Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019
Martin Chungong, framkvæmda-
stjóri Alþjóðaþingmannasambands-
ins, IPU, heimsótti Alþingi í vikunni
þar sem hann átti fund með for-
mönnum eða fulltrúum þingflokka.
Á fundinum ræddi hann jafnréttis-
mál í þjóðþingum og mikilvægi þess
að berjast gegn kynbundnu ofbeldi
og mismunun. Í framhaldi átti hann
hádegisverðarfund með þingmönn-
um í Íslandsdeild Alþjóðaþing-
mannasambandsins og átti síðan
kvöldverðarfund með Steingrími J.
Sigfússyni þingforseta.
Fundaði með
talsmönnum
þingflokka
Ljósmynd/Alþingi
Alþingi Martin Chungong, framkvæmdastjóri IPU, á hádegisverðarfundi
með formönnum og fulltrúum nokkurra þingflokka á Alþingi í vikunni.
Sjávarútvegsskóli háskóla Samein-
uðu þjóðanna var stofnaður 1998 á
grundvelli þríhliða samkomulags
milli Háskóla Sameinuðu þjóðanna,
utanríkisráðuneytisins og Hafrann-
sóknastofnunar. Síðan þá hafa 392
nemendur frá yfir 50 löndum lokið
námi frá skólanum.
Um miðjan mars brautskráðist 21.
hópurinn frá skólanum. Að þessu
sinni voru nemendur 24, þar af níu
konur. Þau komu frá 15 löndum í
Eyjaálfu, Asíu, Afríku, Mið-Ameríku
og löndum í Karíbahafi. Við athöfn-
ina flutti Guðlaugur Þór Þórðarson
utanríkisráðherra ávarp og Seion
Richardsson frá Gvæjana flutti
ávarp fyrir hönd útskriftarhópsins.
Sigurður Guðjónsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar og formaður
stjórnar, stýrði athöfninni.
Í lok hennar þakkaði hann Tuma
Tómassyni, skólastjóra ShSÞ, sér-
staklega fyrir vel unnin störf, en
Tumi mun láta af störfum sem skóla-
stjóri síðar á árinu.
21. útskriftin frá
Sjávarútvegsskóla SÞ
Alls 392 nemendur frá yfir 50 löndum
FISK Seafood á Sauðárkróki fagn-
aði þeim áfanga á dögunum að búið
væri að vinna úr 6.000 tonnum af
hráefni á kvótaárinu, eða síðan 1.
september sl.
Veisla var haldin í landvinnslu
fyrirtækisins. Þar héldu Friðbjörn
Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri
FISK Seafood, og Þórólfur Gíslason,
stjórnarformaður fyrirtækisins,
stuttar tölur. Þórólfur færði svo
fulltrúum starfsmannafélagsins
þrjár milljónir króna að gjöf frá
stjórn fyrirtækisins.
Togarar FISK Seafood hafa verið
að fiska vel í vetur. Þannig voru
Drangey SK og Málmey SK afla-
hæstu togararnir í febrúarmánuði,
Drangey með 811 tonn og Málmey
með 763 tonn.
Á vef Feykis kemur fram að
Drangey hafi landað 204 tonnum í
Grundarfirði á mánudag og Málmey
verið með 203 tonn í síðustu viku.
Starfsmenn
fengu þrjár
milljónir
FISK Seafood
fagnaði veiðiáfanga
Ljósmynd/FISK Seafood
FISK Fulltrúar starfsmanna taka
við gjöfinni frá Þórólfi Gíslasyni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
stöðvaði sex ökumenn á sex klukku-
stunda tímabili sl. þriðjudag vegna
gruns um að aka undir áhrifum
fíkniefna. Sumir þeirra höfðu ekki
ökuréttindi og aðrir ítrekað komið
við sögu lögreglu fyrir margháttuð
brot. Ökumennirnir voru stöðvaðir
í Breiðholti, Vesturbænum, í póst-
númerum 105 og 108, sá fyrsti síð-
degis í hverfi 108, eða korter fyrir
sex, og sá síðasti upp úr miðnætti í
Breiðholti.
Einn ökumaðurinn var grunaður
um sölu og dreifingu á fíkniefnum
og lyfjum og var vistaður í fanga-
geymslu á meðan lögregla rannsak-
aði málið. Til viðbótar var einn öku-
maður tekinn í Hafnarfirði, sem
reyndist réttindalaus og hafði sá
hinn sami áður verið tekinn fyrir
það sama.
Í fyrrinótt, á einni klukkustund,
sektaði lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu eigendur níu ökutækja fyr-
ir stöðubrot.
Sex ökumenn undir
áhrifum fíkniefna
Endursöluaðilar á landsbyggðinni: Jötunn vélar Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum - Bike Tours Grindavík