Morgunblaðið - 16.03.2019, Síða 17

Morgunblaðið - 16.03.2019, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Þjóðernisöfgamaður skaut 49 manns til bana, þeirra á meðal börn, í árás- um á tvær moskur í borginni Christ- church á Nýja-Sjálandi í gær. Um 48 manns voru flutt á sjúkrahús vegna skotsára, þ. á m. ung börn, og um tuttugu voru alvarlega sár. Árásirn- ar eru þær mannskæðustu sem gerð- ar hafa verið á múslíma í nútímasögu Vesturlanda. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, fordæmdi hryðju- verkin og sagði að þetta væri „einn dimmasti dagur í sögu landsins“. 28 ára maður, sem fæddist í Ástr- alíu, var handtekinn og ákærður fyr- ir fjöldamorð. Tveir aðrir voru í haldi lögreglu í gær en ekki var vitað hvort þeir hefðu tekið þátt í árásunum. Ríkislögreglustjórinn Mike Bush sagði að árásarmaðurinn hefði ekki verið undir eftirliti lögreglunnar og öryggisstofnana á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu. Hryðjuverkamaðurinn var með myndavél og notaði hana til að sýna sautján mínútna myndskeið í beinni útsendingu á Facebook þar sem hann sást skjóta fólk af stuttu færi, m.a. blóðug börn sem reyndu að skríða skelfingu lostin í burtu. Hann birti einnig myndir á Twitter en reikningum hans á báðum sam- félagsmiðlunum var lokað. Lögregl- an sagði að þeir sem dreifðu mynd- skeiðinu, sem sett var á netið, ættu yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. „Nafn Ebbu misnotað“ Árásarmaðurinn birti einnig 74 síðna „stefnuyfirlýsingu“ á netinu þar sem hann lýsti hatri sínu á músl- ímum og undirbúningi árásanna. Yfirlýsingin var undir yfirskriftinni „umskiptingin mikla“, með skírskot- un til samnefndrar samsæriskenn- ingar sem kom fyrst fram í Frakk- landi. Hún gengur út á að evrópskar þjóðir séu að láta í minni pokann fyr- ir innflytjendum sem fjölgi sér hrað- ar og séu að leggja heimalönd þjóð- anna undir sig. Hryðjuverkamaðurinn kvaðst hafa fengið „blessun“ norska fjölda- morðingjans sem drap alls 77 manns í árásunum í Noregi í júlí 2011. Hann sagðist hafa byrjað að undirbúa árás- irnar árið 2017 og nefndi tvo atburði sem hann sagði hafa haft mikil áhrif á sig það ár: ósigur þjóðernissinnans Marine Le Pen í forsetakosningum í Frakklandi og hryðjuverkið í mið- borg Stokkhólms þegar úsbeskur hælisleitandi ók flutningabíl á hóp fólks og varð fimm manns að bana. Ástralski hryðjuverkamaðurinn kvaðst hafa ákveðið að gera árásirn- ar á moskurnar til að „hefna Ebbu Åkerlund“, ellefu ára stúlku sem beið bana í árásinni í Stokkhólmi. Hann setti einnig nafn stúlkunnar á byssu sem hann notaði í árásunum. Móðir stúlkunnar, Jeanette Åker- lund, kvaðst vera miður sín yfir því að nafn Ebbu hefði verið misnotað með þessum hætti. „Þetta gengur á skjön við allt sem hún stóð fyrir. Hún breiddi út ást og umhyggju, ekki hat- ur,“ sagði hún í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. „Það er mjög sorg- legt að nafn Ebbu skuli vera misnot- að í pólitískum áróðri,“ hafði sænska blaðið Aftonbladet eftir móðurinni. Skaut börn af stuttu færi Árásarmaðurinn hóf fyrst skot- hríð í moskunni Masjid Al Noor þar sem 41 lét lífið. Sjö biðu bana í ann- arri mosku, Linwood Masjid, sem er í fimm km fjarlægð frá fyrrnefndu moskunni. Einn til viðbótar mun hafa dáið af skotsárum á sjúkrahúsi. Lögreglan fann tvær sprengjur í bíl eins þeirra sem voru handteknir. Árásirnar ollu miklum óhug meðal múslíma á Nýja-Sjálandi. Margir þeirra eru flóttamenn, meðal annars frá Sýrlandi og Afganistan. Hryðjuverkamaðurinn hóf skot- hríðina í sal þar sem karlmenn voru á bæn og hélt drápunum áfram í sal þar sem konur voru með börnum sín- um. Einn þeirra sem lifðu af kvaðst hafa verið á bæn þegar hann heyrði skothvellina og síðan séð lík konu sinnar á göngustíg fyrir utan þegar hann hljóp frá moskunni. Annar moskugestur kvaðst hafa séð hryðj- verkamanninn skjóta börn til bana af stuttu færi. „Lík lágu út um allt,“ sagði hann. Vopnaðir lögreglumenn