Morgunblaðið - 16.03.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019
Njóttu þess að hlakka til
Afbragðs þjónusta
og frábær verð
Lúxuslíf með VITA
5 stjörnu hótel á Bodrum
2. júní, 8 nætur – hálft fæði
frá169.900 kr.
á mann miðað við tvo í tvíbýli
Salmakis Resort ★★★★★
„Við gerum
okkar plön með
bankanum“
Veður víða um heim 15.3., kl. 18.00
Reykjavík 2 alskýjað
Hólar í Dýrafirði 3 alskýjað
Akureyri 3 alskýjað
Egilsstaðir 2 skýjað
Vatnsskarðshólar 2 slydda
Nuuk -9 skýjað
Þórshöfn 4 skúrir
Ósló 1 skýjað
Kaupmannahöfn 4 skúrir
Stokkhólmur 3 rigning
Helsinki 1 rigning
Lúxemborg 10 súld
Brussel 11 súld
Dublin 9 skúrir
Glasgow 6 rigning
London 12 skúrir
París 13 súld
Amsterdam 10 skúrir
Hamborg 8 skýjað
Berlín 8 skýjað
Vín 8 rigning
Moskva 1 léttskýjað
Algarve 21 heiðskírt
Madríd 22 heiðskírt
Barcelona 17 heiðskírt
Mallorca 21 heiðskírt
Róm 15 heiðskírt
Aþena 10 rigning
Winnipeg -4 skýjað
Montreal 8 skýjað
New York 19 alskýjað
Chicago 1 rigning
16. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:43 19:31
ÍSAFJÖRÐUR 7:49 19:35
SIGLUFJÖRÐUR 7:32 19:18
DJÚPIVOGUR 7:13 18:59
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á sunnudag Suðvestlæg átt og snjókoma eða
slydda með köflum, en þurrt NA-lands.
Á mánudag Hægt vaxandi suðvestanátt, 8-13 m/s
síðdegis. Talsverð rigning, en þurrt NA-til.
Austlæg átt, 5-13 m/s, hvassast austantil, en 8-15 við suðausturströndina. Slydda eða snjókoma
með köflum austanlands en stöku él eða skúrir í öðrum landshlutum. Léttir víða til í kvöld.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Við erum ekki að gagnrýna daglega
þjónustu sem Útlendingastofnun
veitir heldur erum við að gagnrýna
fyrirkomulagið við að koma úrræð-
um á fót,“ segir Halldóra Fríða Þor-
valdsdóttir, formaður velferðarráðs
Reykjanesbæjar, en velferðarráðið
boðaði fulltrúa Sambands íslenskra
sveitarfélaga á fund ráðsins. Vel-
ferðarráð sendi einnig frá sér álykt-
un þar sem fram kemur að það telji
fyrirkomulagið sem ríkið viðhefur í
dag við að koma á fót úrræðum í
þjónustu við umsækjendur um al-
þjóðlega vernd óásættanlegt og það
skorti verulega á samráð við sveitar-
félögin.
Að sögn Halldóru er Reykjanes-
bær með samning um að þjónusta 70
umsækjendur sem sótt hafa um al-
þjóðlega vernd. Það geri sveitarfé-
lagið vel að eigin mati og þeirra sem
nýta sér þjónustuna.
„Það eru aðrir 90 einstaklingar
sem búa í Reykjanesbæ sem fá þjón-
ustu frá Útlendingastofnun. Við vilj-
um helst að ríki og sveitarfélög fari
að tala saman af alvöru og fari í
stefnumótun um þessi málefni til að
fá fleiri sveitarfélög til þess að taka
þátt,“ segir Halldóra.
Allir fá sömu þjónustu
Þórhildur Hagalín, upplýsinga-
fullrúi Útlendingastofnunar, segir
rétt að Útlendingastofnun sjái um
málefni 90 umsækjenda um alþjóð-
lega vernd sem búi í Reykjanesbæ.
Upphaflega hafi verið samið við
Reykjanesbæ en síðar hafi bæst við
samningar við Hafnarfjarðarbæ og
Reykjavík.
