Morgunblaðið - 21.03.2019, Síða 51
DÆGRADVÖL 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Allt sem viðkemur heimili þínu og
fjölskyldu ætti að blómstra á næstunni.
Hugsanlegt er að einhver bjóði þér í ferða-
lag.
20. apríl - 20. maí
Naut Láttu ekki aðra þurfa að velkjast í vafa
um meiningar þínar. Ef þú sýnir tillitssemi
munu aðrir hlusta á þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er margt að gerast í kringum
þig og þú mátt hafa þig alla/n við til að
straumurinn hrífi þig ekki með sér. Settu
markið hátt, þú getur allt sem þú vilt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að hrista af þér ýmsar venj-
ur sem falla ekki að því lífi sem þig langar til
þess að lifa. Gefðu þér tíma til að njóta feg-
urðar náttúrunnar með þínum nánustu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Nú verður þú að hrökkva eða stökkva
því ekkert annað getur þokað málum þínum
áfram. Stattu svo fast á þínu. Vertu því var-
kár í umgengni þinni við aðra.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Peningum sem þú eyðir í dag til að
fegra heimilið er vel varið. Láttu af allri
gagnrýni á aðra og líttu í eigin barm.
23. sept. - 22. okt.
Vog Gerðu eitthvað sem er óvenjulegt og
ólíkt því sem þú hefur áður tekið þér fyrir
hendur. Ekki reyna að fá makann til að
skipta um skoðun í deilumáli ykkar á milli.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Fátt er skemmtilegra en góðar
stundir í faðmi fjölskyldunnar. Losaðu þig við
allt það sem þú þarft ekki lengur á að halda.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú átt auðvelt með að hrífa fólk
með þér og því ert þú oft í skemmtinefnd
fyrirtækisins. Þú saknar stundum gömlu
góðu daganna þegar engar skyldur hvíldu á
þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þetta er góður dagur til félagslífs,
sérstaklega til að leika sér við börn. Nú er
allt að falla í ljúfa löð í ástarsambandinu.
Einhver ský sjást þó enn á himni.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Af hverju ertu dapur/döpur? Það
er ástæðulaust því nú er rétti tíminn til að
láta slag standa og taka áhættu. Ekki vera
hissa þó einhver vilji kynnast þér. Þú hefur
svo margt til brunns að bera, trúðu á þig.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er erfitt fyrir þig að gera þér upp
áhuga þegar þú hefur hann ekki. Gagnrýni er
holl, en við erum flest að reyna að gera eins
vel og við getum. Taktu til í geymslunni, það
léttir á sálartetrinu.
Frumburður Víkverja varð þriggja
ára á dögunum. Er það svo sem ekki
í frásögur færandi en þegar Víkverji
spurði prinsinn hvernig honum liði
að vera orðinn þriggja ára svaraði sá
stutti um hæl: „Ég er svolítið
smeykur!“ Smeykur? Fyrst velti
Víkverji fyrir sér hvar snáðinn hefði
lært það orð en grunar hann Sigga
þarna sem liggur alltaf úti með ærn-
ar í haganum um að bera þar höfuð-
ábyrgð.
x x x
En af hverju var hann smeykur?„Ég er orðinn svo gamall!“ Vík-
verji gat varla annað en hlegið ögn
að einlægninni sem fylgdi þessum
orðum. Vonandi er æskudýrkun
samfélagsins ekki ennþá orðin svo
ofboðslega mikil að menn teljist vera
komnir af léttasta skeiði þegar þeir
eru orðnir þriggja ára.
x x x
Eða hvað veit maður? Er ekki alltafverið að gera kröfu um að fólk sé
helst bara ekkert að eldast, ef það
komist hjá því, heldur skelli á sig alls
kyns hrukkukremum og fegrunar-
meðölum til að viðhalda æskuljóm-
anum dýrmæta. Vonandi kemur
Víkverji ekki að stráknum sínum
næst með maskara og gúrkur á aug-
unum.
x x x
Þá um leið fór smá hrollur um Vík-verja, því hann á allavegana
engan séns, orðinn kortér í mið-
aldra, ef það að vera þriggja telst
allt í einu vera gamall. Víkverji hlýt-
ur á þeim mælikvarða að vera bara
hálfgerður steingervingur. Gott ef
hann er ekki farinn að finna fyrir
smá liðagigt.
x x x
Ætli það sé samt ekki einhversvona upplifun sem fleygir
mönnum á aldri Víkverja út í það að
fara allt í einu að lita á sér hárið, ef
þeir hafa það þá enn, eða kaupa sér
skellinöðru eða rafmagnsbassa upp
úr þurru? Svona áminning um að
kannski er maður sjálfur ekki alveg
enn þá með „það“ ef maður var það
þá nokkurn tímann og að nú sé síð-
asti sénsinn til að bæta úr því?
