Morgunblaðið - 06.04.2019, Page 2

Morgunblaðið - 06.04.2019, Page 2
Peningaþvætti og hryðjuverkafé  Ísland er ekki óhult fyrir hættum sem fólgnar eru í peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Guðni Einarsson gudni@mbl.is Áhættumat ríkislögreglustjóra 2019 um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka var birt í gær. Það mark- ar „tímamót í baráttunni gegn þeirri meinsemd sem peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sannanlega er,“ að sögn embættisins. Í skýrslunni kemur m.a. fram að Ísland sé hvergi nærri óhult fyrir þeim hættum sem fólgnar eru í pen- ingaþvætti og fjármögnun hryðju- verka. Landið er ekki heldur undan- þegið þeirri skyldu að grípa til viðeigandi og nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir að slíkt fái þrif- ist hér. Ísland gekk til samstarfs við Fin- ancial Action Task Force (FATF) ár- ið 1991. Það er alþjóðlegur aðgerða- hópur gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tilmæli FATF eru leiðandi á heimsvísu og til- skipanir Evrópusambandsins (ESB) hafa verið í samræmi við þau. Með að- ild að FATF skuldbatt Ísland sig til að samræma löggjöf tilmælunum. FATF gerði hér úttekt á árunum 2017-2018 og leiddi hún í ljós ýmsa veikleika í íslenskri löggjöf hvað málaflokkinn varðar. Samkvæmt skýrslunni var gripið til viðbragða sem m.a. fólu í sér innleiðingu á fjórðu peningaþvættistilskipun ESB hér á landi. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að reglulega sé unnið áhættu- mat um þessi mál. Mismikil ógn af peningaþvætti Varðandi peningaþvætti taldist greind ógn mikil „þegar kom að frum- brotum skattsvika, peningasending- um, einkahlutafélögum, raunveruleg- um eigendum, flutningi reiðufjár til og frá landinu, starfsemi sem stundar reiðufjárviðskipti, lögmönnum, spila- kössum og afléttingu fjármagns- hafta“ Greind ógn taldist veruleg er kom að innlánum, útgáfu rafeyris, greiðsluþjónustu, skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum, sjóðum og stofnunum sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, öðrum al- mannaheillafélögum, reiðufé í um- ferð, endurskoðendum, fasteignasöl- um, vöru og þjónustu og kerfiskennitölum. Þá var ógn talin miðlungsmikil í til- viki útlána, sýndarfjár, reksturs sjóða, hlutafélaga, sjálfseignarstofn- ana og samlagsfélaga, viðskipta og þjónustu með fjármálagerninga, veð- mála og viðskipta með eðalmálma og -steina. Ógn var metin lítil þegar kom að líf- eyrissjóðum, líftryggingum, öðrum félögum, skipasölum, happdrætti, bingói, lottói, fjárhættuspilum á net- inu og ferðamönnum. Fjármögnun hryðjuverka Áhætta af fjármögnun hryðjuverka hér er talin vera lítil eða miðlungs- mikil. Bent er á að þrátt fyrir veik- leika séu engin dæmi hér á landi um fjármögnun hryðjuverka eða tengsl við slíka háttsemi erlendis. »22 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 það byrjar allt með fjórum fræjum ENN HOLLARI OLÍA OMEGA 3 & 6 + D- & E-VÍTAMÍN Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við vorum í fyrri hópnum en það virðist hafa fjarað undan áhuga á að hafa okkur með. Það hefði verið ein- faldara,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar. Samflot iðnaðarmanna var ekki aðili að lífskjarasamningnum svo- kallaða. Fyrsti fundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara var á fimmtudag og hefur næsti fundur verið boðaður á miðvikudag í næstu viku. Á þessum fyrsta fundi fengu iðn- aðarmenn kynningu á lífskjarasamn- ingnum. Í nýjum pistli á heimasíðu Samiðnar er gagnrýnt að ekki hafi verið leitað eftir víðtækari sátt með- al launaþegahreyfinga. „Umhugsunarvert er að í samn- ingi sem hefur fengið heitið „lífs- kjarasamningur“ fylgir skjal frá rík- isstjórn upp á 38 liði, og snertir alla þjóðina að ekki hafi verið reynt að tryggja víðtækari aðild og sátt. Þeg- ar þjóðarsáttarsamningurinn var gerður var lögð áhersla á víðtæka aðkomu. Þeim sem ekki áttu kost á aðild og eiga eftir að semja er stillt upp fyrir einum kosti: „copy“. Heppilegra hefði verið að leggja meiri vinnu í að búa til víðtæka sátt um samning sem snertir alla með einum eða öðrum hætti og gildir í tæp fjögur ár,“ segir í pistlinum. Vilja kaupmáttaraukningu Hilmar segir í samtali við Morg- unblaðið að „margt kunnuglegt“ sé í lífskjarasamningnum. Þó séu ýmis áhersluatriði sem iðnaðarmenn muni reyna að knýja í gegn í viðræðunum. „Við vildum fá kaupmáttaraukningu og svo erum við með aðeins öðruvísi áherslur,“ segir hann. Eitt og annað er þó jákvætt: „Launahækkun er meiri til þeirra sem taka laun samkvæmt kauptöxt- um, sem er jákvætt. Einnig er rétt að nefna að í samningnum er gert ráð fyrir launaþróunartryggingu sem er hliðstæð því sem hefur verið í gildi hjá því opinbera og gefist vel,“ segir í pistli Samiðnar. Hefðu viljað víðtækari aðild og sátt um lífskjarasamning  Iðnaðarmenn segja aðeins einn kost standa til boða: „copy“ „Dómurinn er byggður á þeirri aðalröksemd sem ég tefldi fram í upphafi og það þarf ekkert að fara í neitt annað sem fjallað var um í málinu. Sú röksemd lýtur að því að stjórn Lög- mannafélagsins hafði ekki heimild að lögum til þess að bera eitthvert erindi sem varðaði mig undir þessa úrskurðarnefnd,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstarétt- ardómari. Landsréttur féllst á kröfu hans gagnvart Lögmannafélagi Íslands um að áminning á hendur honum yrði felld úr gildi. Áminningin var veitt vegna tölvupósta sem Jón Steinar sendi Ingimundi Einarssyni, þáverandi dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmannafélagið var dæmt til að greiða Jóni Steinari málskostnað á báðum dómstigum. Í dómi Landsréttar segir að ekki sé fyrir hendi „nægilega traust laga- heimild“ fyrir stjórn Lögmanna- félags Íslands til að koma fram við- urlögum gegn félagsmanni með því að leggja fram kvörtun fyrir úr- skurðarnefnd félagsins. arnarth@mbl.is Áminning- in var felld úr gildi Jón Steinar Gunnlaugsson  Landsréttur féllst á kröfu Jóns Steinars Hrafn einn í Reykjavík var að velta fyrir sér trjá- grein þegar ljósmyndarinn smellti af mynd. Ekki er ólíklegt að fuglinn hafi verið að huga að því að smíða sér laup, eða hreiður. Varptími hrafns- ins er frá miðjum apríl og klekjast ungarnir út í maí. Krumminn verpir einu sinni á ári. Lengi var hrafninn með fyrstu fuglum til að verpa hér. Nýir landnemar, krossnefir, eru fyrri til og sáust fyrir austan með unga í byrjun mars. Krummi safnar efni í laup Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vor í lofti og hrafnar undirbúa varp

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.