Morgunblaðið - 16.03.2019, Side 6

Morgunblaðið - 16.03.2019, Side 6
Fálkinn sést flögra víða um landið og að kvöldlagi sást þessi ungi flækingur gæða sér á bráð í fjörunni á Álftanesi. Bragðaðist krásin vel, en fálkinn var þá á þangi þakinni klöppinni þegar tekið var að falla að. Samskipti fálka og rjúpu, ránfugls og bráðar, eru mjög náin, segir á vef Náttúrufræðistofnunar Ís- lands. Stofnbreytingar tegundanna eru háðar stofn- stærð hvorrar fyrir sig. Stofnarnir rísa og hníga og talið er að íslenski fálkastofninn sé innan við 400 óðalspör og fjöldi einstaklinga innan við 2.000. Mest og helst sést fálkinn í Þingeyjarsýslum og unir sé þar vel. Fálkinn í fjörunni á Álftanesinu Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Morgunblaðið/Árni Sæberg Fossvogsskóli Kennarar og aðrir starfsmenn vinna nú að flutningi skólahalds í Laugardalinn. Mikil vinna fer í að meta hverju þarf að henda, hvað sé hægt að hreinsa og hvað skal sett í geymslu. Henda þarf verkum nemenda í verk- og listgreinum en foreldrar geta fengið verk barna sinna kjósi þeir svo. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Starfsmenn skólans eru að taka til hluti sem á að farga, hluti sem hægt er að taka með í nýtt húsnæði og hluti sem geyma á til næsta skóla- starfs,“ segir Helgi Grímsson, sviðs- stjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg, um stöðu mála í Fossvogsskóla sem hefur verið lok- aður vegna myglu sem þar fannst frá 13. mars. Skólahald mun ekki fara fram í því húsnæði fyrr en á næsta skólaári þegar búið er að gera við skemmdir. Fara eftir leiðsögn sérfræðinga „Við njótum leiðsagnar sérfræð- inga hvað varðar frágang á hlutum úr skólanum og fylgjum þeirra leið- beiningum í einu og öllu. Við höfum reynslu frá öðrum stöðum og ef það á að nota hlutina aftur þarf að hreinsa þá og sumt er þess eðlis að það svar- ar ekki kostnaði,“ segir Helgi og bendir á að ekki sé ráðlegt að taka bólstruð sæti og svamp með úr rým- um sem mygla hefur verið í án hreinsunar eða útskiptingar. Helgi segir að engar bækur verði teknar með af bókasafni skólans. „Bókasafnið var við útvegg þar sem hafði verið mikill leki. Við mun- um því bíða með ákvörðun um bæk- urnar þar til við vitum hvernig ástandið var í rými bókasafnsins. Þeim verður þá annaðhvort hent eða kannað hvort hægt sé að hreinsa þær með einhverri tækni,“ segir Helgi og bætir við að Fossvogsskóli fái lánaðar bækur þar til skólahald hefjist að nýju í endurbættum skóla. „Starfsfólk skólanna hefur unnið á fullu í tvo daga við að ganga frá og henda. Það er tregablandið verkefni kennara að þurfa í einhverjum til- fellum að henda verkefnum og verk- efnabönkum sem þeir hafa nýtt sér á pappírsformi. Þetta er heilmikil vinna og það má kannski segja að fyrir marga séu breytingarnar með ákveðnum hætti nýtt upphaf.“ Helgi segir að Fossvogsskóli verði starfræktur í Laugardalnum það sem eftir lifi skólaárs. 