Morgunblaðið - 06.04.2019, Side 38

Morgunblaðið - 06.04.2019, Side 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 ✝ Guðmundur K.Steinbach fæddist á Ísafirði 5. júlí 1929. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 12. mars 2019. Foreldrar hans voru hjónin Kjart- an Steinbach loft- skeytamaður, f. 4. nóvember 1909 í Bolungarvík, og Soffía Loptsdóttir Steinbach talsímavörður, f. 16. apríl 1909 í Bolungarvík. Systir Guðmundar er Ragnhildur, f. 11. febrúar 1939, maki hennar er Hilmar Sigurðsson. Bróðir Guðmundar var Kjartan K., f. 16. desember 1949, d. 25. október 2018, eftirlifandi maki Seinni eiginkona Guð- mundar er Kamilla Guð- brandsdóttir, f. 29. ágúst 1926. Sambúð þeirra varði í 50 ár og giftu þau sig 1. febrúar 1985. Barn hennar úr fyrra hjónabandi er Olga Hafberg. Hennar börn eru Einar Skúli og Hrannar Már. Langömmu- börnin eru tvö. Guðmundur varð stúdent frá MR 1948. Hann lauk fyrri- hlutaprófi í verkfræði frá HÍ 1951 og prófi í raforkuverk- fræði frá DTH í Kaupmanna- höfn 1954. Stundaði fram- haldsnám við TH í Darmstadt 1954-55 og hjá AEG og Robert Bosch GmbH í Berlín, Kassel, Stuttgart og víðar 1955-56 Eftir heimkomu starfaði hann m.a. hjá Bræðrunum Ormsson 1956-59, Smith og Norland 1960-67 og Raf- magnsveitu Reykjavíkur 1967- 90, þar af frá 1984-90 sem for- stöðumaður innlagna. Jarðsett var í kyrrþey að ósk hins látna 29. mars 2019. hans er Marta Guðmundsdóttir. Fyrri eiginkona Guðmundar var Auðbjörg Guð- brandsdóttir (skildu), f. 1. apríl 1930, d. 11. febr- úar 2007. Börn þeirra eru: 1) Ragnhildur, f. 23. febrúar 1952, læknir. Maki Ein- ar Baldvin Stefánsson lög- fræðingur. Sonur þeirra er Baldvin. 2) Auðbjörg, f. 14. maí 1953, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Maki hennar er Kristján Loftsson fram- kvæmdastjóri. Þeirra börn eru Guðmundur, Loftur og María. Langafabörnin eru fjögur. Elsku afi. Það var erfitt sím- talið sem ég fékk þriðjudaginn 12. mars þar sem mamma sagði mér að þú hefðir kvatt um morguninn. Ég bjóst ekki við því að fá þær fréttir á þeim tímapunkti. Ég var handviss um að þú myndir ná 90 ára stórafmælinu þínu í sumar þegar ég sá þig síðast í byrjun árs þegar ég var á leiðinni til Bandaríkjanna eft- ir gott jólafrí þar sem við átt- um saman góðar stundir og góðar samræður um lífið og til- veruna. Ég er þakklátur fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og allar sögurnar sem þú hafðir að segja. Þér fannst ekki leiðinlegt að segja frá sumrunum í æsku þinni sem þú eyddir í Æðey, námsárunum í MR, HÍ, Danmörku og Þýska- landi og öllu hinu sem á daga þína hafði drifið og því fólki sem hafði áhrif á líf þitt. Þú lifðir langa og góða ævi og hafðir frá nógu að segja sem ég mun sakna að hlusta á. Veiði- og íþróttamaður varstu mikill, þú hafðir brennandi áhuga á stjórnmálum og hafðir einstak- lega gaman af spilum. Þú vannst einnig einstakt afrek í allri þeirri vinnu við ættfræði- rannsóknir fjölskyldunnar sem eru ómetanlegar heimildir. Þú varst mikill viskubrunnur um hin ýmsu málefni og hafðir gaman af að ræða um allt milli himins og jarðar. Þú varst allt- af með eitthvað til að vinna að alveg fram á síðasta dag og átti það eflaust mikinn þátt í því hversu skarpur þú varst út ævina. Skipulagðari einstakling mun ég held ég aldrei hitta það sem ég á eftir lifað, því allt var upp á 10 hvað það varðar hjá þér elsku afi. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á því hvernig gekk hjá okkur barnabörnunum í náminu og alltaf var það skylda að hringja í þig þegar einkunnirnar komu í hús og segja þér hvernig gekk. Það var alltaf svo gaman að heyra hversu glaður þú varst yfir árangrinum. Ég er mjög þakklátur fyrir að þú skyldir ná að vera viðstaddur stóru áfang- ana á mínum námsferli og mér þykir sérstaklega vænt um að þú hafir komið alla leið til Bandaríkjanna og verið við- staddur útskrift mína úr fram- haldsnáminu þar ytra. Þó að ég hafi ekki smitast af veiðidellunni eins og aðrir í fjölskyldunni gerðir þú þitt besta og gott betur til að kveikja áhugann. Minningarnar úr veiðiferðun- um eru mér þó mjög dýrmætar og ég mun hugsa til þeirra með hlýhug. Ég mun einnig muna eftir öllum stundunum sem við spil- uðum hin ýmsu spil eins og ól- sen ólsen, veiðimann, manna, lúdó og fleiri spil sem þú hafðir gaman af. Ég þakka þér fyrir sam- fylgdina og ég á eftir að sakna þín. Hvíl í friði, elsku afi. Loftur. Hinn 29. mars 2019 kvaddi ég afa minn og gekk með hon- um seinasta spölinn á hans leið. Ég hef átt erfitt með að setja eitthvað niður á blað enda ansi margt sem ég á honum að þakka. Ég hugsa að enginn hafi haft eins mikil áhrif á mig í gegnum lífið og hann. Við vorum ekki alltaf sammála en þó svona oft- ast í stóru málunum. Veiðiáhuginn kemur beint frá afa en hann byrjaði að taka mig með sér að veiða um leið ég gat labbað sæmilega óstudd- ur. Eftir fyrsta túrinn varð ekki aftur snúið. Veiðidellan ágerðist eftir því sem árin liðu og allt fram til 2016 fórum við eitthvað saman á hverju einasta ári. Oftar en ekki var amma Milla með hvort sem hún var að veiða eða eingöngu til þess að vera með okkur. Ferðirnar í Stóru-Laxá og á silungasvæðið í Miðfjarðará standa þó upp úr. Það er alveg klárt að það verð- ur farið á þessa staði í framtíð- inni með mínum börnum og barnabörnum. Eldri stelpurnar mínar fengu einmitt að kynnast því að veiða með þér og drógu þær ansi marga silunga að þér við- stöddum. Guðlaug Kristín verð- ur að sætta sig við að ég segi henni sögurnar sem þú sagðir mér. Það eru ansi stórir skór að fylla. Ég gat alltaf komið í heim- sókn og rætt málin hvort sem ég hjólaði til afa í vinnuna þar sem hann gaf sér alltaf tíma til að spjalla eða þegar ég hjólaði heim til hans í Breiðholtið. Þar tók amma Milla aldrei öðruvísi á móti manni en að spyrja hvort maður vildi ekki eitthvað að borða. Áhuginn á fjölskyldunni var einstakur. Þar má helst nefna ættfræðina sem þú lagðir ómældan tíma í að rannsaka og að fylgjast með námsárangri afabarna og langafabarna. Spil- astundirnar sem þú áttir með mér og mínum börnum sitja ennþá fast í huga okkar. Takk fyrir allt, afi, og ég mun alltaf minnast þín. Mummi. Guðmundur Steinbach. Elsku afi. Það er skrítið að setjast nið- ur og skrifa minningarorð um þig, mér finnst eins og ég sé bara að skrifa þér tölvupóst eins og ég gerði oft síðastliðin sjö ár eftir að ég flutti til út- landa. Þó að mér þætti innihald póstanna oft ekki vera merki- legt varst þú alltaf svo glaður yfir þeim og ég var ánægð að geta