Morgunblaðið - 06.04.2019, Page 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019
2017 en í gegnum veikindin sýndi
hún mesta æðruleysi og jákvæðni
sem ég hef orðið vitni að. Hún
sagði t.d. við mig oftar en einu
sinni að þó að hún væri óheppin þá
væri hún samt svo heppin því að
hún ætti okkur öll og brosti svo til
afa. Þetta hugarfar er eitthvað
sem ég ætla að reyna að temja
mér og minnir mig á að hlutirnir
sem maður hefur áhyggjur af
dags daglega eru sjaldnast svo
stórir. Veikindin minna mann líka
á að nota tímann sem maður fær
vel og njóta lífsins á meðan maður
getur það.
Takk fyrir allt, elsku amma, þú
ert og verður alltaf stór hluti af
mér og munt alltaf verða hjá mér.
Ég mun halda fast í minningarnar
sem ég á og veit að þú ert komin á
góðan stað. Þú trúðir því svo ég
geri það líka.
Þinn vinur,
Sigurbjörn Bernharð
Edvardsson.
Morguninn 2. mars síðastliðinn
lést elskuleg amma okkar og fyr-
irmynd.
Amma var yndisleg og kær-
leiksrík. Ég á eftir að sakna þess
að geta talað við ömmu, ég á eftir
að sakna þess að faðma hana, ég á
eftir að sakna þess að heyra sög-
urnar hennar og ég á eftir að
sakna þess að koma í heimsókn og
bara sitja með henni, þá leið mér
vel.
Ömmu leið alltaf best í faðmi
fjölskyldunnar og erum við heppin
með hversu samheldin hún er, það
er ömmu að þakka.
„Ég er alltaf að hugsa til þín og
þá finnst mér alltaf vera sól og
sumar hjá mér“ eru síðustu orðin
sem ég fékk frá elsku ömmu. Ég
er þakklátur fyrir minningarnar
sem að ég á með henni. Með
ömmu leið mér alltaf vel í hjart-
anu.
Þinn vinur,
Edvard Dagur Edvardsson.
Ég var skírð í höfuðið á móður-
systur minni, þó þannig að ég var
skírð Þurý, en ekki Þuríður, enda
var hún alltaf kölluð Þurý. Hins
vegar varð fljótt flókið að hafa
tvær með sama nafni og einhvern
veginn varð úr að ég var litla og
hún stóra. Ég hef aldrei kallað
hana annað en stóru. Seinna áttaði
ég mig á því hvað þetta gælunafn
átti vel við hana nöfnu mína. Stóra
var svo stór karakter; með stórt
hjarta, stóran faðm, stór gleraugu
og stóra rödd.
Röddin hennar stóru var ekki
stór í hljómburði, heldur áhrifum
og frásagnargáfu. Ef stóra talaði
þá bæði hlustuðum við og heyrð-
um. Því var svo átakanlegt að
sjúkdómurinn skyldi einmitt ræna
hana röddinni. Röddin sem var
svo glettin, góð og gefandi.
Röddin sem hún hafði notað til
að leiðbeina svo mörgum sem á
vegi hennar urðu í gegnum lífsins
hæðir og lægðir. Sögurnar hennar
voru svo leiftrandi og lifandi; hún
gat fært mann úr stað í veröldinni
og eins og hendi væri veifað vor-
um við komnar á spánska strönd
eða svífandi um í loftbelg að lesa í
skýin.
Stóra kenndi mér að virkja
ímyndunaraflið og að láta mig
dreyma. Hún náði meira að segja
að setja dauðann í fallegan búning
og lýsti framhaldslífinu á þannig
hátt að það hjálpar okkur sem eft-
ir sitjum og syrgjum hana.
Stóra og mamma áttu það fal-
legasta og nánasta systrasam-
band sem ég hef fengið að kynn-
ast. Í veikindum stóru hugsaði ég
svo oft hversu magnað það væri
fyrir einhvern sem hefur misst
röddina sína að eiga bestu vinkonu
sem aldrei hefur þurft að tala við
upphátt hvort sem er. Þær áttu
sitt eigið tungumál sem ekki þurfti
orða við; eitt lítið augnaráð varð að
hláturskasti og við hin skildum
ekki neitt í neinu. Þær voru meira
eins og tvíburar, þrátt fyrir sex
ára aldursmun, og fólk þekkti þær
ekki alltaf í sundur.
Svo glæsilegar og flottar að eft-
ir var tekið, hvort sem var í bank-
anum þar sem þær unnu saman,
eða í þeirra náttúrulega umhverfi;
á Laugaveginum.
