Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 PÁSKATILBOÐ 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM INNRÉTTINGUM TIL PÁSKA Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Gagnrýni Jacindu Ardern, for-sætisráðherra Nýja-Sjálands, á félagsmiðilinn Facebook hefur vakið athygli. Í 17 mínútur var árás hans á múslima í bænum Christchurch í beinni útsendingu á Facebook. Þegar árásinni lauk lágu 50 manns lágu í valnum.    Augljóst var aðsnar þáttur í áætlun morð- ingjans var að árásin fengi sem mesta athygli á félagsmiðlum.    Ardern sagði í gær að hér væruá ferðinni mál, sem leiðtogar heims þyrftu að taka á í samein- ingu.    Þetta mál snýr ekki aðeins aðNýja-Sjálandi, staðreyndin er sú að félagsvefir hafa verið not- aðir til að breiða út ofbeldi og efni sem hvetur til ofbeldis. Við þurf- um öll að snúa bökum saman,“ sagði hún.    Facebook og sambærilegir miðl-ar gefa notendum kost á því að dæla út hvers kyns efni. Reikni- ritar eða algóritmar eru notaðir til að greina óæskilegar færslur.    Eðli miðilsins er ef til vill þann-ig að erfitt er að stoppa óhugnað eins og útsendingu morð- ingjans, en hver er ábyrgð hans þegar hann veitir ódæðismann- inum vettvanginn, púltið, sviðið til að koma óhugnaðinum á fram- færi?    Er miðill á borð við Facebookbara saklaus áhorfandi eða er hann útgefandinn? Dagskrár- stjóri sem hefur afsalað sér dag- skrárvaldi? Gengur það upp? Jacinda Ardern Klemma félagsmið- ilsins Facebook STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ 23 ára gamall íbúi í Reykjavík greindist með mislinga í fyrradag. Þetta var sjöunda tilfellið sem greindist síðan mislingafaraldurinn hófst hér á landi í febrúar, sam- kvæmt frétt á vefsíðu Embættis landlæknis. Þetta breytir ekki fyrri viðbrögðum við faraldrinum. Sá sem greindist í fyrradag hafði fengið bólusetningu við mislingum við 12 ára aldur og hafði nýverið um- gengist smitandi einstakling. Um tíu dögum síðar fékk hann vægan hita í 1-2 daga með útbrotum sem líktust mislingum og rannsókn sem gerð var á honum 19. mars reyndist vægt jákvæð fyrir mislingum. Á vefsíðu Landlæknis segir að lík- lega sé hér um að ræða væga misl- inga. Engin hætta er á alvarlegum veikindum í slíkum tilfellum og smit- hætta til annarra er lítil. Þá er ekki þörf á sóttkví annarra sem hafa um- gengist þann veika af þessu tilefni, en sá veiki verður í einangrun í fjóra daga eftir að útbrotin komu fyrst fram. Á vefsíðu Landlæknis segir að undanfarið hafi borið á því að fólk, sem hefur verið bólusett, hafi fengið útbrot skömmu eftir bólusetninguna og hafi greinst jákvætt í rannsókn- um fyrir mislingum. Þessi einkenni séu eðlileg eftir bólusetninguna. Nýtt mislingatilfelli greindist  Sjö manns hafa greinst með mislinga hér á landi síðan faraldurinn hófst Morgunblaðið/Hari Bólusetning Sá sem smitaðist hafði fengið bólusetningu 12 ára gamall. Festi, sem m.a. á N1 og Krónuna, hefur fest kaup á 15% hlut í Ís- lenskri orkumiðlun. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telja forsvarsmenn fyrirtækisins að tækifæri felist í aðkomu að félag- inu, sem starfar á sviði raforkusölu til fyrirtækja og einstaklinga. Með kaupunum bætist Festi í hóp fyrir- tækja sem eiga hlut í Íslenskri orkumiðlun, en í þeim hópi eru fyrirtækið Sjávarsýn, Ísfélag Vest- mannaeyja, Kaupfélag Skagfirðinga og Betelgás. Vilja lágmarka neikvæð um- hverfisáhrif af starfseminni Eggert Þór Kristófersson, for- stjóri Festar, segir fyrirtækið aðila að loftslagsyfirlýsingu Festu, mið- stöðvar um samfélagsábyrgð, og að hún feli í sér skýr og mælanleg markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með mark- vissum aðgerðum. „Kaup okkar á hlut í Íslenskri orkumiðlun styrkja okkur enn frekar á þeirri vegferð,“ segir Eggert Þór. Magnús Júlíusson er fram- kvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðl- unar. Hann segir fjárfestingu Festar í fyrirtækinu ánægjulega. „Við höfum dafnað og vaxið á þeim rétt rúmum tveimur árum sem við höfum starfað og kaup Festar styrkja okkur enn frekar í því að koma á alvörusamkeppni á raforku- markaði, neytendum til hagsbóta.“ Íslensk orkumiðlun var stofnuð í janúar 2017 af Magnúsi og Bjarna Ármannssyni, eiganda Sjávarsýnar. Félagið fékk mánuði síðar leyfi frá Orkustofnun til að stund raforku- viðskipti, fyrst fyrirtækja frá því samkeppni um raforkusölu var fest í lög árið 2003, en á markaðnum voru aðeins fyrirtæki sem stundað höfðu raforkusölu fyrir setningu laganna. ses@mbl.is Olíufélag haslar sér völl á raforkumarkaði  Kaupir 15% í Ís- lenskri orkumiðlun Samningur Eggert Þór og Magnús ganga frá undirritun viðskiptanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.