Morgunblaðið - 06.04.2019, Page 27

Morgunblaðið - 06.04.2019, Page 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 Púað Vegfarandi lygnir aftur augunum með vindil í munninum á Laugavegi í Reykjavík, nýtur þess að kasta mæðinni svolitla stund og láta líða úr sér áður en lengra er haldið í borgarerlinum. Eggert Nú stendur yfir sá tími þar sem mik- ilvægar ákvarðanir eru teknar hjá fjölmennum hópi ungmenna sem eru að velja nám að loknum grunnskóla. Það er úr ótalmörgu að velja því 38 skólar eru að bjóða upp á nám á framhaldsskólastigi og þar af eru hátt í 20 þeirra með starfsnámsbrautir. Það eru hvorki meira né minna en 100 mismunandi starfsnámsbrautir í boði hér á landi og því úr miklu að velja fyrir unga nemendur. Til viðbótar við hefðbundið nám í löggiltum iðngreinum líkt og húsa- smíði, gullsmíði og rafvirkjun þá hafa á undanförnum árum bæst við ýmsar spennandi nýjar greinar og má þar nefna tölvuleikjagerð, hljóðtækni og teiknimyndagerð. Það hefur sýnt sig að nemendur sem koma úr starfsnámi hafa mögu- leika á háum tekjum og geta valið úr fjölmörgum atvinnutækifærum. En því má heldur ekki gleyma að með starfsnámi er hægt að taka samhliða fög sem leiða til stúdentsprófs ef hugurinn stefnir í áframhaldandi nám. Oft er það þannig að með starfsnám í farteskinu er hægt að halda á vit ævintýranna og fá vinnu hvar sem er í heiminum því námið opnar dyr víða um heim. Starfsnám getur líka gefið tækifæri til að stofna eigin rekstur og verða þannig sjálf- stæður atvinnurekandi. Starfsmenntað fólk er svo sann- arlega eftirsótt á vinnu- markaði. Í nýrri könn- un Samtaka iðnaðarins meðal félagsmanna sinna kemur fram að 73% félagsmanna vant- ar iðnmenntaða starfs- menn. Á síðasta ári jókst aðsókn í starfs- nám um þriðjung þegar 16% þeirra sem luku grunnskólanámi hófu starfsnám í stað 12% árið áður. Það voru því rúmlega 650 nemendur sem hófu slíkt nám það árið. En betur má ef duga skal. Við þurfum að fjölga nem- endum enn frekar í starfsnámi til að mæta þörfum atvinnulífsins. Ég vil hvetja foreldra þeirra ung- menna sem nú standa frammi fyrir þessari mikilvægu ákvörðun að velja framhaldsskóla að kynna sér starfs- nám og allt það sem þar er í boði, til dæmis með því að fara inn á vefsíð- una nemahvad.is. Það er aldrei að vita nema þar leynist nám sem gæti einmitt fallið vel að áhugasviði ungra nemenda, opnað þeim nýjar dyr sem gæti leitt inn á farsælar brautir. Eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur »Það hefur sýnt sig að nemendur sem koma úr starfsnámi hafa mögu- leika á háum tekjum og geta valið úr fjölmörgum atvinnutækifærum. Guðrún Hafsteinsdóttir Höfundur er formaður Samtaka iðn- aðarins. Starfsnám opnar dyr Vegna EES- samningsins njóta Ís- lendingar tollfrjáls aðgangs að evrópsk- um markaði fyrir iðn- aðarvörur og mikilla tollfríðinda fyrir sjáv- arafurðir. Og við get- um stundað atvinnu í 31 Evrópulandi án hindrana. Sama á við um námsaðgang, heil- brigðisþjónustu o.s.frv. Óhætt er að segja að samn- ingurinn hafi reynst okkur Íslend- ingum afar vel og fært EES- löndunum öllum miklar hagsbætur. Í Icesave-málinu reyndi á sjálfstæði EFTA-dómstólsins gagnvart ESB. Dómstóllinn stóðst prófið með stakri prýði þvert á vonir Samfylk- ingarinnar og þess hluta Sjálfstæð- isflokksins sem nú er Viðreisn. Þetta fólk hélt nefnilega að Icesave yrði byrðin sem ekki yrði borin án aðildar að ESB. – Schengen- samstarfið um afnám landamæra- eftirlits o.fl. er hins vegar ekki hluti EES-samningsins. Andstaðan við EES En Bjart í Sumarhúsum er víða að finna. Þrátt fyrir ofangreint er talsverð andstaða við aðild að EES, einkum í Noregi. Þriðji orkupakk- inn svonefndi var samþykktur í Noregi þrátt fyrir talsverða and- stöðu, en þar hefur hann mikil áhrif vegna samtengingar Noregs við raforkumarkað Evr- ópu. Að svo búnu sneru þessir Norðmenn sér til Íslands. Nú skyldi Ís- lendingum att á foraðið. Þeir hafa beitt sér hér af miklum krafti og fundað með manni og öðrum í því skyni að þriðji orkupakkinn komi ekki til fram- kvæmda í Noregi og til að eyðileggja EES- samninginn. Afskipti af innanlands- málum eða hvað? Þriðji orkupakk- inn er Íslandi nefnilega óviðkom- andi um langa, langa framtíð, líkast til að eilífu. Staðan í íslenskum stjórnmálum Ég var að lesa enn eina ævisögu Stalíns. Þar koma margir „istar“ við sögu. trotskíistar, kamenévistar, zí- nóvjevistar, lenínistar og stalínistar. Allir með réttu línuna. Um sumt minnir staðan núna í íslenskum stjórnmálum á þetta. Fullveldið er arfleifðin. Og þeir sem eru ekki á línunni hreinu eru ekki sannir full- veldissinnar. EES skerðir fullveldið segja þeir og því þarf að finna eitt- hvað sem hægt er að nota til að koma okkur út, sem sé þriðja orku- pakkann. Í Icesave-málinu sagði Davíð Oddsson að varnarþing okkar sem fullvalda ríkis væri í Reykjavík. Engu væri að kvíða. Svo er enn og þriðji orkupakkinn breytir þar engu. Andstæðingar EES eiga ekki að sigla undir fölsku flaggi og halda öðru fram. Afstaða Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga Afstaða Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga er sérkapítuli. Á augabragði hafa þeir fundið út að þriðji orkupakkinn sem þeir sjálfir innleiddu og nú stendur til að full- gilda (nema nú með miklum nýjum fyrirvörum) er ómögulegur. Þetta er líkt og Indriði hefði snúist gegn Icesave! Málflutningurinn er maka- laus miðað við forsöguna og mark- miðið þeim ekki til sæmdar; að reka fleyg í raðir sjálfstæðismanna til að afla þaðan fylgis. Það eru mörg aðkallandi verkefni sem kalla á athygli. Deilan um þriðja orkupakkann er um keis- arans skegg. Ég fullyrði að útganga úr EES er óskadraumur Samfylk- ingar og Viðreisnar. Þá yrði eft- irleikurinn auðveldur og leiðin í ESB greið. Allt annað er draumsýn. – Enginn er eyland. Eftir Einar S. Hálfdánarson »Útganga úr EES er óskadraumur Samfylkingar og Viðreisnar. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Andstaðan við EES-samninginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.