Morgunblaðið - 21.03.2019, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 21.03.2019, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 eldisfyrirtæki greiða þegar gjald í Umhverfissjóð sjókvíaeldis. Þá má nefna að hafnargjöld eru hér á landi lögð á samkvæmt verð- mætisreikningi, sem þekkist ekki í Færeyjum. Þá hefur færeyskum eld- isfyrirtækjum gengið óvenjulega vel í rekstri á undanförnum misserum, m.a. vegna aðgangs að Rússlands- markaði.“ Skemmra á veg komnir Ennfremur segir í greinargerð- inni: „Það er lýðum ljóst að íslenskt fiskeldi sem atvinnugrein er komið skemmra á veg heldur en fiskeldi í Færeyjum og aðstæður kunna að vera um sumt aðrar. Því er ótvírætt að ekki verður borin saman rekstrarafkoma íslenskra og fær- eyskra fiskeldisfyrirtækja svo sem nú standa sakir.“ Í greinargerð kemur fram að það sé ástæðan fyrir því að lögð er til sjö ára aðlögun að fullu gjaldi. Jafn- framt sé ljóst að komi til þess að upp- bygging fiskeldis verði ekki slík, sem að er stefnt ákveðnum skrefum af fiskeldisfyrirtækjunum, þá geti það kallað á endurskoðun gjaldtöku sam- kvæmt frumvarpinu. Lagt er til að Fiskistofa leggi á gjöld vegna nýtingar á eldissvæðum í sjó þar sem stofnunin hafi reynslu af álagningu veiðigjalda í sjávar- útvegi. Úr greinargerð með frumvarpinu: „Það eru aðeins fáir staðir í heim- inum sem bjóða upp á vistfræði- legar aðstæður til umfangsmikillar og arðbærrar eldisframleiðslu í sjókvíum á Atlantshafslaxi. Auk Noregs og Færeyja eru það helst Síle, Skotland og Kanada. Við Ís- land hefur slík framleiðsla ekki náð sér verulega á strik fyrr en á allra síðustu árum. Samkvæmt bráðabirgða- uppgjöri Hagstofu Íslands fyrir út- flutning ársins 2018 nam útflutn- ingur á afurðum eldislax um 9 milljörðum kr. Á sama ári nam út- flutningur afurða úr bleikjueldi 3,5 milljörðum. Að auki voru flutt út lax- og silungshrogn fyrir tæpa 2 milljarða króna. Útflutningur ann- arra sjávarafurða nam á árinu 2018, til samanburðar, um 240 milljörðum króna.“ Og ennfremur: „Sjö rekstrar- aðilar starfrækja eldi á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum á Vest- fjörðum og Austfjörðum. Í septem- ber 2018 voru útgefin rekstrarleyfi fyrir framleiðslu á laxi fyrir sam- tals 45.200 tonn á ársgrundvelli og 2.850 tonn af regnbogasilungi. Til samanburðar voru árið 2009 framleidd 714 tonn af óslægðum laxi í kvíum og 75 tonn af regn- bogasilungi.“ Mikil uppbygging í eldi ELDISLAX FLUTTUR ÚT FYRIR UM NÍU MILLJARÐA Í FYRRA Sannkölluð náttúruperla á frábærum stað! Hafnarfjarðarbær auglýsir nýjar lóðir í fjölskylduvænu íbúðahverfi í Skarðshlíð. Við hönnun og skipulag hverfis er áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, sjálfbærni, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Stutt er í alla verslun, þjónustu og menningu. Möguleikar á að starfa í heimabyggð eru miklir og mikil nálægð við uppland Hafnarfjarðar og fallegar náttúruperlur. Grunnskóli í Skarðshlíð hefur þegar tekið til starfa og mun leikskóli taka til starfa haustið 2019. Ný mislæg gatnamót eru komin í notkun, tvöföldun Reykjanesbrautar í sjónmáli og Ásvallabraut komin á kortið. Áætluð verklok við færslu Hamraneslínu eru í september2019. Einbýli | Tvíbýli | Parhús | Raðhús | Fjölbýlishús Í Skarðshlíð rís blönduð byggð einbýlishúsa, parhúsa, raðhúsa, tvíbýlishúsa og fjölbýlishúsa. Fjölbreyttar lóðir eru nú lausar til úthlutunar til einstaklinga og lögaðila. Einstaklingar ganga fyrir við úthlutun einbýlis- og parhúsalóða. Sótt er um rafrænt áMÍNAR SÍÐUR á hafnarfjordur.is Allar lóðir í