Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 samlegur félagi og systir Clementía kenndi smíðar og skrift og hin marglofsungna frk. Guðrún Jónsdóttir endursagði Íslendingasögurnar í ljósu máli. Um miðbik námsdvalarinnar í Landakoti stofnuðum við Binna ofurlitla skóbúð í kjallara húss fjölskyldunnar við Hávallagötu. Fórum við kaupahéðnar hús úr húsi og sníktum skó af fólki í nágrenninu og seldum síðar lysthafendum á hagstæðu verði. Áfram héldum við að vera í samvistum, er kom í Versló. Þá var hinn ágæti fjölfræðingur Vilhjálmur Þ. Gíslason farinn til Ameríku til að læra að verða út- varpsstjóri en við keflinu tók dr. Jón Gíslason latínumenntað val- menni. Í Versló kynntist Binna maka sínum Geir Ragnari Leví, síðar Andersen og urðu ástir þeirra einkar farsælar til hinzta dags. Þau áttu barnaláni að fagna og voru hamingjusöm til hinzta dags. Geir vinur okkar allra nam hótel- og veitingafræði við víð- frægan háskóla í Sviss og varð síðan yfirmaður flugvélamatar Icelandair í áratugi. Binna vann lengi sem gjaldkeri hjá elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og var virt og vinsæl í starfinu. Nú hefur hinn mikilvirti sláttumað- ur fjarlægt þessa góðu mann- eskju úr þessari hérvist. Það er sárt að sjá eptir slíkri mann- kostamanneskju og óska ég öllu fólki hennar og eftirlifandi bónda hennar einlægan sam- hug. Bragi Kristjónsson. Brynhildi Andersen kynntist ég fyrst í kosningastarfi sjálf- stæðismanna í Vestur- og Miðbæ í borgarstjórnarkosning- um 1982 og þingkosningum ári síðar. Ég er ekki frá því að hún hafi verið fyrsta manneskjan til að taka á móti mér á þeim vett- vangi og fela mér einhver verk- efni, enda var hún þá og löngum síðar í forystusveit flokksmanna í vesturhluta borgarinnar og í hópi þeirra sem báru uppi kosn- ingastarf og kjördagsvinnu, sem án efa skilaði miklu fyrir flokk- inn þegar talið var upp úr kjör- kössunum. Frá fyrstu stundu fann mað- ur á Brynhildi að fólk væri þarna komið til að vinna, en ekki til að slæpast, að verkefnin skiptu máli og að allir yrðu að taka til hendinni til að árangur næðist. Hún áttaði sig hins veg- ar líka á því að til þess að stór hópur sjálfboðaliða væri tilbú- inn að koma og leggja sitt af mörkum yrði líka að vera gam- an og hún átti svo sannarlega sinn þátt í að skapa lifandi og skemmtilegt andrúmsloft, sem gerði það að verkum að fólk var tilbúið til að koma aftur og aft- ur, kosningar eftir kosningar, til að vinna að framgangi flokksins og hugsjóna hans. Sjálfur átti ég þess kost að vinna með Brynhildi í um það bil 20 almennum kosningum, til alþingis og borgarstjórnar, og eru þá ótalin ýmis önnur sam- eiginleg verkefni á vettvangi flokksstarfsins, svo sem í kjör- nefndum, prófkjörum, á lands- fundum og í almennu fé- lagsstarfi milli kosninga. Brynhildur lagði jafnan gott til málanna, var bæði óeigingjörn og ráðagóð, og jafnan tilbúin að taka að sér verkefni, sem hún skilaði síðan af sér með sóma. Hún var ekki skoðanalaus manneskja og óhrædd við að láta menn heyra það ef henni mislíkaði eitthvað, en það var ekki persónulegt af hennar hálfu og alveg laust við illindi eða persónulegt pot, sem ekki er alveg óþekkt í pólitísku starfi. Kynni mín af Brynhildi urðu svo auðvitað meiri þegar við Sigríður dóttir hennar urðum vinir og samverkamenn bæði innan og utan vettvangs stjórn- málanna. Þá kynntist maður annarri hlið hennar, fjölskyldu- konunni og ættmóðurinni, sem hélt einstaklega vel utan um sitt fólk og studdi það af alefli meðan heilsa og kraftar leyfðu. Um leið og ég þakka fyrir velvild og vináttu í áratugi, votta ég Geir, Kristni, Ívari, Sigríði og fjölskyldum þeirra innilega samúð mína. Þeirra missir er mikill en minningin um góða konu mun lifa með okkur öllum sem kynntumst henni. Birgir Ármannsson. Fátt er