Morgunblaðið - 16.03.2019, Qupperneq 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019
NÁNAR Á
S A L U R I N N . I S
17/03 kl. 20:00
LOS
MAMBOLITOS
TÓNLEIKARÖÐ
2 0 1 8–2 0 1 9T Í B r Á
A
le
xa
nd
ra
Kj
el
d,
D
an
íe
lH
el
ga
so
n,
Kr
ist
of
er
Ro
dr
ig
ue
sS
vö
nu
so
n,
Si
gr
ún
Kr
ist
bj
ör
g
Jó
ns
dó
tt
ir
ás
am
tS
ól
ve
ig
u
M
or
áv
ek
og
M
at
th
ía
si
H
em
st
oc
kfl
yt
ja
tó
nl
ist
fr
áK
ól
um
bí
u.
Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is
HVOLFARARKARA
Handhægir ryðfríir karahvolfarar
í ýmsum gerðum.
Tjakkur vökvadrifinn með
lyftigetu frá 900 kg.
Halli að 110 gráðum.
Vinsælt verkfæri í
matvælavinnslum
fiski – kjöti – grænmeti
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Starfsári Kammersveitar Reykjavík-
ur lýkur með bravúr kl. 16 á sunnu-
daginn í Norðurljósum í Hörpu þeg-
ar sveitin flytur tvö af stórvirkjum
kammertónbókmenntanna undir
stjórn finnska hljómsveitarstjórans
Petri Sakari. Annars vegar Kamm-
ersinfóníu nr. 1 í E-dúr, sem aust-
urríska tónskáldið Arnold Schön-
berg, lauk við árið 1906 og hins vegar
kammersinfóníu sem bandaríska
tónskáldið John Adams samdi níutíu
árum síðar, innblásinn af verki
Schönbergs – en líka teiknibíómynd-
um.
Rúnar Óskarsson, klarinettuleik-
ari, sem er í stjórn og verkefnavals-
nefnd Kammersveitar Reykjavíkur,
viðurkennir að bæði tónverkin séu
afar krefjandi og mikil áskorun fyrir
hljóðfæraleikarana, en að sama skapi
skemmtileg. „Kammersveitin frum-
flutti verk Schönbergs árið 1983, en
hljóðfæraleikararnir, sem þá voru,
eru allir hættir í sveitinni. Það hefur
lengi blundað í okkur að leika þessi
verk Schönbergs og Adams saman á
tónleikum. Þau eru verulega ólík, en
kallast á vegna þess að Adams samdi
sitt undir áhrifum Schönbergs,“ seg-
ir Rúnar og heldur áfram:
„Skandalkonsertinn“ í Vín
„Verkin eiga það sameiginlegt að í
báðum eru fjórtán flytjendur;
strengjahljóðfæraleikarar, málm-
blásarar og tréblásarar auk þess sem
í verki Adams er líka slagverksleik-
ari. Og að vera stór verk þrátt fyrir
fáa flytjendur. Lengra nær samlík-
ingin tæpast. Bæði verkin er með
sterk höfundareinkenni, annað er
ekta Schönberg, hitt ekta Adams,
sem til dæmis notar hljóðgervil í
sínu.“
Eins og um flest mannanna verk
búa einhverjar sögur að baki. Til
dæmis vakti fyrrnefnt verk Schön-
bergs ekki athygli fyrr en það var
leikið á tónleikum í Vínarborg árið
1913 á hinum svokallaða „Skandal-
konzert“ þar sem flutt voru tónverk
eftir tónskáld af Vínarskólanum svo-
kallaða. Tilraunakennd og nýstárleg
tónlistin fór fyrir brjóstið á áheyr-
endum og svo fór að óeirðir brutust
út á tónleikunum. Sjálfur sagði
Schönberg að kammersinfónían væri
mikilvægur áfangi á tónlistarferli
sínum. Leið fyrir ung tónskáld til að
rata úr vandanum sem nýjungar
Wagners á sviði hljóðfræði forms,
hljómsetningar og tilfinningatján-
ingar höfðu skapað, eins og hann
sagði.
Sköpunarferli kammersinfóníu
sinnar lýsir Adams á þá leið að hann
hafi orðið þess var að ungur sonur
hans var að horfa á gamlar teikni-
myndir í sjónvarpinu á meðan sjálfur
lá hann yfir nótunum af kammer-
sinfóníu Schönbergs. „Tónlistin í
teiknimyndunum, í senn ofvirk, áleit-
in og iðandi af hreyfingu, blandaðist í
huga mér við tónlist Schönbergs,
sem einnig er ofvirk, iðandi, og ekki
lítið áleitin. Skyndilega áttaði ég mig
á að þessar tvær hefðir eiga margt
sameiginlegt,“ sagði hann. Einnig að
sinfónía Schönbergs væri form sem
sameinaði þyngd og vægi sinfóníunn-
ar og líka gagnsæi og hreyfanleika
kammertónlistarinnar.
Áhrif frá teiknimyndum
Rúnar tekur undir orð Adams.
