Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019 Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. 12. febrúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 120.01 120.59 120.3 Sterlingspund 155.57 156.33 155.95 Kanadadalur 90.11 90.63 90.37 Dönsk króna 18.222 18.328 18.275 Norsk króna 13.92 14.002 13.961 Sænsk króna 12.937 13.013 12.975 Svissn. franki 119.77 120.43 120.1 Japanskt jen 1.092 1.0984 1.0952 SDR 166.91 167.91 167.41 Evra 136.02 136.78 136.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.1366 Hrávöruverð Gull 1311.1 ($/únsa) Ál 1864.5 ($/tonn) LME Hráolía 61.66 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Gengi hlutabréfa Icelandair lækkaði mest allra bréfa í Kauphöll Íslands í gær, eða um 5,19%, og bættist það við tæplega 16% lækkun á genginu síðasta föstudag, en félag- ið skilaði uppgjöri sl. fimmtudag. Samtals hefur gengi félagsins þá lækk- að um rúm 20% á aðeins tveimur við- skiptadögum í Kauphöllinni. Næst mesta lækkunin í gær varð á bréfum Eimskipa, eða 1,22% auk þess sem bréf tryggingafélagsins VÍS lækk- uðu um 1,19%. Mesta hækkunin í Kauphöllinni í gær varð á bréfum Marels, en bréf félags- ins hækkuðu um 1,25%. Þá hækkaði gengi fasteignafélaganna Reita og Eik- ar, en Reitir hækkuðu um 0,28% og Eik um 0,24%. tobj@mbl.is Icelandair hélt áfram að lækka í Kauphöllinni Flug Icelandair lækkað um 20%: STUTT BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Bílasala fer afar hægt af stað það sem af er ári. Samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu er salan á nýjum bifreiðum 50% minni í janúar í ár en hún var í fyrra. Kjaraviðræður hægja á Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, formanns Bílgreinasambandsins, var janúarmánuður árið 2018 þó óvenjugóður en það útskýrir ekki að fullu leyti þessa miklu sveiflu niður á við. Segir hann yfirstandandi kjaraviðræður á vinnumarkaði vera eina ástæðu fyrir minni sölu og þá hafi bílaleigur haldið að sér höndum í upphafi árs. „Árið hefur byrjað frekar hægt en við finnum að það eru margir í startholunum og eru að huga að bílakaupum. En það er klárt mál að yfirstandandi kjaraviðræður hafa mjög frestandi áhrif á bílasölu,“ segir Jón Trausti en alls seldust 846 nýir bílar í janúar miðað við 1.623 í fyrra, sem er minnkun um 48%. „En það ber að hafa í huga að janúar árið 2018 var eini mánuður- inn sem var betri en sambærilegur mánuður árið 2017. Janúar 2018 var því frekar stór,“ segir Jón Trausti við Morgunblaðið. Hann segir ástæðulaust að hafa áhyggjur enda sé meðalaldur bíla hér á landi um 12 ár. „Bílafloti landsmanna er orðinn talsvert gam- all og við teljum mikla undirliggj- andi endurnýjunarþörf framundan,“ segir Jón Trausti. „Það er meira framboð af rafbíl- um og tengiltvinnbílum og spar- neytnum bensín- og dísilvélum. Þess vegna held ég að það verði talsverð endurnýjun framundan þó salan sé hæg í augnablikinu,“ segir Jón Trausti en ný könnun MMR sýnir m.a. fram á meiri áhuga fólks á kaupum á rafbílum. „Við teljum að jákvæð niðurstaða um hóflega kjarasamninga muni hleypa þessu af stað aftur. Fram að því verður þetta eflaust frekar hægt,“ segir Jón Trausti og nefnir aðra áhrifaþætti. Bílverð sé tiltölu- lega hagstætt, krónan nokkuð sterk og undirliggjandi endurnýjunarþörf á þessu ári og því næsta sé talsverð. Sala á nýjum bifreiðum dregst saman um 50% Bílasala Janúarmánuður var óvenjugóður í fyrra, að sögn Jóns Trausta. Þá voru seldir 1.632 bílar en aðeins 846 í sama mánuði í ár. Bílasala » Bílasala hefur dregist saman um tæplega 50% í janúar miðað við sama mánuð í fyrra. » 1.632 nýir bílar seldust í fyrra í janúar en 846 seldust í ár. » Jón Trausti Ólafsson, formað- ur Bílgreinasambandsins, segir yfirstandandi kjaraviðræður spila inn í dræma sölu. » Bílaleigur draga saman seglin.  Yfirstandandi kjaraviðræður hafa frestandi áhrif  Bílaflotinn gamall Jón Trausti segir að bílaleigurnar hafi verið að halda að sér höndum í upphafi árs og hefur áhyggjur af stöðu mála í greininni. „Ég hef aðeins áhyggjur af stöð- unni í þeirri grein og tel að stjórn- völd gætu gert betur í því að styðja við þeirra rekstrarumhverfi. Bíla- leigubílar eru mikilvægur liður í því að dreifa ferðamönnum um Ís- land,“ segir Jón Trausti. Að sögn Sigfúsar Bjarna Sigfús- sonar, forstjóra Hertz á Íslandi, mun fyrirtækið líklega kaupa um 20% færri bíla í ár en í fyrra. Að sögn Steingríms Birgissonar hjá Bílaleigu Akureyrar nemur hlut- fallið 25% hið minnsta hjá þeim of- an á 30% minnkun í fyrra. Sigfús segir Hertz fara hægar af stað en venjulega í upphafi árs í ljósi ýmissa óvissuþátta í ferðaþjón- ustu og nefnir einnig að niðurfell- ing á vörugjöldum, sem fyrir nokkrum árum síðan nam allt að einni milljón, sé ekki lengur fyrir hendi. „Við erum núna einu aðilarnir í atvinnurekstri sem bera full vöru- gjöld. Þetta skapar mikla óvissu í okkar rekstri og er mjög slæmt,“ segir Sigfús. Morgunblaðið/Styrmir Kári Umsvifaminni Bílaleigur fara varlega í sakirnar við kaup á bílum í upphafi árs. Sigfús segir Hertz gera ráð fyrir að kaupa 20% færri bíla í ár en í fyrra. Áhyggjur af bílaleigum sem draga saman seglin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.