Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 Diklofenak Apofri hlaup, 11,6 mg/g, inniheldur diclofenac tvíetýlamín sem er bólgueyðandi og dregur úr verk. Diklofenak Apofri er notað til meðferðar á staðbundnum verk í tengslum við meiðsli í vöðva eða lið. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. DIKLOFENAK APOFRI HLAUP - BÓLGUEYÐANDI OG DREGUR ÚR VERK - Umræða um útgáfu nýrra leigubílaleyfa hefur reglulega skotið upp kollinum í kjölfar fjölgunar íbúa og ferðamanna. Leigubíl- um er ekið 2-4 sinnum meira en hefðbundnum bílum og því mikilvægt að orkuskiptum í þeim geira verði hraðað. Nokkrir leigubílar eru metanbílar og einnig eru tvinn- og tengiltvinnbílar í flot- anum en losunarfríir leigubílar eru af- ar fáir. Erlendis hafa leigubílafyrirtæki sem bjóða upp á losunarfría þjónustu vaxið hratt. Sem dæmi þá eru næstum 100 vetnisleigubílar í París og í Hol- landi eru hundruð rafleigubíla. Um síðustu áramót ákváðu svo Danir að gefa út 100 „græn“ leigubílaleyfi (los- unarfrí) og 200 verður bætt við á næsta ári. Erlendis er víða annað fyrirkomu- lag á leigubílaakstri en hér þ.e. fyrir- tæki gera út bíla og ráða bílstjóra. Hér eru það bílstjórarnir sem fá leyfi fyrir leigubílaakstri. Það er því erfið- ara að koma á fót „grænu“ leigubíla- fyrirtæki eins og gert hefur verið er- lendis. Hins vegar er tækifæri að hefja orkuskipti í leigubílaakstri með því að gefa út ný leigubílaleyfi sem eru skilyrt þannig að bíllinn verði að vera losunarfrír. Í upphafi þurfa leyfin ekki að vera mörg – til að hafa ekki of mikil áhrif á markaðinn. Í framhaldi gætu fyrirtæki sem flagga vistvænni sam- göngustefnu aðeins pantað losunarfría bíla og opinberir aðilar gætu gert hið sama. Áhrifa- mest erlendis hefur ver- ið forgangur slíkra bíla við flugstöðvar, þ.e. slík- ur leigubíll keyrir alltaf fremst í röðina. Enginn kostnaður fylgir slíkri aðgerð á flugvallarsvæð- inu og þetta hefur haft mikil áhrif á aðra og um- skipti leigubílaflota í vistvænni lausnir gerst hraðar þar sem slíkt fyrirkomulag er fyrir hendi. Einnig væri hægt að búa til sérstæði fyrir slíka bíla í miðbæj- um sem að sjálfsögðu hefði jákvæð áhrif á loftgæði þar. Fjölbreytni losunarfrírra bíla eykst hratt um þessar mundir og því ætti úrval bíla ekki að koma í veg fyr- ir nýtingu þeirra sem leigubíla. Kæri ráðherra samgöngumála, stígum inn í framtíðina og gefum út græn leigubílaleyfi! Eftir Jón Björn Skúlason Jón Björn Skúlason » Tækifæri er að hefja orkuskipti í leigu- bílaakstri með því að gefa út ný leigubílaleyfi sem eru skilyrt þannig að bíllinn verði að vera losunarfrír. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku. skulason@newenergy.is Græn leigubílaleyfi Hinn 15. mars 1962 var John F. Kennedy Bandaríkjaforseti fyrstur þjóðarleiðtoga til að lýsa formlega yf- ir að neytendur hefðu grundvallarréttindi. Síðan þá hefur dagur- inn markað sess hjá baráttufólki fyrir bættum neytendarétti um heim allan og hann verið notaður til að vekja stjórnvöld og almenning til umhugsunar um rétt sinn, mátt og megin í neytenda- málum. „Við erum öll neytendur,“ sagði Kennedy. „Neytendur eru sá hópur sem hefur hvað víðtækustu áhrif á nánast allar efnahagsstærðir og nánast allar ákvarðanir í opin- bera og einkageiranum hafa áhrif á neytendur. Samt sem áður eru þeir oft og tíðum sá hópur sem minnst er hlustað á.