Morgunblaðið - 21.03.2019, Qupperneq 12
sp
ör
eh
f.
Sumar 12
Það er draumi líkast að ferðast um strandlengju Króatíu.
Ferðin byrjar í Filzmoos fjallaþorpinu í Austurríki þar
sem ólýsanleg náttúrufegurð tekur á móti okkur, m.a. í
Hallstatt. Við munum eiga dýrðardaga í bænum Opatija
við Kvarner flóa og fara þaðan í ævintýralegar ferðir, m.a.
til eyjunnar Krk og til listamannabæjarins Rovinj sem er
litríkur bær og iðar af mannlífi.
19. - 30. júní
Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 283.300 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS
Mjög mikið innifalið!
Eyjaperlur Króatíu
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019
Kvefi og öndunarfærasýk-ingum fylgir oft roði íaugum eða auga ogstundum verulegur
gröftur sem lekur úr augunum. Þá
getur verið þroti á augnlokum eða
svokölluð
hvarmabólga
(Blepharit). Þetta
er í langflestum
tilvikum hluti ein-
kenna og alveg
saklaust.
Hvarmabólga er
mjög algeng og
langoftast hættu-
laus. Einkenni
geta þó verið erf-
ið og stundum
getur slímhimna augans vaxið inn á
hornhimnuna og valdið vandræðum.
Tárubólga (Conjunctivitis) er bólga í
slímhúð augans eða augnhvítunni og
er ekki alveg það sama. Stundum en
sjaldnast er hvarmabólga vegna
sjúkdóma eins og flösuexem eða rós-
roða.
Einkenni tárabólgu eru:
Graftarkennd útferð úr augum.
Augun oft límd saman á morgn-
ana
Roði í slímhúð/augnhvítu
Pirringur í augum
Einkenni hvarmabólgu geta verið:
Sviði í augum
Pirringur í auga eða augum
Kláði, sérlega ef ofnæmi er til
staðar.
Roði
Bjúgur á hvörmum
Nýlega birtist í The New York
Times grein um gagn eða gagnsleysi
augndropa við tárubólgu sem er
hefðbundin sýking í augum. Þar er
vitnað til greinar sem nýlega hafði
birst í Opthalmology, en það er
tímarit American academy of opt-
halmology, sem er ameríska augn-
læknafélagið.
Rannsóknin er áhugaverð. Sam-
tals náði hún til 340.372 þátttakenda
um öll Bandaríkin á árunum 2001-
2014. Undanfari þessarar rann-
sóknar er sú staðreynd að 80% af
tárubólgu (Conjunctivitis) orsakast
af veirusýkingu og því ekki með-
höndlanleg með sýklalyfjum, hvorki
augndropum né öðrum sýklalyfjum.
Aðalhöfundur rannsóknarinnar og
greinarinnar er Nakul S. Shekhawat
og gerði hann ásamt samstarfsfólki
sínu þessa yfirgripsmiklu rannsókn.
Í rannsókninni fengu 198.462 manns
sýklalyf í augndropaformi og 38.774
sýklalyf blandað í steradropa. Í raun
á aldrei eða að minnsta kosti ekki
nema í undantekningartilvikum að
nota sterablöndur í bráðasýkingum
af þessum toga. Í þeim tilvikum geta
droparnir gert meira ógagn en
gagn.
Bakstrar á augnlok
En hvað er til ráða? Ef hvarma-
bólga veldur óþægindum má reyna
að setja heita bakstra, til dæmis
þottapoka, á augnlok eða auga eða
þurrka gröftinn með bómull vættri í
soðnu eða köldu vatni.
Ef vandinn dregst á langinn eða
er mjög erfiður er bara að leita að-
stoðar, hvort sem það er á þinni
heilsugæslustöð, Læknavaktinni eða
á stofum augnlækna.
Táravökvi inniheldur sýkladrep-
andi eða heftandi efni og læknar því
flestar sýkingar af þessum toga. Í
verstu tilfellum verður líka að nota
sýkladrepandi og bólgueyðandi
dropa í augun. Hvarmahreinsun og
mýkingu þarf oft að halda áfram
vikum og mánuðum saman. Jafnvel
ævilangt í verstu tilvikunum en þá
alltaf í samráð við sérfræðing í
augnsjúkdómum.
Saklaus hluti kvefs
Er þetta smitandi? Allt kvef er
smitandi, líka það sem kemur í augu.
Hvarmabólga er sjaldnast smitandi
en tárubólga stundum. Þetta er þó
afar sjaldan til vandræða og líkam-
inn ræður vel við slíkt kvef án að-
stoðar nema í undantekningar-
tilvikum. Táravökvi inniheldur
sýkladrepandi eða heftandi efni og
læknar því flestar sýkingar af þess-
um toga
Það er sem sagt mikilvægt að átta
sig á því að tárubólga og hvarma-
bólga er algengur og að jafnaði sak-
laus hluti kvefs. Besta meðferðin er
að sinna augunum af natni með því
að þurrka gröftinn með volgum
vættum bómullarhnoðra.