Hmm. Kannski Víkverji skelli sér á
smáhrukkukrem. vikverji@mbl.is
Víkverji
Í þínar hendur fel ég anda minn, þú
frelsar mig, Drottinn, þú trúfasti Guð!
(Sálm 31:6)
A U G N V Í T A M Í N
Fæst í öllum helstu apótekum
www.provision.is
Augnþurrkur er algengt vandamál. Viteyes Tear support
vítamín inniheldur öll gæðavítamín og olíur til að uppfylla
daglegar þarfir fyrir heilbrigða tárafilmu. Einnig gott sem
fyrirbyggjandi vítamín fyrir augun.
Nýtt
Jón Ingvar Jónsson yrkir „Argastaleir“ og birtir á Boðnarmiði:
Sjálfa 1.
Ég hef alveg afleit gen
enda fól og glanni,
rætinn, þver og illgjarn en
annars gull af manni.
Sjálfa 2.
Æ, mig langar inn á Vog,
er það nokkur vegur?
Vera gegn og góður og
guði þóknanlegur.
Sjálfa 3.
Jón er enn á röngu róli,
ranglátur og svikull drjóli,
á sitt fé í skattaskjóli,
skömm er að því ljóti fóli
þó að á hann hlaði hóli
hefðarkonur uppi í bóli.
Hjálmar Jónsson er með á nót-
unum:
Vissulega grettur, grár
og glaðar stundir tregar,
en sjálfumyndir, þessar þrjár,
þær eru svakalegar.
Jón Gissurarson spyr hvort ein-
hver á Boðnarmiði viti um höfund að
eftirfarandi vísu:
Þar til klukkan telur tólf
teygjast læt ég vöku
og þá stundum geng um gólf,
geri marga stöku.
Jón lætur þess getið að Guðmund-
ur Valtýsson bóndi á Eiríksstöðum í
Svartárdal hafi sagt sér að Kári
Jónsson frá Valadal hafi oft raulað
hana fyrir munni sér þegar hann
var á Eiríksstöðum og gekk þar um
gólf á kvöldin. Guðmundur segðist
ekki vita fyrir víst hvort hún sé eftir
Kára, en það gæti þó allt eins verið.
Jón segist ekki muna til þess að
hafa heyrt Kára fara með vísuna en
Kári var föðurbróðir hans.
Þór Sigurðsson rifjar upp að Kári
í Valadal orti um þrjár heimasætur:
Hálffullur um heiminn geng,
hendingarnar skýri,
margan heillað hefur dreng
Hósa á Víðimýri.
Síðan fleygnum sýp ég á,
sigli leiði búnu,
alltaf finn ég ylinn frá
Álftagerðis Rúnu.
Ástarvímu á mér fann,
oft er grínið skrítið,
Kári Stínu einni ann
ofur pínulítið.
Stína var Kristín Pétursdóttir í
Vatnshlíð.
Enn segir Þór að eftir Kára sé sú
vísa, sem oftast er sungin a.m.k. á
Norðurlandi er menn koma saman
og gleðjast. Vísan sé hins vegar allt-
af að breytast og það til hins verra.
Rétt er hún svona:
Skála og syngja Skagfirðingar,
skemmtun vanda og gera hitt.
Heyrið, slyngir Húnvetningar,
hér er landaglasið mitt.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sjálfumyndir og misjafnt fólk
„HVAÐ MEINARÐU MEÐ „FARÐU ÚT MEÐ
HUNDINN”? ÉG GET EKKI HREYFT MIG.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að skilja að lífið
verður aldrei eins og
áður.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
URRRR…
ÉG HATA KETTI!
KETTIR GERA
MIG STURLAÐAN!
OG ÞÚ ERT
VIRKILEGA
GÓÐUR Í ÞVÍ!
MÍN ER
ÁNÆGJAN
EKKI VEIT ÉG HVERS
VEGNA KARLAR DREKKA,
EN ÉG VEIT HVÍ KONUR
DREKKA!
HVÍ DREKKA
KARLAR SVONA
MIKIÐ?
KARLAR!KRÁ