Morgunblaðið - 21.03.2019, Page 8

Morgunblaðið - 21.03.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 PÁSKATILBOÐ 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM INNRÉTTINGUM TIL PÁSKA Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Gagnrýni Jacindu Ardern, for-sætisráðherra Nýja-Sjálands, á félagsmiðilinn Facebook hefur vakið athygli. Í 17 mínútur var árás hans á múslima í bænum Christchurch í beinni útsendingu á Facebook. Þegar árásinni lauk lágu 50 manns lágu í valnum.    Augljóst var aðsnar þáttur í áætlun morð- ingjans var að árásin fengi sem mesta athygli á félagsmiðlum.    Ardern sagði í gær að hér væruá ferðinni mál, sem leiðtogar heims þyrftu að taka á í samein- ingu.    Þetta mál snýr ekki aðeins aðNýja-Sjálandi, staðreyndin er sú að félagsvefir hafa verið not- aðir til að breiða út ofbeldi og efni sem hvetur til ofbeldis. Við þurf- um öll að snúa bökum saman,“ sagði hún.    Facebook og sambærilegir miðl-ar gefa notendum kost á því að dæla út hvers kyns efni. Reikni- ritar eða algóritmar eru notaðir til að greina óæskilegar færslur.    Eðli miðilsins er ef til vill þann-ig að erfitt er að stoppa óhugnað eins og útsendingu morð- ingjans, en hver er ábyrgð hans þegar hann veitir ódæðismann- inum vettvanginn, púltið, sviðið til að koma óhugnaðinum á fram- færi?    Er miðill á borð við Facebookbara saklaus áhorfandi eða er hann útgefandinn? Dagskrár- stjóri sem hefur afsalað sér dag- skrárvaldi? Gengur það upp? Jacinda Ardern Klemma félagsmið- ilsins Facebook STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ 23 ára gamall íbúi í Reykjavík greindist með mislinga í fyrradag. Þetta var sjöunda tilfellið sem greindist síðan mislingafaraldurinn hófst hér á landi í febrúar, sam- kvæmt frétt á vefsíðu Embættis landlæknis. Þetta breytir ekki fyrri viðbrögðum við faraldrinum. Sá sem greindist í fyrradag hafði fengið bólusetningu við mislingum við 12 ára aldur og hafði nýverið um- gengist smitandi einstakling. Um tíu dögum síðar fékk hann vægan hita í 1-2 daga með útbrotum sem líktust mislingum og rannsókn sem gerð var á honum 19. mars reyndist vægt jákvæð fyrir mislingum. Á vefsíðu Landlæknis segir að lík- lega sé hér um að ræða væga misl- inga. Engin hætta er á alvarlegum veikindum í slíkum tilfellum og smit- hætta til annarra er lítil. Þá er ekki þörf á sóttkví annarra sem hafa um- gengist þann veika af þessu tilefni, en sá veiki verður í einangrun í fjóra daga eftir að útbrotin komu fyrst fram. Á vefsíðu Landlæknis segir að undanfarið hafi borið á því að fólk, sem hefur verið bólusett, hafi fengið útbrot skömmu eftir bólusetninguna og hafi greinst jákvætt í rannsókn- um fyrir mislingum. Þessi einkenni séu eðlileg eftir bólusetninguna. Nýtt mislingatilfelli greindist  Sjö manns hafa greinst með mislinga hér á landi síðan faraldurinn hófst Morgunblaðið/Hari Bólusetning Sá sem smitaðist hafði fengið bólusetningu 12 ára gamall. Festi, sem m.a. á N1 og Krónuna, hefur fest kaup á 15% hlut í Ís- lenskri orkumiðlun. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telja forsvarsmenn fyrirtækisins að tækifæri felist í aðkomu að félag- inu, sem starfar á sviði raforkusölu til fyrirtækja og einstaklinga. Með kaupunum bætist Festi í hóp fyrir- tækja sem eiga hlut í Íslenskri orkumiðlun, en í þeim hópi eru fyrirtækið Sjávarsýn, Ísfélag Vest- mannaeyja, Kaupfélag Skagfirðinga og Betelgás. Vilja lágmarka neikvæð um- hverfisáhrif af starfseminni Eggert Þór Kristófersson, for- stjóri Festar, segir fyrirtækið aðila að loftslagsyfirlýsingu Festu, mið- stöðvar um samfélagsábyrgð, og að hún feli í sér skýr og mælanleg markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með mark- vissum aðgerðum. „Kaup okkar á hlut í Íslenskri orkumiðlun styrkja okkur enn frekar á þeirri vegferð,“ segir Eggert Þór. Magnús Júlíusson er fram- kvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðl- unar. Hann segir fjárfestingu Festar í fyrirtækinu ánægjulega. „Við höfum dafnað og vaxið á þeim rétt rúmum tveimur árum sem við höfum starfað og kaup Festar styrkja okkur enn frekar í því að koma á alvörusamkeppni á raforku- markaði, neytendum til hagsbóta.“ Íslensk orkumiðlun var stofnuð í janúar 2017 af Magnúsi og Bjarna Ármannssyni, eiganda Sjávarsýnar. Félagið fékk mánuði síðar leyfi frá Orkustofnun til að stund raforku- viðskipti, fyrst fyrirtækja frá því samkeppni um raforkusölu var fest í lög árið 2003, en á markaðnum voru aðeins fyrirtæki sem stundað höfðu raforkusölu fyrir setningu laganna. ses@mbl.is Olíufélag haslar sér völl á raforkumarkaði  Kaupir 15% í Ís- lenskri orkumiðlun Samningur Eggert Þór og Magnús ganga frá undirritun viðskiptanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.