigurðardóttir, 6.4. 1868, d. 9.10. 1941, húsfreyja. Þau bjuggu á Grund- arstíg 15 sem þau byggðu. Þau voru barnlaus. Jón Trausti lést úr spænsku veik- inni 18. nóvember 1918. Merkir Íslendingar Jón Trausti 90 ára Jóhanna Bjarnadóttir Lilja Kristjánsdóttir 85 ára Erla Engilbertsdóttir Hrafnkell Alexandersson Ólöf Valdimarsdóttir Sjöfn Bachmann Bessad. Svava Snorradóttir 80 ára Fanney Eysteinsdóttir Guðjón Viggósson Þorbjörg Hannesdóttir 75 ára Díana Sjöfn Garðarsdóttir Dómhildur Rúna Jónsdóttir Hildur Axelsdóttir Hrönn Hámundardóttir Inga Arndís Ólafsdóttir Jón Guðmundsson Kristjana Sæunn Ólafsd. Kristrún Axelsdóttir Reiner Helmut Santuar Sigrún Kristjánsdóttir Stefán Jónsson Valgerður Ölvirsdóttir 70 ára Jón Arnarr Einarsson Lovísa María Erlendsdóttir Ólafur Ólafsson Sigrún Helga Árnadóttir Sigurður Bjarni Jóhannss. Stefán Björnsson Stefán Eiríksson 60 ára Brigitte M. Jónsson Evert Sveinbjörn Magnúss. Grétar Kristinn Gunnarsson Guðjón Ágúst Sigurðarson Hildur Rannveig Stefánsd. Ingimar Magnússon Jakobína Eygló Walderhaug Jóhann Unnsteinsson Jón Hrafn Guðjónsson Jón Steinar Ragnarsson Sighvatur Karlsson Sigrún Erla Þorsteinsdóttir Sigurður Heiðar Agnarsson Sigurður Magnús Harðars. Sverrir Einarsson Vigfús Vigfússon 50 ára Ellert Finnbogason Finnbjörn R. Aðalheiðarson Garðar Þór Jónsson Hafdís Huld Steingrímsd. Halldór Snorrason Ingimar Sigurðsson Kristín Snorradóttir Pálína S. Eggertsdóttir Páll Vignir Þorbergsson Rúnar Sigurður Guðjónss. Steinar Gunnarsson Steinunn Þorsteinsdóttir Unnsteinn Þráinsson Valdimar Steinar Einarsson Valur Björn Önnuson 40 ára Benjamín Örn Davíðsson Chomphunut Gudmundss. Grétar Örn Bragason Guðmundur Bragason Guðmundur Þór Brynjarss. Haukur Ingvarsson Jósep Geir Guðvarðsson Kristján Kristjánsson Ragnhildur Einarsdóttir Snorri Bjarnvin Jónsson 30 ára Erna Ýr Styrkársdóttir Grétar Áss Sigurðsson Harpa Heiðarsdóttir Jón Sindri Emilsson Steinunn Steinarsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Benjamín er frá Torfufelli í Eyjafjarðarsveit en býr í Víðigerði. Hann er skógfræðingur og vinnur hjá Skógræktinni. Maki: Halla Hafbergs- dóttir, f. 1979, sér um bókhald hjá VMA. Börn: Álfsól Lind, f. 1997, Gabríel Snær, f. 2007, og Aníta Júlíana, f. 2010. Foreldrar: Davíð Ragnar Ágústsson, f. 1962, og Elsa Sigmundsdóttir, f. 1962, bús. í Hrafnagils- hverfi. Benjamín Örn Davíðsson 30 ára Anna Signý er frá Þingeyri við Dýrafjörð en býr á Akureyri. Hún vinn- ur í Höfða þvottahúsi. Maki: Karl Franklín Krist- insson, f. 1987, vinnur hjá bílaleigunni Höldi. Systkini: Sigurður Mar- teinn, Gestur og Björn- fríður Ólafía. Foreldrar: Magnús Sig- urðsson, f. 1953, verktaki, og Sigríður Þórdís Ást- valdsdóttir, f. 1957, vinnur á dvalarheimili. Þau eru búsett á Þingeyri. Anna Signý Magnúsdóttir 30 ára Fannar er Reyk- víkingur, viðskiptafr. og er framkvæmdastjóri hjá gleraugnaversluninni Profil Optik. Maki: Þórdís Steindórs- dóttir, f. 1990, leikskóla- kennari í Arnarborg. Sonur: Arnór Logi, f. 2016. Foreldrar: Gunnar Guð- jónsson, f. 1949, sjón- tækjafræðingur, og Þor- björg Guðjónsdóttir, f. 1955, hómópati. Fannar Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.