Morgunblaðið - 21.03.2019, Page 30
30 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019
21. mars 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 116.57 117.13 116.85
Sterlingspund 154.87 155.63 155.25
Kanadadalur 87.55 88.07 87.81
Dönsk króna 17.73 17.834 17.782
Norsk króna 13.658 13.738 13.698
Sænsk króna 12.649 12.723 12.686
Svissn. franki 116.58 117.24 116.91
Japanskt jen 1.0478 1.054 1.0509
SDR 162.46 163.42 162.94
Evra 132.33 133.07 132.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 163.0097
Hrávöruverð
Gull 1308.35 ($/únsa)
Ál 1878.0 ($/tonn) LME
Hráolía 67.49 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Af 17 félögum á
aðallista Kauphall-
arinnnar lækkuðu
14 þeirra í við-
skiptum gærdags-
ins. Mest varð
lækkunin á bréfum
fasteignafélagsins
Eikar, eða 4,01% í
255 milljóna króna
viðskiptum. Þá lækkaði fasteignafélagið
Reitir um 3,8% í 404 milljóna við-
skiptum og fasteignafélagið Reginn um
3,77% í 125 milljóna viðskiptum. Arion
banki lækkaði um 2,99% í 48 milljóna
viðskiptum og tryggingafélagið VÍS
lækkaði um 2,82%. Þá lækkaði Festi um
1,33% í 231 milljónar króna viðskiptum.
Gengi tveggja félaga stóð í stað,
það var í tilfellum Eimskipafélagsins og
TM.
Eina félagið sem hækkaði í Kauphöll í
gær var Icelandair Group og nam hækk-
unin hvorki meira né minna en 10,83%
í 166 milljóna viðskiptum.
Icelandair var eina
félagið sem hækkaði
STUTT
Peningastefnunefnd Seðlabanka Ís-
lands ákvað í gær að halda stýrivöxt-
um óbreyttum og verða því megin-
vextir bankans áfram 4,5%.
Ákvörðunin kom lítið á óvart enda
höfðu allir greiningaraðilar spáð
óbreyttum vöxtum. Í Markaðs-
punktum greiningardeildar Arion
banka kemur fram að deildin telji
allt eins líklegt að „vaxtalækkun fari
að fikra sig inn á matseðil nefndar-
manna“, í ljósi þess að ferðaþjónust-
an stendur höllum fæti, loðnubrestur
þjakar sjávarútveginn og þung staða
er á vinnumarkaði þar sem verkföll
eru yfirvofandi.
Háð niðurstöðu kjarasamninga
Verðbólga var 3% í febrúar og hef-
ur hjaðnað frá því í desember þegar
hún mældist 3,7%. Áhrif hækkunar
innflutningsverðs vegna gengis-
lækkunar krónunnar á haustmánuð-
um vega þar þyngst ásamt því að
framlag húsnæðis til verðbólgu hef-
ur minnkað. Gengi krónunnar hefur
einnig hækkað um tæplega 3% frá
febrúarfundi peningastefnunefndar,
en enn er þó talið að verðbólga muni
aukast eitthvað fram eftir ári „en
hvað verður er háð niðurstöðu kjara-
samninga,“ sagði m.a. á vef Seðla-
bankans. Samkvæmt nýlega birtum
þjóðhagsreikningum hægði nokkuð
á hagvexti á seinni hluta síðasta árs
frá því sem hann hafði verið á fyrri
hluta ársins. Hagvöxtur var 4,6% á
árinu öllu en í febrúarspá sinni hafði
Seðlabankinn gert ráð fyrir að hann
yrði 4,3%. Nýlegar vísbendingar um
efnahagsumsvif og af vinnumarkaði
benda til þess að spenna í þjóðar-
búskapnum haldi áfram að minnka.
Morgunblaðið/Golli
Stýrivextir Peningastefnunefnd
hélt stýrivöxtum óbreyttum.
Segja vaxtalækk-
un jafn líklega
Stýrivextir hald-
ast óbreyttir og
verða áfram 4,5%
Lífrænt
RAUÐRÓFUDUFT
í hylkjum
„Árið 2015 benti kunningi minn mér á Beetroot
rauðrófuhylkin frá Natures Aid en þá hafði kólesterólið
hjá mér rokið uppúr öllu valdi. Hann sjálfur hafði góða
reynslu af þessu bætiefni í tengslum við sykursýki II sem hann glímdi við og þar sem ég var í sömu
sporum þá ákvað ég að prófa. Ég hef tekið rauðrófuhylkin inn daglega síðan, ég fann strax að þetta
gerði mér gott. Í læknisheimsókn síðar um haustið kom í ljós að kólesterólið hafði snarlækkað,
komið niður í 2. Ég var látinn minnka sykursýkislyfin um allt að helming. Ég er mjög ánægður með
rauðrófuhylkin frá Natures Aid og mæli heilshugar með þeim. Við hjónin tökum þau inn daglega,
við finnummikinn mun, finnst þau gera okkur mjög gott.“
Jóhannes Ólafsson útgerðarmaður frá Akranesi.
Rauðrófur eru mjög ríkar af
andoxunarefnum og hafa
rannsóknir sýnt að efni í
þeim hafa æðavíkkandi
áhrif. Þær hafa góð áhrif
á hjarta- og æðakerfi
líkamans, geta lækkað
blóðþrýsting, aukið
orku og úthald og bætt
almenna heilsu og líðan.
