Morgunblaðið - 16.03.2019, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Ársfund Alþjóða-viðskiptaráðsins í Davosí Sviss í janúar sækjajafnan helstu frægðar-
menn úr hópi forstjóra og stjórn-
málaleiðtoga heimsins og ræða
þar spaklega um efnahagsmál og
peninga. En á síðasta fundi nú í
janúar féllu þeir í skuggann fyrir
Gretu Thunberg, 16 ára gamalli
sænskri skólastúlku, sem sat,
klædd bleikum buxum og með
fléttur í hárinu milli jakkafata-
klæddra karla uppi á sviði og
þrumaði yfir salnum.
„Húsið okkar brennur. Ég vil
ekki að þið séuð vongóð, ég vil að
þið verðið skelfingu lostin. Og síð-
an vil ég að þið grípið til aðgerða,“
sagði Thunberg sem hefur vakið
heimsathygli fyrir baráttu sína
fyrir því, að brugðist verði án taf-
ar við loftslagsbreytingum sem
ógni framtíð jarðarbúa. Í vikunni
tilnefndi hópur norska þingmanna
Thunberg til friðarverðlauna Nób-
els og einn þeirra, Freddy Andre
Ovstegard, sagði að Thunberg
hefði hrundið af stað fjöldahreyf-
ingu, sem væri afar þýðingarmikið
framlag til friðarmála. „Því ef við
bregðumst ekki við loftslagsbreyt-
ingunum munu þær valda stríðum,
átökum og flóttamannastraumi,“
sagði hann.
Mótmælastaða við þinghúsið
Thunberg hóf baráttu sína á
síðasta árið þegar hún tók sér
stöðu fyrir utan sænska þinghúsið
í Stokkhólmi með handskrifað
spjald þar sem stóð: Skólaverkfall
fyrir loftslagið. Á hverjum degi,
frá 20. ágúst til 9. september, þeg-
ar þingkosningar voru haldnar í
Svíþjóð, stóð hún þar með skiltið
sitt.
Þessi mótmælastaða vakti at-
hygli sænskra fjölmiðla og brátt
vissu allir Svíar, að ung stúlka
neitaði að mæta í skólann og vildi
heldur berjast fyrir umhverfið.
Skiptar skoðanir voru um þetta
framtak, sumir sögðu,
að skikka ætti hana til
að fara í skólann, það
er jú skólaskylda í
Svíþjóð. En Greta hélt
verkfallinu áfram,
fleiri ungmenni bættust í hópinn
framan við sænska þinghúsið og
barátta þeirra tók flug á sam-
skiptamiðum og barst til fleiri
landa. Tunberg var boðið að sækja
TEDxStockholm-ráðstefnuna í
Svíþjóð í nóvember og loftslags-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í
Katowice í Póllandi í desember,
síðan lá leiðin til Davos. Og í gær
skrópuðu ungmenni um allan
heim, þar á meðal hér á landi, í
skólanum um hádegisbil og komu
saman til að krefjast aðgerða í
loftslagsmálum.
Langt frá staðalímyndinni
Þessi feimnislega stúlka er
óralangt frá staðalímynd alþjóð-
legra baráttumanna á borð við
Bono og Jane Goodall, sem hún
hefur þó verið borin saman við.
Greta fæddist 3. janúar 2003.
Móðir hennar, Malena Ernman, er
þekkt óperusöngkona og tók m.a.
þátt í Eurovision fyrir hönd Svía
árið 2009. Faðir hennar, Svante
Thunberg, er leikari. Afi hennar
Olof Thunberg, var einnig þekktur
leikari og leikstjóri.
Fram hefur komið að Greta
hefur verið greind með Asperger-
heilkenni, áráttuhegðun og fleiri
persónuleikaraskanir. Faðir henn-
ar sagði í viðtali við danska ríkis-
útvarpið í vetur, að Greta hefði
lengi haft miklar
áhyggjur af loftslags-
málum og þjáðst af
þunglyndi og ekki
getað sótt skóla í
heilt ár. En eftir að
hún hóf baráttu sína liði henni
betur.
Í bók, sem Malena Ernman
sendi frá sér í fyrra um fjölskyld-
una lýsti hún því hvernig Greta
hefði fengið þau til að hætta að
fljúga, til að minnka kolefnis-
sporið, og taka upp vegan-lífsstíl.
Sjálf segist Greta vilja haga sér í
samræmi við þann boðskap sem
hún flytur.
Í Davos sagði hún við blaða-
menn, að henni þætti óþægilegt að
tala við fólk. „Ég tala bara þegar
ég þarf nauðsynlega að tala.“
En hún hefur náð eyrum
margra og segist telja að ástæðan
sé sú að hún er barn.
„Þegar ég segi að þið hafið
stolið framtíð minni og komandi
kynslóða held ég að fullorðna fólk-
ið skammist sín.“
„Ég vil að þið grípið til aðgerða“
Sextán ára gömul sænsk
skólastúlka hefur hrund-
ið af stað heimshreyfingu
til að berjast fyrir aðgerð-
um í loftslagsmálum.
„Húsið okkar brennur,“
segir hún og milljónir
ungmenna um allan
heim taka undir.
AFP
Mótmæli Greta Thunberg hefur farið víða um Evrópu og ávarpað mótmælafundi. Hér er hún á fundi við ráðhúsið í Hamborg í Þýskalandi í byrjun mars.
Í Davos Greta Thunberg flytur ávarp sitt á ársfundi Alþjóðaviðskiptaráðs-
ins í janúar þar sem hún flutti fulltrúum stórfyrirtækja boðskap sinn.
Jörðin þarfnast okkar Ungmenni á mótmælafundi í Aþenu í gær.
AFP
„Ég held að
fullorðna fólkið
skammist sín.“
Ég verð að geta
unnið og lifað.
Laus við verki.
Fyrir góða líðan
nota ég Gold,
Active og gelið.
Erna Geirlaug Árnadóttir – innanhússarkitekt