glatt þig með sögum um það sem á daga mína dreif. Við hittumst í síðasta sinn laugardaginn áður en þú kvaddir, í skírninni hjá Guð- laugu Kristínu. Mikið er ég fegin að ég kom heim í þennan stutta tíma og gat bætt einni minningu í við- bót við safnið. Við náðum ekki að tala mikið saman í skírninni sjálfri, þegar ég hringdi í þig síðar um kvöldið hljómaðir þú hress miðað við það að nóg hafði verið um að vera fyrr um daginn. Eitt það síðasta sem ég sagði við þig var það hvað ég hlakkaði til að flytja í nýju íbúðina mína þar sem ég mun hafa pláss fyrir fallegu íslensku fuglastytturnar sem þú gafst mér. Ég ætlaði að senda þér myndir af öllu saman þegar ég væri búin að koma mér fyrir. Núna mun ég hugsa til þín í hvert skipti sem ég lít á þessar styttur, og brosa. Minningarnar eru margar á svona stundu. Þú sýndir náms- framvindu okkar barna- barnanna alltaf áhuga, tvisvar á ári var hringt í afa þegar ein- kunnir voru komnar í hús til að deila árangrinum með þér. Ákveðinn endapunktur á þeirri námsvegferð hjá mér var fyrir fimm árum, þegar þú mættir til Boston í útskriftina mína úr meistaranáminu. Það er mér óendanlega dýr- mætt að þú mættir, og við átt- um góðar stundir í borginni sem ég kalla ennþá heimili mitt. Það að þetta varð ein af þínum síðustu utanlandsferðum gerir minninguna enn sætari. Þér varð oft rætt um það á síð- ustu árum að þig langaði að koma aftur í heimsókn, en að það væri ekki í spilunum. Þá sagði ég þér oftast að hugsa um það að þú komst þó einu sinni, og leyfa þeirri minn- ingu að vera nóg. Ég mun líka hugsa til þín þegar ég fer næst í stangveiði, hvenær sem það verður. Þú spilar hlutverk í flestum af mínum veiðisögum, eins og þegar ég var með fisk á stöng- inni sem litla ég var ekki alveg að ráða við að draga inn. Mundi ég þá ráð sem þú hafðir ein- hvern tímann gefið mér, um að bakka með fiskinn á land í svo- leiðis stöðu. Þú sjálfur hins vegar skildir ekkert hvað ég var að gera þegar ég hætti að rembast við að draga línuna inn og fór að bakka. Þegar ég sagði þér hvaðan hugmyndin kom þegar fiskurinn var kominn á land hlóst þú dátt og hrósaðir mér fyrir gott minni. Hvíl í friði, elsku afi. Þangað til við hittumst aftur. Ástarkveðja, Maria. Guðmundur var langafi minn. Þótt hann hafi ekki verið það líffræðilega var hann það samt fyllilega fyrir mér, enda voru hann og langamma mín Milla saman frá því fyrir mína daga. Guðmundur var mér ein sú sterkasta og áreiðanlegasta karlkyns fyrirmynd sem ég átti. Hann var einstaklega hug- ulsamur og vildi mér alltaf allt það besta og meira til. Hann var til alltaf til staðar, hélt allt- af öllum sínum orðum og lagði margt á sig til þess að hugsa vel um mann. Guðmundur sýndi kærleik og umönnun til mín á hátt sem ég þekkti ekki annars staðar frá. Þetta gerði hann með því að vera viss um að ég hefði að- gang að öllu því sem mig vant- aði og með því að sjá til þess að ég gæti lært og prófað það sem myndi byggja upp karakterinn minn. Hann gaf mér safn af klass- ískum bókmenntum, lista yfir klassískar bíómyndir sem ég ætti að þekkja og kynnti sér nýjustu mál í öllu því sem ég kynni að hafa áhuga á hverju sinni. Þegar ég stundaði fata- hönnunarnám við Listaháskól- ann ræddi hann þannig við mig tískuheiminn