Morgunblaðið - 21.03.2019, Page 29

Morgunblaðið - 21.03.2019, Page 29
ekki gróðurhúsalofttegundir. Það dragi úr mengun að hætta notkun bensín- og dísilbíla í námunum. „Við sjáum fyrir okkur að stærsti kúnnahópurinn [fyrir rafútgáfuna af Hilux] verði námur. Kostnaður af loft- ræstingu, af því að hreinsa mengunina út og fá ferskt loft í staðinn, er hátt hlutfall af heildarrekstrarkostnaði námunnar. Þessar námur koma til með að vera í rekstri og þar af leiðandi er loftræstingin viðvarandi fasta- kostnaður. Bílunum er ekið inn og út úr nám- unum. Vegirnir í þeim lengstu eru 6-8 km. Margar vinnuvélarnar eru orðnar rafknúnar. Annaðhvort eru þær með fastan straum eða með rafhlöður,“ segir Örn og rifjar upp að árin 2009- 2010 hafi markaðshlutdeild dísilbíla í Noregi verið 70-72% en hafi nú hrapað í 17% af heildarmarkaðnum. Samhliða sé hlutfall rafbíla að aukast. Arctic Trucks Norge horfi til þess að norski bílamarkaðurinn sé að breytast hratt. Meðal annarra samninga Arctic Trucks er samstarf við bílaframleið- andann Nissan. Felur það meðal ann- ars í sér breytingar á Nissan-pallbíl sem seldur er með 32 tommu dekkj- um um alla Evrópu. „Bíllinn er framleiddur hér fyrir Skandinavíu. Framleiðslan fyrir Ís- land fer fram heima á Íslandi og svo er hann framleiddur fyrir Arctic Trucks á Spáni fyrir stærstan hluta Evrópu. Það er gerðarviðurkenning á bílnum með þessari breytingu eins og ef hann væri frá framleiðanda. Þetta er alveg nýtt módel hjá Nissan sem er á heimasíðu Nissan, merkt AT32. Öll umboðin, hvort sem það er í Frakk- landi, Þýskalandi eða annars staðar í Evrópu, selja þennan bíl. Það er enginn með svona mikla tengingu við framleiðandann,“ segir Örn. Hann segir fleiri lönd og heimsálfur til skoð- unar. „Við erum að skoða marga mark- aði. Möguleikarnir eru miklir af því að við erum komin í svo þétt samstarf við framleiðendur á borð við Nissan, Toyota og Isuzu. Bílarnir eru orðnir áberandi. Á vinnubílasýningu í Birm- ingham á Englandi [Commercial Vehicle Show, 2018] voru Toyota, Nissan og Isuzu til dæmis með breytta bíla frá Arctic Trucks sem voru á 35 tommu dekkjum. Það var stórt skref fyrir okkur. Þá er Arctic Trucks í Bretlandi að útbúa 50 Hilux-jeppa í tilefni 50 ára afmælis Hilux sem seldir verða númeraðir í sérstakri afmælisútgáfu í Bretlandi.“ Sérhönnuð aðstaða Örn segir aðspurður að markaður sé fyrir breytta bíla í allri Evrópu. Til dæmis hafi breyttir Nissan-jeppar frá Arctic Trucks nýverið verið teknir í notkun við fjöruhreinsun á Eng- landi. Bílarnir henti undir fjölbreytta notkun. Arctic Trucks Norge 1990 Toyota auka- hlutir verða til sem deild innan Toyota á Íslandi 1997 Félagið Arctic Trucks stofnað sem dótturfélag Toyota á Íslandi Fyrsta ferð Arctic Trucks til Suðurskautslandsins. Breyttir bílar félagsins hafa síðan farið þangað í fjölda ferða. 1998 Arctic Trucks Norge stofnað, er í eigu Toyota á Íslandi Fyrsta ferð Arctic Trucks til Grænlands 1999, júlí Arctic Trucks Norge flytur á iðnaðarsvæði í Drammen, félagið byrjar að breyta bílum 4 starfsmenn hjá Arctic Trucks Norge 1999 Arctic Trucks Norge er með kynningu fyrir blaðamenn 15. ágúst 1999, tímaritið Vi Menn fjallar um fyrirtækið og fær bíl lánaðan í heilt ár. Umfjöllunin er sam- tals 28 síður á einu ári, sem skapar félaginu mikla kynningu. 