Morgunblaðið - 12.02.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019
„Þetta er mjög stíf dagskrá og
gengur vel,“ sagði Birgir Ármanns-
son, formaður þingsflokks Sjálf-
stæðisflokksins, um hringferð þing-
flokksins um landið. Til stendur að
heimsækja meira en 50 staði, halda
fundi og heimsækja vinnustaði.
Þingflokkurinn fór norður í land
í fyrradag og hélt fyrsta fund á
Laugarbakka í Miðfirði og svo koll
af kolli austur eftir Norðurlandi
vestra. Í gær hófst dagurinn með
fundi á Ólafsfirði, fyrirtæki voru
heimsótt á Dalvík og stór fundur á
Akureyri í hádeginu. Síðdegis var
fundur í Mývatnssveit og á Húsavík
í gærkvöldi. Í dag fá Austurland og
Austfirðir heimsókn og Suðaustur-
land á morgun. Síðar verða farnar
ferðir á Suðurnes, Vesturland,
Vestfirði og til Vestmannaeyja.
Birgir sagði að aðsókn hefði ver-
ið framar vonum. Í stað ræðuhalda
og fyrirlestra setjast þingmenn og
ráðherrar við borð með fundar-
gestum og ræða það sem brennur á
fólki. Svo verður unnið úr því, að
sögn Birgis. gudni@mbl.is
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er í hringferð um landið
Heim-
sækja yfir
50 staði
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Akureyri Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við Akureyringa á fundi þingflokksins í gær.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Veitum ohf. var óheimilt að tvöfalda
upphæð orkureiknings viðskiptavin-
ar til þess að knýja fram álestur á
mælum á orku-
notkun hans.
Þetta segir í úr-
skurði Orkustofn-
unar við erindi
íbúa í Garðabæ
sem kvartaði yfir
aðferðum Veitna
við mælaálestur
og innheimtu og
spurði um lög-
mæti þeirra.
Sinnti ekki skilaboðum
Málavextir eru þeir að starfsmað-
ur Veitna kom að einbýlishúsi í
Garðabæ snemma sumars í fyrra til
að lesa af mælum fyrir heitt vatn og
rafmagn. Enginn var heima og var
því skilinn eftir miði þar sem hús-
ráðandi, Rúnar Stanley Sighvatsson,
var beðinn um senda inn upplýsing-
ar. Sá uggði ekki að sér og gleymdi
erindinu þó ítrekað væri. Í sumarlok
fékk hann svo upplýsingar með smá-
skilaboðum í síma um að reikning-
urinn hefði verið hækkaður úr
17.681 kr. í 37.730 kr og sú upphæð
gjaldfærð á kreditkort. Það var
Rúnar ekki sáttur við og kvartaði.
Í úrskurði Orkustofnunar segir að
samkvæmt reglugerð hafi dreifiveit-
ur orku heimild til að áætla notkun á
milli álestra, það er út frá viðskipta-
sögu. Megi hins vegar ekki hækka
áætlun sem hluta af þvingunarúr-
ræðum til þess að knýja fram álest-
ur. Því sé tvöföldun á áætlun og
reikningsupphæð ólögleg, rétt eins
og Veitur ohf. gerðu.
Þrýstingur á viðskiptavini
Í úrskurðinum kemur einnig fram
að Veitur ohf. hafi einkarétt á
ákveðnu starfssvæði og gjaldtakan
sé bundin ákvæðum laga og reglu-
gerða. Til að tryggja gagnsæi skal
gjaldskrá birt opinberlega. Ekki
kemur þó fram í gjaldskránni hvaða
reglur gildi um álag þegar mæla-
álestur vanti. Í viðbárum Veitna er
tekið fram að þessar aðferðir séu að
mati fyrirtækisins ekki bein gjald-
heimta heldur þrýsingur. Viðskipta-
vinir fái líka leiðréttingu sinna mála
og ofgreiðslu til baka þegar réttar
upplýsingar úr álestri liggja fyrir.
„Orkustofnun tekur vissulega undir
það að mikið óhagræði kann að
skapast fyrir dreifiveitur ef erfitt
reynist að afla upplýsinga um mæla-
stöðu, en stofnunin telur þó engu að
síður lagaheimild skorta …“ til að
beita slíku tvöföld álagi sem ekki
byggist á fyrri notkun, segir í úr-
skurðinum.
Vafasöm vinnubrögð
„Niðurstaðan er alveg skýr og lík
því sem ég bjóst við,“ segir Rúnar
Stanley Sighvatsson. „Mér finnst
umhugsunarvert að Veitur ohf. hafi
einhliða tekið svona ákvörðun um
svona vinnubrögð: það er að hækka
reikningsupphæð um 100% til að
skapa þrýsting á viðskiptavini. Sér-
staklega er þetta vafasamt því á
hverju veitusvæði um sig eru fyr-
irtækin með einkarétt á þjónustu og
neytendur þar eiga ekkert val um
viðskipti. Vinnubrögðin verða að
breytast.“
Hækkuðu reikning án heimildar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Garðabær Veitur ehf. sjá íbúum hér fyrir heitu vatni og rafmagni.
