Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Verslanir í mið-borginni hugsa sér mjög til hreyfings um þess- ar mundir. Ástæð- an er sú, eins og fram kom á dögunum í opnu bréfi fjölda þeirra til borg- arinnar, að lokanir gatna hafa dregið úr viðskiptum. Á þessar afleiðingar öfga- fullrar lokunarstefnu núver- andi borgarmeirihluta hefur ítrekað verið bent, en meiri- hlutinn lætur sér ekki segjast. Hann telur að miðborgin sé einungis fyrir íbúa næsta ná- grennis og erlenda ferðalanga. Hinir eiga að halda sig fjarri, nema þeir sem kjósa að koma á reiðhjólum eða mögulega strætisvagni, en fáir hafa reynst vilja nýta þessa ferðamáta til að sækja verslanir í miðborginni. En hver ætli við- brögð borgar- stjórnarmeirihlutans séu? Sig- urborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og sam- gönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að sér þyki eðlilegt að fyrirtæki færi sig til í borginni, en að hún hafi ekki sérstakar forsendur til að meta hvernig sú þróun sé. Formaður skipulags- og sam- gönguráðs hefði ef til vill for- sendur til að leggja mat á þessa þróun ef hún ræddi við versl- unareigendur eða í það minnsta læsi opið bréf sem þeir skrifuðu henni og félögum hennar. Borgaryfirvöld eru lagin við að hlusta ekki á borgarbúa} Eðlilegur flótti úr miðborginni? Stefnuræðurevrópskraforsætisráð- herra eru orðnar æði keimlíkar sein- ustu árin og er ekki víst að utanaðkom- andi gætu fundið út úr því með lestri þeirra einum hvar höfundurinn stæði í stjórnmálum. Á þessu eru þó til undantekningar. Ungverski forsætisráð- herrann, Viktor Orban, fór að minnsta kosti létt með það að vera óvenjulegur þegar hann flutti stefnuræðu sína á sunnu- daginn. Hann hefur eins og aðr- ir heyrt þýska stjórnmálamenn réttlæta gáleysislega innflytj- endastefnu sína með því að vísa á það neyðarástand að heima- þjóðin sé ekki lengur sjálfbær. Eigi hennar atbeini einn að sjá um framhald tilverunnar sé vá fyrir dyrum. Þjóðverjar hafa ekki lífeyrissjóði eins og Íslend- ingar svo að dæmi sé nefnt. Þeir byggja á gegnumstreymiskerfi. Næsta kynslóð verður að halda uppi þeim sem fóru á undan, sem er ærið verkefni með sí- hækkandi lífaldri. Ungverski forsætisráð- herrann viðurkenndi í stefnu- ræðu sinni um stöðu og horfur þjóðarbúsins að Ungverjar sjálfir eiga fullt í fangi með þennan þátt. En hann vill aðra lausn en stjórnlaust aðstreymi innflytjenda. Því með því sé verið að skipta um þjóð þótt það sé gert með agúrkuaðferðinni sem ESB er svo nærtæk. Orban vill að heimamenn, og þá með ungverskar konur í að- alhlutverki, grípi í taumana. Hann býður þeim konum sem eignast og ala upp fjögur börn eða fleiri m.a. eftirfarandi stuðning ungverska ríkisins: Þær skulu vera undanþegnar tekjuskatti til lífstíðar! Þær skulu fá styrk sem nemur einni milljón króna (laun og verðlag er miklum mun lægra þar en hér á landi) til að kaupa sjö sæta bif- reið fyrir fjölskyld- una. Og sú kona sem ekki er orðin fertug og ákveður að gifta sig í fyrsta skipti skal eiga kost á láni sem svarar til fjögurra milljóna króna frá ríkinu með sérlega hagstæðum kjörum. Viktor Orban sætir sífelldu skensi og uppnefnum frá leið- togum ESB og margvíslegum hótunum í kaupbæti. Hann er kallaður lýðskrumari af því að hann vinnur sigra í kosningum. Þeir hafa sett hann í þau mót sem þeir hafa fyrir stjórn- málamenn ESB og segja hann rekast hvarvetna í skileríið, sem öllum sönnum, hlýðnum og litlum esb-stjórnmálamönnum ber að halda sig innan, þótt eng- inn þeirra hafi nokkru sinni ver- ið spurður um það. Geri þeir það fá þeir stoltir stjörnu í stíla- bókina sína. Það bætir að sjálfsögðu ekki stöðu Orbans í Brussel að hann hefur margoft farið með sigur í kosningum. Hinir ókjörnu herr- ar í Brussel hafa enn ekki orðað það upphátt að rétt sé að banna kosningar. En þeim þykir lítið til þeirra koma og hafa náð að knýja það fram hingað til að þjóðaratkvæði, sem sýnir einatt þjóðarvilja betur en