og var búinn að lesa sér til um það sem þar var í gangi. Hann var alltaf fyrstur til þess að styrkja mig í nýjum áhugamálum, með bókum, bún- aði, námskeiðum og samtölum. Hann sá alltaf til þess að af- mælis- og jólagjafir væru hag- nýtar, og nýtti þær oftar en ekki í að sjá til þess að ég ætti almennilegan búnað til úti- vistar, veiði og fjallgangna. En áhugi minn á því öllu kom al- farið frá honum. Ég á margar minningar af því að fara að veiða með Guðmundi, hann kenndi mér allt sem ég kann í því og skráði mig einmitt á fluguveiðinámskeið um 13 ára aldur. Uppvöxtur minn einkenndist af miklu rótleysi, flutningum og stöðugum breytingum og var Guðmundur því fyrir mér kær- kominn stöðugleiki í mínu lífi. Áreiðanleikinn og reglusemin var því eitthvað sem mér þótti einstaklega vænt um og var mikilvæg fyrirmynd sem jafn- aði út óstöðugleikann sem var í gangi annars staðar í lífi mínu. Hann kom og sótti mig tíman- lega, keypti alltaf fyrir mig uppáhaldsbakkelsið mitt með kaffinu og sá til þess að senda mig heim með góða osta og ferska ávexti. Atferli hans hvatti mig alltaf til þess að langa að vera besta útgáfan af sjálfri mér, og gaf mér fallega sýn á lífið. Ég hefði viljað segja honum oftar hversu mikið mér þótti vænt um hann og allt það sem hann hefur gert og verið fyrir mér, og syrgi því hversu hratt hann kvaddi. Elsku Guðmundur, takk fyrir allt það sem þú hefur verið fyr- ir mér. Þín, Júlíanna Ósk Hafberg. Guðmundur K. Steinbach Sigrún Björk Gunnarsdóttir ✝ Sigrún Björk Gunn- arsdóttir fædd- ist 1. ágúst 1944. Hún lést 14. mars 2019. Útför hennar fór fram 28. mars 2019. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is Aldurinn fór mildum höndum um Áslaugu ömmu, hún var fögur til hinsta dags. Eiginlega ótrúlegt að hún skyldi vera komin yfir tírætt, svona björt og brosmild, augun enn leiftrandi af glettni. Ég kynntist Áslaugu fyrir meira en tuttugu árum, þegar við Gummi vorum að draga okk- ur saman. Hann fór með mig norður á land til að sýna mér bæinn sinn, kynna mig fyrir fjölskyldunni, og hún tók mér svo vel, á sinn hlýja, hægláta hátt. Gummi var elsta barnabarnið hennar, hafði verið mikið hjá henni og Guðmundi eldri, og strengurinn á milli þeirra var heitur og einlægur. Þau höfðu líka sama rannsakandi augn- svipinn, settu eins í brýrnar, og svipurinn skilaði sér til dætra minna. Við lifum áfram í afkom- endum okkar. Áslaug amma lagði land und- ir fót þegar Hildur okkar fædd- ist, kom til okkar til Kaup- mannahafnar ásamt Sirrý og Billa, tengdaforeldrum mínum, og ömmu San, móður Billa, til að heimsækja nýjasta afkom- Áslaug Guðlaugsdóttir ✝ Áslaug Guð-laugsdóttir fæddist 8. júní 1918. Hún lést 18. mars 2019. Útförin fór fram 26. mars 2019 í kyrrþey að ósk hennar. andann. Ég man Áslaugu með litla stýrið í fanginu, hvað hún var ánægð með lang- ömmubarnið sitt og hvað hún var góður gestur, það var svo gaman að gefa henni að borða. Það var líka allt- af yndislegt að koma til Áslaugar þegar leið okkar lá norður, þiggja af henni kaffi og súkku- laði, spjalla í notalegu stofunni hennar, innan um fjölskyldu- myndirnar. Hún var stolt af af- komendum sínum og naut þess að umkringja sig myndum af þeim. Hún var farin að tapa heyrn, en hélt áfram að sinna