En nú er stóra komin á annan
stað þar sem hún hefur röddina,
máttinn sinn og kraft. Nú fá aðrir
að njóta hennar og ég veit að hún
heldur uppteknum hætti og er
stærri en allt sem stórt er. Svo er
hún alveg örugglega búin að
breyta þar öllu og raða upp á nýtt.
Orð fá því ekki lýst hvað ég er
þakklát fyrir að hafa átt stóru
mína. Ég horfi alla daga upp í him-
ininn og leita að stelpuskýinu. Sé
þig þar seinna!
Þín litla,
Þurý Björk.
Leiðir okkar Þuríðar lágu sam-
an í bankageiranum, fyrst í Iðn-
aðarbankanum og síðan í Íslands-
banka. Hún var manneskjan á
gólfinu sem alla hluti leysti með
bros á vör. Ávallt vel til höfð og
glæsileg í allri framgöngu. Hún
var flott andlit bankans og við-
skiptavinirnir elskuðu hana. Það
voru umbrotatímar í bankakerf-
inu, fjórir bankar runnu saman í
einn „Íslandsbanka“ um áramótin
1989-1990. Starfsliði útibúsins í
Lækjargötu fjölgaði á einni nóttu
úr 70 manns í tæpa 130 og það var
vitað mál að með hagræðingu
kæmist útibúið fljótt í 100 manna
starfslið. Það var vandasamt. Það
þurfti að leysa ótal viðfangsefni,
þar stóð Þuríður eins og klettur,
stjórnaði framlínu bankans og
lagði sig fram um að leysa hvers
manns vandamál með sínu fallega
brosi. Einfalt mál eins og að breyta
númeri á bankareikningi, sem varð
að gera, gat til að mynda orðið að
stórmáli, þá var gott að hafa Þurý
sem ávallt fann farsæla lausn.
Það var ómetanlegt að hafa
Þurý í liði með sér og hún stýrði
sínum þjónustuhóp af mikilli lip-
urð, passaði vel upp á að allir væru
vel til fara og útibúið liti vel út.
Þegar tækifæri gáfust til að
blása til smá gleðskapar sá Þurý
oftast um skipulagninguna, hún
passaði vel upp á að samstarfs-
menn gætu átt ánægjustundir
saman fyrir utan vinnuna. Minnis-
stæð er ein gönguför um Reykja-
nesið þar sem við hrepptum væg-
ast sagt leiðindaveður en allir
skiluðu sér með bros á vör og Þurý
passaði upp á hópinn.
Þurý hefur nú kvatt okkur alltaf
of snemma en minningin um heil-
steypta og glæsilega konu lifir.
Innilegar samúðarkveðjur til
Edda og barna þeirra.
Jafet Ólafsson,
fyrrverandi útibússtjóri.
Kær vinur, fyrrverandi „yfir-
kona“ mín í Bankanum, er farin frá
okkur.
Það var bæði gaman og gott að
vinna með Þurý – og alla jafna var
engin lognmolla á ferðinni. Og að
eignast vináttu hennar og Edda er
ómetanlegt.
Oftast voru þau veitendur, t.d. í
matarboðum. Mig minnir að það
fyrsta hafi verið að borða með
þeim saltað trippakjöt, sem var
mjög gott.
Með því drukkum við Þurý gott
ítalskt rauðvín. Nú og svo var nátt-
úrlega „kótelettuklúbburinn“. Við
Þurý vorum áhugasöm um góðar
leiksýningar og fórum oft, ásamt
Siggu systur hennar, í leikhús sem
og á tónleika .
Stundum voru „samkvæmi“ í
bankanum – sum hver mjög
skemmtileg. Ég minnist eins, sem
endaði hjá „Blómabændunum“ á
Grettisgötu. En flest þeirra á ekki
við að rifja upp – „svona í öðrum
sóknum“
Þurý greindist með MND á
haustdögum 2017. Það var skelfi-
leg frétt. En við það skýrðist eitt
og annað sem hafði hrjáð hana um
nokkurn tíma.
Elsku Eddi minn og þið öll.
Svo er endar ógn og stríðin,
upp mun renna sigurtíðin,
oss þá kallar heim til hallar
himna Guð, er lúður gjallar.
(Fr.Fr.)
Guð blessi minninguna um hana
Þurý.
Sigurjón Guðmundsson.
✝ ÞorbergurHallgrímsson
fæddist í Reykjavík
13. janúar 1959.
Hann lést 26. mars
2019.
Foreldrar hans
eru Þórunn Frans,
f. 19.9. 1931, d.
30.6. 2018, og Hall-
grímur Jónsson, f.
