Morgunblaðið - 16.03.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.03.2019, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019 Austurvöllur Í miðbæ Reykjavíkur iðar allt af lífi en stundum eru þar líka átök, enda er Alþingishúsið þar. Nýlega var á Austurvelli sett upp tjald þegar hælisleitendur og stuðningsmenn þeirra mótmæltu aðbúnaði umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi. Jón Sigurðsson, sjálfstæðishetja íslensku þjóðarinnar, lætur ekkert hagga sér þar sem hann stendur og horfir yfir völlinn. Árni Sæberg Það kemur betur og betur í ljós þessi misserin að loftslags- vandinn snertir okkur öll og að þjóðir heims- ins þurfi að taka höndum saman ef koma á í veg fyrir að jörðin falli illa til bú- setu fyrir margar þeirra. Það er ljóst að hver einasta aðgerð stjórnvalda til að stuðla að umhverfisvernd skiptir máli. Nýlega mælti ég fyrir frumvarpi mínu um breytingar á lögum um tekjuskatt sem fela í sér að fram- lög til aðgerða sem gagnast kolefnisbind- ingu verði frádrátt- arbær frá tekjuskatti, en þau eru það ekki eins og staðan er í dag. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér fram- sækin markmið og góðar áætlanir í lofts- lagsmálum. Fyrra skrefið verður tekið með því að gangast undir skuldbindingar Parísarsamkomulags- ins um samdrátt í losun gróður- húsalofttegunda. Seinna skrefið felst í því að ná þeirri stöðu að verða kolefnishlutlaust samfélag fyrir árið 2040. Hvorugu markmiði verður náð án virkrar samvinnu ríkis, sveitarfélaga, atvinnulífs og almennings. Hvert sveitarfélagið á fætur öðru er að vinna sér umhverfis- áætlanir og þar eru unnar lofts- lagsáætlanir sömuleiðis. Ég get nefnt sem dæmi að Samband sveitarfélaga á Suðurlandi hefur tekið utan um þau sveitarfélög sem þar heyra undir og sett fram mjög metnaðarfulla umhverfis- áætlun. Sum sveitarfélög eins og Reykjavíkurborg eru aðili að því sem heitir Parísarsamningurinn, sem ekki má rugla saman við Par- ísarsamkomulagið, sem er alþjóð- legt samkomulag sveitarfélaga eða borgarsamfélaga og stórra fyrir- tækja á heimsvísu. Þriðji aðili eru auðvitað fyrir- tækin. Þegar kemur að þætti þeirra er jafnvel hægt að hugsa sér einhvers konar ívilnun þegar um er að ræða kolefnisgjald, til dæmis af útgerð, að hluti af því gæti gengið til kolefnisjöfnunar. En í því frumvarpi sem ég mælti fyrir fyrr í vor, er verið að horfa til tekjuskattsins. Þar eru þá framlög fyrirtækja til kolefnis- bindingar með skógrækt eða end- urheimt votlendis innifalin í and- ófinu gegn hlýnun loftslagsins. Fjórði aðili er við sjálf. Nauðsynlegt er að fram- kvæmdin vegna frádráttar verði bæði skýr og gagnsæ svo að hún nái sannarlega markmiði sínu og leiði ekki til misnotkunar á heim- ildinni. Þá er æskilegt að umsókn um frádrátt verði hluti af áætlun um losun og kolefnisbindingu um- sækjanda. Lausn loftslagsvandans og við- brögð við honum er í höndum okk- ar allra: Ríkis, sveitarfélaga, fyrir- tækja og einstaklinga. Saman getum við leyst vandann. Eftir Ara Trausta Guðmundsson » Í frumvarpi sem ég mælti fyrir fyrr í vor eru framlög fyrir- tækja til kolefnisbind- ingar innifalin í and- ófinu gegn hlýnun loftslagsins. Ari Trausti Guðmundsson Skattalækkun í skiptum fyrir umhverfisvernd Höfundur er þingmaður VG. Ísland hefur verið aðili að Evrópska efnahagssvæðinu í aldarfjórðung og hafa flestar atvinnugreinar hér á landi búið við frjálst flæði vöru og þjónustu. Á EES- svæðinu öllu gilda samræmdar tækni- legar reglur og staðl- ar, þar sem lögð er áhersla á að sá sem framleiðir ákveðna vöru eða veitir tiltekna þjónustu ábyrgist að varan eða þjónustan uppfylli sett- ar kröfur og viðmið. Þegar það liggur fyrir er varan í frjálsu flæði á öllu EES-svæðinu og markaður- inn orðinn miklu stærri en heima- markaður í hverju ríki. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra hefur kynnt frumvarp til laga sem heimilar innflutning á fersku kjöti og tryggir að matvæli verði í frjálsu flæði á öllu EES að uppfylltum settum kröfum. Þetta er gert í kjölfar þess að íslensk stjórnvöld ákváðu fyrir meira en áratug í samningum við ESB að matvælalöggjöf ESB yrði hluti af EES-samningnum. Ekki verður lengur greint á milli sjávarafurða, búfjárafurða og annarra matvæla heldur gilda í meginatriðum sömu kröfur um alla framleiðslu matvæla. Þetta jafnar samkeppnisstöðu íslenskrar mat- vælaframleiðslu gagnvart fram- leiðslu á EES og skapar fyrir- tækjum aukna möguleika til að flytja inn hráefni til framleiðslu sinnar, aukna möguleika til ný- sköpunar, vöruþróunar og al- mennra viðskipta. Að auki greiðir löggjöfin leið heilnæmra íslenskra landbúnaðarafurða á innri mark- aðinn í Evrópu. Góð reynsla er af frjálsu að- gengi sjávarafurða að mörkuðum í Evrópu. Það yrði sjávarútvegi mjög þungbært ef svo væri ekki og að Ísland yrði flokkað sem svo kallað þriðja ríki gagnvart ESB. Stór hluti útflutnings byggist á því að koma ferskri vöru til neytenda eins hratt og frekast er unnt. Það er óhugsandi að íslensk stjórnvöld taki þá áhættu að fórna viðskipta- hagsmunum íslenskra matvæla- framleiðenda og útflytjenda ferskra matvæla, þar með talið sjávarútvegsins, þannig að Ísland yrði þriðja ríki við útflutning mat- væla til EES-ríkjanna. Samkeppn- isstaða fyrirtækja gagnvart sam- keppnisaðilum myndi versna stórum. Verð sem fyrir afurðirnar fengist yrði lægra en ella með auknum töfum við útflutning. Eftirlitskostnaður myndi marg- faldast. Afleiðingarnar yrðu ekki bundnar við fyrirtækin ein og sér og starfsmenn þeirra, heldur þjón- ustuveitendur sömuleiðis. Afkoma fyrirtækjanna yrði lakari, skatt- greiðslur drægjust saman og tekjur ríkis af veiðigjaldi sömu- leiðis. Matvælalöggjöfin leiðir einnig til þess að landbúnaðarafurðir frá ESB eiga greiðari aðgang að ís- lenskum markaði. Þær þurfa hins vegar að uppfylla kröfur um gæði og vera lausar við sýkingar. Það er þó mikilvægt að hugað sé ræki- lega að samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar og matvælavinnslu þannig að henni verði ekki ógnað. Auk tollverndar sem greinin nýtur þarf að gæta þess að fyrirtækj- unum verði ekki íþyngt meira en nauðsyn ber til með eftirliti, leyf- isveitingum og refsingum. Í frumvarpinu er að finna mikil- væg ákvæði um svokallaðar við- bótartryggingar vegna hættu á salmonellusmiti. Þá þarf að efla markaðseftirlit og tryggja að það nái jafnt til innlendra matvæla og erlendra. Það má þó ekki vera óþarflega íþyngjandi, eins og áður segir. Í mótvægisaðgerðum stjórn- valda er lögð áhersla á lýðheilsu og vernd búfjárstofna, aukna fræðslu og að bæta samkeppnis- stöðu innlendrar matvælafram- leiðslu. Í þessu felast mikilvægar varnir sem verður að framfylgja. Frjáls viðskipti hafi ætíð reynst Íslendingum vel, aukið hagvöxt og velferð alls almennings. Svo mun einnig verða með þau frjálsu við- skipti sem nú er mælt fyrir um í frumvarpi til laga. Eftir Eyjólf Árna Rafnsson og Jens Garðar Helgason » Það er óhugsandi að íslensk stjórnvöld taki þá áhættu að fórna viðskiptahagsmunum ís- lenskra matvælafram- leiðenda og útflytjenda ferskra matvæla. Eyjólfur Árni Rafnsson Eyjólfur Árni er formaður Samtaka atvinnulífsins. Jens Garðar er for- maður Samtaka fyrirtækja í sjávar- útvegi. Jens Garðar Helgason Frjáls viðskipti eru allra hagur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.