allar aðrar kosningar, séu jafnan end- urtekin þar til hinum ókjörnu hugnast niðurstaðan. Þeim líst bölvanlega á þá hugmynd ungverska forsætis- ráðherrans að halda dauðahaldi í þjóðina sem kýs hann í kosn- ingum í stað þess að koma sér upp nýrri þjóð þegar sú gamla er að ganga úr sér. Orban ungverski kemur enn á óvart. Í Brussel ná menn ekki upp í nefið á sér } Orban fer enn út af sporinu Í slensk stjórnvöld lýstu nýlega yfir stuðningi við Juan Guaidó til bráða- birgða, en Guaidó er lýðræðislega rétt- kjörinn forseti valdalauss þjóðþings Venesúela. Með því skipaði Ísland sér í raðir vestrænna ríkja, sem er ánægjulegt. Í framhaldinu er rétt að það fari fram kosningar í landinu og til lengri tíma litið tekst Venesúela vonandi að rífa sig upp úr þeirri eymd sem sósí- alistar hafa valdið almenningi í landinu á und- anförnum árum. Um það er ekki deilt að efnahagur Venesúela er í molum. Milljónir manna hafa flúið land, lyf og matvæli fást ekki nema fyrir útvalda vini stjórnvalda, skólar og heilsugæslur geta ekki starfað, ungbarnadauði hefur aukist um 30% og dauðsföllum sængurkvenna hefur fjölgað um 65%, innviðir á borð við dreifikerfi rafmagns eru í molum, gjaldmiðill landsins er með öllu verð- laus, réttarkerfið hefur verið svo gott sem afnumið, póli- tískir andstæðingar stjórnvalda eru fangelsaðir og pynt- aðir og þeir einu sem hafa það gott eru vinir og ættingjar þeirra sem fara með völdin. Í landinu ríkir algjör upplausn. Um miðja síðustu öld var Venesúela eitt ríkasta land heims. Þrátt fyrir miklar náttúruauðlindir, s.s. olíu og frjó- samt land fyrir matvælaframleiðslu, ríkir nú hungursneyð í landinu – hungur í boði hugmyndafræði sem hefur alltaf haft slæmar afleiðingar fyrir almenning. Það gefst ekki rúm til að rekja alla söguna hér í þessum stutta pistli og vissulega hafa utanaðkomandi aðstæður einnig haft áhrif á efnahagsþróun í landinu, líka til hins verra. Meginástæðuna fyrir þeim efnahagsvanda sem hefur ríkt í landinu síðastliðin fimm ár má þó nær eingöngu rekja til stefnu sósíalista. Önnur olíuríki hafa einnig fundið fyrir lækkun olíu- verðs án þess þó að efnahagur þeirra hafi hrunið eins og spilaborg. Slæm efnahagsstjórn og spilling eru þó ekki einu afrek sósíalista í landinu á síðustu árum. Með því að beita bæði her og glæpagengjum hafa stjórnvöld níðst á almenningi í landinu með ofbeldi, kúgun og niðurlægingu. Slík hegðun kom til löngu áður en efnahagur landsins fór í vaskinn. Á sama tíma og vestræn lýðræðisríki lýsa yfir stuðningi við Juan Guaidó reyna margir, sem allir eiga það sameiginlegt að styðja sósíal- íska hugmyndafræði, að gera lítið úr afleið- ingum sósíalískrar stefnu stjórnvalda í Vene- súela og snúa umræðunni í einhvers konar andúð á heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Það er engu lík- ara en að þessir aðilar trúi því að eymd íbúa Venesúela sé þess virði svo lengi sem Bandaríkjamenn skipti sér ekki af málum. Staðreyndin er sú að við erum í enn eitt skiptið að sjá skipsbrot sósíalismans. Afleiðingar sósíalisma eru alltaf þær sömu fyrir almenning; eymd, volæði og hungur. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Í vörn fyrir sósíalismann Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen „Símtöl vegna eitraðra plantna aukast á sumrin t.d. þegar ferða- menn rugla saman íslenskum plöntum, sem ekki er óhætt að borða, og plöntum frá sínu heimalandi. Það sama má segja um sveppi sem líkjast ætum sveppum t.d. í Austur-Evrópu en eru eitraðir hér á landi,“ segir Helena og bætir við að alltaf sé eitt- hvað um fyrirspurnir og tilkynn- ingar vegna eitraðra sveppa sem fólk tínir í þeim tilgangi að komast í vímu. Járn í vítamínum hættulegt Helena segir að í 58% tilfella snúi fyrirspurnir að eitrunum vegna barna og unglinga undir 18 ára aldri. Flestar fyrirspurnir berist á milli kl. 16 og 18 frá heimilum og flokkist sem óhöpp. Algengt er að börn komist t.d. í töskuna hjá ömmu sinni og finni