Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Str. 38-58 Flott föt, fyrir flottar konur Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 60+ meðGunnari Svanlaugs Frá kr. 222.895 26. apríl í 19 nætur Tenerife Minjastofnun hefur úthlutað rúm- lega 300 milljónum króna úr húsa- friðunarsjóði. Samtals voru veittir 202 styrkir til ýmissa verkefna. Sjóðnum bárust 267 umsóknir og námu beiðnirnar tæplega einum milljarði króna. Hæsti styrkurinn í ár, 6,5 milljónir, rann til elsta hverf- isins á Egilsstöðum sem skilgreint er sem verndarsvæði í byggð. Hæsta styrki til húsa og mannvirkja, 5 millj- ónir króna, fengu Hljómskálinn í Reykjavík, Verkamannabústaðirnir við Hringbraut, Amtmannshúsið á Akureyri og Fífilbrekka að Reykjum í Ölfusi. Úthlutað í sex flokkum Úthlutað var í sex flokkum. 41 styrkur, samtals um 63 milljónir króna, rann til friðlýstra kirkna víðs vegar um land. Hæsti styrkur var 4 milljónir króna og fengu hann Holta- staðakirkja, Krosskirkja og Ljósa- vatnskirkja. Í flokknum friðlýst hús og mannvirki voru veittir 37 styrkir fyrir um 77 milljónir króna. Í flokkn- um friðuð hús og mannvirki, en þar er um að ræða byggingar sem eru sjálfkrafa friðaðar við 100 ára aldur, voru flestir styrkirnir, 95 að tölu, og nam styrkupphæðin samtals tæplega 125 milljónum króna. Í flokknum önnur hús og mannvirki voru veittir 22 styrkir, samtals að upphæð um 21 milljón króna. Hæsti styrkurinn, 4 milljónir króna, rann til Laxabakka við Kjós. Stöpull undir styttu af Héðni Valdimarssyni fékk einnar milljónar krónu styrk. Í flokknum rannsóknir voru veittir fjórir styrkir, samtals fyrir 4 milljónir króna. Loks voru þrír styrkir veittir í flokknum verndarsvæði í byggð, samtals fyrir tæplega 12 milljónir króna. Auk styrksins til Egilsstaða voru gamli bærinn á Blönduósi og Selvogur í Ölfusi styrktir. gudmundur@mbl.is Um 300 milljón- ir í húsvernd  Úthlutun úr húsafriðunarsjóði lokið Morgunblaðið/Arnaldur Hljómskálinn Fimm milljóna styrk- ur fékkst til endurbóta í ár. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta er þessi árlega barátta eftir veturinn. Það fýkur hingað mikið af rusli, einkum frá Egilshöll og bygg- ingarsvæðum í Úlfarsárdal. Mikið af þessu rusli er popppokar, gosglös og alls konar plast tengt fram- kvæmdum. Svo er auðvitað mikið af kertadósum og öðru dóti sem fýkur af leiðunum,“ segir Helena Sif Þor- geirsdóttir, garðyrkjuverkstjóri og umsjónarmaður Gufuneskirkju- garðs, í samtali við Morgunblaðið. Gufuneskirkjugarður er í hjarta Grafarvogshverfis, á milli Húsa- hverfis og Rimahverfis, og er hann rúmir 30 hektarar að stærð. Þar starfa alls þrír einstaklingar við um- hirðu og segir Helena Sif það vera mikið verk að halda svæðinu hreinu. Sökum þessa hefur hún brugðið á það ráð að auglýsa eftir góðhjört- uðum sjálfboðaliðum sem lagt geta starfsmönnum lið, en það gerði Hel- ena Sif nýverið á Facebook-síðunni „Plokk á Íslandi“. „Garðurinn hjá okkur er svo gróinn að allt rusl festist mjög auð- veldlega og þegar snjóa leysir er þetta rusl mjög áberandi,“ segir hún og heldur áfram: „Svo erum við svo rosalega fáliðuð hér, eða bara þrjú með 34 hektara land. Við ættum alla jafna að vera sex talsins.