Morgunblaðið - 15.03.2019, Side 25

Morgunblaðið - 15.03.2019, Side 25
tárum í augum, minningin þín lifir í hjarta mínu alla tíð. Þín Núpa litla, Linda Rut. Elsku amma. Takk fyrir að vera sú amma sem eflaust allir hefðu óskað sér að eiga. Takk fyrir að reyna að fita mig, kvöld eftir kvöld með uppáhaldi mínu, rjómatertu og ískaldri mjólk þegar ég var í sveit, fyrir að hafa snúið vörn í sókn eftir að afi dó, að láta það ógert að skamma okkur Sigga Ottó þeg- ar við köstuðum úldnum eggj- um í vegginn á fjósinu, að ég fékk oft að njóta mjúku, hlýju handanna þinna. Takk fyrir all- ar fölsku tanna hlátursstund- irnar með mér á mínum yngri árum og nú í seinni tíð með börnunum mínum og öll köku- hlaðborðin þegar við litum inn hjá þér í sveitinni. Þú ert sú amma sem ég óskaði mér. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Sigurður Már Hlíðdal. Það tilheyrir víst lífinu að þurfa að sjá á bak nánu sam- ferðafólki en alltaf er það jafn erfitt. Nú í mars kvaddi lífið kær vinkona mín Marta Kristjáns- dóttir. Mörtu kynntist ég 1976 og er ég forsjóninni þakklát að hafa fengið að vera henni sam- ferða í lífinu síðan þá. Strax tókust þá með okkur svo góð kynni að einstakt er að verða annarri manneskju svo sam- stiga á fullorðinsaldri. Talsverð vegalengd var þó milli okkar, hún búandi austur undir Eyja- fjöllum og ég búsett í Kópa- vogi. Ekki kom vegalengdin að sök og urðu kynnin nánari eft- ir því sem árin liðu. Hún bjó myndarbúi ásamt Sigurði Jónssyni manni sínum og börnum á Seljalandi en þau höfðu byggt þar upp mynd- arlegt bú og voru þau einstök heim að sækja. Var enda oft skroppið austur og voru það ánægjulegir tímar. Eftir að Sigurður féll frá allt of snemma og Auður dóttir þeirra og Kristinn Ottósson höfðu tekið við búinu og um- svif hennar í búskapnum urðu minni fjölgaði ferðum mínum austur undir Eyjafjöllin. Er ég hætti vinnu dvaldi ég oft um langan tíma hjá henni og und- um við okkur vel saman og minnist ég þeirra stunda með ánægju. Var þá prjónað og spjallað og líka gott að þegja saman, skroppið til nágranna eða tekið á móti gestum sem voru fjölmargir. Segja má að Seljaland sé við þjóðbraut þvera og hefur löngum verið í alfaraleið og verslun mun hafa verið þar áður fyrr. Margir unglingar og skyld- menni höfðu verið hjá þeim Sigurði gegnum árin og héldu þau tryggð við heimilið og litu gjarnan í heimsókn þá er hent- aði. Eftir að Marta flutti á Kirkjuhvol fækkaði ferðum mínum austur og var þá sím- inn notaður og stundum skroppið dagpart austur. Vil ég með þessum orðum þakka henni og börnum hennar, Erni, Auði og Björgvini, og fjöl- skyldum þeirra fyrir áratuga einlæga vináttu og votta ég þeim samúð mína og bið þeim blessunar Guðs. Guðlaug Erla Jónsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 25 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur ÍSTEX hf verður haldinn miðvikudaginn 3. apríl 2019, kl. 19:00 í húsnæði félagsins í Mosfellsbæ. Dagskrá: 1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein samþykkta félagsins. 2. Heimild aðalfundar til handa félagsstjórn til kaupa á eigin hlutabréfum. 3. Þróunarmál - Aukin söluverðmæti ullar. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á skrifstofunni í Mosfellsbæ viku fyrir aðalfund hluthöfum til sýnis. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins að Völuteig 6 í Mosfellsbæ á fundardag. Mosfellsbæ, mars 2019. Stjórn ÍSTEX hf. Ársfundur Vina Vatnajökuls – hollvinasamtaka Vatnajökulsþjóðgarðs Ársfundur Vina Vatnajökuls verður haldinn, föstudaginn 29. mars 2019 kl. 16:00 í Norðurstofu Safnahússins, Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík Fundarefni venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Eiðsvallagata 20, Akureyri, fnr. 214-5765, þingl. eig. Klara Sólrún Hvannberg Hjartard og Sigurður Óli Jónsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Akureyrarkaupstaður og Sella tannlæknar ehf, þriðjudaginn 19. mars nk. kl. 10:30. Brimnes, Dalvíkurbyggð, fnr. 152149, þingl. eig. Arnar Gústafsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi eys, þriðjudaginn 19. mars nk. kl. 14:30. Hvanneyrarbraut 57, Fjallabyggð, fnr. 213-0551, þingl. eig. Anna Hulda Júlíusdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Fjallabyggð, fimmtudaginn 21. mars nk. kl. 11:00. Fannagil 28, Akureyri, fnr. 227-4147, þingl. eig. Axel Gunnar Vatnsdal og Margrét Baldvinsdóttir, gerðarbeiðendur SS Byggir ehf. og Íbúða- lánasjóður og Íslandsbanki hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 19. mars nk. kl. 10:45. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 14. mars 2019 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Zumba Gold, nýtt nám- skeið kl. 10.30, skráning á skrifstofu Aflagranda eða í síma 4112702. Bingó kl. 13.30, spjaldið kostar 250 kr., veglegir vinningar. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Botsía með Regínu kl. 10. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40- 12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Velkomin. S. 535-2700. Boðinn Hugvekja kl. 13.30. Vöfflukaffi kl. 14.30. Línudans kl. 16. Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50, kaffi- spjall og blöðin. Frjáls tími í Listasmiðju kl. 9-12. Thai chi kl. 9-10. Botsía kl. 10.15-11.20. Hádegismatur kl. 11.30. Zumba leikfimi kl. 12.30- 13.30. Myndlistarnámskeið hjá Margréti kl. 13.30-15.30. Hæðargarðs- bíó kl. 13.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Leikfimi kl. 13.45. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Heilsuefling á Vitatorgi kl. 10-11.15, þjálfun / ganga / botsía / æfingatæki, föstudagshópurinn kl. 10-11.30, Handaband, vinnustofa í skapandi handverki, ókeypis og öllum opið kl. 13-15.30. Bingó kl. 13.30-14.30, spjaldið kostar aðeins 250 kr. Vöfflu- kaffi kl. 14.30-15.30. Velkomin á Vitatorg, Lindargötu 59, s. 411-9450. Garðabær Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30 og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er. Smiðja í Kirkjuhvoli opin kl. 13–16. Velkomin! Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Bókband með leiðbein- anda kl. 13-16. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 12.45 tréskurður, kl. 20 félagsvist. Gullsmári Handavinna kl. 9. Leikfimi kl. 10. Ljósmyndarklúbbur / bingó kl. 13. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9-12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og nýliðar velkomnir. Botsía kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Bíó kl. 13, allir velkomnir og kostar ekkert. Hraunsel Kl. 8-12 ganga í Kaplakrika, kl. 10.30 línudans, kl. 13 brids, kl. 13.30 botsía, kl. 11.30 leikfimi í Bjarkarhúsi. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13, bingó kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9, sundleikfimi kl. 9 í Grafar- vogssundlaug, brids kl. 12.30 í Borgum og hannyrðahópur Korpúlfa kl. 12.30 í dag og tréútskurður kl. 13 á Korpúlfasstöðum. Vöfflukaffi kl. 14.30 til 15.30 í dag. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja með leiðbeinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, bingó kl. 14, bókasafnashópurinn kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Kaffispjall í krók kl. 10.30. Leikfimi salnum kl. 11. Söng- stundin fellur niður í dag. Spilað í króknum kl. 13.30. Brids í Eiðismýri kl. 13.30. Munið bingóið með nemendum Mýrarhúsaskóla þriðjudag- inn 19. mars í salnum á Skólabraut kl. 13. Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst í óvissuferðina nk. fimmtudag 21. mars. Skráningarblöð liggja frammi á Skólabraut og Eiðismýri. Uppl. og skráning í síma 8939800. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-14. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 Íslendingasögur / fornsagnanámskeiðið kl. 13, þar sem sögusviðið er Ísafjarðardjúp. Kennari Baldur Hafstað. Dansað sunnudagskvöld 27. janúar kl. 20-23. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Vesturgata 7 Sungið við flygilinn með Gylfa Gunnarssyni frá kl. 13- 14. Kaffi frá kl. 14-14.30. Allir velkomnir. Smáauglýsingar Barnagæsla Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að passa, nokkur skipti í mánuði kl. 5 á morgnana og skutlað svo í leikskólann. Einnig einstaka kvöld og helgar. Sími 848 8057. Húsnæði íboði 3 herbergja orlofsíbúð til leigu á Þingeyri við Dýrafjörð, til sumardvarlar. Fyrir félagasamtök eða fyrirtæki. Gott aðgengi fyrir hjólastóla. Upplýsingar í síma. 456-1600. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com mbl.is alltaf - allstaðar Atvinnublað Morgunblaðsins fimmtudaga og laugardaga Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað? Sendu pöntun á atvinna@mbl.is eða hafðu samband í síma 569 1100 Allar auglýsingar birtast í Mogganum, á mbl.is og finna.is 200 mílur Kveðja frá Ör- yrkjabandalagi Íslands „Með samstöðu finnum við að við eigum sem manneskjur meira sameiginlegt en það sem aðskilur okkur. Við getum deilt persónu- legri lífsreynslu með öðrum. Við getum létt af hjarta okkar og notið gleði með öðrum. Allt þetta veitir okkur lífsfyllingu.“ Þessi orð mælti Magnús Þor- grímsson í grein í fréttabréfi ÖBÍ árið 1989. Þau lýsa honum vel. Magnús var einlægur hug- sjónamaður og baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks og varði kröftum sínum í þágu mála- flokksins til síðasta dags. Magnús starfaði lengi á þess- um vettvangi, raunar megnið af sínum starfsferli. Hann var með- al annars formaður Geðhjálpar og sat í stjórn Hjartaheilla. Hann átti sæti í stjórn Öryrkjabanda- lags Íslands og gegndi ýmsum fleiri trúnaðarstörfum fyrir bandalagið. Hann var sálfræð- Magnús Þorgrímsson ✝ Magnús Þor-grímsson fædd- ist 21. mars 1952. Hann lést 25. febr- úar 2019. Magnús var jarð- sunginn 8. mars 2019. ingur á Svæðisskrif- stofu um málefni fatlaðra í Reykja- vík. Síðar stýrði hann Svæðisskrif- stofunni á Vestur- landi. Þá var hann síðustu ár réttinda- gæslumaður fatlaðs fólks í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Hann kom reglu- lega á skrifstofu ÖBÍ í þeim tilgangi að aðstoða skjólstæðinga sína og lagði gjarnan mikið á sig í þágu þeirra. Þá kom hann einnig með góðar ábendingar um margt sem mátti bæta í samfélaginu. Magnús lagði sig þannig fram, bæði í orði og verki, til þess að bæta kjör og aðstöðu fólks og var ófeiminn við að horfa inn á við jafnt sem út á við. Hann var þeirrar skoðunar að þótt hópar fatlaðs fólks væru ólíkir um margt, þá væri meira sem sam- einaði og að sú samstaða gæti yf- irunnið margar hindranir. Við kveðjum Magnús Þor- grímsson með þökkum fyrir öfl- ugt ævistarf sem við munum öll njóta um ókomna tíð. Aðstand- endum færum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Þuríður Harpa Sigurð- ardóttir, formaður ÖBÍ, Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.