Augnsýkingar sem oftast
læknast mjög auðveldlega
Heilsuráð
Óskar Reykdalsson heimilislæknir
og settur forstjóri Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðsins.
Óskar
Reykdalsson
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðsins.
Morgunblaðið/Eggert
Sjón Allt kvef er smitandi, líka það sem kemur í augu. Ágerist veikindi er nauðsynlegt að leita aðstoðar.
Táravökvi inniheldur
sýkladrepandi eða
heftandi efni og læknar
því flestar sýkingar
af þessum toga
ingu BKR hlutu Píeta samtökin, en þau
sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum
og sjálfsskaða og styðja sömuleiðis við
aðstandendur.
Í ályktun ársþings segir að stórauka
þurfi forvarnir á sviði vímuefna á Ís-
landi. Er skorað á yfirvöld fjár- og
menntamála að veita auknu fé í mála-
flokkinn. Í fréttum hafi komið fram að
dánartíðni ungs fólks af völdum stórra
lyfjaskammta og fíkniefna hafi aukist
stórlega.
„Fræðsla um skaðsemi þessara efna
þarf að vera hluti af skólagöngu barna
og unglinga og við megum ekki sofna á
verðinum,“ segir BKR, sem sextán fé-
lagasamtök í borginni, sem öll vinna að
velferðarmálum, eiga aðild að.
Bandalag kvenna í Reykjavík hélt 103ja
ársþing sitt nýverið og valdi af því til-
efni sem Konu ársins Báru Tómas-
dóttur. Bára er móðir Einars Darra
Óskarssonar sem lést í maí í fyrra eftir
neyslu róandi lyfja. Í kjölfarið stofnaði
hún minningarsjóð um son sinn og
setti forvarnarátakið Ég á bara eitt líf á
laggirnar með það að leiðarljósi að
varpa ljósi á fíkniefnavandann á Íslandi.
„Bára er baráttukona og hefur frá
andláti sonar síns haft það að mark-
miði að fræða unga sem aldna um
skaðsemi róandi lyfja og heldur
fræðslufundi um málefnið um land
allt,“ sagði Fanney Úlfljótsdóttir, for-
maður BKR, þegar Báru var afhent
viðurkenningin. Hvatningarviðurkenn-
Ársþing Bandalags kvenna í Reykjavík
Bára var valin kona ársins
Viðurkenning Frá vinstri; Fanney Úlfljótsdóttir formaður BKR, Bára Tómas-
dóttir, Kona ársins, og dætur hennar, Andrea Ýr og Aníta Rún Óskarsdætur.
Neskirkjuhlaupið fer að þessu sinni
fram laugardaginn 23. mars kl. 10.
Hlaupið er árvisst og er nú sem endra
nær lagt upp frá Neskirkju í Vesturbæ
Reykjavíkur. Farið eftir sóknarmörkum
Nessóknar sem er í póstnúmeri 107.
Mörk þessi liggja um Hringbraut í
norðri, Suðurgötu í austri og mæri
Reykjavíkur og Seltjarnarness í vestri,
auk suðurstrandarinnar. Hlaupið er 10
km, án tímatöku, einnig er hægt að
fara styttri hring. Boðið er upp á orku-
ríkar og umhverfisvænar veitingar að
hlaupi loknu og fararblessun áður en
lagt er af stað.
Neskirkjuhlaup á laugardag
Hlaupið í 107
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
Rauði krossinn á Íslandi og Alþjóða-
og Evrópuréttarstofnun Háskólans í
Reykjavík, með stuðningi utanríkis-
ráðuneytis, standa að málþingi sem
verður í Norræna húsinu í Reykjavík, í
dag fimmtudaginn 21. mars milli
klukkan 9 og 12 og verður þar fjallað
um Genfarsamningana og lög í stríði.
Málþinginu er ætlað að auka þekk-
ingu fagfólks og almennings á alþjóð-
legum mannúðarlögum. Umfjöllunar-
efnið afmarkast við lög í stríði með
áherslu á vernd almennra borgara í
átökum gegn kynferðislegu og kyn-
bundnu ofbeldi og áhrif vopnaðra
átaka á heilbrigðisþjónustu. Þá verð-
ur jafnframt fjallað um mannúðar-
réttinn og íslenskt lagaumhverfi.
Rauði krossinn með málþing
Ræða Genfar-
samningana
Sýrland Átökin eru afar langvinn.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum