Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Kvörtunum og ákvörðunum hjá Samgöngustofu um málefni flugfar- þega hefur fjölgað til muna á síðustu þremur árum. Á milli áranna 2016 og 2017 jukust kvartanir yfir 150% og hefur fjöldinn síðan þá verið nokkuð svipaður. Þetta kemur fram í svari Samgöngustofu við fyrirspurn Morgunblaðsins. „Það jókst afar mikið árið 2017. Kvörtunum fjölgaði um 164% en fjöldinn var svipaður 2018 og 2017. Það má kannski segja að þetta sé ekki óvenjulegt miðað við fjölgun ferðalaga hjá fólki. Það er örugglega einhver fylgni þarna á milli og svo einhverjar aðrar breytur. Fólk ferðast miklu meira en það gerði áð- ur. Framboðið á flugferðum til og frá Íslandi hefur aukist gríðarlega og fólk þekkir réttindi sín einnig betur,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Hún bendir einnig á að ein kvört- un og ein ákvörðun geti varðað marga farþega. Þá sé fjöldi útgef- inna ákvarðana minni en fjöldi kvart- ana vegna þess að oft jafnist ágrein- ingur milli farþega og flugrekenda við meðferð mála. Icelandair skaðabótaskylt Nýlega birti Samgöngustofa á annan tug ákvarðana um kvartanir yfir því að flugferðum var aflýst í desember 2017 vegna verkfalls- aðgerða flugvirkja hjá Icelandair. Var Icelandair gert að greiða far- þegum skaðabætur. Taldi Sam- göngustofa að flugfélagið hefði ekki sýnt fram á að allar nauðsynlegar ráðstafanir hefðu verið gerðar til að koma í veg fyrir þau óþægindi sem farþegar sem áttu bókað flug 17. desember eða síðar urðu fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá Ice- landair er lögfræðisvið fyrirtækisins ekki búið að taka ákvörðun um hvernig brugðist verði við vegna þessara mála. Ekkert lát á kvörtunum farþega vegna flugferða  Gríðarleg fjölgun árið 2017  Svipaður fjöldi síðustu ár 424 1.121 1.180 78 113 284 Kvartanir til Samgöngustofu Heimild: Samgöngustofa 2016 2017 2018 Fjöldi kvartana í farþegamálum Fjöldi útgefinna ákvarðana Guðni Ásgeirsson, skyndihjálparmaður ársins 2018, bjargaði Oddi Ingasyni sem fékk hjarta- áfall á hlaupastíg í Reykjavík. Guðni veitti Oddi hjartahnoð og fékk nærstadda til að hringja á sjúkrabíl. Sjúkraflutningamenn gáfu Oddi raf- stuð og hann komst þá til meðvitundar. F.v.: Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmda- stjóri RKÍ, Oddur Ingason, Guðni Ásgeirsson og Sveinn Kristinsson, formaður RKÍ. Guðni Ásgeirsson kom manni til hjálpar sem fengið hafði hjartaáfall á hlaupastíg í Reykjavík Morgunblaðið/Árni Sæberg Skyndihjálparmaður ársins 2018 bjargaði mannslífi Guðni Einarsson Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Gagnrýni á hækkun launa banka- stjóra Landsbankans er skiljanleg, að mati bankaráðs Landsbankans, enda er bankinn að langstærstu leyti í eigu ríkisins. Þetta kom fram í tilkynningu frá bankaráðinu í gær. Fram hefur komið að laun bankastjórans eru nú 3,8 milljónir á mánuði. „Bankaráð er meðvitað um að kjör bankastjóra eru vissulega góð en þau eru í samræmi við starfskjarastefnu bankans, sem hluthafar hafa sam- þykkt, um að starfskjör eigi að vera samkeppnishæf en þó ekki leiðandi,“ segir bankaráðið. Þá segir það lengi hafa verið ljóst að breyta þyrfti kjör- um bankastjórans og færa þau nær þeim kjörum sem starfskjarastefnan kveður á um. Síðan laun bankastjóra Lands- bankans og fleiri stjórnenda voru færð undan kjararáði með lögum hafa laun bankastjórans verið hækkuð tvisvar, fyrst frá 1. júlí 2017 og svo frá 1. apríl 2018. „Við þá ákvörðun var ljóst að launin voru lægri en laun æðstu stjórnenda hjá öðrum stórum fjármálafyrirtækjum,“ segir banka- ráðið. Rifjað er upp að kjararáði var falið 2009 að úrskurða um laun banka- stjóra Landsbankans. Þá sagði í eig- endastefnu ríkisins að laun stjórn- enda ættu að standast samanburð á þeim sviðum sem viðkomandi fyrir- tæki starfaði á. Lengi voru kjör bankastjóra Landsbankans lægri en hjá stjórnendum sambærilegra fyrir- tækja og lægri en laun framkvæmda- stjóra í bankanum. „Þær breytingar sem bankaráð hefur nú gert á kjörum bankastjóra Landsbankans eru í samræmi við starfskjarastefnu bank- ans sem hluthafar hafa samþykkt og hefur verið óbreytt í mörg ár.“ Lækkuðu bankastjóralaun Að frumkvæði bankastjóra Ís- landsbanka var ákveðið í nóvember sl. að lækka laun hans um 14,1%. Þau eru nú 4,2 milljónir á mánuði. Var það samþykkt af stjórn bankans, að því er segir í tilkynningu frá Íslandsbanka. „Heildarlaun bankastjóra Íslands- banka hafa hækkað um 4,6% síðast- liðin tvö ár en á sama tíma hefur launavísitala hækkað um 13,2%. Ákvörðunin var tekin í ljósi stöð- unnar í íslensku atvinnulífi og kjara- viðræðna sem standa yfir. Jafnframt skal tekið fram að laun bankastjóra og framkvæmdastjóra munu ekki hækka árið 2019 né taka samningsbundnum hækkunum ef til þeirra kemur.“ Með hærri laun en ráðherra Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir að 82% launahækkun bankastjóra Landsbankans geti varla talist hófleg, en í starfskjarastefnu stjórnvalda segir að laun skuli vera hófleg og samkeppnishæf. „Ég spyr: samkeppnishæf við hvað? Hér erum við að tala um banka- stjóra sem er með meira en helmingi hærri laun en fjármála- og efnahags- ráðherra landsins, sem fer með mál- efni bankanna,“ segir forsætisráð- herra um tvær launahækkanir bankastjórans sem hafði árslaun upp á 44 milljónir króna árið 2018. Katrín segir launahækkanirnar, sem samtals hljóða upp á 82%, alger- lega óviðunandi og minnir á að þáver- andi fjármála- og efnahagsráðherra hafi sent sérstök tilmæli til opinberra fyrirtækja um að gæta hófs í launa- hækkunum. Bankastjóralaun hækka og lækka  Bankaráð Landsbanka segir laun bankastjórans í samræmi við starfskjarastefnu bankans  Banka- stjóri Íslandsbanka bað um launalækkun  Forsætisráðherra segir 82% hækkun varla teljast hóflega Hafin er í Dublin, höf- uðborg Ír- lands, leit að íslenskum karlmanni sem ekkert hefur spurst til síðan um helgina. Er hann í til- kynningu írsku lögregl- unnar sagður heita Jón Jónsson og sé 41 árs að aldri, að því er fram kemur í tilkynningu írsku lögreglunnar og í írskum fjölmiðlum. Sveinn H. Guð- marsson, upplýsingafulltrúi utanrík- isráðuneytisins, staðfesti í gærkvöldi að umrætt mál væri komið á borð borgaraþjónustu ráðuneytisins og væri í eðlilegum farvegi. Fram kemur í írskum fjölmiðlum að síðast hafi sést til mannsins í Whitehall-hverfinu í Dublin um ellefuleytið að morgni laugardags. Hann er sagður hafa ver- ið á ferðalagi í Dublin. Fjallað er m.a. um málið á vefsíðu írska dagblaðsins Irish Independent. Íslendings er saknað í Dublin Leitað Lögreglan lýsti eftir Jóni Jónssyni með tilkynningu í gær. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er neytendarannsókn sem er hluti af því að undirbúa vöruna fyrir markað,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Símanum. Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum tryggði Síminn sér sýning- arrétt á enska boltanum frá og með næsta hausti. Nú er unnið að undir- búningi þeirra útsendinga og liður í því var spurningakönnun sem lögð var fyrir hjá Zenter markaðs- rannsóknum. Þar voru þátttakendur spurðir hversu líklegt væri að þeir myndu kaupa áskrift að enska bolt- anum ef ákveðið verð væri í boði: „Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú (eða einhver á heimilinu) myndir fá þér áskrift að enska boltanum (ensku úrvalsdeildina) hjá Símanum ef mánaðarverð væri 4.500 krónur á mánuði?“ var spurt. Auk þess var spurt hvort þátttakendur myndu kaupa sömu áskrift með Sjónvarpi Símans Premium inniföldu á 6.000 krónur á mánuði. Magnús segir í samtali við Morg- unblaðið að engar ákvarðanir hafi verið teknar um verð á áskrift. Lík- legt má þó telja að þarna séu komin ákveðin fyrirheit um mun lægra verð en neytendur hafa átt að venj- ast. „Þessi vara er einstök því hún höfðar mjög sterkt til hlutfallslega lítils hóps. Við erum að reyna að átta okkur á því hversu stór hópur til við- bótar kann að hafa áhuga á áskrift.“ Verður áskriftar- verð 4.500 krónur?  Kanna markaðinn fyrir enska boltann AFP Fagnað Þeir allra bestu verða á skjánum hjá Símanum næsta vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.