mikilvægara í lífinu en að eignast góða og sanna vini. Ég varð þess láns aðnjótandi þegar ég kynntist Brynhildi Andersen fyrir nærri hálfri öld. Þá fluttu þau Brynhildur og Geir í Sólvallagötuna með börnin sín. Ég man að mamma mín sagði mér að það væri svo sæt ung kona flutt í götuna sem væri þar að auki ættuð úr Döl- unum. Fljótlega fór ég að drekka kaffi með Brynhildi og við drukkum mikið kaffi saman alla ævina síðan. Ég kynntist því hve Brynhildur var mikil öðlingsmanneskja og hvað hún var vel gefin, réttsýn og framar öllu sanngjörn í mati sínu á mönnum og málefnum. Það var 13 ára aldursmunur á okkur Brynhildi. Ég var af ’68-kynslóðinni en hún var af kynslóðinni fyrir ofan. Það breytti engu um okkar vinskap því að Brynhildur kom alltaf að kjarna málsins í öllum um- ræðum en lét sig engu skipta tískustrauma á neinu sviði. Hún setti grundvallaratriði allra mála fram á svo kurteisan og látlausan hátt. Brynhildur var alltaf upp- örvandi og sá jákvæðar hliðar og von í öllu. Þau voru ófá skiptin sem ég sat hjá henni og saup á kaffibollanum og hún taldi í mig kjark. Brynhildur var mjög pólitísk og mikil sjálfstæðiskona. Hún hafði mikla yfirsýn yfir hið pólitíska litróf og stóð alltaf við sínar grundvallarhugsjónir. En Brynhildur var líka viðsýn, gat sett sig í spor annarra og séð málin frá mörgum öðrum hliðum. Í lífi Brynhildar var for- gangsröðunin skýr. Fyrst kom fjölskyldan; eiginmaður, börn og barnabörn. Svo kom allt hitt. Brynhildur var mjög músík- ölsk og lagði mikla stund á tón- list á sínum yngri árum. Ekki er ég frá því að næmi hennar í tónlist hafi líka birst í um- gengni og samtölum við annað fólk því að Brynhildur kunni vel að hlusta. Hún heyrði gjarnan hið ósagða og las þann- ig hugsanir og það sem að baki lá. Hún sagði aldrei öll sín orð í einu. Minningarnar frá hinum ýmsu samverustundum með Brynhildi flæða fram. Það voru kaffiboð á Sólvallagötunni, það voru góðar stundir á Þingvöll- um og jafnvel á Bifröst að ógleymdum hinum mörgu ný- ársnóttum sem við sátum með fleira góðu fólki og fögnuðum nýju ári. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að eiga Brynhildi að vin- konu í lífinu og minningin um hana mun alltaf lýsa mér og ylja. Megi Brynhildur Andersen hvíla í Guðs friði og megi minn- ing hennar vera blessun. Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir. Brosmild, glæsileg og við- mótið hlýlegt. Það geislaði og gustaði af henni Brynhildi And- ersen sem starfaði á skrifstofu Grundar í meira en aldar- fjórðung, allt frá árinu 1988 og þangað til hún lét af störfum árið 2015, þá komin hátt á átt- ræðisaldur. Brynhildur var drífandi og jákvæð og lét ekk- ert slá sig út af laginu heldur hélt áfram að sinna sinni vinnu með bros á vör. En hún sagði ekki skilið við heimilið þegar hún lét af störf- um, heldur mætti sjálfboðin í hverri viku og las úr dagblöðum fyrir heimilismenn og spilaði á píanó í morgunstund. Þær fórn- fúsu stundir voru henni dýr- mætar en ekki síður heimilis- fólkinu sem á eftir að sakna hennar og gleðinnar sem fylgdi nærveru hennar. Grund þakkar Brynhildi samfylgdina og vottar eigin- manni hennar, börnum og öðr- um aðstandendum dýpstu samúð. Guðrún B. Gísladóttir. Í dag kveðjum við kæra vin- konu, Brynhildi K. Andersen, samferðarkonu í áratugi og traustan og góðan vin. Mér eru ógleymanlegar þær mörgu samverustundir sem við Jóna Gróa eiginkona mín áttum með Brynhildi og eftirlifandi eigin- manni hennar, Geir R. Ander- sen. Það var fyrir meira en fjór- um áratugum sem kynni tókust með Brynhildi og Jónu Gróu er þær hittust á Hvatarfundi á Hótel Borg. Í framhaldi tóku þær báðar virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík og voru jafnan samstiga og gegndu ýmsum trúnaðarstöðum á vettvangi stjórnmálanna. Jóna Gróa lést áttræð