22.6. 1927. Systur
hans eru Ingunn
Elín Hróbjartsdóttir, f. 1949,
Jóna Hróbjartsdóttir, f. 1950,
gift Guðmundi Lárussyni, f.
1951, d. 2017, Elín Margrét
Hallgrímsdóttir, f. 1953, gift
Kjartani Helgasyni, f. 1952,
Álfhildur Hallgrímsdóttir, f.
1955, Sveinbjörg Hallgríms-
dóttir, f. 1957, og Ásgerður
Hallgrímsdóttir, f. 1962, gift
Ólafi Birni Lárussyni, f. 1958.
Þorbergur ólst
upp í Reykjavík
fyrir utan nokkur
ár sem fjöl-
skyldan bjó í
Vestmannaeyjum.
Hann gekk í
Laugarnesskóla
og Laugalækjar-
skóla en fór 17
ára til Bandaríkj-
anna í flugvirkja-
nám. Hann vann
hjá Flugleiðum í 13 ár en fór
aftur til flugnáms í Bandaríkj-
unum. Útskrifaðist hann þar
sem atvinnuflugmaður. Þor-
bergur vann við ýmis störf.
Hann var mjög mikill dýra-
vinur og átti hesta og ketti.
Síðustu árin annaðist hann
foreldra sína.
Jarðarförin fór fram í kyrr-
þey.
Elsku hjartans sonur minn,
þakka þér fyrir samveruna sem
varði í 60 ár. Ég minnist þess
hvað þú varst fallegt og skemmti-
legt barn. Þegar ég var í lögregl-
unni og þurfti að fara á nætur-
vakt að kvöldi harmaðir þú að ég
skyldi þurfa að fara út á þessum
tíma sólarhrings. Þá gréstu
stundum af því tilefni, en hugg-
aðist brátt og söngst þá „pabbi
vinna, pabbi vinna“. Bernsku- og
uppvaxtarárin liðu í góðri sátt við
foreldra þína. Ungur að árum
fórst þú til Bandaríkjanna og
lærðir flugvirkjun. Á meðan þú
varst að læra þar heimsóttum við
foreldrarnir þig tvisvar. Við ferð-
uðumst víða um Bandaríkin og
heimsóttum góða vini, m.a. fyrr-
verandi yfirmann, háttsettan at-
vinnuhermann sem hafði verið í
varnarliðinu á Keflavíkurflug-
velli, og fjölskyldu hans. Þegar
heim kom tókst þú til starfa hjá
Flugleiðum. Allt gekk vel í nokk-
ur ár þar til annar verkstjórinn
þinn hafði suma í kringum þig í
betri og léttari störfum. Öðrum
hélt hann í leiðinlegri störfum og
skítverkum, þú varst einn af
þeim. Eitt sinn þegar hann ætlaði
þér að vinna skítverk mótmæltir
þú og sagðir við hann að jafna
þessum verkum jafnt yfir alla.
Það féll ekki í góðan jarðveg því
eftir það hóf hann að leggja þig í
einelti. Seinna fórstu aftur í nám
til Bandaríkjanna og fékkst rétt-
indi til atvinnuflugs þar.
Þú varst mikill dýravinur og
áttir hesta og ketti. Við áttum
sumarbústað í Grímsnesi og þar
áttum við góðar stundir í fjölda
ára. Þar var gestkvæmt og þú
naust þín vel. Þú áttir létt með að
læra tungumál og varst sérstak-
lega útsjónarsamur og laginn við
verk. Þú varst yfir 190 sentimetr-
ar á hæð og sérstaklega þrekvax-
inn enda mikill kraftamaður en
þú fórst vel með afl þitt og mikl-
aðist aldrei af því. Þú varst mikill
greiðamaður og vildir hvers
manns vandræði leysa sem til þín
leituðu.
Þú varst til aðstoðar við for-
eldra þína hin síðari ár. Það var
þér mikið áfall eins og okkur í
fjölskyldunni þegar konan mín og
móðir þín féll frá.
Dauðinn gerir oft ekki boð á
undan sér. Guð blessi þig og
varðveiti á nýju lífssviði. Ég elska
þig, elsku drengurinn minn.
Kveðja, pabbi þinn,
Hallgrímur Jónsson.
Þá er Tobbi frændi genginn á
vit feðra sinna. Lífsgangan hefur
á tíðum verið erfið en góðir kaflar
inni á milli sem ylja mér um
hjartarætur. Fyrir hann fæddan
1959 voru ekki mörg úrræði frek-
ar en aðra þá sem fylgdu ekki al-
veg norminu. Aðstoð í formi leið-
sagnar fyrir foreldra var af
skornum skammti. Þorbergur
gekk hefðbundinn menntaveg í
grunnskóla. Síðan lá leiðin til
Bandaríkjanna að nema flug-
virkjun. Hann lauk því námi og
flugmannsprófi þónokkru síðar.
