Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019 SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR www.skornirthinir.is ÖRUGG SKREF ÚT Í LÍFIÐ í fyrstu skónum frá Biomecanics Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin. Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá. Stærðir: 18–24 Verð frá: 7.995 Margir litir Grunnlitir er heiti sýningar kanadíska ljós- myndarans Catherine Canac-Marquis sem opnuð hefur verið í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur, á 6. hæð Grófarhússins við Tryggvagötu. Myndaröðin er tilraun til skrásetningar á brotum úr sögu og starfi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og verkefnum sem félagið hefur unnið í samstarfi við Landhelgisgæslu Íslands. Catherine myndaði félagsmenn Lands- bjargar og Landhelgisgæslunnar við æfingar, rýndi í safnkost Þjóðskjalasafns Íslands; ár- bækur, ljósmyndir og dagblöð. Með því að skoða sögulegar heimildir greindi hún sterka tengingu á milli fortíðar og nútíðar. Hún freistaði þess að endurskapa og túlka þau tengsl með aðferðum heimildaljósmyndunar. Myndaröðin Grunnlitir varð til á þriggja mánaða tímabili þegar Ca- nac-Marquis dvaldi í vinnustofu á vegum SÍM í Reykjavík. Hún er með BFA-gráðu í ljósmyndun frá Concordia University í Montreal. Grunnlitir Canac-Marquis í Skotinu Æfing Hluti af einu verka ljósmyndarans á sýningunni. Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleik- ari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari koma í kvöld fram í tónleikaröðinni Þriðjudagsklassík í Garðabæ. Yfirskrift tónleika þeirra er „Franskir flaututónar“ og verða þeir haldnir í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund 11. Á þessu starfsári er Þriðjudags- klassík í samstarfi við KÍTÓN, fé- lag kvenna í tónlist. Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar er Ingibjörg Guðjónsdóttir. Emilía Rós og Ástríður Alda munu flytja verk meistaranna Du- tilleux, Fauré, Godard, Poulenc og Saint-Saëns. Öll verkin eru lýsandi fyrir franska flaututónlist, full af þokka, léttleika, fallegum laglínum og lífsgleði en gera líka miklar tæknilegar kröfur til flytjenda. Koma fram Ástríður Alda og Emilía Rós. Franskir flaututónar í Garðabæ Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það skiptir mig miklu máli að fá tækifæri til að syngja hérna heima. Hér er mun meiri nánd auk þess sem mér hefur í gegnum tíðina verið svo vel tekið, sem ég er mjög þakklátur fyrir,“ segir Elmar Gilbertsson tenór sem kemur fram á hádegistónleikum í Hafnarborg ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara í dag, þriðjudag, kl. 12. Húsið opnar kl. 11.30 og er aðgangur að vanda ókeypis. Vanalega eru há- degistónleikarnir, sem frá upphafi hafa verið undir listrænni stjórn Ant- oníu, á dagskrá Hafnarborgar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetr- artímann, en vegna veikinda flytj- enda var þeim frestað um viku og til dagsins í dag. Tónleikarnir standa í um hálfa klukkustund og segir Elmar að á þeim tíma nái hann að syngja fjórar til fimm aríur. „Nema ég syngi þeim mun hraðar,“ segir Elmar kíminn. Aðspurður segir hann nokkrar uppá- haldsaríur sínar hafa orðið fyrir val- inu að þessu sinni. „Ég ætla að syngja aríu Hertogans úr Rigoletto eftir Giuseppi Verdi og aríur eftir Donizetti og Lehár auk þess að syngja aríu Alfredos úr La Traviata eftir Verdi sem við erum að æfa um þessar mundir hjá Íslensku óper- unni,“ segir Elmar sem syngur hlut- verk Alfredos á fyrstu þremur sýn- ingum Íslensku óperunnar á óperunni La Traviata sem frumsýnd verður í Eldborg Hörpu laugardag- inn 9. mars. Heiður að fá fastráðningu „Aríurnar úr ítölsku óperutónbók- menntunum eru hver annarri fal- legri. Þetta eru sannkallaðar perlur sem lifa með manni, ekki síst þegar maður hefur fengið tækifæri til að syngja umrædd hlutverk á sviði. Það dýpkar líka alla túlkun á tónleikum á borð við þessa að hafa sungið hlut- verkið í heild sinni á sviði,“ segir Elmar sem er um þessar mundir að æfa tvö ný hlutverk sem hann hefur ekki sungið á sviði áður. Það er ann- ars vegar fyrrgreint hlutverk Alfre- dos úr La Traviata og hins vegar hlutverk Pylade í Iphigénie en Tau- ride eftir Christoph Willibald Gluck í uppfærslu sem frumsýnd