í septem- ber 2015 og Brynhildur kveður nú á sama aldri. Það var margt líkt í fari Brynhildar og Jónu Gróu. Óbilandi áhugi á þjóð- félagsmálum, fjölskyldumetn- aður og dugnaður, atorka, kímni og glæsileiki. Það eiga sér nú vonandi stað hressilegar umræður hjá þeim vinkonum á því tilverustigi sem allir enda á. Á heimili Brynhildar og Geirs og á heimili okkar Jónu Gróu voru haldnir margir sel- lufundir við hápólitíska um- ræðu og gamanmál. Hlátra- sköllin á fundunum bárust jafnan í nálæg hús og út á ná- lægar götur. Spáð var í spil og línur voru lagðar. Á fundunum hallaði ekki á stöðu kvenna – við eiginmennirnir studdum okkar konur og hlustuðum á. Brynhildur lauk Verslunar- skólanámi og námi frá Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Hún hafði mikinn metnað fyrir fjöl- skyldu sína og börn hennar og barnabörn bera hennar vega- nesti. Í prófkjöri fyrir borgar- stjórnarkosningar fyrir tæpum fjörutíu árum lagði Jóna Gróa upp í prófkjörsbaráttu við slag- orðið „húsmóðir af hverju ekki“. Slagorðið skilaði góðum árangri og get ég ekki loku fyr- ir það skotið að þar hafi Bryn- hildur lagt á ráðin. Það er tómleiki sem fylgir þegar stórbrotin kona fellur frá. Kæri Geir, börn og barna- börn. Ég votta ykkur dýpstu samúð við fráfall glæsilegrar og dugmikillar konu, Brynhildar Kristinsdóttur Andersen. Guðmundur Jónsson. Fallin er frá kær vinkona, Brynhildur Andersen, eða Binna eins og hún var jafnan kölluð. Fráfall hennar bar nokkuð brátt að eftir að hún hafði átt við veikindi að stríða um skeið. Leiðir okkar Binnu lágu saman í Sjálfstæðisflokknum seint á síðustu öld en Binna hafði verið virkur félagi þar í mörg ár. Fyrstu kynni okkar voru í gegnum Sjálfstæðis- kvennafélagið Hvöt og svo síðar í stjórn Landssambands sjálf- stæðiskvenna en hún var fram- kvæmdastjóri LS í for- mennskutíð minni þar. Samstarfið við Binnu var fjör- legt, lærdómsríkt og skemmti- legt, en hún var haldin smitandi eldmóði og framsýni, og lét skoðanir sínar skýrt og skil- merkilega í ljós. Stundum vor- um við ósammála, en oftar sam- mála, um gang stjórnmálanna, ekki síst í jafnréttismálum og hvernig unnt væri að fjölga kon- um á Alþingi og í sveitarstjórn- um. Þessari lágvöxnu, glæsilegu konu gat legið hátt rómur á köflum ef umræðuefnið gaf til- efni til skoðanaskipta og fór ekki milli mála að Binna var á staðnum þegar svo bar við. Mér er sérstaklega minnis- stæð kosningabarátta snemma á tíunda áratug síðustu aldar, en þá lögðu sjálfstæðiskonur mikinn þunga á árangur – að jafna hlut kynjanna. Forysta flokksins studdi LS dyggilega en þegar stjórnin ákvað að gera sérlegt segulmerki með orðun- um ,,Sjálfstæðiskona – stendur á þér?“, auðvitað skreytt XD, fór um suma, þar á meðal Binnu. Hún hugsaði sig um ör- skamma stund en svo lýsti and- litið eins og sól á himni þegar hún sagði að auðvitað mætti ekki standa á konum að kjósa ... að nýta kosningarétt sinn og styðja konur til dáða! Enn má sjá þetta merki á ísskáps- hurðum margra heimila en því var dreift um allt land á sínum tíma. Sjálfri dettur mér alltaf í hug LS stjórnin, sem brallaði svo margt og lagðist saman á árar í kosningabaráttum flokks okkar, þegar merkið blasir við mér á morgnana, fagurblátt með hvítum stöfum. Eins og verða vill mynduðust vináttubönd sem hafa ekki bara haldið í mörg ár, heldur eflst og þeim viðhaldið með reglulegum samverustundum. Fyrir hönd Hvatar- og LS- stjórnarkvenna frá tíunda ára- tug síðustu aldar færi ég eig- inmanni Binnu, Geir, börnum þeirra og öðrum afkomendum innilegar samúðarkveðjur og bið þeim verndar allra góðra vætta. Ellen Ingvadóttir, fv. formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Kveðja frá Félagi sjálfstæðismanna í vestur- og miðbæ Brynhildur Andersen er fall- in frá. Áratugum saman tók hún af atorku þátt í stjórnmálastarfi og var um árabil formaður Fé- lags sjálfstæðismanna í vestur- og miðbæ og síðar heiðurs- félagi. Hún var kjölfesta og gleðigjafi í félagsstarfinu sem og annars staðar og skipti þá engu hvort það var í Vestur- bæjarlauginni eða á Grund. Allt hennar starf einkenndist af elju og myndugleika. Brynhildur hafði sterka nær- veru. Hún var skýr og skelegg svo mál hennar fór ekki framhjá neinum viðstöddum. Hún hafði sterkar skoðanir á ýmsum mál- um sem hún fylgdi eftir af hátt- vísi sem henni var í blóð borin. Brynhildur hafði lag á að vinna með fólki og vissi að leiðir til ár- angurs eru stundum krókóttar og aðeins færar þeim sem bera í sér hæfilega blöndu af ákafa og þolinmæði. Hvar sem Brynhildur fór vakti hún athygli og aðdáun fyr- ir röskleika, ákveðni, dugnað og réttsýni, en ekki síst vingjarn- legt viðmót við stóra sem smáa, enda var hún sönn og góð og kom ávallt fram af heilindum. Hún var gæfusöm í einkalífi og það var eftirtektarvert hversu samhent þau Geir voru alla tíð. Börnin þrjú bera foreldrum sín- um sannarlega gott vitni, hvert með sínum hætti. Missir margra er mikill við fráfall Brynhildar, en mest er þó sorg nánustu fjölskyldu hennar og vottum við þeim öll- um innilega samúð. Sólrún Sverrisdóttir, formaður. Elskulegur eiginmaður og vinur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK BJÖRN GUÐMUNDSSON verslunarmaður, Hólmagrund 10, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks laugardaginn 9. mars. Jarðsett verður frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 23. mars klukkan 14. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Sjúkraþjálfun Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks. Friðbjörg Vilhjálmsdóttir Margrét Friðriksdóttir Eyvindur Albertsson Steingrímur Rafn Friðriks. Pálín Ósk Einarsdóttir Bjarni Þór Eyvindsson Linda Björk Hafþórsdóttir Anna Margrét Steingrímsd. Hilmar Þór Hilmarsson og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR, Sóltúni, lést á Landspítalanum 7. mars. Útförin verður gerð frá Neskirkju föstudaginn 22. mars klukkan 15. Þeim sem vildu minnast hennar er beint á Barnaspítala Hringsins. Erna Einarsdóttir Sigurður Einarsson Arndís Björnsdóttir Einar Þór Daníelsson Hildigunnur Daníelsdóttir Árni Garðarsson Þóra Jensdóttir Helga Þórunn Óttarsdóttir Gústav Arnar Davíðsson Þórunn Sigurðardóttir Björn Sigurðsson og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA ÞÓRA GUÐBJÖRNSDÓTTIR, Reykjavíkurvegi 16, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu þriðjudaginn 12. mars. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 21. mars kl. 13. Rúnar Þór Egilsson Svanhildur M. Bergsdóttir Guðbjörn Egilsson Sigurjón Egilsson Egill Fannar Rúnarsson Bergdís Mjöll Rúnarsdóttir Trausti Kristinsson Heiðrún Birna Rúnarsdóttir Nanna Ósk Arnarsdóttir og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURBJÖRN REYNIR EIRÍKSSON, Aðalgötu 1, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 14. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 26. mars klukkan 13. Eiríkur S. Sigurbjörnsson Jóhanna P. Sigurbjörnsd. Wayne Carter Wheeley Valdís S. Sigurbjörnsdóttir Ægir Frímannsson Sigurbjörn R. Sigurbjörnss. Símon G. Sigurbjörnsson afabörn, langafabörn og langalangafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTRÚN SIGURFINNSDÓTTIR, fyrrverandi húsfreyja Efsta-Dal 1, lést á Dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, sunnudaginn 17. mars. Útförin fer fram frá Skálholtsdómkirkju föstudaginn 29. mars klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda Sigurfinnur Vilmundarson Margrét J. Þórarinsdóttir Theodór I. Vilmundarson Ragnheiður B. Sigurðardóttir Gunnar Vilmundarson Jóna Bryndís Gestsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.