“ Þröngur fjárhagur Helena Sif segir starfsmenn í garðyrkjuhópi Gufuneskirkjugarðs hafa nýlokið við að tína leiðisgreinar af leiðum, en hún segir hópinn vana- lega flokka allt rusl, einnig grein- arnar. „Það er mjög mikið af plasti og vírum á þeim og því tekur langan tíma að flokka greinarnar. Við gátum hins vegar ekki flokkað þær í ár sök- um manneklu og tímaleysis,“ segir hún og heldur áfram: „Það fer mikill peningur í sorphirðu og með þrengri fjárhag síðustu ár þarf einhvers stað- ar að skera niður. Og hefur það nú verið gert í sorphirðunni.“ Vill hún því hvetja þá sem sækja garðinn heim til að taka rusl með sér í stað þess að skilja það eftir eða koma því fyrir óflokkuðu í tunnur. Þá vill Helena Sif einnig benda þeim sem vilja taka til hendinni í garðinum að hægt sé að skilja fulla ruslapoka eftir við malbikaðar götur garðsins, en þangað geta starfsmenn sótt pokana með góðu móti. Kallað eftir sjálfboðaliðum Ljósmynd/Helena Sif Þorgeirsdóttir Jóladrasl Starfsmenn Gufuneskirkjugarðs hafa lokið við að fjarlægja leiðisgreinar en aðeins þrír sinna verkinu. „Hljóðið í bæjarstjóranum var ekk- ert mjög jákvætt gagnvart breyt- ingum á deiliskipulagstillögunni“ sagði Sigurður Örn Sigurðsson, einn forsvarsmanna hóps sem mótmælt hefur áfornmum um nýtt deiliskipu- lag við Dalveg í Kópavogi, í samtali við Morgunblaðið eftir fund með Ár- manni Kr. Ólafssyni í gærmorgun. Yfir eitt hundrað íbúar í Hjalla- hverfi í Kópavogi hafa ritað undir mótmæli vegna málsins, en á lóðinni nr. 32 við Dalveg á að rísa stór skrif- stofubygging með 300 bílastæðum og verður hún á mótum Breiðholts- brautar og Nýbýlavegar. Óttast íbú- arnir að umferð um Dalveg aukist mjög í kjölfarið, en hún er nú þegar þung á álagstímum. Dalvegur er aðalumferðarleið íbúa í Hjallahverfi til og frá heimilum sínum. Sigurður Örn og Rúnar Þór Stef- ánsson náðu tali af bæjarstjóra í reglulegum viðtalstíma hans á bæjarskrifstofunni. „Þetta var ágæt- is fundur,“ sagði Sigurður Örn. Farið hefði verið yfir ýmis mál tengd fyrirhuguðum framkvæmdum. Þeir hefðu bent á að verktakinn hefði keypt lóðina með 9.300 fermetra byggingarmagni en ætlaðist nú til þess að bæjarstjórn samþykkti tæp- lega 21 þúsund fermetra. Þá hefði verið rætt um umferð á svæðinu og hljóðvist sem ekki væri góð. Meðal annars hefði verið rætt um hugmynd um veg sem liggja myndi meðfram Reykjanesbraut frá Dalvegi 32 að hópferðamiðstöð Teits Jónassonar við Dalveg 22 og hefði bæjarstjóri tekið vel í hana. Þá hefði bæjarstjóri fallist á nauð- syn þess að rannsaka frekar um- ferðarþunga um Dalveg. gudmundur@mbl.is Umferðarþungi um Dalveg verði kannaður frekar  Íbúar sem mótmæla nýju deiliskipulagi hittu bæjarstjóra Teikning/Reykjastræti - fasteignafélag Deiliskipulag Kópavogsbær vill breyta deiliskipulagi við Dalveg og heimila stórbygginguna á myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.