“ Þessi yfirlýsing Kennedys leiddi til þess að allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna samþykkti árið 1985 sérstakar leiðbeiningar um neyt- endavernd. Þar segir m.a. að allur almenningur, án tillits til tekna eða félagslegrar stöðu, hafi ákveðin lág- marksréttindi sem neytendur. Þær átta lágmarkskröfur Sam- einuðu þjóðanna sem mynda grunn- inn að vinnu neytendasamtaka um allan heim eru:  Réttur til að fá grunnþörfum mætt: Að hafa aðgang að nauð- synjavörum og þjónustu, en þar falla undir t.d. matvæli, fatnaður, húsnæði, heilbrigðisþjónusta, menntun, vatn og hreinlæti.  Réttur til öryggis: Að njóta verndar gagnvart vörum, fram- leiðsluháttum og þjónustu sem ógna öryggi og lífi neytenda.  Réttur til upplýsinga: Að fá nauð- synlegar upplýsingar til að geta tekið upplýsta ákvörðun og njóta verndar gegn misvísandi og röng- um upplýsingum.  Réttur til að velja: Að geta valið milli fjölbreytts varnings og þjón- ustu á samkeppnishæfu verði og af fullnægjandi gæð- um.  Réttur til áheyrnar: Að hagsmuna neyt- enda sé gætt við ákvarðanatöku hjá stjórnvöldum og við þróun á vörum og þjónustu.  Réttur til úrlausnar: Að eiga rétt á sann- gjarnri úrlausn á réttmætum kröfum, sem og bótakröfum í tengslum við kaup á ófullnægjandi vörum og þjónustu.  Réttur til neytendafræðslu: Að eiga rétt á þekkingu og færni til að geta tekið upplýstar ákvarð- anir um val á vörum og þjónustu auk þess að hafa þekkingu á grundvallarréttindum og skyldum neytenda.  Réttur til heilbrigðs umhverfis: Að lifa og starfa í umhverfi sem ógnar ekki velferð núlifandi né komandi kynslóða. Í ár ber alþjóðadagur neytenda- réttar yfirskriftina „Snjallöryggi“ (e. Trusted smart products) og beina neytendasamtök um heim all- an sjónum sínum að öryggi snjall- tækja og snjallþjónustu. Við erum sífellt að nýta okkur snjallari tækni, allt frá snjallsímum til alhliða snjall- úra sem fylgjast með heilsufari og æfingum. Sjónvörp eru einnig mörg hver orðin „snjöll“ og heimili þar sem ýmsu má stýra með manns- röddinni eru ekki svo óalgeng leng- ur. Þá eru mörg kunnugleg heim- ilistæki að verða nettengd, ef þau eru það þá ekki þegar. Á alþjóða- degi neytenda er sjónum beint að mikilvægi þess að vilji neytenda sé þungamiðjan í þróun snjall- tækninnar. Snjalltæki eru nettengd og taka á móti, safna og senda upplýsingar. Á heimsvísu eru 23,1 milljarðar snjall- tækja, eða rúmlega þrisvar sinnum fleiri en íbúar jarðarinnar. Snjall- tækni hefur þegar breytt sam- skiptavenjum okkar og því hvernig við neytum vara og þjónustu. Til- koma snjalltækni býður upp á marga möguleika fyrir neytendur; nýjar þjónustuleiðir, gagnvirkar vörur, meiri þægindi og aukið val. Þó eru nokkur áhyggjuefni þegar kemur að öryggi, persónuvernd og raunverulegu vali á því hvernig við notum tæknina, og eins er oft óskýrt hver ber ábyrgðina fari eitt- hvað úrskeiðis. Þá er aðgengi að snjalltækni afar misskipt þar sem innviðir eru mislangt á veg komnir og víða um heim má segja að verð- lag hindri aðgengi fólks að tækni sem flestum þykir sjálfsögð. Öryggi snjalltækja hefur hingað til ekki verið nógu mikið í deiglunni. En þótt snjalltæknin létti okkur líf- ið í langflestum tilvikum og auðveldi okkur samskipti þá má ekki gleyma að með notkun þeirra getum við boðið hættunni heim. Það er því mikilvægt að setja snjallöryggið á oddinn. Það væri sannkallað snjall- ræði. Átta grunnkröfur neytenda eru snjallræði Eftir Breka Karlsson » Á alþjóðadegi neyt- enda er sjónum beint að mikilvægi þess að vilji neytenda sé þungamiðjan í þróun snjalltækninnar. Breki Karlsson Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Fyrir nokkrum árum fór ég á hverfafund hjá Degi í þeim tilgangi að skilja