Morgunblaðið - 21.03.2019, Síða 28

Morgunblaðið - 21.03.2019, Síða 28
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrirtækið Arctic Trucks stefnir á að verða leiðandi í breytingum og við- gerðum á fjórhjóladrifnum bílum í Evrópu á næsta ári. Félagið er nú með starfsemi á Íslandi, Englandi, Dubai og í Noregi. Þá reka sérleyfis- hafar útibú í fjórum löndum; Póllandi, Rússlandi, Finnlandi og Suður- Afríku. Unnið er að sókn á ný mark- aðssvæði á næstu misserum. Tæknideild móðurfélagsins er á Ís- landi en hún fer með þróunar- og hönnunarvinnu. Dótturfélagið í Noregi, Arctic Trucks Norge, flutti á dögunum í nýj- ar höfuðstöðvar í Solbergsmoen. Þær eru um 11 km frá fyrri höfuð- stöðvum félagsins í Drammen. Á leið- inni þangað var ferðast frá Ósló til Mjøndalen, sem er næsta stopp á eftir Drammen, en ferðalagið tók um 40 mínútur með lest. Við tók nokkurra mínútna akstur á áfangastað. Þegar Morgunblaðið leit við í Sol- bergsmoen á föstudaginn var voru starfsmenn að ganga frá eftir vikuna. Vinnudeginum á verkstæðinu lauk klukkan eitt, að norskum sið. Menn- irnir á verkstæðinu vinna frá 7 til 16.30 frá mánudegi til fimmtudags og safna þannig vinnustundum til að stytta föstudaginn og lengja helgina. Alls 8 af 28 starfsmönnum fyrir- tækisins eru Íslendingar. Arctic Trucks Norge er nú með samninga við Toyota, Nissan, Isuzu, Volkswagen og Jeep um breytingar á jeppum. Tekið er við pöntunum hjá umboðum sem afhenda bílana eftir breytingar. Um 95% af jeppum sem Arctic Trucks Norge breytir koma nýir til félagsins. Skóflustungan í fyrrasumar Örn Thomsen, framkvæmdastjori Arctic Trucks Norge, stofnaði fyrir- tækið árið 1998. Árið 1999 varð Eiríkur Tómas Magnússon fyrsti starfsmaður á verkstæði og hefur síð- an verið yfirmaður þess. Starfsmenn- irnir voru orðnir fjórir fyrstu áramót- in en þeir hafa mest verið 49 árið 2012. Umsvifin voru mest þegar félag- ið var með samstarfssamning við norska herinn. Breytti félagið m.a. Toyota Land Cruiser-jeppum sem notaðir voru í Afganistan. Jepparnir voru með skotheldu gleri og sprengjuvarðir. Skóflustunga að nýja húsinu í Sol- bergsmoen var tekin 12. júní í fyrra- sumar. Um 36 þúsund rúmmetrar af leir voru fjarlægðir og 5.600 rúm- metrar af sprengdum stein og möl settir í staðinn. Byggingin var tekin í notkun laugardaginn 9. mars sl. „Með þessari nýbyggingu erum við með stærstu miðstöð fyrir fjórhjóla- drifna bíla í Skandinavíu. Það gerir okkur kleift að bjóða nýja þjónustu. Við erum nú í fyrsta sinn með alvöru verslun og getum boðið upp á dekkja- hótel og skoðun á bílum. Við munum leggja áherslu á dekk frá Nokian og BFGoodrich og m.a. bjóða hótel fyrir dekk, skíðabox og þaktjöld, ásamt uppsetningu á skíðaboxum og þak- tjöldum,“ segir Örn. Nýju höfuðstöðvarnar eru 4.300 fermetrar. Verslunin er 400 ferm. og lagerinn 650 ferm. Hinn hlutinn eru skrifstofur og verkstæði. Fyrirtækið getur afhent 300 breytta bíla og 200 rafbíla á ári. Við þetta bætast afköst á þjónustu- og dekkjaverkstæði. Kostar um 2,8 milljónir Félagið er með vefsíðu þar sem