Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Boeing-flugvélasmiðjan er sögð við það að ljúka endurbótum á stjórnbúnaði Boeing 737 MAX-8 flugvéla sem talinn er hafa valdið því að tvær þotur af þessari gerð steyptust til jarðar og fór- ust með 346 manns innanborðs. Í fyrra slysinu, í október, fórst þota Lion Air í Indónesíu með 189 manns um borð og fyrir röskri viku fórst 737-þota Ethi- opian Airlines með 157 manns í Eþíóp- íu. Mikil líkindi eru með slysunum báð- um, að sögn rannsakenda. Beinist at- hyglin að búnaði í flugkerfi þotunnar, svokölluðu MCAS-kerfi sem ætlað er að hindra að flugvélar ofrísi á flugi. Rannsókn á flugritum beggja flugvéla hefur leitt í ljós, að MCAS-kerfið hag- aði sér með sambærilegum hætti í báð- um slysum. Dennis Muilenburg, framkvæmda- stjóri Boeing, sagði í vikunni, að fyrir- tækið væri að ljúka við hugbúnaðar- uppfærslu í MCAS-kerfinu. Þetta væri gert vegna mögulegrar villu í skynj- arabúnaði kerfisins. Óljóst er hvenær uppfærslu kerfisins lýkur og hvenær MAX-þotan kemst aftur í loftið. Það gæti þó orðið þegar í næstu viku, að sögn ótilgreindra heimildarmanna hjá Boeing, sem kyrrsetti allar vélar sömu tegundar eftir seinna slysið vegna þess hversu lík slysin voru. MCAS [Maneuvering Character- istics Augmentation System] er sjálf- virkur öryggisbúnaður sem vakir í bakgrunni stjórnkerfis 737 MAX 8 flugvélarinnar. Hann var hannaður til að koma í veg fyrir að vængirnir missi lyftikraft á flugi og ofrísi. Þessi bún- aður var bæði í þotu Lion Air og Ethi- opian Airlines. Brottflug beggja flug- véla var reikult og óviðráðanlegt, þar sem á skiptust bratt klifur og brattar dýfur með flöktandi flughraða áður en þær skullu til jarðar skömmu eftir flugtak. Bent hafði verið á truflun á eðlilegri starfsemi MCAS-kerfisins sem orsaka- vald í hrapi Lion Air þotunnar í Indónesíu í október. Þá sagði banda- ríska loftferðaeftirlitið (FAA) að upp- götvanir á slysstað skammt frá Addis Ababa í seinna tilvikinu svo og „hreins- uð gervitunglagögn“ kölluðu á „frekari rannsókn á þeim möguleika að orsakir slysanna tveggja séu deildar“. Sögðu óþarft að kyrrsetja Í fyrstu sögðu bandarísk flugmála- yfirvöld óþarft að kyrrsetja 737 MAX 8 og 9 vegna slysanna en skipti um skoðun þegar búið var að banna flug þeirra um nær allan heim. Boeing þróaði MCAS-kerfið fyrir 737 Max 8 þotuna þar sem þyngri og neyslugrennri hreyflar hennar breyttu lofthreyfifræðilegum eigin- leikum þotunnar og geta valdið því að trjónan rísi við ákveðnar aðstæður í handvirku flugi. Áfallshornsskynjarar í flugvélinni senda MCAS-búnaðinum fyrirmæli um að beina nefinu sjálfkrafa niður á við nálgist flugvélin ofrishraða. Þar kemur við sögu hæðarstýriskambur á stéli flugvélarinnar sem tölvur stýra- kerfanna virkja. Að sögn Boeing stýr- ir MCAS ekki flugi þotunnar í eðli- legu flugi en „lagar hegðan flugvélar- innar“ við „óeðlilegar“ aðstæður. Þar gæti verið um brattar klifurbeygjur að ræða eða bratt flug eftir flugtak með vængbörð uppi á flughraða sem er ekki fjarri ofrishraða. Gögn úr flugrita Lion Air þotunnar sýndu að flugmenn hennar stríddu við sjálfvirka MCAS-kerfið um að halda stjórn á henni. Vísaði kerfið nefinu hvað eftir annað niður á við eftir flug- tak. Flugmenn Ethiopian Airlines til- kynntu um sams konar erfiðleika áð- ur en þotan steyptist snarbratt í jörðina. Í bráðabirgðaskýrslu um Lion Air flugslysið er skuldinni að hluta til skellt á bilaðan áfallshornsnema sem kom MCAS-kerfinu af stað og neyddi flugvélina í dýfu. Flugmönnum sem flugu sömu þotu daginn áður tókst að ná yfirhöndinni í glímu við sjálfvirku flugkerfistölvurnar og ljúka ferðalag- inu heilu og höldnu. Boeing gagnrýnt Eftir Lion Air slysið sætti Boeing gagnrýni fyrir að hafa