2000 Arctic Trucks Norge hefur sam- starf við sjónvarpsþáttinn Auto- fil, sem fjallar um bíla. Fyrstu 2 árin er fjallað um breyttan Toyota Hilux-jeppa á 35 tommu dekkjum. Næstu 2 árin er fjallað um sama jeppa á 37 tommu dekkjum. Meðal annars er farið í ferðir til Íslands, farið í keppni við ökutæki norska hersins og átt í samstarfi við reynsluakstur á fjórhjóladrifnum bílum. 2003 Fyrsti samn- ingurinn við norska herinn 10 starfsmenn hjá Arctic Trucks Norge 2007 Arctic Trucks hefur starfsemi í Bretlandi sem unnin er í samstarfi við sjónvarpsþáttinn Top Gear. Farið er í ferð til norðurpólsins í apríl. 20 starfsmenn hjá Arctic Trucks Norge 2005 Arctic Trucks á Íslandi verður sjálfstætt fyrir- tæki. Artic Trucks Norge verður dótturfélag nýja félagsins. Emil Grímsson verður aðaleigandi félagsins. 2009 Arctic Trucks hefur rekstur dótturfélags í Dubai Sérleyfishafar Arctic Trucks hefja rekstur í Finnlandi og Suður-Afríku 2010 Arctic Trucks Norge gerir rammasamning við norska herinn. Starfsmönnum Arctic Trucks Norge er fjölgað í 30 í kjölfar samn- ingsins. Arctic Trucks hefur samstarf við Volkswagen og Jeep Arctic Trucks fer með Top Gear að skoða Eyjafjallajökul í apríl, rétt í kjölfar eldgossins Arctic Trucks Norge hefur samstarf við hollenska fyrirtækið Tembo, sem hefur framleitt bíla fyrir námur og iðnað. Tembo hefur jafnframt frá árinu 2007 breytt bílum fyrir Arctic Trucks fyrir Afríkumarkað, þ.e. í frönskumælandi löndum álfunnar. Tembo hefur m.a. breytt bílum fyrir fyrirtækið CFAO. Sérleyfishafar Arctic Trucks í Rúss- landi hefja rekstur 2011 Arctic Trucks Ex- perience hefur störf og býður svo- nefndar self-dri- ve ferðir á Íslandi. 2012 Sérleyfishafar Arctic Trucks í Póllandi hefja rekstur 49 starfsmenn hjá Arctic Trucks Norge 2014 Arctic Trucks hefur samstarf við Isuzu 2014-15 Starfsemi Arctic Trucks í Bretlandi er efld 24 starfsmenn hjá Arctic Trucks Norge 2016 Arctic Trucks hefur samstarf við framleiðendur Forza-tölvuleiksins sem gerður er fyrir Xbox-leikjatölvur 2018 Arctic Trucks hefur samstarf við Nissan 2019 Arctic Trucks Norge flytur í nýjar höfuðstöðvar í Solbergsmoen 28 starfsmenn hjá Arctic Trucks Norge Arctic Trucks hefur breytingar á rafbílum Arctic Trucks Norge hefur breytt samtals rúmlega 2.400 bílum og Arctic Trucks um allan heim alls 11.500 bílum. FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 Sjónmælingar eru okkar fag Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Á verkstæðinu í Solbergsmoen mátti sjá breytta Land Cruiser- og Nissan- jeppa. Athygli vakti hversu snyrtilegt var á verkstæðinu. Hvergi sáust olíu- blettir. Örn segir aðspurður að bygg- ingin hafi verið sérhönnuð að óskum Arctic Trucks Norge. Til dæmis var eitt rýmið sérhannað fyrir þvott á jeppum. Þá eru margir vaskar á verkstæðinu til að tryggja sem mestan þrifnað og hindra að olía og óhreinindi berist um salinn. Örn segir fyrir- tækið hafa átt í samstarfi við dekkjaframleiðandann Nokian um að fram- leiða „fyrstu 35 og 44 tommu alvöru skandinavísku vetrardekkin“. „Dekkin eru úr mjúku gúmmíi, með og án nagla, og gerð til að keyra með lítið loft. Við hjá Arctic Trucks erum enda alltaf að sleppa lofti úr dekkj- unum í jeppaferðum. Þetta eru bestu vetrardekkin sem við höfum fengið. Raunar eru þetta fyrstu 35 og 44 tommu dekkin sem gerð eru fyrir vetur. Öll önnur dekkin eru gerð fyrir sand, drullu eða grjót. Það er því mikill mun- ur á amerískum og skandinavískum vetrardekkjum,“ segir Örn. Hreinlætið í fyrirrúmi HÖFUÐSTÖÐVARNAR VORU SÉRHANNAÐAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.