við- skiptavinir geta sett saman tilboð. Meðalbreytingin á jeppa kostar um 200 þúsund norskar krónur, eða um 2,8 milljónir króna. Kemur þar til kostnaður við aukahluti og vinnu en breytingar geta kostað hundruð vinnustunda. Við breytingarnar eru bílarnir almennt hækkaðir, fjöðrunin styrkt, sett stærri dekk og felgur og komið fyrir brettaköntum. Örn segir breytta bíla í Noregi halda verðgildi sínu betur en óbreytt- ir bílar. Það vitni um sterka stöðu Arctic Trucks á markaðnum. „Við erum með viðskiptavini sem eru að kaupa bíla númer 4 og 5. Einn þeirra ekur nú á tíunda bílnum.“ Meðal annarra nýjunga hjá Arctic Trucks Norge er samstarf við Tembo um að breyta Hilux pallbílum í rafbíla. Tembo hefur þróað breytingar á bíl- um í rafbíla fyrir námur. „Við útbúum bílinn sem vinnuvél fyrir námur og vinnusvæði. Frum- gerðin kom hér fyrir viku, föstudag- inn 8. mars, og fór svo til námufyrir- tækis í Kiruna [á Lapplandi í Svíþjóð]. Fyrstu bílarnir koma á markað í ágúst. Við erum með samstarfssamn- ing við hollenska fyrirtækið Tembo og höfum unnið með því lengi. Það hófst með því að Tembo breytti bílum fyrir okkur fyrir Afríkumarkað, nánar til- tekið í frönskumælandi löndum. Félagið hefur verið að breyta bílum fyrir iðnað í um hálfa öld og hefur m.a. breytt Toyota Land Cruiser í rafbíl. Við ákváðum að gera samning við fé- lagið um breytingar á Toyota Hilux fyrir Norðurlöndin; Danmörk, Finn- land, Ísland, Noreg og Svíþjóð.“ Örn segir aðspurður það kosta um 60 þúsund evrur, eða sem svarar 8 milljónum króna, að breyta Toyota Hilux í rafbíl. Drægnin ræðst af því hver burðargetan á að vera. Því meiri drægni þeim mun stærri rafhlöður, sem aftur skerðir burðargetu. Miðað er við að almennt verði burðargetan í Hilux-jeppum Arctic Trucks 800 til 1.000 kíló. Hilux-pallbíllinn sá eini Örn segir marga rafknúna pallbíla að koma á markað. Hins vegar sé Hi- lux-bíll Arctic Trucks sá eini sem sé sérútbúinn fyrir erfiðar aðstæður. „Markaðurinn hér í Noregi fyrir svona vinnuhest, sem hefur fengið rafmótor í stað sprengihreyfils, er ekki talinn í þúsundum heldur senni- lega í hundruðum,“ segir Örn og bendir á að auknar kröfur eigi þátt í hraðri útbreiðslu rafbíla í Noregi. Til dæmis geti verktakar ekki boðið í stærstu verk nema hluti ökutækja losi Bílar og aukahlutir Ný verslun er í nýju höfuðstöðvunum. Á verkstæðinu Jóhann Örvar Sigurðsson og Jón Reynisson. Skipulag Fyrirtækið er nú með 650 fermetra lager. Verða stærstir í Evrópu 2020  Arctic Trucks stefnir á nýja markaði næstu misseri  Arctic Trucks í Noregi í nýjar höfuðstöðvar  Opna nýja verslun og bjóða meiri þjónustu  Hefja markaðssetningu á rafknúnum Hilux-jeppum Ljósmynd/Arctic Trucks Félagar Eiríkur Tómas Magnússon og Örn Thomsen hafa starfað saman hjá Arctic Trucks Norge frá 1999. Félagið er nú leiðandi á sínu sviði í Noregi. Ljósmyndir/Baldur Í Solbergsmoen Nýju höfuðstöðvarnar voru vígðar 9. mars síðastliðinn. Verslun Halldór Stefánsson og Baldvin Einarsson við Isuzu með þaktjaldi. 28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.