Hann kveðst vissulega skynja þekkt
element úr teiknimyndum í tónverki
hans, til dæmis hraða, hlaup og smá-
sprell. „Hins vegar er minna um
sprell í tónverki Schönbergs, hann
var að semja alvarlega sinfóníu.“
Spurður hvor sinfónían sé erfiðari
fyrir hljóðfæraleikara segir Rúnar að
verk Adams sé óneitanlega tækni-
lega erfiðara með sínum mörgu,
hröðu nótum. „Annars má segja að
það sé alltaf erfitt að spila góða mús-
ík. Við vorum afskaplega glöð að
Sakari var akkúrat laus á þessum
tíma og brást vel við þegar við báðum
hann að koma og stjórna tónleik-
unum. Hann er frábær stjórnandi og
félagi,“ segir Rúnar, sem á árum áð-
ur lék nokkrum sinnum undir hans
stjórn. Petri Sakari er vel þekktur í
íslensku tónlistarlífi. Hann hefur
tvisvar gegnt stöðu aðalhljómsveitar-
stjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands,
og þá stjórnaði hann margoft sýn-
ingum hjá Íslensku óperunni og fjór-
um sinnum tónleikum Kammer-
sveitar Reykjavíkur, síðast á Lista-
hátíð 2013, svo fátt eitt sé talið.
Kammersinfóníur kallast á
Kammersveit Reykjavíkur leikur tvö af stórvirkjum kammertónbókmenntanna í Norðurljósum
í Hörpu á sunnudaginn Finnski hljómsveitarstjórinn Petri Sakari heldur á tónsprotanum
Morgunblaðið/Eggert
Á æfingu Kammersveit Reykjavíkur flytur tvær kammersinfóníur frá ólíkum tímum undir stjórn Petri Sakari.
Íþessari fjórðu bók JónínuLeósdóttur um ráðríka eftir-launaþegann tekst Eddu enná ný að flækja sig í hin ótrú-
legustu mál, sem að venju koma
henni mismikið við. Edda þreytist
ekki og það ættu lesendur heldur
ekki að gera, því í Barninu sem
hrópaði í hljóði
tekst Jónínu enn
á ný að gera við-
fangsefni Eddu
áhugaverð og
spennandi.
Eins og nafnið
gefur til kynna er
umfjöllun þess-
arar fjórðu Eddu-
málasögu þó ör-
lítið átakanlegri en í fyrri bókum
Jónínu, en höfundur kemur því vel á
framfæri í sögunni hversu flókin og
margslungin heimilisofbeldismál
geta verið. Bókin er afar erfið lest-
urs á stundum, en persónu Eddu
tekst að venju, með drifkrafti og
skoplegri afskiptasemi sinni, að
halda andrúmsloftinu í léttara lagi.
Edda er orðin þreytt á eftirlauna-
lífinu og fyrir tilviljun (lesist: fyrir
einskæra afskiptasemi hennar) tekst
henni að ráða sig sem húshjálp hjá
vel settri fjölskyldu í Skerjafirð-
inum. Edda vill heldur vinna hús-
verk á launum en að sitja auðum
höndum heima hjá sér. Þó ótrúlegt
megi virðast þá gerir Edda ekki sér-
staklega í því að blanda sér í vand-
kvæði vinnuveitandans, en hún lend-
ir þó að sjálfsögðu í hringiðu
heimilisofbeldis og hugsanlegs
morðs.
Jónína fléttar sögurnar skemmti-
lega saman svo að það er ekki fyrr
en langt er liðið á bókina að lesendur
átta sig á því hvernig atvinnuháttum
Eddu er í raun háttað, en aðal-
söguþráður bókarinnar fjallar í raun
um tvær mistragískar nágranna-
fjölskyldur í Skerjafirðinum.
Eins og áður segir gerir Edda
ekki sérstaklega í því að blanda sér í
mál Skerjafjarðarfjölskyldanna, en
það er ekki þar með sagt að hún
reyni ekki að blanda sér í nokkurn
skapaðan hlut. Iðunn, dóttir Eddu,
biður hana nefnilega að hleypa
mæðgum að vestan inn á heimili fjöl-
skyldunnar á meðan hún er í bústað
yfir verslunarmannahelgina. Saga
mæðgnanna er einskonar hliðar-
söguþráður í bókinni, en ekki síður
áhugaverður og raunar er mjög
gaman að sjá málefni eins og þar er
tæpt á koma fyrir í íslenskri spennu-
sögu.
Lesendur eru skildir eftir í nokk-
urri óvissu í lok sögunnar, sem þarf
þó ekki endilega að vera slæmt því
það gefur örlitla von um að mögu-
lega gæti allt endað vel.
Drifkraftur og
skopleg afskiptasemi
Skáldsaga
Barnið sem hrópaði í hljóði
bbbbn
Eftir Jónínu Leósdóttur.
Mál og menning, 2019. Kilja, 307 bls.
ÞORGERÐUR ANNA
GUNNARSDÓTTIR
BÆKUR
Höfundurinn Í fjórðu sögunni um ráðríka eftirlaunaþegann „tekst Jónínu
enn á ný að gera viðfangsefni Eddu áhugaverð og spennandi,“ segir rýnir.
Morgunblaðið/RAX