Starfaði hann sem flugvirki hjá
Icelandair. Þegar leið á lífs-
ferilinn fór vinnustundum á hin-
um almenna vinnumarkaði að
fækka. Hann hélt heimili í for-
eldrahúsum á Hrísateigi 36 mest-
an hluta ævinnar. Margar stund-
ir átti hann í sumarbústaðnum í
Grímsnesinu og dvaldi þar oft til
lengri eða skemmri tíma. Minnist
ég glaðværðar og léttleika ásamt
þakklæti frá þeim tíma. Léttur öl,
kassetta í tækið, Willie Nelson,
Johnny Cash og Eyjalög hljóm-
uðu um sveitina. Þorbergur var
handlaginn með afbrigðum,
þannig að fátt var sem ekki var
hægt að laga. Þannig dyttaði
hann að sumarbústaðnum og
ýmsu heima fyrir. Einnig hafði
hann ástríðu fyrir bílum og kom
maður ekki að tómum kofunum
þar. Væntanlega verður hans
þörf í ýmsum verkum á næsta
íverustað þar sem hann hittir fyr-
ir Þórunni móður sína og fleiri
ættmenni. Eftir situr ættfaðirinn
91 árs gamall og þarf að sætta sig
við það hlutskipti að vera við
jarðarför sonar síns. Þess óskar
maður engum. Okkur sem eftir
lifum ber að virða rétt Þorbergs
til þeirrar ákvörðunar sem hann
tók. Margir reyndust honum afar
vel í hans lífi en aðrir stunduðu
þann ljóta sið að leggja hann í
einelti og markaði það líf hans.
Hvíl í friði, bróðir, eins og hann
kallaði mig ætíð.
Ólafur Björn Lárusson.
Þorbergur
Hallgrímsson
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 10-17 alla virka daga
Ástkær systir okkar,
SVANHILDUR FINNDAL
GUÐMUNDSDÓTTIR
sjúkraliði,
frá Finnstungu,
Hólavegi 28, Sauðárkróki,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
mánudaginn 1. apríl. Útför fer fram frá Blönduóskirkju
miðvikudaginn 10. apríl klukkan 13.
Grétar, Heimir, Áslaug
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
GUNNLAUGUR VALDIMARSSON,
sjómaður,
Skólastíg 14a,
Stykkishólmi,
sem lést á St. Fransiskusspítalanum
27. mars, verður jarðsunginn
frá Ísafjarðarkirkju þriðjudaginn 9. apríl klukkan 14.
Sigrún Sigurgeirsdóttir
Einar D.G. Gunnlaugsson
Yngvinn V. Gunnlaugsson
og fjölskyldur
Faðir okkar, sonur og bróðir,
ÞORVALDUR ÞÓRARINSSON,
lést þriðjudaginn 26. mars.
Útförin fer fram frá félagsheimili
Frisbígolffélagsins í Gufunesbæ að ósk hins
látna mánudaginn 8. apríl klukkan 15.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er
bent á styrktarreikning, banki 185-26-100003, kt. 040176-3659.
Ragnar Smári Þorvaldsson
Selma Huld Þorvaldsdóttir
Helena Þorvaldsdóttir
fjölskyldur og vinir hins látna
Okkar kæri,
ÞORVALDUR K. HAFBERG,
andaðist á Landspítalanum 30. mars.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
þriðjudaginn 16. apríl klukkan 15.
Andrés Hafberg Sólveig Guðjónsdóttir
Friðrik Hafberg Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir
Anna Hafberg
Linda Vilhjálmsdóttir Mörður Árnason
Hafdís Vilhjálmsdóttir
Ásta Vilhjálmsdóttir Steinþór Birgisson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SÆVAR GUÐMUNDSSON,
lést mánudaginn 1. apríl á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Útför Sævars fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 10. apríl klukkan 15.
Sólveig Birna Sigurðardóttir Þór Þorgeirsson
Ari Eyberg Sævarsson Ásta Ósk Hákonardóttir
Guðleif Sunna Sævarsdóttir Baldvin Hrafnsson
Jóhanna Bjarndís Sævarsd. Rafal Arapinowicz
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR HERBERT SKAGVÍK,
skipstjóri,
síðast búsettur í Seattle,
Bandaríkjunum,
lést á sjúkrahúsi í Seattle 4. apríl.
Jarðsett verður í Seattle.
Sölvi Páll Ólafsson
Gísli Þór Ólafsson Elena Ólafsson
Alexis Ólafsson Michelle Ólafsson