„Þessi þrjú sveitarfélög þjónusta
330 umsækjendur. Vegna þess fjölda
umsækjenda sem komið hafa til
landsins þjónustar Útlendinga-
stofnun nú 270 manns og eru íbúar
Reykjanesbæjar inni í þeirri tölu,“
segir Þórhildur sem bendir á að þeir
einstaklingar sem Útlendingastofn-
un þjóni fái sömu þjónustu og veitt
er í áðurnefndum sveitarfélögum.
Þórhildur segir fleiri umsækjendur
hafa sótt um á þessu ári en á sama
tíma í fyrra. Í lok febrúar voru um-
sækjendur orðnir 146 og 154 mál
höfðu fengið afgreiðslu.
Vilja samráð um þjónustu við umsækjendur
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Dóttir okkar fékk loksins nafn sitt
samþykkt. Þetta er mikill sigur fyrir
okkur, enda var ekki bara úrskurður
mannanafnanefndar felldur úr gildi
heldur er henni nú einnig leyft að
bera nafnið sitt,“ segir Nanna Þórdís
Árnadóttir, móðir stúlku á sjötta ári,
Alexar Emmu Ómarsdóttur, í sam-
tali við Morgunblaðið, en það var
Héraðsdómur Reykjavíkur sem
felldi úrskurð nefndarinnar úr gildi.
Þegar Morgunblaðið náði tali af
Nönnu Þórdísi um miðjan dag í gær
var hún nýbúin að fá tíðindin. Gleðin
var því mikil hjá fjölskyldunni.
„Núna getur hún loksins fengið
vegabréf og við farið til útlanda í
langþráð sumarfrí,“ segir Nanna
Þórdís og hlær við, en að sögn henn-
ar mun fjölskyldan sækja annað
hvort Danmörku eða Svíþjóð heim á
næstunni. „Okkur langar að fara
eitthvað kósí. Svo verður Alex
Emma sex ára í ágúst og verður
komin með nafn þegar hún byrjar í
skóla – sem er alveg frábært!“
Hefð kom í veg fyrir nafnið
Morgunblaðið ræddi við Nönnu
Þórdísi í febrúar 2018 þar sem farið
var yfir málið. Var dóttir hennar þá
skráð sem Stúlka Ómarsdóttir í Þjóð-
skrá þar sem mannanafnanefnd vildi
ekki samþykkja eiginnafnið Alex sem
kvenmannsnafn. Höfðu foreldrar
Alexar Emmu, þau Nanna Þórdís og
Ómar Örn Hauksson, þá tvisvar sinn-
um fengið neitun frá mannanafna-
nefnd vegna nafnsins.
Í sama viðtali benti Nanna Þórdís á
að í öðrum löndum væri Alex bæði
karl- og kvenmannsnafn auk þess sem
margar konur sem bera nafnið Alex-
andra hér á landi væru kallaðar Alex.
Þá fellur nafnið einnig að íslensku
málkerfi, en vegna hefðar sagði
mannanafnanefnd það ótækt fyrir
stúlkur að bera þetta eiginnafn.
Fær nú loksins að heita Alex Emma
Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti úrskurð mannanafnanefndar í máli ungrar stúlku Þetta er mikill
sigur fyrir okkur, segir móðir stúlkunnar Fær nú vegabréf og fjölskyldan stefnir á frí í útlöndum
Morgunblaðið/Þorkell
Héraðsdómur Alex Emma á sjötta ári fékk nafn sitt samþykkt þar í gær.
Úrslit kosninga til stjórnar VR
lágu fyrir í gær en kosið var í sjö
sæti til tveggja ára. Kosning-
unum lauk kl. tólf í gær. Alls
greiddu 2.806 atkvæði og voru
35.614 á kjörskrá. Kosningaþátt-
taka var því 7,88%, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu
frá VR. Þau sem hlutu kjör voru:
Svanhildur Ólöf Þórsteins-
dóttir, Ólafur Reimar Gunnars-
son, Selma Árnadóttir, Sigurður
Sigfússon, Harpa Sævarsdóttir,
Björn Kristjánsson og Helga Ing-
ólfsdóttir.
7,88% kusu til
stjórnar VR