þar lyf sem þau taki eða kíki í nátt- borðsskúffuna hjá afa og finni lyf þar. Þau geti náð sér í vítamín sem geymd eru á eldhúsborði en járn í vítamínum getur verið sérlega hættulegt börnum. „Það kemur fyrir að foreldrar gefi börnum sínum röng lyf eða ann- an styrkleika en þau eiga að fá. Það hefur komið fyrir að þegar foreldri gefur barni mixtúru skilji það mixt- úruna eftir á borðinu og snúi sér við til að ná í eitthvað en barnið sturti í sig úr flöskunni og fái of stóran skammt,“ segir Helena sem ráð- leggur fólki að geyma lyf í læstum lyfjaskáp, skilja aldrei vítamín eftir á borðum, loka uppþvottavélum, kaupa ekki hreinsiefni nema með barnalæsingum og hella aldrei hreinsiefni úr upprunalegum um- búðum yfir í plast- eða gos- drykkjaflöskur því börn greini ekki hvort litaður vökvi í plastflösku sé gosdrykkur eða hættulegt hreinsi- efni. Munur á kynjunum „Drengir eru í meirihluta þeirra sem komast í tæri við eiturefni í öll- um aldursflokkum til 12 ára aldurs, en stúlkur og konur eru fleiri frá 13 ára aldri. Þetta hafa tölur sýnt bæði hér á landi og í ársskýrslum er- lendra eitrunarmiðstöðva. Þegar kemur að unglingsárunum eru drengir líklegri til að hringja eftir að hafa misnotað ýmis efni en stúlkur eru líklegar til að nota lyf í sjálfskað- andi tilgangi,“ segir Helena og bend- ir á að rannsóknir skorti á því hvers vegna munur sé á kynjunum í þessu sambandi. Helena bendir á að á síðunni forvarnarhusid.is, sem er heimasíða Miðstöðvar slysavarna barna, séu taldar upp þær hættur sem börnum eru búnar á mismunandi aldurs- skeiðum og ráð um það hvernig hægt sé að gera umhverfi barna öruggara. 58% tilfella vegna barna og unglinga Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ráðgjöf Eitrunarmiðstöðin er á Bráðamóttöku Landspítala. Hægt er að fá aðstoð allan sólarhringinn í síma 5432222, 5431000 og 112. FRÉTTASKÝRING Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Við teljum að fjölgun símtalatil EitrunarmiðstöðvarLandspítalans, EM, frá2018 sé ekki endilega vegna fleiri eitrunartilfella á Íslandi heldur breyttum við verklagi og skráningu símtala til EM og eru skráningar í dag mun markvissari en áður var, segir Helena Líndal, for- stjóri Eitrunarmiðstöðvar og bendir á að EM svari fyrirspurnum vegna hugsanlegra eiturnartilfella, bæði frá almenningi og heilbrigðisstarfs- mönnum, allan sólarhringinn alla daga ársins. Helena segir að áður en verklagi var breytt hafi EM ekki skráð símtöl eins markvisst í gagnagrunn EM. Fjöldi símtala hafi því verið mun meiri en gögn gáfu til kynna ef miðað er við fjölda samtala sem bárust í gegnum skiptiborð Landspítalans. „Það er erfitt að meta hversu mikil aukning hefur orðið á símtölum síðustu ár en einhver hefur hún orðið eins og við var að búast með auknum fjölda fólks á Íslandi og fleiri ferða- mönnum. Auk þess hafa almennar fyrirspurnir aukist með markvissum aðgerðum til þess að kynna og gera símanúmer EM sýnilegra, segir Hel- ena. Að sögn hennar sýna tölur frá EM ekki öll tilfelli eitrunar sem verða á Íslandi. Margir hringi beint í neyð- arlínuna, eins og eigi að gera ef til- fellið er brátt eða snúi sér beint til heilsugæslustöðva og bráðamótttöku. Þau samskipti skila sér ekki til EM. 20% leita til bráðamóttöku Fyrirspurnir vegna lyfjaeitrana voru tæp 46% af öllum símtölum árið 2018 og vegna annarra eiturefna rúm 48% en almennar fyrirspurnir rúm 6% að sögn Helenu sem segir að al- varleg tilfelli þar sem leita þurfi á bráðamóttöku árið 2018 séu um 20% allra tilfella og undir þau flokkist óhöpp, sjálfsvígstilraunir, alvarleg slys vegna eiturefna og vinnuslys. 42% fyrirspurna vegna eitrana varði fullorðna. Eldra fólk hringi oft til að fá ráðleggingar þegar það telur að það hafi óvart tekið lyfin sín tvisv- ar. Eldra fólki sem aðeins sé farið að tapa minni sé þá ráðlagt að fá lyfja- skömmtun og sleppa þannig við áhyggjur af lyfjagjöfinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.