eftirlætisiðju sinni, að lesa. Hún var ástríðulesandi og alsæl í eigin félagsskap, innan um bækurnar sínar. Áslaug varði stórum hluta ævi sinnar í að annast um aðra, lengst af um manninn sinn, sem glímdi við erfið veikindi. Hún var nægjusöm og hógvær, en það var gaman að hrósa henni, sjá hana fara hjá sér. Hún hló og bandaði frá sér hendinni: Iss, láttu ekki svona, hvein í henni, en augun hennar fallegu ljómuðu. Elsku Gummi, Sirrý og Billi, Arnar og Harpa, ég samhrygg- ist ykkur og fjölskyldunni allri, og þakka fyrir að fá að kynnast þessari góðu, fallegu konu. Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Aldurhniginn maður lítur æði oft yfir farinn veg, gleðst yfir vel- flestu sem betur fer og ljúfustu myndirnar leiftra fyrir hug- skotssjónum. Nemendur mínir einn af öðr- um minna á sig í munans inn- um, ljúfar myndir og mætar. En svo daprast hugur þegar ljósin slokkna, eitt af öðru, allt- of fljótt. Þannig fann ég að gamlar, góðar minningar streymdu fram, þó að alvaran í fylgd með endalokum lífsins næði yfir- höndinni, þegar ég fregnaði andlát enn eins nemanda míns. Ingi Helgason var nemandi minn á Fáskrúðsfirði fyrstu kennsluveturna mína og þar fór góður nemandi og hugsandi, hress var hann og ólgandi af atorku og krafti í bland við beztu einkenni kurteisinnar, nokkuð sem hann sannaði á sín- um fullorðinsárum, en hann var prúður og broshýr alla jafna. Hann Ingi var svo sannar- lega vel gefinn bæði til bókar og verka. Hann var af kjarnafólki kom- inn í báðar ættir, Stefaníu móð- ur hans kynntist ég vel, þeirri djarfhuga dáðakonu, henni fylgdi gjarnan kátína og hressi- leiki, það voru góð kynni og gefandi. Föður hans hitti ég nokkrum sinnum, greinilega mikill greindarmaður en stríðinn var hann og meðan hann gerði Ingi Sigurður Helgason ✝ Ingi SigurðurHelgason fæddist 3. október 1941. Hann lést 14. febrúar 2019. Útför Inga fór fram 28. febrúar 2019. listavel við skóna mína lagði hann allhart að mér að ég skyldi feta framsóknarveginn. Ingi var einn þeirra sem aldrei gleymast mér sakir mannkosta og áræðni hans ekki sízt, því ætíð skyldi áfram haldið þarfri framleiðslu, þegar hann var með sinn ágæta at- vinnurekstur í heimabyggðinni. Afraksturinn sézt svo víða eystra og verk hans bera vitni þeirrar framtakssemi sem var eins og Inga í blóð borin. Dugnaðurinn var einstakur og aldrei var nein uppgjöf í starfi hans, ötull og framsýnn, en máske voru ekki allir sem áttuðu sig á því, hversu dýr- mæt iðja hans Inga var. Þegar fundum okkar bar stöku sinn- um saman var alltumlykjandi hlýja hjá þeim hjónum báðum, en samtaka höfðu þau gengið gæfuveginn allt frá unglings- árum. Okkur Hönnu fannst hrein- lega yndislegt að sjá þau Ár- nýju á dansgólfinu, þar var ekkert feilspor stigið í fallegum dansi. Hverful en hrífandi mynd af þeim hjónum. Við Hanna send- um henni Árnýju og hennar fólki okkar einlægustu samúð- arkveðjur svo mikils sem hún hefur nú misst. Fyrir innri sjónum mínum birtist aftur og aftur mynd af röskum og snaggaralegum dreng sem svaraði svo vel því sem kennarinn spurði, átti gleðiríka eðliskosti sem sönn- uðu sig í lífinu. Megi honum fylgja far- sældarþakkir yfir í hið ókunna. Helgi Seljan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.