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Ríkisábyrgðir eru óvænt komnar í
umræðuna eftir að fregnir bárust af
því í gær og sagt var frá í Viðskipta-
Mogganum, að Skúli Mogensen,
stofnandi og for-
stjóri WOW air,
hefði leitast eftir
því fyrr í vikunni
að ríkissjóður
veitti WOW air
ríkisábyrgð fyrir
láni sem fyrir-
tækið hugðist slá
vegna útistand-
andi skulda.
Ríkisábyrgð er
að sögn Björg-
vins Sighvatssonar forstöðumanns
Lánamála ríkisins, veitt með leyfi
Alþingis, samkvæmt lögum frá 1.
janúar árið 1998, að undangengnu
mati og umsögn Ríkisábyrgðasjóðs.
„Áður en þessi lög voru sett þá
muna kannski margir eftir ríkis-
ábyrgðum sem veittar voru til dæm-
is til uppbyggingar loðdýrabúa og
fiskeldisfyrirtækja víða um land.
Lögin um ríkisábyrgðir voru sett til
að takmarka þessar ábyrgðir, og
tryggja að Alþingi þyrfti alltaf að
samþykkja þær,“ segir Björgvin.
„Þetta var sett til að ákveðinn ör-
yggisventill væri til staðar, og þingið
hefði alltaf síðasta orðið í þessum
efnum.“
Björgvin segir að ferlið hvað varð-
ar veitingu ríkisábyrgða sé þannig
að fjármála- og efnahagsráðuneytið
fái kannski fyrirspurn eða ósk um
veitingu ríkisábyrgðar, sem svo, ef
málið er metið þannig, vísar málinu
til Ríkisábyrgðasjóðs sem vistaður
er í Seðlabankanum, samkvæmt sér-
stökum samningi þar um. Ríkis-
ábyrgðasjóður taki þá málið til skoð-
unar og veiti umsögn skv. lögum um
sjóðinn. „Nýlegt dæmi er að við
veittum umsögn um lánveitingu til
Íslandspósts, og töldum ekki rétt að
veita honum frekari lán umfram það
sem veitt hefði verið. Þá veittum við
umsögn um ábyrgð á láni til Farice,
til að greiða annað lán sem veitt var
með ríkisábyrgð en í annarri mynt.
Svo veittum við umsögn um tvö lán
til Vaðlaheiðarganga,“ útskýrir
Björgvin, og bætir við að umsagn-
irnar um lánin til Vaðlaheiðarganga
hafi verið frekar neikvæðar, en Al-
þingi hafi síðan tekið lokaákvörðun
um ábyrgðirnar.
Enginn starfsmaður
Enginn fastur starfsmaður sinnir
ríkisábyrgðum hjá Lánamálum að
sögn Björgvins. „Þegar við þurfum
að veita umsagnir þá leggjum við
önnur verkefni til hliðar á meðan,
eða fáum utanaðkomandi sérfræð-
inga að málinu.“
Spurður að því hvort hægt sé að
fá flýtiafgreiðslu í svona málum seg-
ir Björgvin að allt sé hægt ef nauð-
syn krefji, en þá komi til flýtimeð-
ferð ásamt lagasetningu frá Alþingi.
„Þegar árásin á Tvíburaturnana í
New York varð gerð árið 2001 neit-
uðu mörg tryggingafélög að tryggja
flugfélög. Þá þurftu mörg ríki að
grípa skyndilega inn í og veita ríkis-
ábyrgð til að tryggja áframhaldandi
flugsamgöngur, þar á meðal ís-
lenska ríkið.“
Jón Þórisson, lögmaður hjá
Drangi lögmönnum, segir í samtali
við Morgunblaðið að hér áður fyrr
hafi ríkisábyrgðir verið veittar
nokkuð frjálslega, en síðan hafi ver-
ið hert mikið að og menn hafi heldur
horn í síðu slíkra ábyrgða og finnist
að fara eigi sparlega með þær, eins
og hann orðar það.
Hann segir að EES-samningur-
inn setji miklar skorður við veitingu
ríkisábyrgða til fyrirtækja í sam-
keppnisrekstri. „Ég sé ekki í fljótu
bragði að hægt sé að setja þær regl-
ur til hliðar.“
Alþingi á síðasta orðið
Icelandair fékk ríkisábyrgð árið 2001 Ríkisábyrgðasjóður veitir umsagnir
Nýlegar umsagnir eru um mál Isavia, Farice og Vaðlaheiðarganga
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Framkvæmdir Seinna lán ríkisins til Vaðlaheiðarganga fékk frekar neikvæða umsögn frá Ríkisábyrgðasjóði.
Björgvin
Sighvatsson
Þættir sem umsögn Rík-
isábyrgðasjóðs tekur á
» Mat á greiðsluhæfi skuldara.
» Mat á afskriftaþörf vegna
áhættu af ábyrgðum.
» Mat á tryggingum sem lagð-
ar verða fram vegna ábyrgðar-
innar. [Ráðherra] 1) er heimilt í
reglugerð að ákveða hámark
veðsetningarhlutfalls.
» Mat á áhrifum ríkisábyrgða
á samkeppni á viðkomandi
sviði.