Morgunblaðið - 16.03.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.03.2019, Qupperneq 2
Samþykkt var bókun í stjórn dóm- stólasýslunnar í gær þar sem þess er farið á leit við dómsmálaráðuneytið að það hlutist til um lagabreytingu um að heimilt verði að fjölga dóm- urum við Landsrétt. Var þetta sam- þykkt í tilefni af dómi Mannrétt- indadómstóls Evrópu frá 12. mars sl. Í fréttatilkynningu stjórnarinnar segir að eftir að dómur Mannrétt- indadómstólsins féll hafi dómstóla- sýslan haft til meðferðar viðbrögð við dóminum. „Í þeim efnum hefur formaður stjórnar dómstólasýslunn- ar og framkvæmdastjóri átt ítarleg- ar viðræður við fulltrúa dómsmála- ráðuneytisins og nokkra af dómurum við Landsrétt, auk þess sem haft hefur verið samráð við rétt- arfarsnefnd,“ segir í tilkynningunni. Mælst er til þess að dómurum verði fjölgað eins og fyrr segir og er þá tekið mið af því að fjórir dómarar við réttinn geti að óbreyttu ekki tekið þátt í dómstörfum. Án þess að gripið verði til þessa úrræðis muni álagið við réttinn aukast verulega með til- heyrandi drætti á meðferð mála. „Áður en endanleg ákvörðun verður tekin um af Íslands hálfu að óska eftir að málinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls- ins leggur dómstólasýslan jafnframt ríka áherslu á að áhrif slíks málskots verði könnuð. Í því sambandi er mik- ilvægt að hafa í huga þá óvissu sem Landsréttur hefur mátt búa við allt frá því að hann tók til starfa 1. jan- úar 2018. Einnig telur dómstólasýsl- an mikilvægt að traustum stoðum verði skotið undir Landsrétt, svo fljótt sem verða má, í stað þess að lagalegur grundvöllur hans verði áfram dreginn í efa. Dómstólasýslan er reiðubúin til samráðs og að veita alla aðstoð í þessu sambandi,“ segir í tilkynningu dómstólasýslunnar. Vilja að dómurunum við Landsrétt verði fjölgað  Dómstólasýslan fjallar um viðbrögð við dómi MDE 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019 26. SEPTEMBER – 5. OKTÓBER EGYPTALAND KAÍRÓ OG SIGLING Á NÍL VERÐ FRÁ 299.900 KR. NÁNAR Á UU.IS KRISTJÁN STEINSSON FARARSTJÓRI Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is FYRRI FERÐIN SELDIST UPP Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Dómnefnd Blaðamannverðlaunanna hefur birt tilnefningar sínar til blaðamannaverðlauna fyrir árið 2018. Greint verður frá vinnings- höfum við hátíðlega athöfn í Pressu- klúbbnum, félagsheimili blaða- manna í Síðumúla 23, næstkomandi föstudag. Gætt að geðheilbrigði, greina- flokkur Guðrúnar Hálfdánardóttur, blaðamanns á mbl.is, er tilnefndur sem „Umfjöllun ársins“. Þar fjallaði Guðrún með ítarlegum og vönduðum hætti um úrræði og úrræðaleysi þegar kemur að því að hjálpa fólki sem glímir við geðsjúkdóma og/eða fíkn. Hægt er að nálgast greina- flokkinn á mbl.is. Aðrar tilnefn- ingar fyrir „Um- fjöllun ársins“ fá Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu og Hólmfríður Helga Sigurðar- dóttir á Stund- inni. Tilnefnd fyrir „Viðtal ársins“ eru: Jóhann Páll Jóhannsson, Stund- inni, fyrir viðtal við Báru Halldórs- dóttur, Milla Ósk Magnúsdóttir, RÚV, fyrir viðtal við hjónin Stefán Þór Gunnarsson og Elísu Rós Jóns- dóttur, Ragnheiður Linnet, Mann- lífi, fyrir viðtal við Merhawit Barya- mikael Tesfaslase, ekkju plastbarka- þegans Andemariam Beyene. Fyrir „Rannsóknarblaðamennsku ársins“ eru tilnefndir Freyr Rögn- valdsson og Steindór Grétar Jóns- son, Stundinni, Helgi Seljan á RÚV og Ingólfur Bjarni Sigfússon á RÚV. Tilnefnd til Blaðamannaverðlauna ársins eru Sigríður Halldórsdóttir á RÚV, fyrir umfjöllun um óábyrga notkun plasts, Viktoría Her- mannsdóttir og Þórhildur Ólafs- dóttir á RÚV, fyrir útvarpsþáttaröð- ina Kverkatak, sem fjallaði um heimilisofbeldi, og Þórður Snær Júl- íusson, Kjarnanum, fyrir bókina Kaupthinking. Tilnefningar til blaðamanna- verðlauna fyrir árið 2018 birtar  Greinar Guðrúnar Hálfdánardóttur á mbl.is tilnefndar Guðrún Hálfdánardóttir Ingimundur Sig- urpálsson, for- stjóri Íslands- pósts, hefur sagt starfi sínu lausu og tilkynnti það á aðalfundi félags- ins í gær. Í yfir- lýsingu segir hann að breyta þurfi póstþjón- ustu vegna nýrra laga um póstþjónustu sem áformað sé að taki gildi í byrjun næsta árs Mikilvægt sé að nýr forstjóri móti breytingar í starfseminni sem nýjum lögum fylgi og hafi þá jafnframt möguleika á að fylgja þeim eftir. Ráðgert sé til dæmis að afnema einkarétt ríkisins á bréfadreifingu. Mikilvægt sé að tryggja grundvöll rekstrar fyrirtækisins með póstlög- unum nýju. Rekstrartekjur Íslandspósts í fyrra voru 8.700 milljónir. kr. sem er um 5% lækkun frá árinu áður. Tap- rekstur ársins var 293 millj. kr. sam- anborið við 216 millj. kr. hagnað árið 2017. Handbært fé frá rekstri Íslands- pósts var 135 millj. kr. samanborið við 582 millj. kr. árið 2017. Árituðum bréfum fækkaði í fyrra um 14% milli ára, en pakkasendingum innanlands og frá útlöndum fjölgaði um 7-8%. Ingimundur hættir hjá Póstinum  Tap og bréfasend- ingunum fækkar Ingimundur Sigurpálsson Fjöldi ungs fólks fór í gær frá Hallgrímskirkju í Reykjavík á Austurvöll og lét þar í ljósi kröfur sínar til stjórnvalda um aðgerðir í loftslagsmálum. Þetta var í fjórða sinn sem efnt var til loftslagsverkfalls á Íslandi, en það helst í hendur við slíkar aðgerðir sem nú er efnt til víða erlendis. Aðstand- endur aðgerðanna í Reykjavík segja að nú þegar þurfi að grípa til róttækra aðgerða í loftslagsmálum og verja meiri fjármunum til málaflokksins. ef halda eigi hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Ef ekki, fari illa og þá þurfi komandi kynslóðir – fólkið sem nú mótmælir – að taka afleiðingunum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Haldið verði aftur af hnattrænni hlýnun Verkföll og aðgerðir ungs fólks vegna loftslagsmála halda áfram Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir tók í gær við lyklum að dómsmálaráðu- neyti, en henni hefur verið falið að gegna tímabundið embætti dóms- málaráðherra, sem Sigríður Á. Andersen vék úr nú í vikunni. Þór- dís vildi ekki tjá sig við lyklaskipt- in, enda ætti hún eftir að funda með ráðuneytisfólki um verkefnin sem eru framundan. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýr ráðherra tók við lyklum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.