Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019 NÝTT – Veggklæðning Rauvisio Crystal • Mikið úrval lita og áferða • Auðvelt í uppsetningu og umgegni • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi HÁGÆÐA BLÖNDUNARTÆKI Þýska fyrirtækið Hansa hefur framleitt bað- og eldhústæki í meira en 100 ár. Tengi hefur mikla og góða reynslu af vörunum frá Hansa. „Rannsókn málsins leiddi í ljós að ökumaðurinn var með verulega skerta ökuhæfni sökum veikinda og lyfjanotkunar vegna þeirra,“ segir í skýrslu Rannsóknarnefndar sam- gönguslysa um banaslys sem varð á Holtavörðuheiði 22. desember 2016. Í slysinu lentu saman Suzuki- bifreið og Toyota-bifreið, en fyrr- greindur ökumaður, 55 ára gamall karlmaður, ók Toyotunni. Hann lést sökum fjöláverka sem hann hlaut í slysinu, en mikil aflögun varð inni í ökumannsrými bifreiðarinnar. Ökumaður og farþegi Suzuki-bíls- ins voru, líkt og hinn látni, báðir með öryggisbelti og sprungu loft- púðar út í stýri og fyrir framan far- þega í framsæti. Ökumaður hlaut mikla áverka í slysinu en áverkar farþegans voru aftur á móti minni- háttar. Hafði áður keyrt út af Ökumaður Toyota-bílsins átti við verulegt heilsufarsvandamál að stríða og hafði ítrekað verið ráðið frá því að aka bifreið. „Við rann- sókn kom í ljós að ökumaður hafði misst bifreið sína út af veginum við Grundartanga um tveimur klst. áð- ur en slysið átti sér stað þennan dag og þurfti þá að draga bifreið hans aftur inn á veginn,“ segir í skýrslu. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar er orsök slyssins sú að ökumaður Toyota-bílsins fór yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Suzuki-bifreiðina og er það rakið til slævandi lyfja ökumannsins. „Reglulega koma upp mál hjá nefndinni þar sem ökumenn sem stríða við alvarleg veikindi eða eru undir áhrifum slævandi lyfja valda alvarlegum slysum,“ segir í skýrslu og er þar einnig lögð áhersla á að skýrar leiðbeiningar og boðleiðir séu fyrir hendi þegar grunur er uppi um að einstaklingur hafi misst aksturshæfni tímabundið eða var- anlega. Banaslys rakið til lyfjaaksturs  Var með verulega skerta ökuhæfni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bílslys Karlmaður, 55 ára, lést í slysi á Holtavörðuheiði árið 2016. Snæbjörn Brynjarsson, varaþing- maður Pírata, hefur ákveðið að segja af sér sem varaþingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður og hefur sagt sig frá öllum öðrum ábyrgðarstörfum fyrir Pírata. Ástæða afsagnar hans eru ummæli sem hann lét falla í garð Ernu Ýrar Öldudóttur, blaðamanns á Viljanum og fv. formanns fram- kvæmdaráðs Pírata, á Kaffi- barnum um helgina. Er Snæbjörn sagður hafa haft í hótunum við Ernu Ýri en Frétta- blaðið greindi frá atvikinu í gær. Missti stjórn á skapi sínu Snæbjörn birti í gærmorgun yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem hann tilkynnir afsögn, um leið og hann biðst afsökunar á um- mælunum. Segist hann segja af sér „frekar en að láta þessa hegð- un kasta rýrð á samstarfsfélaga mína og Alþingi“. Í kjölfarið sendi þingflokkur Pírata frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma Snæbjörns er hörmuð. Þar segir að kjörnir fulltrúar eigi að sýna gott fordæmi. Snæbjörn hafi axlað ábyrgð á gjörðum sínum og tilkynnt þingflokki Pírata að hann segði af sér varaþing- mennsku. Styður þingflokkur Pírata ákvörðun Snæbjarnar og virðir þá ábyrgð sem í henni felst. Snæbjörn sagði í yfirlýsingu sinni í gær að hann hefði misst stjórn á skapi sínu og sagt ýmis- legt við Ernu sem væri með öllu óviðeigandi. Hegðun hans væri ekki sæmandi kjörnum fulltrúa, hann mundi axla ábyrgð og biður alla hlutaðeigandi afsökunar. Segir af sér sem varaþingmaður  Píratar harma framkomu Snæbjörns Snæbjörn Brynjarsson Erna Ýr Öldudóttir Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Hluta húsnæðis Flóaskóla í Flóa- hreppi hefur verið lokað eftir að grunur kom upp um myglu í starfs- mannaaðstöðu og skólaseli. Gunn- laug Hartmannsdóttir skólastjóri segir að brugðist hafi verið við fyrir jól þegar veikinda fór að gæta með- al starfsfólks. „Það hafa þrír starfsmenn veikst. Tveir þeirra hafa áður verið í að- stæðum þar sem mygla hefur komið upp. Það þykir óvenju hátt hlutfall meðal þrjátíu starfsmanna að þrír veikist,“ segir Gunnlaug en tveir starfsmannanna eru enn frá vinnu vegna þessa. Engin veikindi hafa komið upp meðal nemenda í skól- anum. Hún segir að sérfræðingar frá Eflu verkfræðistofu hafi verið fengnir til að taka út húsnæði skól- ans sem var reistur árið 1947. „Til að vera örugg létum við taka út allt húsnæði skólans, sér í lagi til að vera viss um að það húsnæði sem við værum að flytja í væri í lagi. Við höfum unnið þetta samkvæmt ráð- gjöf sérfræðinga.“ Aðspurð segir hún að þeim hluta húsnæðisins þar sem mygla fannst hafi verið lokað meðan unnið sé að því að finna lausn. „Við þrengdum bara að okkur og komum allri starf- semi fyrir innan þess rýmis sem við höfum. Það eru allir sem einn að vinna að því að leysa hlutina.“ Flóahreppur hefur þegar óskað eftir tilboðum í gerð kostnaðaráætl- unar vegna viðgerða á húsinu og tvö tilboð hafa borist. Verkís hefur ver- ið falið að gera umrædda kostnaðar- áætlun. Þá hefur Vinnueftirliti og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands verið send beiðni um úttekt á núverandi starfsaðstæðum nemenda og starfs- manna, að því er fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Flóa- hrepps. Á meðan heldur skólastarf áfram í Flóaskóla og Gunnlaug kveðst bjartsýn á framhaldið. „Þetta horfir allt til betri vegar. Skólastarf er með miklum blóma hér í Flóaskóla.“ Þrír starfsmenn veiktust vegna myglu  Sérfræðingar taka út húsnæði Flóaskóla í Flóahreppi  Engin börn hafa veikst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-ráðherra hefur falið Jóni Snædal öldrunarlækni að móta drög að stefnu í málefnum fólks með heila- bilun. Í þeirri vinnu verði lögð áhersla á þverfaglegt samstarf þjónustuveitenda og á samráð við sjúklingahópinn og aðstandendur fólks með heilabilun, að sögn heil- brigðisráðuneytisins. Svandís segir aðkallandi að draga upp skýra stefnu um heil- brigðisþjónustu við fólk með heila- bilun. Fyrir hendi sé mikil þekking, en það þurfi að draga hana saman og setja fram sem stefnu með heild- arsýn til lengri tíma litið. Stefna í málefnum fólks með heilabilun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.