Morgunblaðið - 16.03.2019, Síða 28

Morgunblaðið - 16.03.2019, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019 Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is ✝ Hugrún Krist-jánsdóttir fæddist á Patreks- firði 1. júní 1936. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjólgarði, Höfn í Hornafirði, 6. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristján Andrés Ingvason, f. 4. jan- úar 1895, d. 2. maí 1984, og Hall- dóra Magnúsdóttir, f. 10. desem- ber 1910, d. 2. mars 1982. Systur Hugrúnar eru Maggý, f. 1. júní 1930, d. 28. okt. 2016, Ragnheið- ur, f. 1. mars 1941, d. 18. ágúst 1998, og Ásrún, f. 12. des. 1947, d. 23. nóvember 1952. Hugrún ólst upp á Patreks- firði. Eftir skólagöngu í Barna- skóla Patreksfjarðar vann hún m.a. í Vatneyrarbúðinni en flutti um tvítugt til Reykjavíkur. Hugrún giftist 21. september 1957 Theodóri Heiðari Péturs- f. 21. maí 1963, börn hennar og Júlíusar Guðmundssonar fyrrv. eiginmanns eru 3 og barnabörn- in 6, Halldóru, f. 8. september 1965, maki Halldór Grétarsson, f. 29. júlí 1960, þeirra börn eru 3 og barnabörnin 2, og Elínu Þór- dísi, f. 20. desember 1971, henn- ar börn eru 4. Hugrún giftist 11. júlí 2015 Sigfúsi G. Benediktssyni vél- stjóra, f. 20. nóvember 1942. Hann á 4 börn og 13 barnabörn. Hugrún og Heiðar hófu bú- skap í Reykjavík árið 1957 en fluttu til Patreksfjarðar 1959 og bjuggu þar til ársins 1963 er þau fluttu til Hornafjarðar þar sem þau voru búsett síðan að undan- teknum árunum 1971-1974 er þau bjuggu í Kópavogi. Hugrún og Sigfús hófu sam- búð árið 1997 á Höfn og bjuggu þar allan sinn búskap. Sökum heilsubrests flutti Hugrún á Hjúkrunarheimilið Skjólgarð árið 2011. Auk barnauppeldis og heimilisreksturs sinnti Hugrún verslunarstörfum og rekstri flutningafyrirtækis. Útför Hugrúnar fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 16. mars 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Hafnar- kirkjugarði. syni bílstjóra, f. 15. janúar 1933, d. 19. ágúst 1988. Hugrún og Heiðar eign- uðust átta börn, Kristján Rafn f. 28. mars 1957, maki Hildur Helga Gísla- dóttir f. 10. ágúst 1960, þeirra börn eru 6, barnabörnin 12 og 1 langafa- barn, Heimi Örn f. 30. apríl 1959, maki Konný Sól- ey Guðmundsdóttir, f. 3. janúar 1960, þeirra börn eru 5 og barnabörnin 13, Guðbjörgu El- ínu, f. 24. maí 1960, hennar börn eru 3 og barnabörnin 6, Hregg- við, f. 1. júlí 1961, maki Hildur Eiríksdóttir, f. 21. mars 1947, hans börn eru 4 og barnabörnin 7, Ásrúnu, f. 8. febrúar 1963, maki Guðbjartur Bergmann Þorsteinsson, f. 8. nóvember 1934, d. 11. maí 2018, þau eiga einn son, Heiðrúnu, f. 23. ágúst 1964, maki Ilías Karl Moustacas, Tengdamóður minni kynntist ég þegar hún var um fertugt og tiltölulega nýorðin amma, ég minnist þess að finnast hún roskin. Það segir meira um ung- linginn sem átti hjarta frum- burðar hennar en hana sjálfa. Hugrún var akkerið á stóru heimili þar sem tengdafaðir minn var oft að burtu vegna vinnu og börnin flest heima. Börnin hennar nutu mikillar fyr- irtaksþjónustu þótt hún væri sjálf útivinnandi. Mér, sveita- stelpunni, fannst lítið fara fyrir þátttöku annarra en hennar sjálfrar í heimilisstörfunum, reyndar