látið milli hlutar liggja að vara flugmenn við virkni MCAS-öryggisbúnaðarins og fyrir að hafa ekki kallað eftir þjálfun í notkun hans. Komið hefur í ljós að í kjölfar slyssins kvörtuðu að minnsta kosti fjórir flugmenn bandarískra flug- félaga undan stýrikerfum MAX-8 þot- unnar. Sögðu þeir allir, að flugvélin hefði skyndilega stefnt niður á við. Í framhaldi af slysinu í Malasíu sendi Boeing félögum með 737 MAX 8 í rekstri ráðleggingar til flugmanna um hvernig ná mætti yfirhöndinni gagnvart MACS. Í tilkynningu í byrj- un vikunnar sagði bandaríski þotu- smiðurinn of snemmt að átta sig á or- sökum hraps þotu Ethiopian Airlines. Boeing-stjórinn Dennis Muilenberg sagði sl. sunndag fyrirtækið vinna að uppfærslu á hugbúnaði MCAS- kerfisins sem settur yrði í allar 737 MAX þotur. Væri þróun hans á loka- stigi og einnig fyrirmæli um þjálfun sem tengdist MCAS og hegðan kerfis- ins gagnvart röngum skynjarafyrir- mælum. Áður hafði Boeing sagt fyrir hendi vera lýsingar á starfsháttum „til að bregðast örugglega við þeim ólíklegu aðstæðum að villandi gögn bærust frá áfallshornsskynjara,“ hinum meinta sökudólg í Lion Air slysinu. „Flug- maðurinn mun alltaf geta náð yfir- höndinni gegn stýrakerfum þotunnar með því að beita rafdrifnum stýrastilli eða handvirkum,“ sagði þotusmiður- inn. Boeing hefur lýst MAX-þotunum sem fljótseldustu flugvélakynslóð sinni, en um eitthundrað flugrekendur munu hafa pantað rúmlega 5.000 flíkar farþegaþotur. Fara verður aftur til átt- unda áratugarins til að finna tvö mann- skæð flugslys nýrra flugvéla með svo skömmu millibili. Fórust þá tvær McDonnell Douglas DC-10 þotur. Vafasamt skoðunarferli Skoðunarferli á þróunar- og fram- leiðsluskeiði 737 MAX-þotunnar hefur sætt gagnrýni og þá sérstaklega sakir þess hvernig Loftferðaeftirlit Banda- ríkjanna (FAA) hefur útvistað verk- efnum vegna fjárskorts. Var fulltrúum Boeing jafnvel falið að stýra skírteina- og vottunarþjónustu vegna eigin véla. Undanfarin ár hefur flugumferð auk- ist stórum og þörfin vaxið fyrir fram- leiðslu miklu fleiri flugvéla en nú er. Lagði Boeing áherslu á nauðsyn flýtis skráningar MAX 8-þotunnar vegna samkeppni við Airbus A320Neo þot- una sem hóf flug skömmu áður. Segir í Seattle Times, að upphafleg öryggis- Spjót beinast að flugkerfi 737 MAX-8  Öryggisbúnaður MAX-8 þotunnar snerist upp í andhverfu sína  Boeing lét flugmenn hvorki vita af virkni búnaðarins né mælti fyrir um sérstaka þjálfun í viðbrögðum við óeðlilegri virkni hans Hæð 8:38f.h. 8:38.30 8:39 8:39.30 8:40 8:40.30 8:41 2,621m 709km/klst. 2,446m Staðartími 2,355m 41km/klst. Flugtak Hæðoghraðivélanna Vélinhvarf afratsjám 3mínútumsíðar762 1,520 2,286 3,048m EthiopianAirlines ET302 157látnir LionAir JT610 189látnir 10.mars2019 29.október2018 FlugslysBoeing737Max8vélanna 570km/klst. Hraði Hæð 610 1,220 1,830 2,440m 6:22f.h. 1,661m 1,112m Vélinféll549m á35sekúndum 6:24 6:26 6:28 6:30 6:31 Flugleiðvélarinnarskv. Flightradar24áðuren húnhvarf EÞÍÓPÍA EÞÍÓPÍA 10km Bole Alþjóðaf ugvöllurinn ADDIS ABABA ERIT. 500km JEMEN SUÐUR- SÚDAN SÚDAN TANZ. Staðartími skv.Flightradar24 639km/klst. JAKARTA 10km Soekarno–Hatta Alþjóðaf ugvöllurinn Dýpi:30-40m Jövuhaf Pangkal Pinang JAKARTA Vélinátti að lendaí Átti að lenda íNairobi, Kenía Heimild:FlightRadar24/maps4news.com INDÓNESÍA Flugleiðskv. Flightradar24 MALAYSIA Bishoftu 1,482km/ klst. 1,111 741 370 741km/ klst. 556 370 185 Vélinbrotlenti hér Hraði Flugtak www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi Anddyrishitablásarar Til í öllum helstu lengdum (1m - 1.5m - 2m) Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2012 -2017 Kerruöxlar & íhlutir ALLT TIL KERRUSMÍÐA Tæknivandamál Boeing l l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.