hvers vegna Grensásvegi skyldi breytt úr 2+2 akrein- um í 1+1 akrein. Í lok fundarins gafst mér tækifæri til að spyrja Dag, sem fór undan í flæmingi. Fyrst var ástæðan slysahætta og endaði á að Grensásvegur væri með allt of mikla flutningsgetu. Tilgangur- inn var augljóslega að breyta Grens- ásvegi í íbúðargötu og þrengja í leið- inni að þeim sem fara í Fossvog. Nákvæmlega sama uppskrift og frá Sæbraut um Réttarholtsveg í Foss- vog. Nú er Grensásvegur 1+1 með tví- breiðar gangbrautir og hjólastíga beggja vegna. Ég hefi aldrei séð neinn á hjóli þarna, en stöku sinnum gang- andi vegfarendur. Fróðlegt væri að vita hvað breytingin kostaði. Mig minnir að kostnaðaráætlun hafi verið 180 millj. kr. Bústaðavegur tefur marga til og frá vinnu. Kæmi einhver fundarmanna inn á úrbætur til að greiða fyrir um- ferðinni vitnaði borgarstjóri til fyrri íbúafunda. Sagði íbúa áður hafa lagst gegn því sama og það yrði að taka tillit til íbúanna. Ekki minnist ég þess að rætt hafi verið um Furugerði, en rætt var um gatnamót Grensásvegar og Bústaðavegar, sem ákveðið hafði verið að þrengja. Nú er komið í ljós að megin- tilgangur þrengingarinnar er bygging fleiri íbúða við Furugerði sem þrengja það mikið að Bústaðaveginum að ekki er hægt að breikka hann í tvær + tvær akreinar. Vilji íbúanna og slysa- gildra skiptir engu máli. Ekki frekar en íbúanna í miðbænum og kaup- mannanna við Laugaveginn. Tilgang- urinn helgar meðalið þegar kemur að því að þrengja að og tefja einkabílinn. Fyrverandi vegamálastjóri marg- bauð fjármagn til byggingar mislægra gatnamóta þar sem mætast Bústaða- vegur og Reykjanesbraut. Það hefði greitt fyrir umferð og fækkað slysum á þessum slysamestu gatnamótum borgarinnar. Þeir félagar vildu nota fjármagnið í annað meira aðkallandi. Má þar nefna umferðar- skilti við Bústaðaveg, sem segja vinstribeygju bannaða þar sem vinstri- beygja er leyfð. Árang- urinn er að ókunnugir stranda við Reykjanes- braut, þar sem vinstri- beygja er bönnuð. Fuglabúrin á Hofsvalla- götunni, litlu sætu ljósa- staurarnir í Borgartúni og eyðilegging bílastæða um allan bæ kostaði sitt. Sérkapítuli eru hossurnar og kloss- arnir, sem skemmt hafa bíla og kostað bíleigendur mikil útgjöld. Borgin keypti rafmagnsstrætóa frá Kína. Af- hending tafðist. Hossurnar og kloss- arnir töfðu afhendingu þeirra. Það þurfti að endurhanna þá með sterkari grind. Hossur og klossar eru aftur- kræf en íbúðarhúsin við Furugerði ekki án þess að rífa þau. Þar sem ég lærði við Tækniháskól- ann í Zürich (ETH-Z) var lögð áhersla á að greiða fyrir allri umferð. Jafnt fót- gangandi, hjólandi, á bílum og ekki síst fyrir almenningsvögnum. Þannig var það líka hér áður fyrr, þegar fag- menn stjórnuðu og skipulögðu borg- ina. Borgarspítala settu þeir niður á miðpunkt höfuðborgarsvæðisins, þar sem styst var í allar áttir. Eitthvað annað en fúskið við Hringbraut, sem um ókomna tíð verður þungur baggi skattgreiðenda. Það var og er reyndar ekki von á góðu. Formaður skipulagsins er heim- spekingur sem ekki þolir bíla. Heim- speki hans í umferðarskipulagi er heimsk speki. Hann segir mislæg gatnamót gagnslaus – þau fyllist bara af bílum. Borgarstjórinn er læknir. Það má segja um þá félaga að þar leiði haltur blindan. Haltur leiðir blindan Eftir Sigurð Oddsson Sigurður Oddsson » Vilji íbúanna og slysagildra skiptir engu máli. Tilgangurinn helgar meðalið þegar kemur að því að þrengja að og tefja einkabílinn. Höfundur er verkfræðingur og eldri borgari. Fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.