Orkustofnun úrskurðar gegn Veitum Mælaálestri ekki sinnt í íbúðarhúsi í Garðabænum
Ólöglegar aðgerðir gegn viðskiptavinum 100% hækkun til þess að skapa þrýsting Á ekkert val
Rúnar Stanley
Sighvatsson
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Fylgni er á milli slæmra samskipta milli for-
eldra og unglinga og kynlífsvirkni unglinga.
Þetta kemur fram í alþjóðlegu rannsókninni
„Heilsa og lífskjör skóla-
barna (HBSC)“ sem lögð
var fyrir íslenska unglinga í
febrúar 2014. Rannsóknin er
framkvæmd í 44 löndum.
Kolbrún Þ. Pálsdóttir,
dósent og forseti Mennta-
vísindasviðs Háskóla Ís-
lands og Ársæll Arnarsson,
prófessor í tómstunda- og
félagsmálafræði við sama
skóla, birtu ritrýnda grein á
Netlu um niðurstöðurnar hérlendis. Íslensk
ungmenni byrja einnig að stunda kynlíf fyrr en
flest önnur evrópsk ungmenni, samkvæmt
rannsókninni.
„Í raun er það bara það að slæm samskipti
tengjast kynlífsvirkni unglinga svo sterkt,“ seg-
ir Ársæll spurður um hvað hafi komið honum
mest á óvart í rannsókninni.
Sem dæmi má nefna að þær stúlkur í 10.
bekk sem eiga slæm samskipti við föður eru
mun líklegri til að hafa stundað kynlíf. Alls
höfðu 20,8% stúlkna sem höfðu erfið samskipti
við föður stundað kynlíf, 16,4% þeirra sem
höfðu mjög erfið samskipti við föður sinn og
8,6% þeirra sem hitta ekki föður sinn. Af þeim
sem aldrei höfðu haft samfarir voru einungis
8,1% þeirra sem svöruðu að þau ættu mjög erfið
samskipti við föður sinn.
„Þetta er auðvitað flókið og margir þættir
sem koma inn í en þetta teiknar upp ákveðna
mynd,“ segir Ársæll.
Afar hátt svarhlutfall ungmenna
Spurningar um kynlífsvirkni voru einungis
lagðar fyrir nemendur í 10. bekk, en af þeim
tóku 3.618 þátt, eða sem samsvarar 85% allra
nemenda á landinu sem þá voru skráðir í 10.
bekk. Af 3.618 nemendum sem tóku þátt í könn-
uninni svöruðu 3.545 (98,0%) spurningunni um
það hvort þeir hefðu haft samfarir.
Alls sögðust 74,6% aldrei hafa haft samfarir
en 23,4% svöruðu því játandi. Piltar voru örlítið
líklegri til að svara spurningunni játandi en
stúlkur, eða 24,4% samanborið við 23,0%. Hlut-
fall stúlkna sem höfðu stundað kynlíf í 10. bekk
hefur í gegnum tíðina verið mun hærra á Íslandi
en í öðrum löndum, segir Ársæll. Hlutfallið er
nú á pari við önnur lönd.
„Það var þannig að sérstaklega íslenskar
stelpur voru talsvert byrjaðar að hafa kynmök á
þessum aldri, í tíunda bekk. Það hefur hins veg-
ar minnkað. Við erum komin á mjög eðlilegt ról
miðað við önnur lönd. Við vorum miklu hærri.
Strákarnir hafa nokkuð staðið í stað. Samt
fjórðungur af þeim sem er byrjaður og það er
alveg slatti,“ segir Ársæll.
Ársæll bendir á að margir þættir geti valdið
því að færri stelpur í 10. bekk hafi stundað kyn-
líf en áður. „Það er auðvitað það að samskipti
barna við foreldra hafa batnað á Íslandi. Við vit-
um það. Svo hefur áfengisneysla minnkað rosa-
lega mikið. Kynlíf á þessum aldri hefur rosalega
sterka tengingu við áfengisnotkun,“ segir Ár-
sæll og bendir á að lokum að það sé ekki endi-
lega neikvætt að ungt fólk stundi kynlíf.
Samskipti hafa áhrif á tíðni kynlífs
Unglingar sem eiga slæm samskipti við móður eða föður eru líklegri til að hafa stundað kynlíf
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Koss Færri stelpur í 10. bekk stunda kynlíf
nú en áður samkvæmt nýrri könnun.
Ársæll
Arnarsson