voru sendir á nokkra staði í Christchurch skömmu eftir árásirnar, m.a. skóla. Þúsundir barna höfðu komið saman á nálægu torgi til að krefjast aðgerða gegn loftslagsbreytingum í heimin- um og lögreglan bað þau um að fara þaðan í öryggisskyni. Hryðjuverk í beinni útsendingu  49 manns létu lífið og tugir særðust í skotárás á tvær moskur á Nýja-Sjálandi  Fjöldamorðinginn notaði myndavél til að sýna árásirnar á Facebook  Lýsti hatri á múslímum og innflytjendum á netinu AFP Hryðjuverk Eitt fórnarlamba skotárása þjóðernisöfgamanns á tvær moskur flutt á sjúkrahús í Christchurch. Dómkirkja Hagley Oval (krikketvöllur) Masjid Al Noor- moskan Linwood Masjid (moska) Deans Ave Linwood Ave Tugir manna létu lífið í árásum í Christchurch Skotárásir á fólk í tveimur moskum Christchurch Wellington Hryðjuverk á Nýja-Sjálandi 300 km 2 km Mannskæðustu árás- irnar í sögu landsins » Fjöldamorð eru óalgeng á Nýja-Sjálandi og árásirnar í gær eru þær mannskæðustu í sögu landsins. Íbúar þess eru 4,8 milljónir og að jafnaði eru framin þar um 50 morð á ári. » Lög um byssueign voru hert til að takmarka aðgang að sjálfhlaðandi byssum árið 1992, tveimur árum eftir að þrettán manns létu lífið í skot- árás andlega vanheils manns í bænum Aramoana á Suðurey. » Christchurch er stærsta borgin á Suðurey, með rúm- lega 400.000 íbúa. Jarðskjálfti reið yfir borgina árið 2011 og 185 manns létu þá lífið. Scott Morrison, forsætisráð- herra Ástralíu, gagnrýndi í gær ummæli ástralsks þingmanns, Frasers Annings, sem sagði fjölgun múslíma vera megin- orsök fjöldamorðanna í gær. „Ég er algerlega andvígur hvers konar ofbeldi í samfélagi okkar og fordæmi árásir byssumanns- ins,“ sagði Anning en bætti við að fjöldamorðin endurspegluðu vaxandi ótta íbúa Nýja-Sjálands og Ástralíu vegna fjölgunar múslíma. „Raunveruleg ástæða blóðbaðsins á götum Nýja- Sjálands er innflytjendastefnan sem gerir múslímskum öfga- mönnum kleift að flytja til Nýja- Sjálands.“ „Ummæli Frasers Annings, þar sem hann kennir innflytj- endastefnunni um fjöldamorð hægrisinnaðs öfgamanns, eru viðbjóðsleg,“ sagði forsætisráð- herrann. „Viðbjóðs- leg“ ummæli INNFLYTJENDASTEFNU NÝJA-SJÁLANDS KENNT UM H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Trésmiðja með 40 ára rekstrarsögu sem sérhæfir sig í innréttinga- smíði fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið er vel tækjum búið og í eigin húsnæði. Velta 130 mkr. • Fyrirtæki sem framleiðir ákveðnar tegundir einfaldra matvæla fyrir aðra aðila á markaði. Töluverð sjálfvirkni þannig að kostnaði er mjög stillt í hóf. Velta 100 mkr. og afkoman sérlega góð. • Heildverslun sem flytur inn ýmsan tæknibúnað til hitunar, kælingar og loftræstingar. Velta yfir 200 mkr. og góð afkoma. • Blikkiðjan ehf. í Garðabæ. Um er að ræða rekstur og fasteign að Iðnbúð 3. Velta um 80 mkr. • Þjónustufyrirtæki á mjög sérhæfðu sviði sem hefur eftirlit með hrein- læti á vinnustöðum, gerir tillögur að kerfum og sér um úttektir. Velta 100 mkr. og góð afkoma. • Hádegisverðarþjónusta þar sem bæði er sent í fyrirtæki og neytt á staðnum í hádeginu. Tilvalið fyrir samhenta fjölskyldu og kokka. Velta 100 mkr. Töluverðir möguleikar fyrir duglega aðila að auka veltuna. • Gott fyrirtæki með áratuga sögu sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum og sölu varahluta sem það flytur sjálft inn. Velta nokkuð stöðug undan- farin ár og jákvæð afkoma. • Litlar heildsölueiningar sem henta sem viðbót við annað. Um er að ræða snyrtivörur fyrir fagfólk, bætiefni og ýmsa smávöru. • Ungt og hratt vaxandi veitingastaður (2 staðir) þar sem áhersla er lögð á hollan skyndibita í hádeginu og á kvöldin. Veltan í ár áætluð 280 mkr. og EBITDA 20 mkr. Miklir möguleikar á að fjölga stöðum undir vörumerkinu sem hlotið hefur góðar viðtökur. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.isMorðingi Árásarmaðurinn á mynd- skeiði sem hann setti á Facebook.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.