Morgunblaðið - 21.03.2019, Síða 48

Morgunblaðið - 21.03.2019, Síða 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 Starfið er í blóma áÞjóðminjasafninuog fjölbreyttar sýningar í gangi, hér er fjöldi gesta alla daga og í mörg horn að líta,“ segir Margrét Hall- grímsdóttir þjóðminja- vörður, sem er 55 ára í dag. „Við erum að vinna í því að auka aðgengi enn betur en áður að safninu og nú gildir einn aðgöngumiði sem árs- kort. Miðinn kostar 2.000 krónur og auðvit- að fyrir börnin. Árs- miðann er hægt að nýta allt árið og koma eins oft og hver vill. Það er vin- sælt að koma í safnið og skoða einstakar sýningar eða jafnvel einstaka grip, hlýða á fyrirlestra já eða fá sér kaffi.“ Ýmsar sérsýningar eru í gangi, ljósmyndasýningar og sýningar á kirkjulist fyrri alda. Þá er skyggnst inn í heim miðaldaklaustranna á sérstakri sýningu. „Á fullveldisárinu sigldum við í höfn stóru rann- sóknaverkefni um friðaðar kirkjur landsins ásamt samstarfsaðilum og í tilefni af því var efnt til hátíðarsýninga um listgripi í kirkjum landsins. Þar má sérstaklega nefna sýninguna Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld þar sem eru til sýnis gripir frá fjölmörgum friðuðum kirkjum um allt land en við höfum verið í góðu samstarfi við gott fólk sem hefur lánað okkur kirkjugripina til sýningar. Það er því einstakt tækifæri nú til þess að kynna sér kirkjulistasögu okkar í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Meðal frétta af innra starfi Þjóðminjasafnsins er að nú er verið að vinna að lokaáföngum flutninga á hundruðum þúsunda safngripa, þar af jarðfundnum minjum fornleifarannsókna, í kjöraðstæður hvað varð- ar öryggisgæslu og varðveisluskilyrði í nýinnréttuðu húsnæði í Hafnar- firði þar sem einnig er aðstaða til kennslu og rannsókna. Þá er Ljós- myndasafn Íslands í Þjóðminjasafni að fá betri aðstæður til varðveislu og rannsókna í Kópavogi á rúmlega 6 milljónum ljósmynda. Þá er í fréttum að nú er unnið að undirbúningi sumarstarfs í húsum Þjóðminja- safns um allt land og í þessum orðum töluðum var verið að undirrita samstarfssamning við Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ um afnot af torfhúsum Þjóðminjasafns til safnastarfs í Skagafirði. Það er gefandi samvinna við söfnin á landsbyggðinni sem ferðafólk nýtur góðs af.“ Áhugamál Margrétar eru fjölskyldan og samvera með sínu fólki, en hún á fjögur uppkomin börn og eitt barnabarn. Þá eru ritstörf og lestur bóka nokkuð sem Margrét fæst við í frístundum sem og útivist. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þjóðminjavörður Margrét Hallgrímsdóttir. Aðgöngumiðinn gildir sem árskort Margrét Hallgrímsdóttir er 55 ára í dag Ö rlygur Kristfinnsson fæddist 21. mars 1949 á Siglufirði. „Ég ólst upp í hinum litríka og líflega síldarbæ sem Siglu- fjörður var á þessum árum. Þar var Ljósmyndastofa Siglufjarðar nokk- urs konar miðdepill tilverunnar.“ Ör- lygur var í sveit í sex sumur frá 6 ára til 12 ára aldurs, hann vann síðan öll sumur margs konar störf sem tengd- ust síldariðnaði og annarri fisk- vinnslu. Örlygur varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1969, stundaði síðan fjögurra ára nám við Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands og lauk kennaraprófi þaðan 1973. Örlygur var myndlistarkennari í 20 ár, aðallega á Siglufirði og hélt þar myndlistarsýningar af og til. Hann stóð að stofnun Félags áhugamanna um minjasafn 1989 og starfaði sem Örlygur Kristfinnsson myndasmiður – 70 ára Í Kárahnjúkaferð Örlygur og Guðný með tvíburabörn sín, Hildi og Hrafn, árið 2006. Siglufjörður aftur orð- inn líflegur og litríkur Á Síldarminjasafninu Hákon, krónprins Noregs, vígir Bátahúsið 29.6. 2004 og fylgist með síldarsöltun ásamt Ólafi Ragnari forseta og fríðu föruneyti. Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. TILBOÐSDAGAR 50% AFSLÁTTU R ALLT AÐ 3.356 Áður: kr. 4.795 3.356 Áður: kr. 4.795 1.998 Áður: kr. 3.995 1.498 Áður: kr. 2.995 998 Áður: kr. 1.995 4.196 Áður: kr. 5.995 -30% -30% -30% -50% -50% -50% Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA Mán. til fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 10–16. Sunnud. kl. 12–16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.