léku þau í höndum hennar. Fyrsta búskaparárið okkar Kristjáns bjuggum við á Höfn, ég leitaði gjarna leiðbeininga Hugrúnar varðandi heimilis- haldið og uppeldi stjúpsonar míns sem dvaldi stundum hjá okkur enda var ég nánast alger byrjandi á þessum sviðum. Hún var góður leiðbeinandi og gaf góð ráð sem ég hef búið að æ síð- an. Þrátt fyrir annir heima og í vinnu sinnti Hugrún tónlist sem hún hafði mikinn áhuga á, hún hafði fallega söngrödd og spilaði á gítar. Minnast börnin og barnabörnin daglegra söngtíma og þess að hún söng þau í svefn. Hugrún var falleg kona, heilsuhraust og sterkbyggð og passaði vel upp á útlitið og segja má að eitt af því sem tengdafor- eldrar mínir áttu sameiginlegt hafi verið snyrtimennskan. Það er óskiljanlegt hvernig hún náði að koma öllu í verk og að líta ávallt vel út. Hún átti t.d. ekki sjálfvirka þvottavél fyrr en með sitt sjöunda barn, líklega var ekki í boði að gefast upp og það gerði hún ekki þótt lífið byði uppá á áföll af ýmsu tagi. Það voru mikil umskipti í lífi Hugrúnar þegar hún varð ekkja 52 ára, hún hóf þá að reka versl- un ÁTVR á Höfn og vann þar út starfsævina. Hugrún varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að kynnast seinni manninum sínum, Sigfúsi Benediktssyni, og áttu þau sam- an mörg góð ár og nutu þess að ferðast um landið og í Noregi. Þá varð gamall draumur Hug- rúnar að veruleika þegar hluti fjölskyldunnar eignaðist æsku- heimili hennar á Patreksfirði, þar sem þau Sigfús dvöldu oft. Hugrún naut þess að vera á bernskuslóðunum, samvistum við æskuvini og fjölskyldu. Fyrir rúmum átta árum fékk Hugrún blóðtappa sem olli því að hún lamaðist að mestu öðrum megin. Olli þetta miklum breyt- ingum í lífi þeirra Sigfúsar. Hug- rún flutti á Hjúkrunarheimilið Skjólgarð og Sigfús flutti heimili þeirra í húsnæði þar sem Hug- rún átti auðvelt með að dvelja og eiga stundir með fjölskyldu og vinum. Sigfús festi einnig kaup á sérbúnum bíl og gátu þau þannig farið í bíltúra sem þau höfðu svo gaman af. Hún tengdamóðir mín var sannarlega roskin þegar hún féll frá á áttugasta og þriðja aldurs- ári, hún var orðin lasin og veik- burða en við góða andlega heilsu. Sigfúsi eiginmanni henn- ar viljum við fjölskyldan þakka fyrir að vera henni einstaklega góður alla tíð, ekki síst þegar hún þurfti mest á honum að halda, starfsfólk Skjólgarðs fær einnig þakkir fyrir sérlega góða og faglega umönnun. Tengdamóður minnar minnist ég með hlýju og þakklæti, hún var stoltur Hafnarbúi en hjarta hennar sló líka á Patreksfirði. Langt í vestri vakir byggðin mín vinaleg í faðmi brattra fjalla. Unaðsleg hún ól upp börnin sín er þau hlupúum strönd og græna hjalla. Roðagylltur Rauðisandur er. Rís úr hafi landsins ysti vörður. Ævinlegáer efst í huga mér æskubyggðin kæra, Patreksfjörður. (Ómar Ragnarsson) Hildur Helga Gísladóttir. Hugrún Kristjánsdóttir ✝ Guðrún Sigurð-ardóttir fæddist í Hnífsdal 21. maí 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði 3. mars 2019. Foreldrar hennar voru Sigurður Pét- ursson, f. á Kleif á Skaga 22. ágúst 1893, d. 23. maí 1957, og Kristín Jó- hannsdóttir, f. í Þverdal í Aðal- vík 18. ágúst 1896, d. 5. júní 1982. Tvíburabróðir Guðrúnar er Guðmundur Jósep Sigurðsson, f. 21.5. 