verður hjá Óperunni í Stuttgart í Þýskalandi í maí. „Af þeim sökum næ ég aðeins að syngja þrjár sýningar af La Traviata, því ég þarf að flýta mér út og undir- búa næstu frumsýningu,“ segir Elm- ar sem nýverið var fastráðinn við Óp- eruna í Stuttgart. „Síðustu fimm ár hef ég búið í Hollandi og verið í lausa- mennsku, en ég var orðinn svolítið þreyttur á ferðalögunum sem því fylgja. Af þeim sökum flutti ég mig í haust frá Hollandi til Þýskalands þegar mér bauðst þar fastráðning,“ segir Elmar sem á sínum tíma nam söng við Söngskóla Sigurðar Demetz og Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag í Hollandi þar sem Jón Þorsteinsson var hans aðalkennari. Síðustu árin hefur Elmar starfað vítt og breitt um Evrópu, meðal annars við Hollensku ríkisóperuna, Opera Zuid í Maastricht, La Monnaie de Munt í Brussel, Opera de Nantes og Opera de Toulon í Frakklandi, Ru- hrtrienale-óperuhátíðina í Ruhrhér- aði í Þýskalandi, auk þess að hafa komið fram með Útvarpshljómsveit Norður-Þýskalands í Elbphilharm- onie salnum í Hamborg. „Óperan í Stuttgart hefur verið valin ópera ársins í Þýskalandi síð- ustu fjöldamörgu árin. Þetta er mjög gott og virt óperuhús með háan standard. Ætli megi ekki segja að þetta sé eitt af fimm til tíu topp- óperuhúsunum í Þýskalandi. Það var því mjög mikill heiður að fá tilboð um fastráðningu,“ segir Elmar og tekur fram að áhugaverðir tímar séu fram- undan hjá sér. „Í sumar mun ég syngja hlutverk Narraboth í óp- erunni Salome eftir Richard Strauss, sem er mjög spennandi. Og eftir tvö ár stendur jafnvel til að ég syngi hlut- verk kapteins Vere í Billy Budd eftir Benjamin Britten sem er krefjandi,“ segir Elmar og tekur fram að spenn- andi sé að feta í fótspor Peters Pears tenórs sem Britten samdi hlutverkið fyrir. Spurður hvort hann eigi sér ein- hver draumahlutverk ósungin svarar Elmar því játandi. „Það er auðvitað alltaf eitthvað sem kitlar. Annars hef ég ávallt verið frekar æðrulaus gagn- vart röddinni minni og óhræddur við að prófa nýja hluti. Ef mér finnst þeir ekki virka strax þá set ég þá bara í salt um tíma og skoða seinna,“ segir Elmar og bendir á að með aldrinum breytist röddin eðlilega og þroskist. Gaman að prófa sig áfram „Ég hef verið í mikilli tilrauna- starfsemi með sjálfan mig. Þannig hef ég meðvitað tekið að mér mikið af mjög ólíkum hlutverkum og verk- efnum. Mér finnst skemmtilegt að prófa mig áfram. Ef maður hefur góðan grunn, þ.e. góða tækni til að byggja þá getur maður aðlagað sig að hinum ýmsu stílum til að syngja,“ segir Elmar og tekur fram að röddin hafi sjálfstæðan vilja og því mik- ilvægt að fylgja hennar þróun. „Röddin er auðvitað persónulegt hljóðfæri sem eldist með manni og því er mikilvægt að vera alltaf á tán- um og fylgja eftir þeim breytingum sem verða í stað þess að vinna á móti því sem röddin vill gera sjálf. Ég hef verið að prófa lýrískari hlutverk eins og t.d. Hertogann í Rigoletto og Lenski í Évgení Onegin. Árin 2015 og 2017 söng ég svolítinn Wagner sem kveikti áhuga minn á því að skoða hlutverk hans betur. Og fyrir tæpum tveimur árum fékk ég tækifæri til að prófa hlutverk Rodolfos í La Bohème eftir Giacomo Puccini á óperuhátíð í Amsterdam sem gekk ótrúlega vel og varð til þess að ég varð opnari fyrir lýrískari hlutverkum en áður. Þannig langaði mig í framhaldinu að skoða til dæmis Werther eftir Jules Massenet sem mér fyndist áhugavert að syngja,“ segir Elmar og áréttar að hann sé alltaf í góðu og nánu sam- bandi við aðalsöngkennara sinn sem hjálpi honum að vinna hlutverk inn í röddina. „Ég legg allt mitt traust á Jón Þorsteinsson, sem hefur verið minn mentor. Ég er alltaf í mjög miklu og góðu sambandi við hann. Hann þekkir röddina mína út og inn og heyrir því allt,“ segir Elmar. Morgunblaðið/Hari Æðrulaus „Annars hef ég ávallt verið frekar æðrulaus gagnvart röddinni minni og óhræddur við að prófa nýja hluti,“ segir Elmar Gilbertsson tenór sem kemur fram á tónleikum í Hafnarborg í dag ásamt Antoníu Hevesi. „Perlur sem lifa með manni“  Elmar Gilbertsson tenór syngur uppáhaldsaríur á hádegistónleikum í Hafnarborg í dag kl. 12  Fer með hlutverk Alfredos í La Traviata í næsta mánuði  Fastréð sig við Óperuna í Stuttgart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.