4. til 7. bekkur verði í húsnæði KSÍ, 2. og 3. bekkur verði til að byrja með í húsnæði Þróttar og Ármanns og fyrsti bekk- ur byrji í Útlandi. Að sögn Helga er stefnt að því að allir bekkir fái kennslu í Laugardalnum og að nem- endur verði ferjaðir með rútum frá Víkingsheimilinu í skólann. Mismunandi gerðir myglu Indriði Níelsson, byggingarverk- fræðingur hjá Verkís, segir misjafnt til hve ítarlegra aðgerða þarf að grípa er upp kemur mygla í húsnæði. „Það fer eftir því um hvers konar myglu eða svepp er að ræða. En það fer líka eftir því hversu viðkvæmur einstaklingur sem dvelur í sýktu rými er, til hvaða aðgerða þarf að grípa,“ segir Indriði og bætir við að ef um litla skemmd sé að ræða sem lagfærð er fljótlega sé ekkert að ótt- ast, en ef skemmdin er mikil þarf að skoða rýmið vel. Að sögn Indriða er hægt að þrífa húsgögn og annað með sléttum flöt- um. Eitthvað sé hægt að þrífa með sértökum ósonefnum en suma hluti sé alls ekki hægt að þrífa og þeim getur því þurft að henda. Sérstak- lega ef umfang skemmdanna er mik- ið eða ef einstaklingur er mjög við- kvæmur með tilliti til ofnæmis. Tekur á kennara Fossvogs- skóla að henda verkefnum  Skólahald Fossvogsskóla í Laugardalnum og rútuferðir frá Víkingsheimilinu Fossvogsskóli » Farga þarf húsgögnum sem innihalda svamp, pappír o.fl. » Farga þarf verkefnum nem- enda í list- og verkgreinum. » Foreldrar hafa val um hvort þeir sæki verk barna sinna úr list- og verkgreinum. » Skoðað verður hvaða efni í list- og verkgreinum verða not- uð áfram og hvað verði endur- nýjað. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019 sp ör eh f. Sumar 7 Eire, eyjan græna Írland, býður upp á svo ótal margt sem gleður; fallegt landslag, áhugaverða sögu, söngva, sagnir og skemmtilegt kráarlíf. Við ökum hinn margfræga Kerry hring þar sem verða á vegi okkar litskrúðug sjávarþorp, skoðum viskíverksmiðju í Midleton, stöldrum við í miðbæ Cork og ljúkum svo ferðinni í hinni líflegu Dublin. 9. - 16. júní Fararstjóri: Jón Baldvin Halldórsson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Írland - eyjan græna „Það eru graf- alvarleg tíðindi sem hafa borist í gegnum fréttir af heilsuspillandi rakaskemmdum í húsnæði sem heyrir undir skóla- og frí- stundasvið Reykjavíkur. Það vekur einnig óhug að slíkum tilfellum hefur fjölg- að nokkuð að undanförnu – rétt eins og einhvers konar myglufaraldur sé í uppsiglingu á þeim stöðum sem mygla ætti einna síst að fá að grass- era,“ segir í bókun sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks í umhverfis- og heilbrigðisráði lögðu fram í gær á sérstökum aukafundi sem haldinn var vegna umfjöllunar um myglu- og rakavandamál í byggingum á vegum Reykjavíkurborgar að und- anförnu. Voru það fulltrúar Sjálfstæðis- flokks og fulltrúi Miðflokks sem óskuðu eftir þessum fundi og var slæmt ástand Fossvogsskóla meðal annars tilefni fundarins, en alls er vitað um slæmt ástand í fjórum skólum og þremur til fjórum frí- stundamiðstöðvum. „Langvarandi fjársvelti meirihlut- ans í Reykjavík hvað snýr að við- haldi á húseignum borgarinnar er nú að birtast í þeirri myrku mynd sem nú blasir við. Þetta ástand er afleiðing af uppsöfnuðum viðhalds- skorti og rangri forgangsröðun í stjórn borgarinnar. Ljóst er að end- urskoða þarf alla verklagsþætti og verkferla er varða úttektir á skóla- húsnæði og setja fram raunhæfa áætlun um endurbætur og viðhald. Ljóst er að fara þarf í allsherjar- úttekt á skólahúsnæði í borginni í ljósi þeirra tilvika sem komin eru upp. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa nú þegar lagt fram tillögu þess efnis í borgarráði,“ segir enn fremur í bókun sjálfstæðismanna í umhverf- is- og heilbrigðisráði. khj@mbl.is Mygla sögð afleiðing sveltistefnu Ráðhús Mygla er víða í Reykjavík.  Vilja úttekt á öllum skólahúsum í RVK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.