1924, d. 7.8. 1992. Samfeðra systkin eru Pétur, f. 18.12. 1931, d. 14.10. 2018, Helga Guðrún, f. 12.6. 1934, d. 2.8. 2014 og Svavar Gunnar f. 29.8. 1935, d. 19.12. 2017. Sammæðra systkin eru Jó- hann Sigurðsson, f. 15.6. 1913, d. 23.10. 1986, Páll Sigurðsson, f. 15.5. 1917, d. 15.2. 2013, Hermann Alfreð Bjarnason, f. 28.1. 1928, d. 3.6. 1946, Hákon Bjarnason, f. 28.1. 1928, d. 27.10. 2009, Oddur Jakob Bjarnason, f. 27.10. 1932, d. 9. 10. 2004, og Kristín Sveiney Bjarnadóttir, f. 27.10. 1932. ágúst 1960, fv. sambýliskona Guðrún Auður Skúladóttir, þeirra barn er Telma Björg, f. 7.2. 1984. Eiginkona Kristins er Harpa Jónsdóttir, f. 16.7. 1965. Börn þeirra: Ragnar, f. 13.7. 1994, og Þórhildur Stein- unn, 13.5. 1998. 5) María, f. 15.6. 1966. Fv. eiginmaður Benedikt Einarsson, f. 21.11. 1963, dætur þeirra eru Erna Guðríður, f. 14.5. 1985, og Anna Margrét, f. 16.10. 1997. Eiginmaður Maríu er Rúnar Már Jónatansson, f. 22.9. 1966. Dætur Rúnars eru Katla og Magna. Guðrún ólst upp hjá afa sín- um og ömmu, Jóhanni Jó- hannssyni og Sigríði Borgars- dóttur frá Þverdal í Aðalvík. Guðrún tók próf frá Gagn- fræðaskóla Ísafjarðar og Hús- mæðraskólanum. Hún fór á námskeið í húsmæðraskólanum á Laugarvatni, vann á farsóttarhúsinu í Reykjavík. Hún vann í skóbúð Ágústs Leóssonar og í apóteki Ísa- fjarðar. Eftir giftingu var Guð- rún heimavinnandi þar til Níels féll frá, þá fór hún aftur á vinnumarkað og vann við rækju og kjötvinnslu. Guðrún starfaði með kvenfélaginu Hlíf og söng með Sunnukórnum. Guðrún bjó á Hlíf 2 en naut at- lætis á hjúkrunarheimilinu Eyri þar til yfir lauk. Útför Guðrúnar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 16. mars 2019, klukkan 14. Guðrún giftist 3. maí 1947 Níelsi Guðmundssyni málarameistara, f. 5.10. 1922, d. 5.11. 1979. For- eldrar Níelsar voru Guðmundur Sæmundsson og Margrét Péturs- dóttir. Guðrún og Níels hófu bú- skap í Tangagötu 17, síðar Aðalstræti 17. Börn: 1) Hermann Alfreð, f. 28.2. 1948, d. 21.1. 2015, fv. eigin- kona Svandís Rafnsdóttir, f. 14.4. 1949, d. 20.8. 2009. Börn: Níels, f. 20.9. 1968, og Rafn, f. 4.8. 1975. Sambýliskona Her- manns var Ingibjörg Ingadótt- ir og þeirra dóttir er Nína Dagrún, f. 28.8. 1996. Seinni eiginkona Hermanns er Kristín Theódóra Nielsen. 2) Sigríður, f. 11.12. 1950, eiginmaður Gísli Vigfússon, f. 16.5. 1951. Börn: Vigfús, f. 8.12. 1973, Sólveig, f. 13.4. 1977, og Níels Rúnar, f. 21.5. 1980. 3) Guðmundur Grétar, f. 25.2. 1957, eiginkona er Guðrún Eyjólfsdóttir, f. 8.6. 1962. Börn: Níels, f. 17.1. 1985, og Helga Kristbjörg, f. 29.9. 1987. 4) Kristinn Jóhann, f. 18. Móðir mín hefur nú kvatt okkur eftir langa og góða ævi, þótt ekki blési byrlega í upp- hafi. Hún fæddist í skúr í Hnífsdal, á heimili móðurfor- eldra sinna sem stuttu áður höfðu flutt frá Þverdal í Að- alvík. Kristín móðir hennar hafði verið gift og skilið og bjó þar hjá foreldrum sínum með tvo drengi, Pál og Jóhann. Hún eignast þar síðan tvíburana mömmu og Guðmund Jósep, með Sigurði Péturssyni, en ekki varð meira úr þeirra sam- bandi. Hart var í ári og þegar Kristín amma flutti út til að vinna fyrir sér