áfanga 1 eru seldar og nokkur fjöldi lóða í áfanga 2. Nú hefur verið opnað á úthlutun lóða í áfanga 3. Umsóknarfrestur í fyrstu úthlutun lóða í Skarðshlíð3. áfanga er22. apríl 2019. Kynningarfundur fyrir verktaka þriðjudaginn 26. mars kl. 11:30 í Hafnarborg. Kynningarfundur fyrir alla áhugasama fimmtudaginn 28. mars kl. 17 í Skarðshlíðarskóla. Helstu upplýsingar Sjá skardshlidin.is Ítarefni á hafnarfjordur.is Leitarorð: Lausar lóðir Umsóknarfrestur Frestur fyrir fyrstu úthlutun í 3. áfanga er 22. apríl 2019. Fylgigögn Upptalning áhafnarfjordur.is Leitarorð: Lausar lóðir Umsóknir Mínar síður áhafnarfjordur.is Fyrirspurnir hafnarfjordur@hafnarfjordur.is 585 5500 EITT FALLEGASTA BYGGINGARLAND HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS! Fyrsti fundur nýskipaðrar verk- efnisstjórnar í byggðaþróunarverk- efninu Brothættar byggðir á Bakka- firði var nýlega haldinn í skóla- húsnæðinu á Bakkafirði. Á fundinum var farið yfir verklag í Brothættum byggðum og rætt hvernig verkefnið geti nýst samfélaginu á Bakkafirði. Á fundinum var rætt um stöðuna í byggðarlaginu, en ríkisstjórnin hef- ur samþykkt tillögur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um eflingu byggðar við Bakkaflóa, segir á heimasíðu Byggðastofnunar. Tillög- urnar voru settar fram í skýrslu nefndar sem ráðherra skipaði til að fjalla um málefni byggðarinnar. Í skýrslunni kemur fram að standi vilji til þess að bregðast við nei- kvæðri byggðaþróun með afgerandi hætti þurfi það að gerast fljótt svo að viðleitni í þágu byggðar við Bakkaflóa verði þegar vart heima í héraði. Jafnframt leggur nefndin til að ríkið verji allt að 40 milljónum króna á ári í fimm ár til undirbún- ings verkefna á Bakkaflóasvæðinu og að samningur þar um verði endurskoðaður að tveimur árum liðnum. Aukin þjónusta Íbúar völdu fulltrúa sína í verk- efnisstjórn í kosningum í febrúar síðastliðnum og voru kosningar haldnar í húsnæði verslunarinnar. Þar er unnið að endurbótum með það fyrir augum að opna þar pönt- unarþjónustu og kaffi- og veitinga- aðstöðu fyrir íbúa og gesti. Á fundinum var kynnt og undir- ritað rammasamkomulag sveitar- félagsins við Þorkel Gíslason um umsjón tjaldsvæðis, uppsetningu þjónustumiðstöðvar, verslunar og verslunarþjónustu og uppsetningu og reksturs gistiheimilis í skólahús- næðinu á Bakkafirði. Byggðaþróunarverkefnið er sam- starfsverkefni íbúa á Bakkafirði og nærsveita, Langanesbyggðar, Ey- þings, Atvinnuþróunarfélags Þing- eyinga og Byggðastofnunar. Næstu skref eru að halda íbúaþing og vinna að stefnumótun fyrir verkefnið. Íbúaþing í opnu rými Helgina 30.-31. mars er íbúum, fjarbúum og öðrum hagsmunaaðil- um samfélagsins við Bakkaflóa boðið til íbúaþings. Það er haldið til að vera verkefnisstjórninni og íbúum veganesti í starfinu sem standa mun í allt að fimm ár og eru skilaboð og áherslur íbúa þungamiðja vinnunn- ar, segir í frétt Byggðastofnunar. Þingið stendur í tvo daga og er ekki fyrir fram mótuð dagskrá held- ur geta allir viðstaddir stungið upp á umræðuefnum sem síðan eru rædd í smærri hópum. Aðferðin kallast Op- ið rými, eða Open Space á ensku, og á sér rúmlega 30 ára sögu og hefur gefist vel á íbúaþingum sem þessum. Umsjón með íbúaþinginu hefur Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá ILDI og fer það fram í skólahúsnæð- inu á Bakkafirði. aij@mbl.is Unnið að átaki í þágu byggðar við Bakkaflóa  Verkefnisstjórn tekur til starfa  Íbúaþing fram undan Morgunblaðið/Golli Brothætt byggð Við bryggju í Bakkafirði fyrir þremur árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.