varð mamma eftir hjá afa sínum og ömmu, Jóhanni Jóhannssyni og Sigríði Borgarsdóttur. Þau fluttu úr þessum óþétta skúr í kjallara- herbergi í Smiðjugötu á Ísa- firði. Í herberginu var kamína, svo þar var vel hlýtt en lýst var með olíulömpum. Mamma minntist þess ekki að hafa verið svöng, alltaf var nóg af fiski, rúgbrauði og floti, einnig ómæld ást og umhyggja. Sigríður amma kenndi mömmu snemma að lesa og las hún upphátt fyrir afa sinn allt sem náðist í. Kristín mamma hennar fór svo í sambúð með Bjarna Hanssyni og eignaðist tvisvar með honum tvíbura. Sigríður amma sá til þess að mamma hefði samband við föð- urfjölskylduna og átti mamma gott samband við Gróu Sam- úelsdóttur og hálfsystkin sín. Þökk sé verkalýðsbaráttu þessa tíma vænkaðist hagur og flutt var í íbúð í verkamannabústöð- um. Mamma var þá orðin stálp- uð og gekk vel að læra og fór í gagnfræðaskólann eftir skyldu- nám, með stuðningi Jóa bróður síns sem líka ólst upp hjá afa og ömmu. Í skólanum eignaðist mamma góðar vinkonur og hleyptu þær heimdraganum og fóru á sumarnámskeið í Hús- stjórnarskólanum á Laugar- vatni og náðu að vera viðstadd- ar lýðveldisstofnunina 1944. Síðan lá leiðin til Reykjavík- ur í vinnu á farsóttarhúsinu undir stjórn Maríu Maack. Heimþráin fór að segja til sín og mamma fór aftur heim til Ísafjarðar í húsmæðraskólann þar. Níels Guðmundsson og mamma voru þá orðin kærustu- par og gengu þau í hjónaband 1947. Þau hófu búskap í Tanga- götu 17, þar bjó fjölskylda Níelsar og mamma með sína mannkosti var fljót að mynda vinskap, sérstaklega við svil- konu sína, Gunnu Ásgeirs. Fljótlega hófst bygging á blokkinni í Aðalstræti 17. Það reyndi á en tókst og þangað var flutt 1955. Lífið gekk sinn vanagang með uppeldi barna, heyskap í Arnardal, berjaferð- um og ýmsu öðru sem lífið bauð upp á. Árið 1979 varð pabbi bráðkvaddur. Það var mikið áfall og mamma var mjög lengi að glíma við sorgina. Árin hennar mömmu á Hlíf 2 voru lífleg. Farið var í ferðalög, endalaust drukkið kaffi og spjallað, og hún tók þátt í kvennahlaupinu. Árin liðu og vinkonurnar féllu frá en nýjar vinkonur tóku við á Hlíf en þá var móðir mín orðin langelst og heilsan farin að bila. Margt ber að þakka, í fyrsta lagi fyrir að hafa átt svona góða foreldra, Gumma bróður og Guðrúnu sem voru aðalstoð og stytta mömmu, Þakklát vin- konum hennar á Hlíf sem studdu hana vel,vinkonunum utan úr bæ sem heimsóttu hana oft. Síðast en ekki síst fyrir það að mamma fékk að dvelja á Eyri við frábæra umönnun og bestu aðstæður þar til yfir lauk. Far í friði, elsku mamma. Sigríður Níelsdóttir. Móðir mín fæddist í Hnífsdal 1924 í litlum skúr og segir sag- an að hún hafi verið lögð til hliðar í skókassa meðan tví- burabróðir hennar Guðmundur hafði meiri lífsmörk. Þarna komu strax í ljós hennar kar- aktereinkenni. Alltaf pollróleg, yfirveguð, klár og stóð við sitt. Eftir að hafa alist upp hjá ömmu sinni og afa giftist mamma inn í stóra samhenta fjölskyldu pabba. Mamma var vandvirk kona hvort sem það var útsaumur, bakstur, mat- seld, þrif eða samskipti ein- hvern veginn varð allt fullkom- ið í hennar höndum. Hún tók alltaf vel á móti fólki og oftar en ekki voru upprúllaðar pönnukökur á borðum. Fyrir ekki svo löngu lét mamma mig hafa ferðasögu okkar mæðgna úr ferðalagi til Svíþjóðar 1981 þegar ég var 15 ára og hún 57. Þetta var fyrsta utanlandsferðin okkar mömmu saman. Öll ferðasagan var skrásett samviskusamlega nið- ur með hennar fallegu rithönd. Þar sést hversu léttur og skemmtilegur frásagnastíllinn hennar var. Hún naut þess að ferðast og dvelja hjá börnum sínum og ættingjum á erlendri grund og hér heima. Nú er mamma farin í sitt síð- asta ferðalag þar sem pabbi bíður hennar með opinn faðm- inn. Hafðu þökk fyrir allt, elsku besta mamma mín, og hvíldu í friði. Þín dóttir María. Í dag kveðjum við Gunnu Sig., hún var hæglát kona sem lét ekki mikið fyrir sér fara. Ég held að öllum sem þekktu hana hafi líkað vel við hana. Við- ræðugóð, bráðgáfuð og einstak- lega falleg sál sem mátti ekkert aumt sjá og talaði aldrei illa um nokkurn mann. Hún var tilfinn- ingagreind eins og sérfræðing- ar mundu segja í dag. Við María og dæturnar kom- um reglulega að heimsækja hana á Hlíf keyrandi frá Reykjavík og það brást ekki að hún var búin að elda læris- sneiðar í raspi eða kjötsúpu, og svo vel útilátið að það dugði fyrir 10 manns þó við værum bara tvö eða fjögur, oft beið hún frammi á gangi í gluggan- um til að athuga hvort við vær- um ekki að koma. Elsku Gunna Sig., takk fyrir allar góðu stundirnar og allt dekrið sem ég fékk frá þér, veit að þú ert í góðum höndum hjá Níelsi þínum sem er búinn að bíða lengi eftir þér. Rúnar Már Jónatansson. Þann 16. mars verður til grafar borin tengdamóðir mín, Guðrún Sigurðardóttir, komin vel á tíunda áratuginn þegar kallið kom. Guðrún var fædd á fyrri hluta síðustu aldar, skömmu fyrir kreppuna miklu. Hún ólst upp í fátækt hjá móð- urforeldrum sínum við kröpp kjör en hlýju og umhyggju þeirra. Uppeldið og barátta fyrir bættum kjörum almenn- ings á þessum árum markaði pólítískar skoðanir Guðrúnar. Hún var jafnaðarmanneskja alla tíð og hafði litla samúð með hægri mönnum eða kommúnist- um. Ég kynntist Guðrúnu og manni hennar Níelsi þegar dóttir þeirra Sigríður bauð mér í heimsókn á heimili þeirra í málarablokkinni snemma á átt- unda áratugnum. Var mér vel tekið af þeim hjónum sem voru alla tíð samhent og samtaka í lífinu. Guðrún var mikil hús- móðir, góður kokkur og bakaði annálaðar pönnukökur og alltaf var pönnukökujárnið dregið fram er undirritaður kom í heimsókn. Ætíð var Guðrún í sólskins- skapi, félagslynd og átti fjölda vina um allt land. Guðrún ól upp ásamt manni sínum fimm mannvænleg börn og hélt hópnum saman er mað- ur hennar féll skyndilega frá langt um aldur fram. Það var sérstök stemning að koma í málarablokkina þar sem fjórir bræður bjuggu ásamt fjölskyld- um sínum. Guðrún bjó alla sína tíð á Ísafirði, fæddist þar og átti þar sínar bestu stundir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni og njóta sam- vista við hana reglulega um áratugaskeið. Síðust árin bjó Guðrún á Hlíf og naut elliár- anna meðal vina og ættingja í sátt við allt og alla. Gísli Vigfússon. Guðrún Guðríður Sigurðardóttir  Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Guðríði Sigurð- ardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.